Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 4
Undir hafsbotni í Norður-Íshafi er risavaxnar olíu- og gaslindir að finna, einkum og sér í lagi undan norðausturströnd Grænlands. Að þessari niðurstöðu komst bandaríska jarðvísindastofn- unin USGS eftir „fyrstu kerfis- bundnu og ítarlegu greininguna“ á málinu, að því er þýska vikuritið Der Spiegel hefur eftir Mark Myers, forstöðumanni USGS. Samkvæmt niðurstöðum USGS er mestu jarðefnaeldsneytislindir Norðurhafa að finna undan NA- Grænlandi; þar undir hafsbotni liggi jarðgas og olía sem að magni til samsvari 31 milljarði fata af hrá- olíu. Frekari rannsóknir þarf hins vegar til að staðfesta að þetta sé rétt til getið og enn á eftir að þróa tækni sem gerir vinnslu á þessum lindum arðbæra. Með síminnkandi útbreiðslu Norðurskautsíssins sam- fara hlýnun loftslags kann þetta hins vegar að breytast. Deilur um hvernig ráðstafa skuli arðinum af nýtingu slíkra auðlinda í grænlensku lögsögunni í framtíð- inni hafa nú valdið því að slegið hefur verið á frest að leggja fram frumvarp að nýjum heimastjórnar- lögum fyrir Grænland. Frumvarpið hefur verið í smíðum í þrjú ár og höfðu vonir staðið til að unnt yrði að ganga frá frumvarpinu á áform- uðum lokafundi grænlensk-dönsku nefndarinnar, sem samdi frum- varpið, í Nuuk hinn 13. september. Því hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Athygli vekur þó að ný viðhorfskönnun sýnir að mikill meirihluti Dana telur sjálf- sagt að Grænlendingar sitji einir að því að njóta góðs af þeim auð- lindum sem í grænlenskri lögsögu kunna að finnast. Í könnun sem Synovate Vilstrup-stofnunin gerði fyrir Politiken kemur fram, að 63 prósent Dana eru þessa sinnis. Enn hærra hlutfall Dana, þrír af hverjum fjórum, telur að Græn- land ætti að fá fullt sjálfstæði. Ítrekað hefur komið fram í við- horfskönnunum í Grænlandi, að þar styður meirihlutinn stefnuna á sjálfstæði. Í slíkri könnun frá árinu 2002 sögðust 80 prósent Grænlend- inga vilja tafarlaus sambandsslit. Efnahagslega er Grænland hins vegar enn mjög háð Danmörku. Niðurgreiðslan úr danska ríkis- kassanum til grænlenska lands- sjóðsins nemur árlega 38 milljörð- um íslenskra króna, eða 790.000 krónum á hvern íbúa Grænlands. Þessi niðurgreiðsla félli niður ef Grænland hlyti sjálfstæði. Risaolíulindir undan Grænlandsströndum Ný bandarísk rannsókn bendir til að gríðarmiklar gas- og olíulindir sé að finna undan Norðaustur-Grænlandi, skammt norður af lögsögu Íslands. Danir og Grænlendingar deila um hvernig tekjum af slíkum auðlindum skuli ráðstafað. Geir H. Haarde forsætisráðherra þiggur ekki boð Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknar- flokksins, um samstarf um endurskoðun á stjórnar- ráðinu og verkaskiptingu þess. Geir hefur svarað erindi Guðna sem fyrir helgi bauð fram krafta flokks síns við verkið og krafði um leið forsætisráðherra um áform og tillögur á fyrirhuguðum breytingum. Í svari sínu segir Geir að ríkisstjórnin hafi notað sumarið til að útfæra nánar endurskoðaða verka- skiptingu ráðherra í fullu samræmi við það sem þegar hafi verið boðað. Kveðst hann jafnframt munu undirbúa breytingar á reglugerð um stjórnarráðið sem taki gildi um áramót. Enn fremur segir í svarinu að í mörgum tilfellum kalli verkefnatil- færsla einnig á breytingar á sérlögum og muni ríkisstjórnin flytja frumvarp þar að lútandi í haust. Þá megi gera ráð fyrir að í einhverjum tilfellum þurfi að flytja frumvörp til nýrra sérlaga. „Þing- mönnum munu því að sjálfsögðu gefast eðlileg tækifæri til að fjalla um áform ríkisstjórnarinnar í þessu efni,“ segir í niðurlagi bréfs forsætisráðherra. Sigurður R. Friðjónsson, mjólkurbússtjóri MS Akureyri, segir að í ár stefni í að met verði slegið í mjólkurframleiðslu á Akureyri. „Við sjáum fram á að tekið verði á móti um 31 milljón lítra af mjólk hjá okkur á árinu 2007, sem er met í sögu mjólkur- vinnslu á Akureyri,“ segir Sigurður. Í gær voru liðin áttatíu ár síðan Mjólkursamlag KEA var stofnað á Akureyri og færði Sigurður öllum sjötíu starfs- mönnum MS á Akureyri gjafir af því tilefni. Starfsemin hófst þó ekki fyrr en 6. mars 1928 og var samlagið þá til húsa neðst í Grófargili á Akureyri. Allar götur síðan hefur verið rík hefð fyrir mjólkurvinnslu á Akureyri. Stefnir í mjólk- urmet hjá MS Starfsmenn á bæjarskrifstofunum í Megion í Rússlandi mega ekki lengur segja „Ég veit það ekki“ eða „Ég get það ekki“ þegar leitað er til þeirra. Að öðrum kosti verði þeir reknir. Bæjarstjórinn Alexander Kuzmin hefur lagt blátt bann við öllum undanbrögðum og segir að starfsmenn bæjarins eigi að „finna aðferðir til að leysa og afgreiða vandamál, en ekki að forðast þau“. Á lista yfir 27 setningar, sem bannað er að segja, eru meðal annars þessar: „Það er ekki í mínum verkahring“, „Það er ekki hægt“, „Ég er í mat“ og „Ég var í fríi“. Hefur bannað allar afsakanir Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri Lands- bankans, segist geyma bréf, sem fjallað var um í bókarkafla sem var felldur úr bók Pálma Jónassonar fréttamanns um hann, í bankahólfi. Sverrir segist ekki vilja greina frá efni bréfsins en hugsanlega muni hann gera það síðar. Pálmi Jónasson segir þá báða hafa viljað birta kaflann í bókinni, sem heitir „Sverrir – skuldaskil“ og kom út hjá Eddu árið 2003, en stjórnendur útgáfunnar hafi „farið á taugum“ skömmu áður en bókin fór í prentun. Sverrir hætti svo við að birta kaflann í bókinni. Geymir bréfið í bankahólfi Greindarskertur karlmaður á fertugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað greindarskertri konu. Að teknu tilliti til vitnisburðar sérfræðinga taldi dómurinn ekki rétt að sakfella manninn fyrir nauðgun. Í dómnum er tekið fram að mögulegt sé að vegna andlegs vanþroska hafi maðurinn misskilið konuna. Fólkið hittist á dansleik og fór saman heim til mannsins, þar sem þau höfðu samfarir. Dómurinn taldi jafnframt að ekki hefðu komið fram haldbærar sannanir fyrir því að konan hefði ekki viljað hafa samfarir við manninn. Sýknaður af því að hafa nauðgað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.