Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 19
Ratan Hallgrímsson er tíu ára íslenskur strákur sem býr í Svíþjóð. Hann leikur eitt aðalhlut- verkanna í nýjum sænskum sjónvarpsþætti fyrir börn sem heitir Barda. Barda-þættirnir eru tólf alls og í hverjum þætti eru nýir persónur. Ratan leikur annað aðalhlutverkanna í einum þáttanna en þeir verða sýndir nú í haust. „Barda er svona „role“-spil og maður á að slá út drauga og alls kyns svoleiðis. Ég leik skógarálf sem heitir Shian Aks í spilinu og vinkona mín heitir Ymi Shiff,“ segir Ratan. Ratan hefur ekki leikið áður en þegar hann sá aug- lýst eftir krökkum til að vera með í þættinum var hann alveg ákveðinn í að sækja um. „Við fórum inn á síðu á netinu og sáum að maður gat verið með í þessu og ég vildi það og fór í próf. Það voru eitthvað um eitt þús- und manns að sækja um og ég var einn af þeim sem fengu að vera með.“ Ratan segir að það hafi verið mjög sérstakt að taka þátt í gerð sjónvarpsþáttar. „Við vorum þarna í tvo daga og þetta var svolítið erfitt en gaman. Vinkona mín sem ég var að vinna með var líka mjög skemmti- leg.“ Nokkrir vinir Ratans vita að hann lék í þættinum þó að það sé ekki búið að sýna hann en Ratan segist ekki vera farinn að finna mikið fyrir frægðinni ennþá. „Ég veit ekki hvernig það verður þegar þátturinn byrjar en ég hef samt þurft að skrifa eina eiginhandaráritun,“ segir hann og brosir. Ratan segir að það hafi verið mjög gaman að fá þetta tækifæri en hann er ekki viss um að hann vilji leggja leiklistina fyrir sig. „Mig langar að verða fótboltaspil- ari þegar ég verð stór því ég er að æfa fótbolta og kannski ætla ég að búa á Íslandi.“ Búinn að gefa eina áritun Vika á Spáni 13.200 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Huyndai Getz eða sambærilegur 522 44 00 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta frá ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 69 19 0 9/ 07 Fjar nám á haustönn Skráning á haustönn fer fram dagana: 27. ágúst – 10. september

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.