Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. janúar 1978 5 á víðavangi Eitthvað þurfti til... Eitt hið fróðlegasta sem hefur verið að gerast i is- lenzkri stjórnmálabaráttu undan farna mánuði og ár er sú sundrung meðal hægri sinnaðra manna sem cinkenn- ist öðru fremur af árásum öfgamanna á eigin flokksfor- ystu og framrás þeirra gegn þvi velferðarsamfélagi sem hér á landi hefur verið byggt upp fyrir frumkvæði félags- hyggjuaflanna á umliðnum árum. Þessi framvinda er reyndar ekki einvörðungu bundin við island. Eins og fleira sem kennir sig við hægristefnu styðjast öfgamennirnir við er- lendar fyrirmyndir og nægir i þvi efni að nefna Glistrup hinn danska. tslenzkir hægrimenn „dependera enn þá af þeim dönsku”, eins og forðum var komizt að orði. Enn er of snemmtað reyna að ráða i það hvað kann að hljótast af framrás hægriöfga- manna I islenzkum stjórnmál- um. Vitanlega munu þeir eftir sem áður þyrpast um framboð Sjálfstæðisflokksins, þegar til kosninga kemur, eða að minnsta kosti virðist fátt benda til þess að alvaran sé svo mikil að baki uppþotinu að gengið verði til flokksklofn- ings. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur það aftur og aftur hvarflað að mönnum að hér sé í rauninni fyrst og fremst um að ræða tilraun áróðursmeist- ara Sjálfstæðisflokksins sjálfs til þess að breiða yfir and- stæðurnar og teygja flokkinn enn betur en áður yfir allar mismunandi skoðanir og hagsmuni á hægri væng stjórnmálanna. Hitnaði meira Fory stugreinar Morgun- blaðsins sem birtust um og eftir siðustu helgi, bentu að visu til þess að heldur væri farið að hitna i kolunum um fram það, sem flokkstrúum áróðursmeisturum félli að öllu leyti i geð. Að sönnu hafa nýkratar gert sér nokkurn mat út af þessum innbyrðis deilum hægrimanna, en eng- inn er enn sem komið er fær um að leiða getum að þvi hvern liðsauka Alþýðu- flokkurinn getur haft upp úr krafsinu og raunar vitað að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut I siðustu kosningum talsvert af atkvæðum, sem áður höfðu til- heyrt Alþýðuflokknum. Er það samkvæmt þekktri formúlu um fylgi krata og ihalds- manna en hún segir að betra sé að búa á höfuðbólinu heldur en hjáleigunni. SI. miðvikudag var I þessum þætti rakið hvilikum orðum Morgunblaðið fór réttilega um lýðskrumarana, sem nú vaða uppi i þjóðfélaginu. Dagblaðið I Reykjavik hefur nú tekið þessi orð Morgunblaðsins til sin og tekið þau óstinnt upp svo sem vænta mátti. Ein- kennilegt er það að leiðarhöf- undi Dagblaðsins ratast einnig satt orð á munn þegar hann fer að lýsa Morgunblaðinu fyrir sitt leyti i tilefni forystu- greina Morgunblaðsins. Er þessi ritdeila hinna hægrisinn- uðu dagblaða hin ánægjuleg- asta á marga lund. Risaeðlan Leiðarahöfundur Dagblaðs- ins segir um Moggann: „Gamalreyndasti lýðskrumari landsins er Morgunblaðið. Gott dæmi um þaðer afstaða þessarar öldnu risaeðlu íslenzkrar fjöl- miðlunar til kjaramála. 1 manna minnum hefur sú af- staða ætið snúizt við breyting- ar á afstöðu blaðsins til ríkis- stjórnar. Þegar Sjálfstæðisflokkuriiui er i stjórn er Morgunblaðið harðsnúinn andstæðingur kauphækkana. Þegar Sjálf- stæðisflokkurinn er hins vegar utan stjórnar er Morgunblaðið með kauphækkunum á jafn harövitugan hátt. Þetta mátti auðveldlega sjá i tið tveggja siðustu vinstri stjórna. Kúvendingar Morgunblaðs- ins i þessu máli sem öðrum eru liður f tilraunum blaðsins til að grafa undan rikisstjórn- um, sem Sjálfstæðisflokkurinn á ekki aðild að. Það sást á tima beggja síðustu vinstri stjórna, að ekkert flokksblað stundar slika baráttu ein- dregnar en einmitt Morgun- blaðið. Auðvitað er blaðiö að þessu leyti ábyrgðarlaust. Afstaða þess er hins vegar að ýmsu leyti skiljanleg. t hita hinnar flokkspólitisku baráttu falla menn oft i þá gildru að telja tilganginn helga meðalið. Lýðskrum er ein af mörgum nótum i þunglamalegum áróöurskviðum Morgunblaðs- ins.” Það er sannarlega skemmtilegt til þess að vita að Jónas ritstjóri Kristjánsson skuli nú hafa fundið sér um- ræðuefni sem vekur upp I hon- um sannsögli. Eitthvað þurfti tilyOg má Morgunblaðiði sjálfu sér þokkalega við una að ala þannig á fögrum dygðum á Dagblaðinu. JS Kristján Friðriksson: Framboðspistill 1. Prófkjör m i Reykjavík Alþingi Kristján Friðriksson. Málfrelsi notað Fyrir tveim dögum eða svo fékk ég þau boð.að okkur fram- bjóðendum i prófkjöri i Reykja- vik gæfist kostur á að skrifa sem næmi 1/2 blaðsiðu i blað okkar, Timann um áhugamál okkar. Jafnvel fleiri en eina hálfsiðu hverjum eftir atvikum. Ég vil ekki láta hjá liða að nota mér þetta og taka þvi með þökkum. Hvers vegna framboð Ég fór i framboð að þessu sinni vegna þess að ég er mjög óánægður með stefnu þá sem fylgt hefur verið undanfarin ár i ýmsum mikilvægum mála- flokkum á þjóðmálasviðinu. Spillingin og mistökin koma ofan frá. Ég tel þau mest að kenna misheppnaðri pólitiskri forystu. Stjórnmálastefnan er úrelt á ýmsum sviðum. Henni hefur ekki verið breytt i sam- ræmi við breyttar ástæður. Alveg sérstaklega hef ég hér i huga stefnuna i sjávarútvegs- málum, iðnaðarmálum, land- búnaðarmálum og skólamálum. Einnig i efnahagsmálum i þrengri merkingu þ.e. i banka- málum (peningamál — verð- bólga). Tilvitnun i bækling, greinar og nýja skýrslu. Alveg nýlega hef ég (raunar i félagi við nokkra aðra) gefið Ut smáritið „Hagkeðjan i' hnot- skurn” og læt hér nægja að vitna i það —og hvet menn til að kynna sérefni þess vel. Þar tel ég að sýnt sé fram á að stefnan i sjávarútvegsmálum leiðifátækt yfir þjóðina (ritið fæst viða i söluturnum og kostar200 krónur en einnig geta þeir sem þess óska fengið það sent.) Þvi til viðbótar vitna ég til nýútkominnar skýrslu frá Framkvæmdastofnun (ritstjóri Kristjón Kolbeins) þar sem of- veiðihættan er máluð enn dekkri litum en ég hef gert i minum skrifum. Þar er einnig gengið lengra en ég hef gert i þvi að sýna fram á hina arðlausu og þjóðhagslega skaðlegu fjárfest- ingusbr.aðþarsegir.að sóknini þorskstofninn sé fimm sinnum meiri en sú hagkvæmasta. 12 skip eru þó i pöntun, eða á leiðinni til landsins! Framboð gegn stefnu nýja Hræðslubanda- lagsins Nýlega varég á fundi þar sem rætt var um þessi mál. Þá var kallað fram i fyrir ræðumanni — og sagt að fiskveiðiflotinn væri sizt of stór. Ég ,,tók vitni” að frammikallinu með þvi að spyrja hver hefði kallað. Við þvi gekkst einn mikils metinn og mætur maður. Slikt er alvarlegt af þeirri ástæðu að það sýnir að það eru ekki aðeins hugsunar- litlir sérhagsmunamenn sem styðja fátæktar- og ofnýtingar- stefnu. Fátæktarstefnan á sina öflugu formælendur sem eru annarrar gerðar. Menn sem vilja halda völdum — þó miður vel samræmist heildarhag þjóðarinnar. Þeir alþingismenn, sem nú sitja,bera raunar allir ábyrgð á hinum allt of öru skipakaupum og skuldasöfnun- um erlendis i þvi sambandi, en skipakaupin umfram þörf eru ein af megin orsökum skulda- söfnunarinnar. Þingmenn hafa ekki mótmælt umframskipa- kaupum, a.m.k. ekki þannig að áhrif hefði. Of hröð uppbygging á þessu sviði hlytur lika að reynast óhagstæð islenzkum skipaiðnaði. „Veltipunktur” Ég leyfi mér að hvetja fólk til þátttöku i þvi prófkjöri sem fram fer (að Rauðarárstig 18 og á fleiri stöðum) þann 21. og 22. þessa mánaðar. Og takið með vini og vandamenn, sem skilja alvöru málsins. Orslit þessa prófkjörs geta reynzt „veltipunktur”. Þau kunna að reynast vatnaskil á sviði stjórnmálanna en of langt mál yrði að útskýra hvernig i þvi liggur. Vatnaskil i þeim skilningi hvort hin pólitisku öfl i náinni framtið hniga i átt til efnahags- legrar farsældar — eða i átt til kreppuástands — fátæktar. Ég bið menn i öllum stéttum og starfshópum að ihuga málið vandlega — og láta ekki sitt eftir liggja. Valdið og þar með ábyrgðin er núna i ykkar hönd- um kjósendur. Sú breyting hefurnúorðið á umferöarfræðslufyrir unglinga.sem hyggj- ast taka próf á létt bifhjól, að upplýsing af þessutagi mun framvegis verða i höndum ökukennarafélags íslands, en hefur um nokkurt árabil verið á vegum Æskulýðsráðs Reykjavikurborgar. Þessi mynd var tek- in, þegar fyrsti hdpurinn kom á námskeið I fræðslumiðstöð öku- kennarafélagsins i Suðurveri nú fyrr i vikunni. Aftast á myndinni eru nokkrir forsvarsmenn ökukennarafélagsins og fræðslumiðstöðvar þess, talið frá vinstri: Þórður Adolfsson, Kjartan Jónsson, Birkir Skarphéðinsson, Jón Sævaldsson og Gunnar R. Antonsson. Timamynd: Gunnar. Ballaðan um Ólaf liljurós SJ — Kvikmyndaklúbbur fram- haldsskólanna, Fjalakötturinn, sýnir þessa dagana Ballöðuna um Ólaf liljurós eftir Rósku, Ragn- hildi óskarsdóttur, sem tekin var hér á landi sumarið 1976. Aðal- leikarar eru Dagur Sigurðarson, Sigrún Stella Karlsdóttir, Þránd- ur Thoroddsen og Megas. Kvik- myndin er35 minútna löng og tek- in i litum. Með Ballöðunni verður sýnd júgóslavnesk mynd gerð ár- ið 1971 eftir Dusan Makaveyv um kenningar Williams Reich og nefnist hún Leyndardómur líffær- anna. Næstu sýningar verða i Tjarnarbió á laugardag kl. 17 og sunnudag kl. 17, 19.30 og 22. Þessi islenzka kvikmynd eftir Rósku hefur ekki áður verið sýnd hér opinberlega. Róska á blaðamannafundi sl. haust

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.