Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 13
Föstudagur 13. janúar 1978 13 Skeggi Ásbjarnarson sér um þáttinn. Morguntónleik- arkl. 11.00: Loránt Kovács og Filharmoniusveitin i Györ i Ungverjalandi leika Flautukonsert i D-dúr eftir Joseph Haydn; János Sándor stj. Filharmoniu- sveitin i Vinarborg leikur Sinfóniu nr. 2 eftir Franz Schubert. Istvan Kertesz stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „A skönsunum” eftir Pál Hall- björnsson. Höfundur les (16). 15.00 Miödegistónleikar. Filharmonlusveit Lundúna leikur „Scapino”, forleik eftir William Walton; Sir Adrian Boult stjórnar. Zenaida Pally syngur aríur úr óperunni „Samson og Dalila” eftir Saint-Saéns. Josef Suk yngri leikur meö Tékknesku filharmoniu- sveitinni Fantasiu i g-moll fyrir fiölu og hljómsveit op. 24 eftir Josef Suk; Karel Ancerl stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Hottabych” eftir Lazar Lagin.Oddný Thorsteinsson les þýöingu sina (15). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. • 19.35 Söguþáttur. Umsjónarmenn: Broddi Broddason og Gisli Agúst Gunnlaugsson. 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar tslands i Háskóladíói kvöldiö áöur, — fyrri hluti. Stjórnandi: Vladimlr Ashkenazý Einleikari á planó: Joseph Kaiichstein frá Bandarikj- unuma. „Tvær myndir” op. 5 eftir Béla Bartók. b. Pianókonsert nr. 2 I f-moll op. 21 eftir Fréderic Chopin. — Jón Múli Árnason kynnir. 20.50 Gestagluggi. Hulda Valtýsdóttir stjórnar þætt- inum. 21.40 Orgeikonsert i g-moll eftir Francis PoulencAlbert de Klerk leikur meö Hol- lensku útvarpshljómsveit- inni; Kenneth Montgomery stjórnar. 22.05 Kvöldsagan: Minningar Ara Arnalds.Einar Laxness les (13). 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. 22.50 Áfangar. Umsjónarmenn: Asmundur Jónsson og Guöni Rúnar Agnarsson. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 13. janúar 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Prúöu leikararnir (L) Leikbrúöurnar skemmta ásamt gamanleikaranum Steve Martin. Þýöandi Þrándur Thoroddsen. 20.55 Kastljós (L) Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maður Guöjón Einarsson. 21.55 Sumarást (Lumiére d’été) Frönsk bíómynd frá árinu 1943. Leikstjóri Jean Grémillon. Aöalhlutverk Paul Bernard, Madeleine Renaud og Pierre Brasseur. Ung stúlka kemur til stuttr- ar dvalar á hóteli I Suö- ur-Frakklandi og kynnist fólki úr ýmsum stéttum þjóöfélagsins. Þýöandi Ragna Ragnars. 23.40 Dagskrárlok David Graham Phillips: j 113 SUSANNA LENOX gæta sæmdar sinnar. Þess vegna myndi ég mæla meö skrifstof ustarf inu. Hún mælti ekki orð frá vörum. — Þótt megintilgangur minn með þessu samtali sé að bjarga honum skaltu vita, að það er lika ætlun min að sjá þér borgið. Annars hefði ég ekki dirfzt að tala um þetta við þig. Hann er að fara í hundana. Hvaða framtíð biði þín hjá honum? Það færi f Ijótt að halla undan fæti fyrir þér, þú myndir sökkva eins djúpt og hann og ennþá dýpra. Þú hef ur öllu fórnað fyrir hann — sem líka hefði verið rétt, ef þú hefðir verið konan hans og haft á hann góð áhrif — eða þá að minnsta kosti engin áhrif eins og raunin mun um flestar eiginkonur. En eins og allt er í pottinn búið, er þér glötun vís. Sérðu það ekki sjálf ? — Hvað varstu að segja? — Ég var að tala um þig — f ramtíð þína — ykkar. — Ég sé fótum minum forráð. Skyndilega stóð hún upp. — Ég verð að fara. Hann hafði ætlað að fara að f itja upp á því, sem fyrst og fremst var markmið hans með samtalinu. Þessi óvænta og hirðuleysislega frávísun kom illa við hann. Hann fann það, að hann hafði beðið ósigur og hlotió skömm af afskiptum sínum. Hann varð þó að segja eitt- hvaðtil þess að vísa slíkum hugsunum á bug. Hann hóf aftur máls á því sama: — Ætlarðu að hugsa um þetta? — Ég er að hugsa um það... Mig furðar á því... Hún lagaði hanzkann á annarri hendinni. — Mig f urðar á því, að ég skuli ekki hafa hugsað um þetta fyrr. Ég hefði átt að hugsa um það fyrr. Ég hefði áttað sjá þetta sjálf. — Ég get ekki lýst því, hvað sárt mig tekur, að ég skyldi verða að.... — Ekki að segja meira, sagði hún bænarrómi. Jafn ó- sjálfstæður maður og Drumley gat ekki annað en hlýtt. Þau héldu af stað, og hvorugt þeirra mælti orð f rá vör- um. Loks gat hann ekki af borið þessa löngu þögn lengur. Hann stakk upp á því, að þau skyldu biða eftir spor- vagni. Hún féllst á það. Það var bjart í vagninum, og hann sá, að hún var undarlega föl, og það voru einhverjir drættir, sem hann kannaðist ekki við, kringum munninn og augun á henni. Honum gazt illa að þessum dráttum — Þeir vitnuðu um sjálfstjórn og óbifanlega ákvörðun. Þar á ofan bættist þessi svipbrigðalausa þögn, sem var svo gerólík því, sem hann átti að venjast af henni. — Ég myndi ráðleggja þeér, sagði hann, — að hugsa vandlega um allt, sem ég hef sagt, áður en þú afræður neitt — ef þú telur þá, að þú eigir eitthvað að aðhafast. Hún svaraði ekki. Þegar þau voru komin að dyrunum, rétti hann henni höndina og bauð góða nótt. Eina svarið, sem hann fékk, var dauft og f jarrænt bergmál af orðum hans sjálfs. — Ég hef gert það, sem ég taldi skyldu mina, sagði hann bænarrómi. — Já, ég býst við þvi. Ég verð að f ara inn. — Og þú ætlar að tala við mig, áður en... Hurðin lokaðist á eftir henni. Hún varð þess ekki einu sinni vör, að hann sagði eitthvað. Spenser kom heim tveimur klukkustundum siðar og kveikti Ijós i svefnherberginu. Hún var háttuð og lézt sofa. Hann stóð lengi í sömu sporunum og horfði á speg- ilmyndina af sjálfum sér með þóttasvip. Siðan settist hann við dragkistuna og opnaði þriðju skúffuna — þar geyndi hann flibba sína, bindi, vasaklúta, hanzka og skammbyssu, sem vasaklút var vafið utan um. Með óttablöndnum hátíðleik, er minnti á leiksýningu eða ungling, sem ætlar að fara að svala sér sjálfum, tók hann skammbyssuna, skoðaði hana nákvæmlega og velti henni fyrir sér, eins og hann hefði gaman af þvi að sjá, hvernig Ijósið brotnaði á stálinu. Síðan lét hann hana aft- ur niður í skúff una, breiddi yf ir hana vasaklútinn og sat svo kyrr um stund með f ingurna á skúff ubrúninni. Allt í einu hrökk hann við, eins og maður, sem skyndilega verður þess var, að einhver stendur fyrir aftan hann, þegar verst gegnir. Hann sneri sér við. Hún hafði færst sig til, og nú sneri hún að honum andlitinu. En augu hennar voru lukt og andlitið án svipbrigða. Samt sem áður vonaðist hann til, að hún hefði séð leik hans við byssuna, sem honum fannst, að hlyti að hafa verið bæði glæsilegur og átakan- legur. Hann studdi olnbogunum á stólbakið, gróf hökuna niður á milli lófanna og horfði á hana undan þétthærðum augnabrúnunum. Eftir dálitla stund tóku brár hennar að bærast og upp lukust tvö augu, sem voru svo djúp, svo glaðvakandi, að hann hrökk við. — Kysstu mig, sagði hún blítt og innilega, eins og hún var vön — samt dálítið feimnislega, en altekin af heill- andi ástríðu. — Kysstu mig. — Ég hef oft hugsað um það, sagði hann, — hvað ég myndi gera, ef ég færi alveg í hundana, ætti mér engrar uppreisnar von. Skyldi ég drepa þig, áður en ég gerði út af við sjálfan mig? Eða væri það kannski bara hug- leysi? Henni datt ekki annað í hug en þetta þvaður væri af fullum heilindum mælt. í hennar eyrum var þetta ekki þvaður. Hún þrýsti honum ennþá fastar að sér. — Hvað amar að þér, vinur minn? sagði hún og lagði höf uð hans við brjóst sér. — O, ég varð ósáttur við ritstjórann og sagði upp starfinu. En ég skal útvega mér vinnu annars staðar á morgun. — Auðvitað geturðu það. En ég vildi óska, að þú gætir nú byrjað á leikritinu, eins og Drumley var að stinga upp á. — Ef til vill gæti ég það líka. Við sjáum nú, hverju fara gerir. — Er annars eitthvað, sem amar að þér? — Ekkert annað en þessi gamla saga. Mér þykir allt of vænt um þig. Allt of djöfull vænt um þig, bætti hann við með raddblæ, sem ekki var ætlazt til, að hún tæki ef tir. — Ég er heimskur og istöðulaus — heimskur og ístöðulaus. En þig á ég þó heila og óskerta — eða er það ekki. — Jú, sagði hún — Ég vildi gera allt fyrir þig — allt. — Á meðan þú ert fyrir augunum á mér, sagði hann hálf hæðnislega. — Ég er ístöðulaus, en þú ert þó ennþá i- stöðulausari. Er það ekki satt? — Það kann að vera. Ég veit það ekki. Hún dró andann djúpt og fleygði sér í faðm hans og hallaði höfðinu að barmi hans. Ilmandi hár hennar svæfði hverja hugsun hans. Hann sofnaði fljótt. Hann vaknaði um tíuleytið og forðaðist að ónáða hana. Þegar hann hafði rakað sig og baðað og klættsig og var í þann veginn að fara út, kallaði hún á hann. —Æ, ég hélt, að þú svæf ir, sagði hann. — Ég get ekki beðið eftir því að þú hugsir um morgunmat. Ég verð að flýta mér. — Ertu enn í vondu skapi? — Nei-nei, alls ekki. En orð hans voru ekki sannfær- andi. — Vertu sæl, elskan mín. — Ætlarðu ekki að kveðja mig með kossi? Hann hló bliðlega, en þó vottaði fyrir beiskju í hlátrin- um. — Og hanga hérna svo sem einn klukkutíma að þarf- lausu? Þú ert hættuleg manneskja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.