Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. janúar 1978 3 „Við óskum ekki eftir Norglobal” — segir Pétur Sigurðsson formaður ASV GV — Okkur finnst það langsótt að leigja skip erlendis frá tii að vinna þann afla sem við getum unnið sjálfir og við óskum ekki eftir að fá Norglóbal hér inn á firði, sagði Pétur Sigurðsson for- maður Alþýðusambands Vest- fjarða i viðtaii við Timann i gær, er hann var spurður um hug verkalýðsfólks á Vestfjörðum um leigu norska bræðsluskipsins Norglobal. Pétur sagði einnig, að sér fynd- ist það ótrúlegt að hér á landi væri ekki nógur verksmiðjukost- ur til að vinna aflann. Heldur en að leigja Norglobal hlyti það að borga sig að flytja aflann með loðnuflutningaskipum til fjar- lægra verksmiðja. — Við erum næst loðnumiðunum, og hafa verkalýðsfélög hér þvi ekki hug- leitt þessi mál mikið. Auðvitað láta þeir mest i sér heyra sem mest brennur á, sbr. mótmæli verkalýðsfélaga lím land allt und- anfarna daga. Við skiljum full- komlega þeirra sjónarmið.” Skemmdir vegna rigningar í Vestmannaeyjum ÁÞ — veður Gifurlegt gerði i vatns- Vest- V erkamannasam- bandið styður loðnusj ómenn Fundur haldinn i Fram- kvæmdastjórn Verka- mannasambands ís- lands fimmtudaginn 12, janúar 1978, lýsir yfir fullum stuðningi við sjó- menn á loðnuskipum i baráttu þeirra fyrir hærra verði á loðnu. Stjórnin harmar að merihluti yfirnefndar Verðlagsráðs Sjávar- útvegsins, skuli ráðast á kjör sjó- manna, þess launahóps, sem Krafla: Hættir land- sig í dag? AÞ — Við gerum ráð fyrir að landsig hætti á morgun eða hinn daginn ineð sama áframhaldi. — Sigið mun núna vera komið niður I um 3 sentimetra á sólarhring, sagði Eysteinn Tryggvason jarð- visindamaður isamtaii við biaðið i gærkveldi. — Það dregur úr skjáiftum og til dæmis hafa ekki komið neinir stórir skjáiftar í dag. þjóðarbúið byggir mest afkomu sina á og er undirstaða fyrir vinnu stærsta hóps launafólks i landinu. Skorar framkvæmdastjórnin þvi á stjórnvöld að gripa strax inn i deilu þessa, til leiðréttingar á aflahlut sjómanna. mannaeyjum i gær- morgun og dag. Frost var i jörðu og höfðu níð- urföll hvergi nærri und- an. Vatn flæddi i nokkra kjallara i gamla bænum og m.a. varð hús Lions manna illa úti. Kallað var á aðstoð slökkviliðsins og unnu slökkviliðsmenn lengi vel við að dæla vatni úr húsum. Ljóst er að nokkurt eignatjón hefur orðið i vatnsveðrinu. V; SAMBAND ÍSJLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA > 1902 1977 \'r-.Z / \ S' Ritgerðasamkeppnin er að tilefni 75 ára afmælis Sambandsins en þess var einnig minnzt m.a. með útgáfu frímerkis. Á umsiaginu er mynd af stofnfundi Sambandsins 1902. Ritgerðasamkeppni um samvinnuhreyfinguna: i Milljón verðlaun Samband fslenzkra samvinnu- félaga efnir til ritgerðasam- keppni meðal fslenzks æskufólks í tilefni af 75 ára afmæli sfnu f Útvegsmannafélag Vestf jarða: Styður friðunar- aðgerðir sjávarút- vegsráðuneytisins GV—Blaðinu hefur borizt fundar- ályktun tJt vegsm annafélags Vestfjarða og lýsir fundurinn „furðu sinni á viðbrögðum út- vegsmanna á Suðurnesjum vegna útgáfu á reglugerð sjávarútvegs- ráðuneytisins um veiðar i þorsk- fisknet á vetri komanda, er ó- skiijaniegt að útvegsmenn á Suð- urnesjum skuli telja, að hægt sé að draga úr sókninni i þorskstofn- inn, án þess að það snerti á nokk- urn hátt útgerð f þessum lands- hluta, þar sem sóknin er mest i hrygningarstofninn”. Þá vekur fundurinn athygli á þvi að allar þær aðgerðir ,,um samdrátt i þorskveiðum, sem ráðuneytið hefur gefið Ut til þessa, hafa mætt fullum skilningi viðkomandi hagsmunaaðila i öðr- um landshlutum, enda þótt að þær hafi valdið tilfinnanlegum truflunum á veiðum og vinnslu, ogkomið illa við marga. Má i þvi sambandi benda á 12 daga þorsk- veiðibann nú i desember, sem hefir sennilega bitnað harðast á vestfirzkri útgerð”. fyrrá. Ritgeröarefniö er: Sam- vinnuhreyfingin á Islandi — hlut- verk hennar og starfsemi. öllu æskufólki á aldrinum 14—20 ára er boðin þátttaka, einstaklingum eða hópum. Milljón í verðlaun. Tólf beztu ritgeröirnar hljóta verðlaun, sex í aldursflokknum 14—17 ára og sex í aldursflokkn- um 18—20 ára. Verðlaunin nema alls einni milljón króna, 500 þús- und krónur I hvorum flokki. Fyrstu verölaun eru 200 þúsund krónur, önnur verðlaun 100 þús- und krónur og fjórar ritgerðir hljóta þriöju verðlaun, 50 þúsund krónur hver. Dómnefnd skipuð þremur mönnum veitir verölaun- in og getur ákveðið að fækka þeim ef ástæöa þykir til. Skilafrestur til 1. mai Þeir sem óska eftir upplýsing- um varðandi ritgerðarefniö geta snúið sér til Fræðsludeildar Sam- bandsins, Suöurlandsbraut 32, simi 81255. Lengd ritgeröanna skal vera 1000-3000 orö eöa 4—12 vélritaöar síður. Helztu verð- launaritgerðirnar munu birtast I timariti samvinnumanna, Sam- vinnunni.Skilafrestur er til 1. mal næstkomandi. Ritgerðirnar skal merkja með dulnefni, en rétt nafn fylgja I lokuðu umslagi. Utaná- skriftin er: Samvinnan, Suöur- landsbraut 32, 105 Reykjavlk. Atök i Alþýðubandalaginu i Reykjavik: Fer dr. Ólafur Ragnar Grímsson í framboð? JS — Miklar umræður eiga sér stað um þessar mundir innan Alþýðubandalagsins um fram- boð tii alþingiskosninga I Reykjavik. t síðustu kosningum voru efstir á listanum þeir Magnús Kjartansson fyrrum ráðherra og Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar, en næst þau Svava Jakobsdóttir al- þingismaður og Sigurður Magnússon rafvirki hjá Rafafii. Aiþýöubandalagið fékk þá tvo menn kjörna i Reykjavik, og einum uppbótarmanni betur. Nú eru margir flokksmenn þeirrar skoðunar að ástæða sé til að skipta um i efstu sætum listans i höfuðborginni. Bent er á að þeir Magnús og Eðvarð hafi lengi verið frammi á i flokknum og á þingi, enda séu báðir heilsutæpir. Heyrzt hefur að stjórn flokksfélagsins i Reykja- vik hafi viljað biða með ákvarðanir um framboð eftir þvi hvort þeir myndu ekki sjálf- irhafa frumkvæði um breyting- ar, en fáir Alþýðubandalags- menn munu dirfast að fyrra bragðiað ruska við foringjunum Magnúsi og Eðvarð. Framboðsmálin i Alþýðu- bandalaginu i Reykjavlk standa þannig núna, að flest bendir til þess að þeir Magnús og Eðvarð muni sitja sem fastast. Athyglin hefur þvi beinzt upp á siðkastið meira að þriðja og fjórða sæt- inu, og hafa ýmis nöfn verið Hver fer inn og hver fer út? nefnd i sambandi við þau. Það nafn sem einkum er talið koma til álita er nafn ólafs Ragnars Grimssonar doktors og prófessors við Háskóla tslands. Er fastlega gert ráð fyrir að hann verði settur i annaðhvort þriðja eöa fjórða sæti framboðs- listans i Reykjavik. Sýnir þetta mikið traustflokkseigendanna á dr. Ólafi Ragnari, þar sem hann er sjálfur búsettur I Reykjanes- kjördæmi. En kurl eru ekki öll komin til grafarinnar enn, og má búast við þvi að flokksmenn I Reykja- vik hafi sitthvað að athuga við hugsanlegt framboð dr. ólafs Ragnars. Er loft allt mjög lævi blandið i Alþýðubandalaginu þessar vikurnar af þessum sök- um, og hugsa þau Svava Jakobsdóttir og Sigurður Magnússon ráö sitt I tómi á meðan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.