Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.01.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 13. janúar 1978 9 tltgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- grfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siftumula 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu lir. 80.00. Askriftargjalc} kr. 1.500_á mánuöi. • 1 - Blaöaprenth.f. , Meðlag frá Noregi Alþýðublaðið hefur lengi átt i basli. Hannibal sagðihér á árunum, að það væri heiðursfátækt. Það var tungutak sem gamlir verkamenn skildu. Siðan hefur talsvert vatn til sjávar runnið, og nú um skeið hefur Alþýðublaðið verið einhvers konar hornkerling hjá Visi, sem annars hefur ekki þótt sérlega nákominn þeim þjóðfélagsstéttum, er i önd- verðu áttu þar málgagn, er Alþýðublaðið var. En timarnir breytast og mennirnir með, og auk þess mun hafa komið til, er Alþýðublaðið fékk skjól undir vængjum Visis, að það átti próventu nokkra, þar sem voru réttindi i Blaðaprenti. Nú finnst Visismönnum, að ómaginn hafi étið upp próventu sina, og vill ekki halda hann lengur með- gjafarlaust. Sú meðgjöf hefur ekki legið á lausu, og hefur það dregið til þess, að nú er farið i önnur lönd i leit að tillagi, og er það i bigerð, að Norðmenn gefi skógarteig, umbreyttan i blaðapappir, svo að Al- þýðublaðið verði liðgengt i væntanlegri kosninga- baráttu með heimilisfang c/o Reykjaprent h.f. Á liðinni tið hefur það ekki verið fátitt að blöðum hér á landi væri um það brugðið, að þau þægju framlög til sins heimabrúks frá öðrum þjóðum og löndum, og mun jafnvel ekki örgrannt um, að Al- þýðublaðið hafi að þvi ýjað, að það gæti verið miður viðurkvæmilegt. Hefur verið orðað, að þvi gætu fylgt kvaðir, sem drægju dilk á eftir sér. Nú kunna þeir Alþýðublaðsmenn að hugsa sem svo, að hreinum sé allt hreint og tillagið, sem eftir er falazt auk þess frá sjálfum Norðmönnum, ná- skyldustu bræðraþjóðinni i norrænu fjölskyldunni, og þar á ofan þegið úr hendi stjórnmálaflokks, sem á merkilegan feril i landi sinu. Vist má klappa á öxlina á þeim, sem kunna að vera tortryggnir á þessa ráðabreytni, og segja eitt- hvað á þessa leið. En skjóta kann upp þeirri spurn- ingu, hvar draga eigi markalinu, ef farið er að veita útlendu fé viðtöku til skoðanaboðunar á íslandi. Ef þiggja má af þessum, er þá ekki verjandi að annar þiggi það annars staðar? Er það einboðið, hvernig skipta ber þeim sem skenkja gjafir af örlæti sinu, i góða gjafara og vonda? Þar kynni sitt hverjum að sýnast, og allir þykjast hafa nokkur rök til sins máls. Og stundum er ekki allt sem sýnist um upp- runann, svo sem ný dæmi eru um, þegar peningar komnir frá Þýzkalandi, án frekari ættartölu voru fluttir til Finnlands undir þvi yfirskini, að þeir væru sænsk bræðralagsgjöf jafnaðarmannaflokka á milli. í minni má einnig hafa, að æ sér gjöf til gjalda. Þó að Norðmenn eigi hlut að máli er þeim varla svo mjög á annan veg farið en gengur og gerist um fólk, að þeir vænti einhverrar þakkarkenndar. Með þvi er ekki verið um það að dylgja að væntanlegri papp- irsgjöf til Alþýðublaðsins fylgi einhver samnings- bundnin skilyrði eða kvaðir. En sjálfum kynni þeim, sem gjöfinaþiggja, að finnast sér meiri vandi á höndum eftir en áður i skiptum við Norðmenn og væri mannlegt, úr þvi að út á þessa brautina er komið. Og þar er þess að minnast að leiðir og hags- munir Norðurlandaþjóðanna liggja ekki alltaf og i öllum efnum saman, þrátt fyrir loflegt bræðralag þeirra. Það á einnig við um Norðmenn og íslend- inga. Norðmenn vilja til dæmis njóta nokkurs veiði- réttar á hafsvæðum okkar, og þeir eiga hagsmuna að gæta i samskiptum við okkur vegna Grundar- tangaverksmiðjunnar. Og siðast en ekki sizt gæti sitt sýnzt hverjum um hersetu hér á landi, okkur ó- skemmtilegt ástand, en Norðmönnum þægilegt vegna þess, að það bægir frá þeim ásælni til her- stöðva. Vigstaða þiggjandans hlyti sjálfrátt eða ósjálfrátt að vera veikari en gjafarans ef um eitt- hvað slikt væri teflt. —JH ERLENT YFIRLIT Forn þjóðernisdeila komin til sögu á ný Vietnamar og Kambódiumenn hafa deilt áður SO VAR TIÐIN, aö því var haldiB fram af sósialistum og kommúnistum, a& friönum i heiminum væri fyrst borgiö, þegar þeir væru komnir tií : valda. Styrjaldir væru afleiö- ingar kapitalisma og þjóöern- ^ ishyggju. Þessum orsökum styrjalda væri rutt úr vegi, þegar sósialistar og kommún- istar heföu tekiö völdin. Sú reynsla, sem nú er feng- in hefur afsannaö þessa full yröingu. Mestu stórveldadeil- ur, sem nú eru uppi I heimin- um, eru milli hinna tveggja kommúnistisku stórvelda, Sovétrikjanna og Kina. Enn hefur aö visu ekki komiö til meiri háttar hernaöarlegra á- taka milli þeirra, þótt smá- skærur hafi stundum oröiö á landamærum þeirra. Hins vegar reka þau sllka áróöurs- styrjöld hvort á hendur ööru, aö erfitt er aö sjá fyrir önnur endalok, en aö til hernaöará- taka komi. Kinverjar munu hins vegar daga þaö á lang- inn, unz þeir eru orönir sterk- ari hernaöarlega. Þangaö til munu þeir leggja meginá- herzlu á áróöurinn gegn Sov- étrikjunum og undirbúa jarö- veginn á þann hátt. Spurning- in getur qröiö sú, hvort Sovét- rikin telja hyggilegt, að biöa svo lengi. En þaö eru ekki aöeins kommúnistisku stórveldin, sem eru þannig ósammála, heldur einnig hin minni sósfal- Istisku riki. Siöasta dæmi um þaö eru vopnaviöskiptin sem hafa átt sér staö undanfarnar vikur á landamærum Viet- nams og Kambódiu. Enn er ekki séö fyrir endann á þeim, en vel getur svo fariö, aö þau dragi dilk á eftir sér og veröi til aö spilla enn sambúö Kina og Sovétrikjanna ÁTÖKIN milli Vletnam og Kambódiu eru glöggt dæmi þess, aö þjóöernislegar og hagsmunalegar mótsetningar hverfa ekki úr sögunni, þótt Pol Pot, leiötogi Kambódfu kommúnistar eöa sóslalistar hefjist til valda. Landamæra- skærur, sem eru háöar nú milli Vletnam og Kambódfu, eiga sér langan a&draganda. Sú var tlöin, aö Kambódiu- menn voru helzta yfirdrottn- unarþjóöin I þessum heims- hluta. Kambódia var þá stór- veldi, sem ná&i yfir stóran hluta af Vietnam og Thailandi Yfirstéttin I Kambódlu naut valdanna I vaxandi óhófsllfi, eins og oft vill veröa, og var ekki nægilega á varöbergi. Thailendingar og Víetnamar sóttu á Kambódiu hvorir úr sinni áttinni og var um óbeint bandalag aö ræöa, en nokkur skyldleiki er meö þessum þjóöum, en minni skyldleiki meö þeim og Kambódlumönn- um. Svo fór aö kambódlska stórveldiö hrundi saman og Kambódia heföi sennilega al- veg liöiö undir lok, ef Frakkar heföu ekki komiö á vettvang á slöustu öld og innlimaö bæöi Vletnam og Kambódlu I ný- lenduveldi sitt. Kambódia hélt vissu sjálfstæöi innan franska nýlenduveldisins og fékk á- kveöin landamæri en þau höföu veriö mjög á reiki áöur sökum þess, aö Vietnamar og Thailendingar voru alltaf aö færa út yfirráö sin. Þessi landamæri hafa aö nafni til haldizt slöan. BÆÐI Kambódlumenn og VI- etnamar eru óánægöir meö þessi landamæri. Ekki slzt eru Vletnamar óánægöir meö svo- kallaö Páfagauksnef, en þaö er eins konar fleygur sem skerst inn I Vletnam og stefnir I átt til Saigon, sem nú heitir Ho Chi Minh-borg. Landa- mæraátökin sem nú standa yf- ir, hafa aðallega veriö á þessu svæ&i. óljóst er hvor hóf átök- in e&a hversu hörö og víötæk þau hafa veriö. Sögusagnir eru þar mjög á reiki og hvor aöilinn kennir hinum um. Margt bendir þó til, aö Kam- bódíumenn hafi átt upptökin, en stjórnin þar er mjög her- ská, og hefur átt f rumkvæöiö aö átökum á landamærum Kam- bódlu og Thailands. Vletnam- ar viröast hins vegar hafa tal- iö árásir Kambódlumanna til- valiö tækifæri til aö styrkja aöstööu slna, þar sem þeir eru margfalt hernaöarlega öfl- ugri. Sumir fréttaskýrendur telja, aö Víetnamar muni ekki láta sér nægja neitt minna, en aö koma á nýrri stjórn I Kam- bódlu, sem sé þeim vinveitt, en þeir tortryggja núverandi stjórn vegna náinna tengsla hennar við Kína, en Víetnam- ar óttast Klnverja frá fornu fari. Af þeim ástæöum hefur stjórnin I Hanoi mun nánara samstarf viö Rússa en Kín- verja. Atökin milli Kambódlu og Vletnam má því vel siá f þvl ljósi aö Víetnamar séu aö styrkja framtlöarstööu slna I hugsanlegum átökum viö Kín- verja. Þannig hverfa styrjaldir og þjóöernislegir og efnahagsleg- ir árekstrar ekki úr sögunni, þótt kommúnistar og sóslalist* ar komi til valda. Sagan held- ur áfram göngu sinni meö svipuöum hætti og áöur. Þ.Þ. . Strikaöa svæöiö er hiö svo nefnda Páfagauksnef, (sjá greinina) j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.