Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 13. janúar 1978 Vaka eða víma Björn Jónsson ritstjóri birti greinina tskyggilegur faraldur áriö 1892. Þar geröi hann grein fyrir þvi, aö af rúmlega 300 stú- dentum sem iltskrifuöust Ur læröa skólanum 1851-1885 heföu 110 eöa jafnvel allt aö 130 oröiö ofdrykkjumenn. Af þessum 110 ofdrykkjumönnum tepptust 27 frá þvi aö komast i fyrirhugaöa stööu, 10 misstu embætti og 2 uröu vitskertir. Þriöjungur af ofdrykkjumannahópnum var dauöur 1892, létust langflestir á unga aldri. Þegar Guömundur Björnsson, siöar landlæknir rifjaöi þetta upp i fyrirlestri sfnum annan dag jóla 1898 sagöi hann: ,,t þessari skýrslu felst mikill fróöleikur handa þeim, sem halda þvi fram aö áfengisnautn i hófi, svo kölluöu, sé hættulaus. Þaö er sennilegt aö enginn af þessum 300 mönnum hafi veriö i bindindi. En þaö má telja vist aö þeir hafi allir veriö hófsemdar- menn i upphafi áfengisnautnar- innar. Og sannleikurinn er þá þessi. Af 300 ungum og efnilegum hófsemdarmönnum, óskabörn- um þjóöarinnar, gerast 110 of- drykkjumenn — meir en þriöj- ungurinn. Þaö er þvi engan veg- inn hættulaust aö vera hóf- drykkjumaöur. Af hverjum þeim 100 ung- mennum sem venjast á áfengis- nautn, verða fleiri eða færri áreiöanlega aö ofdrykkjumönn- um”. Úrræði eða úrræðaleysi Þetta sagöi einn vitrasti lækn- ir landsins fyrir 80 árum. En hvernig skyldi ástandiö vera núna? Afengið er óbreytt og mannlegt eöli er eins. Þaö ætti ekki aö þurfa aö nefna einstök dæmi um þaö gæfuleysi sem áfengisnautn vel- dur. Allir vita aö hæfileika- menn, læröir og gáfaöir sem höföu unniö sér mikiö álit og til- trú, töpuöu þvl aftur vegna drykkjuskapar. Þeir hafa van- rækt störf sin, þeir hafa gert eina og aöra vitleysu I ölæöi, og þeir hafa unniö bein óhæfuverk. Mörg eru þess dæmi, aö þeir brugöust trúnaöi sem þeim var sýndur, ýmist um fjárgæzlu eöa annaö. Þessa hryggöarsögu ætti ekki aö þurfa aö rekja lengra. En hver getur hugsaö um hana ósnortinn? Er nokkrum sama um þetta manntjón og mann- skemmdir? NU er mikiö talaö um aö reyna að hjálpa þeim sem I nauöum eru staddir vegna drykkjufýsn- ar. Minna er talaö um aö giröa fyrir þaö aö drykkjufýsnin vakni. Mikils er vert aö rétta þá við sem höllum fæti standa. Hins vegar gengur það misjafn- lega. Þó menn leiti uppi frægar stofnanir I fjarlægum heimsálf- um dugar þaö ekki öllum. Þvi miöur. Þaö er sárt aö vita hæfileika- mann drekka sig frá trausti og sóma. Þó er átakanlegast aö vita hvernig áfengisnautnin bitnar á saklausum börnum. Hér er ekki átt við það að börn veröi stundum merkt af drykkjufýsn i móöurlifi þannig aö þeim lföur illa áfengislausum eftir fæöinguna. Hitt er sizt betra þegar þau fara á mis viö öryggi, vernd og umhyggju vegna drykkjuskapar for- eldranna. Þar sem áfengisneyzla er al- menn og tiö veröa margir háöir áfengi. Þar bætist alltaf viö fjöldi nýrra ólánsmanna — jafn- vel þó aö takist aö bjarga mörg- um úr eldri árgöngum. Þ<5 skul- um viö alltaf muna aö björgunin er yfirleitt viö þaö bundin aö þeir veröi bindindismenn. Þar dugar hvorki hik né hálfvelgja. Hinum nýju ógæfumönnum hljóta svo aö fylgja öll kenni- teikn ofdrykkjunnar ölæöisslys, upplausn og misferli. Þaö getur ekki leynzt neinum raunsæjum manni. Þaö þarf ekki neinn spá- mann til aö sjá og segja aö hverju fer. Meö óbreyttu ástandi hér á landi verður hald- iö áfram aö koma upp hópum ógæfumanna, utangarösfólki sem ekki samlagast mannfélag- inu, brotamönnum. Margt er hægt aö gera til aö reisa Ur rústum, llkna og hugga og græöa á vigvellinum. En betra er heilt en vel gróiö — og enginn þarf aö halda aö allt grói. Þaö er ekki nema eitt ráö til aö losna viö ógæfu áfengis- nautnarinnr. Þaö er aö minnka drykkjuskapinn. Þaö er lika ör- uggt ráð ef það er notað. En hvers vegna er þaö þá ekki not- aö? Sumum finnst að þaö sé ekki til vinnandi. Þeim finnst sú ánægja sem þeir sjálfir hafa af áfengi sé meira verö en allt ólán hinna. Aörir trúa þvi að ekki sé hægt að notfæra sér þetta einfalda Ur- ræöi: bindindið. Þó hafa þeir fyrir augunum menn sem gera það. Og þeir vita aö á vissum tlmum og visum svæöum hefur áfengisnautn veriö hafnaö og ekkert borið út af. Samt trúa þeir þvi að sé óhugsandi að nokkur þjóð beri gæfu til að snúa baki við mesta meini sinu. En til eru menn sem vitaf að hér skiptir það höfuömáli, aö drykkjan sé minnkuö. Þeir vita, aö vonirnar eru bundnar viö meiri bindindissemi, og þvl meta þeir þaö meira allri staupagleöi, aö glæöa gæfuvonir þjóöar sinnar meö því aö vera bindindismenn. Og ungir menn eiga að hafa bjartsýni og mann- dóm til að trúa þvi að hægt sé að bæta heiminn, jafnvel aö ná þvl takmarkisem er óþekkt úr eldri sögum. Enginn er áhrifalaus f þessu átaka máli. Hvaö gerir þú? H.Kr. 10 daga veiðibanni mótmælt harðlega GV—„Fundur haldinn I stjórn og trúnaöarmannaráði Útvegs- bændafélags Vestmannaeyja 30. des. 1977 mótmælir harðlega þeirri fyrirætlun Sjávarútvegs- ráöuneytisins aö setja 10 daga veiðibann meö þorsk-fisknetum á miöri komandi vetrarvertíö”, segir i fundarályktun sem blaöinu barst I gær. Þá er nýgerðum veiöiheimildarsamningi viö Fær- eyinga mótmælt eindregiö og bent átaö ekki sé hægt aö ætlast til aö Islenzkir Utgeröar- og fiski- menn, taki alvarlega þær harka- legu veiöitakmarkanir sem Sjávarútvegsráöuneytiö hefur I hyggju aö láta koma til fram- kvæmda á komandi vertíö meöan sllkur veiöiheimildarsamningur er I gildi. Jafnframt þvl sem veiðibann- inu er mótmælt harkalega bendir fundurinn á nokkur atriði, sem gætu oröiö til Urlausnar svo vandasömu verkefni sem friöun- araögeröir eru: ”1. Þorskanet veröi tekin á land 20. til 30. apríl 1978 II. A sama tíma og þorskanetin eru tekin á land skal banna allar þorskveiöar I botn- og flotvörpu jafnlangan tfma, þannig aö þorskur veröi ekki meira en 10% af heildarafla I hverri veiöiferö, þvl ekki er hægt aö sjá mismun á þvl, I hvaöa veiðarfæri þorskur er veiddur. III, Leyfilegur þorskafli Færey- inga I Islenzkri landhelgi á árinu 1978 er ákveðinn jafn- mikill og þorskafli Vest- mannaeyjabáta var á vetr- arvertíðinni 1977, veiddur I þorskanet.” Happdrættisbfll afhentur A Þorláksmessu var dregiö I hinu árlega bllnúmerahappdrætti Styrktarfélags vangefinna. Vinn- ingar I happdrættinu voru 10 tals- ins, en heildarverömæti rúmar 14 milljónir. Aöalvinningurinn, Plymouth Volare bifreiö kom á miöa R 44921 og sýnir myndin, er Tómas Sturlaugsson, framkvæmdastjóri félagsins afhendir hinum nýja eiganda, Jóhanni Gunnari Sigurössyni, lyklana aö bflnum. Fór afhendingin fram I Chrysler salnum aö Suöurlandsbraut 10. Enn eru tveir vinningar I happdrættinu ósóttir, R 18115 og R 63142 og eru eigendur þeirra miöa beönir aö hafa samband viö skrifstofu félagsins aö Laugavegi 11. Styrktarfélag vangeftnna þakkar öllum þeim mörgu, sem studdu félagiö I störfum meö kaupum á miðum I happdrættinu. Stokkhólmur ber ægishjálm yfir önnur sveitarféiög f Svfþjóö sök- um fjölmennis og þess, hve þar er mikið miöstöövarvald á einum staö. Allar álögur á fyrirtæki í ríkissjóð — til skiptingar milli s veitarf élaga um alla Svíþj óð Fyrir jólin var kynnt á sænska þinginu tillaga um gagngeröa breytingu á skattalögunum, og felur hún f sér, aö allar álögur á fyrirtæki skuli renna f ríkissjóö. Þessi breyting á aö komast til fullra framkvæmda á tfu árum og fénu sem rfkissjóöi áskotnast til viðbótar meö þessum hætti skal verja til viöreisnar þeim sveitarfélögum sem höllum fæti standa og þó einkum til þess aö glæöa þar atvinnulif, en þó aö nokkru leyti fariö eftir fbúa- f jölda. Þaö var nefnd sem f jallaöi um fjárhag sveitarfélaga, sem samdi þessar tillögur og komu þær fyrst til umræöu slöastliöiö sumar og ollu þá miklu fjaöra- foki. Þaö eru alls þrír til fjórir milljaröar sænskra króna sem um er aö tefla, og til jafnaöar um 7% af núverandi tekjum sveitarfélaga. Þaraf eru um 2% af þessum sjö fasteignagjöld af húsum og mannvirkjum fyrir- tækja, en þeim eiga sveitarfé- lögin aö fá aö halda samkvæmt tillögunum. Einn ráöherranna, Ingemar Mundebo, sem annast fjárlaga- gerö. flutti tillögurnar á sænska þinginu 8. desember. Þetta hefur mætt mikilli mót- spyrnu í Stokkhólmi og nokkr- um borgum öörum, þar sem fyrirtæki eru fleiri en gangur og gerist og veriö titlaö fjandskap- ur núverandi ríkisstjórnar I Sví- þjóö viö stórborgir. Fylgismenn þessarar breytingar segja aftur á móti, að þau sveitarfélög, þar sem fyrirtæki eru fleiri en I meðallagi, njóti eftir sem áöur forréttinda þar sem er hagnaö- ur þeirra af starfsfólki þeirra. Auk þess fái þau hlutdeild i skiptingu milljaröasjóös vegna ibúa fjölda síns, og loks muni allir sitja viö sama borö þegar sjóöurinn hefur starfaö nokkurn tima og boriö þann á- vöxt, aö ný fyrirtæki eru risin vltt um landiö meö tilstyrk hans. Samt sem áöur er þetta hiö mesta hitamál og munu án efa standa um þaö ákafar deilur og öldurnar rlsa hátt á báöa bóga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.