Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 13
[Hlutabréf] Sparisjóður Vestfirðinga var rek- inn með 822 milljóna króna met- hagnaði á fyrri hluta ársins sem var 279 prósenta aukning á milli ára. Til samanburðar nam hagnað- ur sjóðsins á öllu síðasta ári 801 milljón króna. Arðsemi eiginfjár var 84 prósent. Árangur sjóðsins skýrist eink- um af hækkun á hlutabréfaeign en Sparisjóður Vestfirðinga er hlut- hafi með beinum og óbeinum hætti í Existu sem hækkaði skarpt á fyrri hluta ársins. Hreinar rekstrartekjur sjóðsins námu 1.323 milljónum króna og hækkuðu um 146 prósent en hins vegar drógust hreinar vaxtatekj- ur saman um tvö prósent og voru 102 milljónir króna. Eigið fé Sparisjóðs Vestfirðinga var komið í rúmlega 3,1 milljarð króna um mitt þetta ár og hafði hækkað um 34 prósent frá áramót- um. Heildareignir voru 11,5 millj- arðar og hækkuðu um þrettán pró- sent frá ársbyrjun. Fram kemur hjá forsvarsmönn- um sparisjóðsins að sú lækkun sem varð á verðbréfaeign eftir að uppgjörstímabilinu lauk sé nú að mestu leyti gengin til baka. Methagnaður Spari- sjóðs Vestfirðinga Meiri hagnaður á fyrri hluta ársins en allt síðasta ár. Verðbólga mældist 2,0 prósent á ársgrundvelli hjá aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofunar Evrópu (OECD) í júlí. Þetta er 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Sætaskipti urðu á listanum yfir þau lönd þar sem verðbólga mælist mest. Tyrkland rak lestina lengstum en Ungverjaland hefur tekið toppsætið og flaggaði 8,4 prósenta verðbólgu í mánuðinum. Minnsta verðbólgan er líkt og fyrri daginn í Japan en þar var hún engin. Til samanburðar mældist 3,8 prósenta verðbólga hér á landi í júlí. Ísland hefur löngum verið ofarlega á lista yfir mestu verð- bólgu innan OECD en núna vermir Ísland 6. sætið. Mesta verðbólgan í Ungverjalandi Stjórnendur Alfesca eru ánægðir með 22,4 milljóna evra hagnað fyrirtækisins á síðasta rekstrar- ári, sem lauk í lok júní. Þetta jafn- gildir tæpum tveimur milljörðum króna og er 87 prósenta aukning frá fyrra ári en þá nam hagnaður- inn tólf milljónum evra. Í uppgjöri fyrirtækisins kemur fram að rekstrarhagnaður nam fyrir skatta og fjármagnsliði (EBITDA) 53,9 milljónum evra en það er 23 prósenta aukning á milli ára. Þá nam salan 616,9 milljónum evra, sem er 11 prósenta aukning frá árinu á undan. Mestu munar í sölu á rækju, sem jókst um 33,4 prósent á árinu, þar af um 62,4 prósent á fjórða ársfjórðungi en það er að hluta vegna kaupa félagsins á franska skelfiskfram- leiðandanum Adrimex í febrúar. Þá var sala sömuleiðis góð á blini- hveitikökum, smurréttum og nýjum vörulínum á laxi undir fyrirtækjahatti Alfesca. Xavier Govare, forstjóri Alfesca, sagði við kynningu á upp- gjörinu í gær að félagið sé ánægt með afkomuna. Endurfjármögn- un félagsins hafi tekist vel auk þess sem samruna fyrirtækja sem Alfesca keypti á árinu sé að mestu lokið. Samruni við franska mat- vælafyrirtækið Le Traiteur Grec, sem framleiðir álegg úr græn- meti og Alfesca keypti seint í maí, stendur hins vegar enn yfir. Gov- are benti á að sala á laxi hafa verið góð í sumar og muni það koma fram í bókum félagsins á yfir- standandi rekstrarári. Ánægjuleg afkoma Septembertilboð 2007 Sértilboð til e-korthafa og e2 Vildarkorthafa Ögurhvarfi 1 / 203 Kópavogi sími 567 3300 / hestarogmenn.is Birtíngur útgáfufélag / Lynghálsi 5, 110 Reykjavík / sími 515 5500 / birtingur@birtingur.is Kringlunni 8 / sími 553 4020 Kringlunni 8 / sími 568 8144 Eiðistorgi 15 / sími 561 1216 Select / 6 Select stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sími 444 3000 / www.skeljungur.is Kringlunni 8-12 / sími 568 9400 Smáralind / sími 554 7760 Reykjavík / Sætúni 8 / sími 569 1500 Akureyri / Glerárgötu 36 / sími 460 3380 Húsavík / Garðarsbraut 18A / sími 464 1600 Selfoss / Eyrarvegi 21 / sími 480 3700 afsláttur af öllum fatnaði. Föst endurgreiðsla 5%10% Nýjung frá Sirius sem slegið hefur í gegn í sumar. Steyptir olíulampar í þremur stæðum 10, 15 og 20 cm. endurgreiðsla í september 10% Whirlpool AFG6392B 320 lítra frystikista • Ljós í kistunni, á hjólum • Með lás • Orkunýting B • Mál (hxbxd): 88,5x112x66 afsláttur af skyrtuhreinsun Föst endurgreiðsla 10%15% Foccacia m/pepperoniFöst endurgreiðsla 1,5%150 kr. 30% afsláttur af Sirius Oliver olíulömpum Föst endurgreiðsla 2% (fullt verð 54.995 kr.) Föst endurgreiðsla 2% Tilboð39.995 kr. afsláttur af gleraugum Föst endurgreiðsla 10%15% Bláu húsunum við Faxafen Suðurlandsbraut 50 / 108 Reykjavík sími 568 1800 / www.gleraugad.is Baðhúsið / Sporthúsið / Þrekhúsið Aflhúsið og ISF á Reyðarfirði www.isf.is Árskort 29.900 kr. (fullt verð 43.080 kr.) Föst endurgreiðsla 5% Frábært áskriftartilboð • 1 mánuður frír! • 20% afsláttur næstu 5 mánuði • 6 mánaða binding í áskrift • 5% föst endurgreiðsla • 6 vikna líkamsræktarkort frá Iceland Spa & Fitness frítt! Korthafar fá 0,5% endurgrei›slu af allri innlendri veltu auk endurgrei›slu frá samstarfsfyrirtækjum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.