Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 13. janúar 1978 iiililiil'í 7 Afkoma ríkissjóðs árið 1977 Brá&abirgðatölur liggja nú fyr- ir um greiðsluafkomu A-hluta rikissjö&s á árinu 1977. Grei&slu- hreyfingar rikissjó&s gagnvart bankakerfinu urðu óhagstæ&ar um 2,1 milljarð króna að teknu tillititil bættrar sjóðsstöðu um 0,1 milljarð króna, þar af vegna greiðslna úr ríkissjóði til við- skiptaaðila um 1,3 milljarð króna. Otgreidd gjöld umfram innheimt- ar tekjur námu 2,8 milljörðum króna og jöfnuður lánahreyfinga utan Seðlabankans fól i sér inn- streymifjári rikissjóð að fjárhæð 2,0 milljarða króna. Breyting lausafjárstöðu rikissjóðs varð þvi óhagstæð um 0,8 milljarða króna á árinu. A árinu 1976 voru greiðslu- hreyfingar rikissjóðs gagnvart bankakerfinu óhagstæðar um 0,5 milljarða króna og breyting lausafjárstöðu hagstæð um 1,1 milljarð króna. Innheimtar tekjur reyndust 95,5 milljarðar króna á árinu 1977, en við framlagningu fjárlagafrum- varps fyrir árið 1978 voru þær áætlaðar 96,5 milljaröar króna. Þær reyndust þvi 1,0 milljarði lægri en sú áætlun gerði ráð fyrir. Stafar þetta einkum af lækkun innheimtu beinna skatta og hinu sérstaka vörugjaldi. Gtgreidd gjöld urðu á árinu 98,3 milljarðar króna. 1 gjaldaáætlun var gert ráðfyrir95,9 milljörðum króna og urðu þau þvi 2,4 milljörðum um- fram þá áætlun, en hún var gerð áður en niðurstöður voru fengnar i launasamningum viö opinbera starfsmenn, eins og fram kom i ræðu fjármálaráðherra við 1. um- ræðu fjárlaga ársins 1978. Greiðsluhreyfingar við Seöla- F ully r ðingum Sj ómannaf élags ísaf jarðar svarað GV — Blaðinu hefur borist eftir- farandi fréttatilky nning frá stjórn Sambands fiskvinnslu- stöðvanna: „Vegna fréttar frá Sjómannaféiagi isafjaröar sem birzt hefur i fjölmiðlum, þar sem fullyrt var, ,,að hallarekstur fisk- vinnslustöðvanna i vissum lands- hlutum sé óumdeilanlega fyrst og fremst rakinn til óstjórnar og óhagkvæmni i rekstri...”, vill stjórn Sambands fiskvinnslu- stöövanna taka fram eftirfar- andi: 1.1 skýrslu Þjóðhagsstofnunar er út kom i haust og fjallaði um athugun á afkomu frystihúsa haustið 1977, kemur fram að hagur fiskvinnslunnar hafi i heild þrengst að mun á árinu er leið. Um orsakir þessarar óheillaþróunar segir svo i skýrslunni: „Hér veldur mestu að hækkun innlends kostnaðar launa og verölags hefur verið örari en hækkun afurðaverðs, þóttgengið hafi sigið nokkuð og markaðsverð verið styrkt með greiðslum úr Verðjöfnunar- sjóði fiskiðnaðarins”. 2. Orsök þess að sumir landshlut- ar hafa getaö mætt þessari nei- kvæðu þróun betur en aörir er aðallega sú staðreynd að aukn- ing freöfiskframleiöslunnar t.d. fyrstu átta mánuði siðasta árs jókst á Vestfjörðum um 20% meðan landsmeðaltal var um 13% en aðeins um 4-6% aukning á Vesturlandi og Reykjanesi. 3. 1 fyrrnefndri skýrslu er heildartap fiskvinnslunnar áætlað um 3500 milljónir m.v. september-verðlag. Sé miðað við stööuna um áramót þá er tapið áætlað um 5000 milljónir, aukningin er um 43% á þremur mánuðum. Af framansögðu ætti að vera augljóst að er fisk- vinnslan lýsir sig vanbúna til að mæta fiskverðshækkunum er ekki um „annarlega rök- semdafærslu” að ræöa heldur frásögn staðreynda. Þvi má bæta við,að hver 1% hækkun fiskverðs mun hafa um 350 milljóna króna útgjalda- aukningu i för með sér fyrir fiskvinnslufyrirtæki. Vegleg gjöf til Styrkt arfélags vangefinna Föstudaginn 6. janúar s.l. kom maður sem ekki vill láta nafns sins getið, á skrifstofu Styrktarfe- lags vangefinna og færði félaginu 200 þúsundir króna að gjöf. Gjöfin er gefin til minningar um bónd- ann og hákarlaformanninn Guð- mund Pétursson i ófeigsfirði f. 6. janúar 1853 d. 16 mai 1934 og konu hans Sigrúnu Asgeirsdóttur, f. 15. ágúst 1869 d. 22. des. 1902, svo og látin börn þeirra. Þennan dag voru liöin 125 ár frá fæðingu Guðmundar. Stjórn Styrktarfélags vangef- inna flytur gefanda kærar þakkir Auglýsingadeild Tímans fyrir þessa góöu gjöf og þann hlý- hug er hann sýnir félaginu með henni. O Lögunum sjávarafurðir, en tekjur af þeim rynnu siðan með ýmsum hætti til sjávarútvegsins. — Hitt er jafn sjálfsagt að sýna sem mesta sanngirni, en þá verða að liggja fyrir nýjustu upplýsingar og gögn,og þeir sem um málið fjalla gera það, sem þeir telja að réttast sé að gera, sagði ráðherra. Blaðamaður spurði ráðherrann hvort hann teldi að loðnuverk- smiðjurnar gætu staðið undir hærra loðnuverði, og svaraði hann þvi til, að útkoma i þessari grein sjávarútvegsins hafi verið góð, bæði hjá sjómönnum, verk- smiðjum og útgerðinni, en hann gæti ekki lagt mat á það, hvort loðnuverðið ætti að vera hærra. Það yrðu fulltrúar sjómanna og verksmiðjanna aö kynna sér til hlitar. bankann fólu i sér aukningu skulda að fjárhæð 2,2 milljaröa króna. Skuldaaukning vegna gengisbreytinga lána i erlendri mynt nam auk þess 1,5 milljörð- um króna, þannig að skuldaaukn- ing rikissjóðs við bankann varð 3,7 milljarðar króna á árinu 1977. Heildarskuldin við bankann nam 15,3 milljörðum króna i árslok 1977. Enda þótt ekki hafi náðst sá árangur i fjármálum rikisins á árinu 1977, sem gert var ráð fyrir i fjárlögum, urðu frávik út- greiddra gjalda og innheimtra tekna frá fjárlögum mun minni en á undanförnum árum. Tekjur fóru um 6% umfram fjárlög eða 5,6 milljarða króna og gjöld 10% fram úr tölum fjárlaga eöa 9,2 milljarða króna, einkum vegna hækkana á launum og framlaga til almannatrygginga. Endanlegar niðurstööutölur fyrir A-hluta rikisreiknings fyrir árið 1977 liggja ekki fyrir, en allt bendir til þess, að rekstrarjöfnuð- ur muni ekki verða hagstæður á árinu 1977, m.a. vegna gjald- færslu fasteignakaupa. Munar þar mest um kaup rikisins á Landakotsspitala að fjárhæö 1,2 milljarðar króna, en á árinu voru aðeins greiddar 70 milljónir króna upp i kaupverðið og eru þær meðtaldar i framangreindum greiðslutölum gjalda. Á árinu 1976 var rekstraraf- gangur hjá rikissjóði að fjárhæð 0,8 milljarðar króna, á árinu 1975 var halli á rekstrarreikningi að fjárhæð 7,5 milljaröar króna og á árinu 1974 var hallinn 3,3 millj- arðar króna. (Fréttatilkynning frá Fjármála- rn.) rgarnes þjónustu sina. Þorramatur, þorrablót, þorrakassar. Við höfum ávallt vant fólk til að annast, þorrablótin. Dúkar, hnifapör og leir ef óskað er, — fyrir þá sem heima sitja.sjáum við lika fyrir bita, okkar yinsælu þorrakassar. Sendum heim góðan mat, þjónustu, góðan frágang Reynið viðskiptin. sinu (93) 7119 og (93) Komdu og. finndu þorðið sem hentar ber Borð við allra hœfi, sporöskjulöguð, hringformuð og ferköntuð. Margar stœrðir og fjölbreytt litaúrval. Komdu og finndu borðið sem hentar þér. ATHUGIÐ: Tökum einnig að okkur sérsmíði. Hringið eða skrifið eftir myndalista. STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. SKEIFUNNI 8 REYKJAVIK SIMAR: 33 5 90 & 3 5110

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.