Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 17
Föstudagur 13. janúar 1978 17 Iþróttir Framarar aðvara HM-liðið i handknattleik Jón Karlsson hélt landsliðinu á floti — en það dugði ekki til sigurs gegn Fram i gærkvöldi i Laugardalshöllinni islenzka landsliðiö i handknatt- leik fékk stóran skell i Laugar- dalshöllinni i gærkvöldi, þegar það tapaði 28:29 fyrir Fram á af- mælishátið Fram. Leikur lands- liðsins var langt frá þvi að vera sannfærandi og var það aðeins stórleikur Jóns H. Karlssonar, sem hélt þvi á floti — hann skor- aði 15 mörk gegn Fram og lék mjög vel. Aðrir leikmenn liðsins voru eins og svefngenglar, sem vissu ekki i hvorn fótinn þeir áttu að stiga. Þetta var mikil aðvörun til landsliðsins — þegar aðeins 14 dagar eru til HM-keppninnar i Danmörku. Leikur liðsins var vægast sagt ömurlegur og stóri höfuðverkurinn var markvarzl- an, sem var litil sem engin — og varnarleikurinn var einnig mjög slakur. Það sést bezt á þvi að 11 leikmennFram fengu skorað hjá landsliðinu. Þá var sóknarleikur- inn mjög fálmkenndur og ein- staklingsbundinn. Geir Hall- steinsson lék ekki með liðinu i gærkvöldi, en það er varla afsök- un. Framarar, sem mættu ákveðn- ir til leiks, höfðu ávallt frum- kvæðið — voru yfirleitt 3-4 mörk yfir. Undir lokin, eða 10 siðustu min. léku aðeins 6 landsliðsmenn inn á, þar sem Viggó Sigurðsson var rekinn útaf, það sem eftirvar leiksins og mátti enginn koma inn á, I staðinn fyrir hann. Landsliðinu tókst þá.að breyta stöðunni úr 24:20 (fyrir Fram) og jafna 26:26, 27:27 og siðan 28:28. Ungur leikmaður Framliðsins, Atli Hilmarsson skoraði þá lag- legt mark (29:28) og rétt fyrir leikslok fékk landsliðið tækifæri til að jafna, þegar Jón H. Karls- son, tók vitakast — Jón hafði fram að þvi ekki misnotað vita- kast i leiknum. Einar Birgisson, markvörður Fram, gerði sér litið fyrir og varði skotið frá Jóni. . Eins og fyrr segir er leikurinn i gærkvöldi alvarleg aðvörun fyrir landsliðið, sem lék mjög illa. Það var landsliðsmönnunum til happs, að markvörður Fram varði litið i leiknum — ef hann hefði varið vel, þá hefðu Framar- ar unnið stórsigur. Jón Karlsson var eini maðurinn hjá landsliðinu, sem lét eitthvað að sér kveða — skoraði 15 (8) mörk. Axel Axelsson átti stórleik með Framdiðinu — kunni greini- lega vel við sig að nýju i Fram- peysunni. Axel skoraði 9(3) mörk og þar að auki átti hann margar laglegar linusendingar, sem gáfu mörk. Mörkin i leiknum skiptut þann- ig: Fram: — Axel 9 (3), Birgir 3, Pétur 2, Arni 2, Gústaf 2, Sigur- bergur 2, Ragnar 2, Arnar 2, Jens 2, Atli 2 og Jóhannes 1. Landslið- ið: — Jón 15 (8),Gunnar 4, Bjarni 2, B jörgvin 2, Viggó 2, Þorbjörn 1, Ólafur 1 og Arni 1. JÓN KARLSSON...skoraði 15 mörk fyrir landsliðið. Stj örnuleikur hjá KR-ingum — þegar þeir lögðu Stúdenta að velli (107:104) i æsispennandi leik í 1. deildarkeppninni i körfuknattleik i gærkvöldi KR-ingar unnu sætan sigur (107:104) yfir Stúdentum i 1. deildarkeppninni i gærkvöldi. Leikur liðanna var æsispennandi og mjög vel Ieikinn — þó sérstak- lega af Bandarikjamanninum Dirk Dunbar, sem átti stjörnuleik með Stúdentum — þessi mikli galdramaður með knöttinn skor- aði alls 40 stig. Það var greinilegt að leikmenn liðanna ætluðu að selja sig dýrt, þegar leikurinn hófst — það var leikið á fullu i byrjun og ekkert gefið eftir. Stúdentar voru yfir- leitt með frumkvæðið i leiknum, en Jón Sigurösson kom KR-ingum yfir (52:51) nokkrum sek. fyrir leikslok, með frábæru langskoti frá miðju. KR-ingar tóku siðan leikinn smátt og smátt i sinar hendur i siöari hálfleiknum — voru yfir 92:81, 101:97 og siöan 107:101, en StUdentar skoruðu siðan þrjú sið- ustu stig leiksins. KR-ingar unnu þennan leik á hinni miklu breidd, sem er hjá þeim. Þeir misstu Kristján Stefánsson útaf eftir aöeins 5 minútur — meiddur, og siðan slasaðist Einar Bollason á hendi og var lengi út af. Þrátt fyrir að þessir sterku leikmenn væru útaf, gáfust KR-ingar ekki upp — þeir tviefldust og samvinna þeirra réði úrslitum. Piazza var stigahæstur hjá KR og jafnframt bezti leikmaður liðs- ins — skoraði 26 stig. Bjarni Jó- hannsson og Jón Sigurðsson voru einnig góðir -skoruöu sin hvor 24 stig. Dirk Dunbar var yfirburða- maður hjá Stúdentum — skoraði 40 stig, en Kolbeinn Kristinsson átti einnig góðan leik —skoraði21 3tig. Buckley til Derby Tommy Docherty, framkvæmda- stjóri Derby, hefur enn snarað peningabuddunni á borðið. — Hann hefur keypt bakvörðinn Steve Buckley frá Luton á 165 þús. pund. skora körfu fyrir KR-inga gegn Timamynd Gunnar) ólafur ekki með til Dan merkur Útlitið er ekki gott hjá landsliði okkar i handknattleik. Það er greinilegt að markvarzlan er stóri höfuðverkurinn hjá liðinu, það sást i Laugardalshöllinni i gærkvöldi. Það er nú allt á huldu, hvort Ólafur Benediktsson geti leikið með liðinu i HM-keppninni — þessi snjalli markvörður á við meiðsli að striða og er nær öruggt að hann getur ekki leikið með landsiiðinu i HM. öiafur gengur stöðugt til læknis til að láta taka út vatn, sem myndast i olnbogan- um á honum. Sameinist undirsama merkinu! Félag einstæðra foreldra bjóða upp á HM-trefla ,,Við höfum ákveðið að bjóða þeim áhugasömu knattleiks- unnendum sem ætla að fara á HM-keppnina iDanmörku, góða trefla til sölu”, sagði Stella Jó- hannsdóttir, hjá Félagi ein- stæðra foreldra I stuttu spjalli við Timann. Stella sagði, að treflarnir væru sérstaklega fal- legir, I islenzku fánalitunum — bláum, rauðum og hvitum. „Við höfum látið hanna nokk- ur hundruö tefla og vonumst auövitað til, að þeir Islending- ar, sem fara til Danmerkur, kaupi trefla hjá okkur. Þeir veröa til sölu á skrifstofu okkar aö Traöakotsundi 6 og einnig munum við selja treflana úti á flugvelli, þegar fólkiö heldur til Danmerkur,” sagði Stella. Stella sagði, að Ferðaskrif- stofan Útsýn hafi keypt trefla, sem skrifstofan ætlaði að gefa farþegum sinum i kaupbæti og munu þeir fylgja með far- seðlunum hjá Útsýn. Þetta framlag Félags ein- stæðra foreldra er mjög til sóma, þvi að með þvi að bera trefla með islenzku fánalitun- um, munu stuðningsmenn is- lenzka landsliðsins sameinast undir sama merki og skapa þar með góða stemmningu, þegar þeir fjölmenntu á landsleiki Is- lands. Við skorum þvi á alla þá, sem ætla að fara á HM-keppn- ina, að kaupa sér trefil og sam- einast þar með undir einu merki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.