Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 10
10 lili'iui'lf Föstudagur 13. janúar X978 Hviti fálkinn er yfir aðaldyrum, en byrjað var á smíði ioftskeyta- stöðvarinnar á Meiunum 1916. Fyrirlestrasalur og 10-11 herbergi verða i húsinu. Einn þeirra sem vinna að endurnýjun hússins. Timamyndir: Röbert Á háaloftinu kennir margra grasa. Loftskeytastöðin gamla á Melunum Það fær að standa inni á milli háskólabyggingana Um þessar mundir er verið aö gera upp að innan hús vestur á Melum, sem sumir þekkja enn undir nafninu „gamla loft- skeytastöðin”. Háskóli Islands á nú húsið og verður það notaö í þágu verkfræði- og raunvlsinda- deildar og munu kennarar og sérfræöingar fá þar vinnuher- bergi. Loftskeytastöðin var vigö 17. júní 1918, og mun Einar Er- lendsson byggingameistari hafa teiknaö hana. Byrjaö var á smlði hússins 1916. En kostnað- ur viö bygginguna varð samtals 77.000 kr. Yfir aðaldyrum er hviti fálkinn sem enn var tölu- vertnotaður sem skjaldarmerki Islendinga þegar húsiö var byggt, og I bakgrunni eru raf- magnsbylgjur. Loftskeytastööin á Melunum var til að byrja með neistastöö, en þær tíðkuðust áöur en lampa- stöðvar komust I gagnið. Neistastöðvar sendu út tón, sem var fremur leiðinlegur hann var svo breiður á tlöninni aö til neistastöðvanna heyrðist á ein- um 50-100 kllóriðum. Neista- stöövar þóttu ágætir neyöar- sendar. Nú er ekki sent út með svo breiöri tiðni eins og neista- stöðvarnar gerðu, og er það ma.a. af því hve mikiö er um loftskeytasendingar og þvl verður að spara rúmið. Fyrsta útvarp hér á landi var M.a þarf að endurnýja rafkerfi hússins sent út frá gömlu loftskeyta- stööinni. Ottó Arnar og Lárus Jóhannesson stóðu fyrir þessari fyrstu útvarpsstöö hér á landi en hún var niöurlögð þegar rík- isútvarpið tók til starfa. — Þetta er ótrúlega gott hús, sagði Maggi Jónsson arkítekt, sem hefur yfirumsjón með byggingaframkvæmdum há- skólans I viðtali við Tlmann. Þaö verður sem mest látið halda sér óbreytt. Þegar endur- nýjun er lokið verða hér 10-11 herbergi og einn fyrirlestrarsal- ur. Skipta þarf um miðstöövar- kerfi og rafmagnskerfi I húsinu, gera viö hurðir og glugga og gera snyrtiherbergi. Háskóli Islands fékk hús loft- skeytastöðvarinnar að gjöf á 50 Hér hafa stúdentar máiað skrattann á vegginn. ára afmælinu. Fjarskiptastarf- semi hélt þó áfram I húsinu til 1963 að fjarskiptastöðin fluttist I Gufunes. Eftir þann tlma voru þar rannsóknarstofur I raunvísind- um. Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor og Bragi Arnason efnafræöingur 'störfuöu þarna meöal annarra. 1 húsinu fóru t.d. fram þungavatnstilraunir og þegar Rússar sprengdu sem mest með kjarnorku var rann- sakað hvort um geislavirkni væri að ræða I matvælum. Sig- mundur Guðbjarnarson próf- essor ól um skeiö rottur I kjall- ara hússins, sem hann notaöi I . rannsóknum sínum á áhrifum streitu á hjartasjúkdóma. Að undanförnu hefur Háskóli Islands notaö loftskeyta- stöðvarhúsið gamla til ýmissa þarfa. Stæröfræðingar tölfræö- ingar og tölvufræðingar hafa unniö þar, og nemendur I verk- fræði og raunvlsindadeild höföu um tlma aðsetur I kjallaranum.^ Og hér sleit námsbraut I þjóð- félagsfræðum barnsskónum. En hvað um þaðtnú er komið að þvl að húsið fái allsherjar andlitslyftingu og vonandi sóm- ir það sér vel I framtíðinni innan um aörar byggingar Háskólans, þær sem þegar eru fyrir og aðr- ar sem eiga eftir að rísa. SJ Reynt er aö hafa giugga og hurðir með sama svip og I upphafi Þessi rafmagnsrafla er komin til ára sinna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.