Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 74
 8. janúar 2006 SUNNUDAGUR34 Enska bikarkeppnin: ARSENAL-CARDIFF 2-1 1-0 Robert Pires (6.), 2-0 Robert Pires (18.), 2-1 Cameron Jerome (87.). BARNSLEY-WALSALL 1-1 0-1 Kevin James (74.), 1-1 Paul Heyes (77.). BLACKBURN-QPR 3-0 1-0 Andy Todd (17.), 2-0 Craig Bellamy (36.), 3-0 Craig Bellamy (86.). BRIGHTON-COVENTRY 0-1 0-1 Gary McSheffrey (50.). CHELSEA-HUDDERSFIELD 2-1 1-0 Carlton Cole (12.), 1-1 Gary Taylor-Fletcher (75.), 2-1 Eiður Smári Guðjohnsen (82.). Eiður Smári lék allan leikinn fyrir Chelsea. CHELTENHAM-CHESTER 2-2 1-0 J.J. Melligan, víti (59.), 2-0 John Finnigan, víti (74.), 2-1 Marcus Richardsson (80.), 2-2 Stuart Drummond (93.). CRYSTAL PALACE-NORTHAMPTON 4-1 1-0 Michael Hughes (4.),1-1 Josh Low (12.), 2-1 Jonathan Macken (37.), 3-1 Andy Johnson, víti (53.). 4-1 Dougie Freedman (88.). DERBY-BURNLEY 2-1 1-0 Paul Peschisolido (18.), 1-1 Gareth O´Connor (29.), 2-1 Paul Peschisolido (67.). HULL-ASTON VILLA 0-1 0-1 Gareth Barry (61.). IPSWICH-PORTSMOUTH 0-1 0-1 Dario Silva (37.). LUTON-LIVERPOOL 3-5 0-1 Steven Gerrard (16.), 1-1 Steve Howard (31.), 2-1 Steve Robinson (43.), 3-1 Kevin Nicholls, víti (53.), 3-2 F. Sinama Pongolle (62.), 3-3 Xabi Alonso (69.), 3-4 F. Sinama Pongolle (74.), 3-5 Xabi Alonso (94.). MAN. CITY-SCUNTHORPE 3-1 0-1 Andrew Keogh (17.), 1-1 Robbie Fowler (48.), 2-1 Robbie Fowler (56.), 3-1 Robbie Fowler, víti (64.). MILLWALL-EVERTON 1-1 1-0 Marvin Williams (39.), 1-1 Leon Osman (79.). NEWCASTLE-MANSFIELD 1-0 1-0 Alan Shearer (80.). NORWICH-WEST HAM 1-2 0-1 Hayden Mullins (6.), 0-2 Bobby Zamora (57.), 1-2 Paul McVeigh, víti (72.). NUNEATON-MIDDLESBROUGH 1-1 0-1 Gaizka Mendieta (15.), 1-1 Gez Murphy, víti (90.). PRESTON-CREWE 2-1 0-1 Billy Jones (35.), 1-1 Graham Alexander (62.), 2-1 Chris Sedgwick (86.). SHEFF. UTD.-COLCHESTER 1-2 1-0 Steve Kabba (5.), 1-1 Neil Danns (33.), 1-2 Gareth Williams (72.). SHEFF. WEDNESDAY-CHARLTON 2-4 0-1 Dennis Rommedahl (13.), 1-1 Paul Hecking- bottom (16.), 1-2 Matt Holland (27.), 1-3 Dennis Rommedahl (44.), 2-3 Paul Heckingbottom (60.), 2-4 Darren Bent (87.). Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charl- ton í stöðu vinstri bakvarðar. SOUTHAMPTON-MILTON KEYNES DONS 4-3 1-0 David Prutton (40.), 1-1 Claus Lundekvam, sjálfsm. (59.), 2-1 Nigel Quashie (60.), 3-1 Theo Walcott (66.), 3-2 Nick Rizzo (79.), 3-3 Gareth Edds (84.),4-3 Darren Kenton (88.). STOCKPORT-BRENTFORD 2-3 0-1 Lloyd Owusu (13.), 1-1 Jermaine Easter (17.), 2-1 Keith Biggs (48.), 2-2 DJ Campbell (65.), 2-3 Isaiah Rankin (84.). STOKE-TAMWORTH 0-0 Hannes Sigurðsson lék síðustu 15 mínúturnar fyrir Stoke. TORQUAY-BIRMINGHAM 0-0 WATFORD-BOLTON 0-3 0-1 Jared Borgetti (11.), 0-3 Stelios Giannakopoul- us (34.), 0-3 Khalilou Fadiga (73.). WBA-READING 1-1 1-0 Zoltan Gera, víti (82.), 1-1 Kevin Doyle, víti (84.). Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku báðir allan leikinn fyrir Reading. WIGAN-LEEDS 1-1 1-0 David Connolly (47.), 1-1 Rob Hulse (88.). Gylfi Einarsson var ekki í leikmannahópi Leeds. WOLVES-PLYMOUTH 1-0 1-0 Leon Clarke (26.). Enska 3. deildin: NOTTS COUNTY-DARLINGTON 3-2 Með sigrinum komust Guðjón Þórðarson og félagar í 7. sæti deildarinnar. ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Alexandre Gaydamak segist ekki vera hinn nýi Roman Abramovich, kollegi hans hjá Chelsea, en sá fyrrnefndi keypti enska úrvalsdeildarlið- ið Portsmouth í síðustu viku. Hann á nú helmingshlut í lið- inu en Milan Mandaric hinn. Gaydamak er forríkur og ætlar sér að dæla peningum í liðið og gera það eitt það besta á Bret- landseyjum. Hann segist þó ekki búa yfir sama fjármagni og Abramovich, sem hefur eytt milljörðum króna í Chelsea. „Ég þekki þann ágæta herramann ekki neitt en ég dáist að honum og ber mikla virðingu fyrir honum,“ sagði Gaydamak um Abramovich. „Ég þoli ekki þegar við erum bornir saman, við erum alls ekki eins. Ég er mjög lítill en hann mjög stór, ég get ekki borið okkur saman. Markmið okkar er fyrst og fremst að halda okkur í úrvals- deildinni og eftir tímabilið sjáum við til hvað við gerum. Ég sé mig sem mann sem fann tækifæri og mikla áskorun en engan bjargvætt.“ Faðir Gaydamak, Arcadi, á knattspyrnuliðið Beitar Jerusalem en hann neitar því að tengsl séu á milli föður sín og Portsmouth. Arcadi er mjög umdeildur og er meðal annars grunaður um ólöglega vopna- sölu þrátt fyrir að neita þeim sökum. „Það er ég sem er að fjárfesta í Portsmouth, ekki faðir minn. Þetta eru alfarið mínir peningar sem ég aflaði mér með dugnaði og mikilli vinnu undanfarinn áratug.“ Harry Redknapp, stjóri Ports- mouth, hefur þegar byrjað að kaupa leikmenn í janúargluggan- um en hann borgaði 4,1 milljónir punda fyrir Benjani Mwaruw- ari frá Auxerre og loku er ekki skotið fyrir frekari leikmanna- kaup auk þess sem til stendur að byggja nýjan leikvang. - hþh Alexandre Gaydamak þolir ekki að vera borinn saman við Roman Abramovich: Ég er ekki hinn nýi Abramovich ÞEGAR HAFIST HANDA Alexandre Gay- damak og Benjani Mwaruwari, nýjasti leikmaður liðsins, á blaðamannafundi í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Forráðamenn Tottenham bíða nú eftir svörum frá kollegum sínum hjá AC Milan, en þeir hafa fengið fyrirspurn frá enska liðinu um hvort framherjinn Christi- an Vieri sé til sölu. Vieri kom til Milan frá Inter í sumar en hefur ekki náð að vinna sér sæti í gríð- arlega öflugri framlínu liðsins. Vieri er sagður vilja komast frá Milan til liðs þar sem hann á möguleika á að spila reglulega, en það er forsenda þess að hann vinni sér sæti í ítalska landsliðinu fyrir HM í Þýskalandi í sumar. Tottenham er í leit að framherja þar sem liðið mun missa Mido á Afríkumótið síðar í þessum mán- uði, en Jermain Defoe og Robbie Keane hafa ekki náð sér á strik í vetur. - vig Tottenham Hotspur: Hefur áhuga á Christian Vieri CHRISTIAN VIERI Hefur lengi lýst yfir áhuga sínum á ensku úrvalsdeildinni. FÓTBOLTI Graeme Souness, knatt- spyrnustjóri Newcastle, gaf sterk- lega í skyn í gær að hann myndi reyna að fá miðjumaninn Danny Murphy til félagsins frá Charlton fari svo að Lee Bowyer fari frá Newcastle í janúar. Portsmouth er talið hafa áhuga á vandræða- gemlingnum Bowyer en sagt er að Souness sé loksins búinn að fá sig fullsaddann af Bowyer. „Ef, og það er stórt ef, Bowyer fer þá er ljóst að okkur vantar mann á miðsvæðið. Danny Murphy er mjög góður leikmaður sem er á barmi þess að komast í enska landsliðið,“ segir Souness en einnig hefur verið rætt um að Charlton og Newcastle hreinilega skipti á Soun- ess og Murphy. - vig Danny Murphy: Frá Charlton til Newcastle? DANNY MURPHY Byrjaði tímabilið frábær- lega en hefur verið á bekknum í síðustu leikjum Charlton. FÓTBOLTI Crystal Palace neitar enn að sleppa hendinni af sínum besta leikmanni, sem er mjög eftirsóttur þessa dagana. Andy Johnson virð- ist því ekki vera að fara frá liðinu þrátt fyrir áhuga frá Tottenham, Everton, WBA og West Ham auk Birmingham, sem bauð samtals 6,5 milljónir punda í Johnson auk þess sem tveir leikmenn hefðu farið til Palace í staðinn. „Andy Johnson er víst ekki til sölu,“ sagði David Sullivan eig- andi Birmingham, sem seldi Pal- ace hann fyrir 750 þúsund pund árið 2002. „Palace ætlar sér að fara aftur upp í úrvalsdeildina og ætlar ekki að selja hann fyrr en í fyrsta lagi í sumar ef liðið kemst ekki aftur upp.“ - hþh Birmingham vill Andy Johnson: Neita að selja FÓTBOLTI Finnski markmaðurinn Antti Niemi er á leiðinni til Heið- ars Helgusonar og félaga í Fulham fyrir 1,5 milljónir punda eftir að hafa óskað þess að fara frá Sout- hampton. Niemi hefur verið einn besti leikmaður Dýrlinganna und- anfarin ár en vill komast aftur í úrvalsdeildina og eftir langar og strangar samningaviðræður virð- ast Southampton og Fulham hafa komist að samkomulagi um kaup- verðið á markmanninum. Charlton vildi einnig fá Niemi til liðs við sig en hann kaus held- ur að fara til Fulham, sem eins og kunnugt er seldi Edwin van der Sar til Manchester United síðasta sumar og hafði enn ekki fundið endanlegan arftaka hans fyrr en nú með komu Niemi. - hþh Fulham fær góðan liðsstyrk: Antti Niemi í mark Fulham FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen skoraði laglegt mark á 82. mínútu og bjargaði þar með Chelsea fyrir horn í viðureign liðsins gegn 2. deildarliðinu Huddersfield í þriðju umferð ensku bikarkeppn- innar gær. Carlton Cole hafði komið Chelsea yfir strax á 12. mínútu en Gary Taylor-Fletcher jafnaði óvænt metin stundar- fjórðungi fyrir leikslok. Mark Eiðs Smára kom eftir magnaðan undirbúning Arjen Robben, sem hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður. Eiður Smári lék allan leikinn fyrir Chelsea og þótti standa sig vel en þess má geta að hann bar fyrirliðaband liðsins í fjarveru John Terry og Frank Lampard. Mourinho hvíldi sína helstu lykil- menn en tefldi engu að síður fram firnasterku liði sem flestir bjuggust við að myndi rúlla yfir Huddersfield. Annað kom á dag- inn og hefðu gestirnir með smá heppni náð að tryggja sér annan leik á heimavelli sínum. Robbie Fowler minnti rækilega á sig í leik Manchester City gegn Scunthorpe í gær. Fowler skoraði þrennu á tæpum 17 mínútum í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu á tímabilinu og sýndi og sann- aði að hann hefur engu gleymt. „Það hefur aldrei hvarflað að mér að selja Fowler,“ sagði Stu- art Pearce, stjóri Man. City, eftir leikinn. „Margir segja að Fowler sé latur og þess vegna hafi hann ekki náð sér á strik. Sannleikur- inn er hins vegar sá að Fowler er einhver duglegasti leikmaður- inn hjá þessu félagi. Hann hefur verið meiddur en hann er og verð- ur alltaf markaskorari.“ Alan Shearer skráði sig í sögu- bækur Newcastle þegar hann skoraði eina mark leiksins gegn Mansfield. Þetta var 200. mark Shearer fyrir félagið og er hann þar með orðinn jafn Jackie Mil- burn á toppi listans yfir marka- hæstu leikmenn í sögu Newcastle. Annars var nokkuð um óvænt úrslit í keppninni í gær og þar bar hæst magnaðan árangur utan- deildarliðsins Nuneaton sem náði jafntefli gegn Middlesbrough, þar sem Gez nokkur Murphy skoraði jöfnunarmark Nuneaton úr víti á 90. mínútu. Úrvalsdeildarlið- in Everton og Birmingham náðu aðeins jafntefli gegn Millwall og Torquay og þá náði Stoke aðeins markalausu jafntefli á heima- velli gegn utandeildarliðinu Tam- worth. Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson voru í liði Reading sem hélt áfram mögnuðu gengi sínu gegn WBA í gær. Lokatölur urðu 1-1 og tryggði Reading sér þar með annan leik á heimavelli sínum. - vig Eiður forðaði Chelsea frá niðurlægingu í bikarnum Eiður Smári Guðjohnsen var hetja Chelsea þegar hann skoraði sigurmark liðsins undir lok leiksins gegn Huddersfield í ensku bikarkeppninni í gær. Robbie Fowler stal senunni með því að skora öll þrjú mörk Manchester City gegn Scunthorpe. BRYNJAR GEGN KANU Reading náði frábærum úrslitum gegn WBA í gær og áttu Brynjar Gunnarsson og Ívar Ingi- marsson ekki í miklum erfiðleikum með að stöðva Kanu og félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HEITUR Robbie Fowler gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn Scunthorpe í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HETJAN Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið að stimpla sig rækilega inn í lið Chel- sea í síðustu leikjum og í gær skoraði hann sigurmark liðsins. Hér sést hann fagna markinu ásamt Carlton Cole. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Luton sýndi hetjulega baráttu gegn Evrópumeisturum Liverpool í enska bikarnum í gær en mátti samt sem áður þola 3-5 ósigur í mögnuðum knattspyrnu- leik. Fyrirliðinn Steven Gerrard kom Evrópumeisturunum yfir á 16. mínútu með fallegu marki en leikmenn Luton svöruðu með stórsókn næstu mínútur sem skil- aði þeim tveimur góðum mörkum. Luton bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu strax í upphafi síð- ari hálfleiks og héldu margir að Liverpool væri á leið út úr keppn- inni. Það var ekki fyrr en Florent Sinama Pongolle kom inn á hjá Liverpool sem liðið fór í gang og skoraði Frakkinn ungi tvívegis á stuttum kafla. Xabi Alonso skor- aði einnig og komust þeir rauðu því yfir 3-4. Alonso bætti síðan við öðru marki sínu á síðustu sek- úndu leiksins þegar hann skoraði af um sextíu metra færi í autt mark Luton. - vig Luton og Liverpool mættust í klassískum bikarleik í gærkvöldi: Mögnuð endurkoma hjá Liverpool gegn Luton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.