Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 18
greinar@frettabladid.is Þ eir sem helst hafa kvatt sér hljóðs í umræðum um hluta- félagsvæðingu Orkuveitu Reykjavíkur hafa nálgast umræðuefnið eins og köttur sem fer í kringum heitan graut. Af einhverjum ástæðum er kjarnaatriðum máls- ins haldið utan við umræðusviðið. Staðreynd er að fyrrverandi meirihluti í borgarstjórn Reykja- víkur hafði frumkvæði að því að slíta starfsemi Orkuveitunnar frá almennum opinberum stjórnsýslureglum og færa hana undir markaðsreglur. Starfsmenn hennar hættu að vera opinberir, stjórnsýslulögin voru aftengd svo og upplýsingalögin. Þetta var gert með sérstökum lögum árið 2001. Þau nutu stuðn- ings allra flokka. Það er hvorki léttari leikur né þyngri að einka- væða fyrirtækið nú eða síðar hvort heldur það er sameignar- fyrirtæki sem lýtur markaðsreglum eða er hlutafélag. Deilan um hugsanlega einkavæðingu, sem allir segjast vera andvígir, sýnist því sviðsett til þess að draga athyglina frá þeim raunverulega skipulagsvanda sem við er að etja á þessu sviði. Sá vandi snýst annars vegar um neytendahagsmuni og hins vegar um viðurkenndar samkeppnisreglur. Neytendahagsmunir eru hér í húfi bæði vegna ábyrgðar skattborgaranna og vegna verðmyndunar. Samkeppnishagsmunirnir eru í uppnámi með því að viðurkenndum reglum þar að lútandi hefur á þessu sviði verið vikið til hliðar. Hér fléttast saman víðtækir almannahagsmunir. Starfsemi Orkuveitunnar er tvískipt. Önnur hliðin lýtur að almannaþjónustu með einokunarrekstri á hitaveitu og vatnsveitu. Hin snýr að samkeppnisrekstri með raforkusölu meðal annars til stóriðju og mjög áhugaverðum áhættuverkefnum erlendis. Að formi til afléttir hlutafélagsformið ábyrgðum af herðum skattborgaranna. Svo er hins vegar ekki í reynd. Rati fyrirtækið í fjárhagserfiðleika sem rekja má til samkeppnisrekstrar neyðast fulltrúar skattborgaranna til að koma því til hjálpar fyrir þá sök að þeir eru ábyrgir fyrir því að almannaþjónustan raskist ekki. Meðan almannaþjónustureksturinn sem er einokunarstarf- semi er ekki skilinn frá samkeppnisrekstrinum breytir hlutafé- lagsvæðingin því litlu sem engu um raunverulega ábyrgð skatt- borgaranna. Sú virka ábyrgð er og verður í fullu ósamræmi við þær leikreglur sem gilda eiga um samkeppnisreksturinn. Aukheldur stenst ekki að fyrirtæki í samkeppnisrekstri geti notað einokunaraðstöðu vegna almannaþjónustu til þess að byggja upp fjárhagslegan styrk sem leiðir til mismununar á samkeppnismarkaðnum. Þó að þjónustuöryggi Orkuveitunnar sé gott hefur verðlagning á heitu vatni um langan tíma tekið mið af öðrum sjónarmiðum en neytendahagsmunum. Í stefnumörkuninni að baki raforkulögunum sem samþykkt voru 2003 var gert ráð fyrir fyrirtækjaaðskilnaði á orkusviðinu til þess að tryggja almannahagsmuni og eðlilega samkeppni. Á Alþingi varð hins vegar ofan á að láta þau sjónarmið víkja fyrir valdahagsmunum þeirra sem þá báru ábyrgð á rekstri Orkuveit- unnar. Það eina sem gerðist í þessu efni var að landsnetið var skilið frá Landsvirkjun. Þegar Alþingi fær þetta mál nú til meðferðar að frumkvæði Orkuveitunnar gefst færi á að láta nútímasjónarmið um sam- keppnisreglur og almannahagsmuni ráða för með fullum aðskiln- aði milli einokunar og samkeppni. Forvitnilegt verður að sjá hvort iðnaðarráðherrann stenst þá prófraun. Orkuveitan Íslenskt samfélag er með þeim framsæknustu í heimi. Íslend- ingar eru þakklátir fyrir þau lífsgæði sem við búum að og eru tilbúnir að vinna vel og mikið til að halda sér í flokki þeirra bestu. Þrátt fyrir bjartsýni og dug sjáum við vísbendingar um að hjól efnahagslífsins snúist of hratt. Atvinnuleysi er mjög lágt; var 0,9% í júlí, og hefur ekki verið svo lítið síðan í október 2000. Flestir telja þetta jákvætt merki en í raun er þetta ábending um að á Íslandi sé gríðarlegur skortur á vinnuafli. Um 175.000 manns voru á vinnumarkaði 2006 en 165.000 árið 2005. Fjölgunin er nánast öll bundin við höfuðborgarsvæðið og mætt með erlendu vinnuafli. Fjöldi erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði jókst mjög á sama tíma og er talið að þeir hafi að jafnaði verið yfir 13 þúsund í fyrra eða um 7-8% af vinnuafli landsins. Fjöldi útgef- inna atvinnuleyfa eykst enn og til viðbótar eru 1.800 manns skráðir á atvinnuleigum frá í febrúar 2007. Í könnun Vinnumálastofnunar í desember sl. kom fram að skortur væri fyrirsjáanlegur hjá um 39% fyrirtækja á þessu ári, mest í sérhæfðum þjónustufyrirtækjum og meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Fullyrða má að flestir atvinnurek- endur finni fyrir starfsmanna- skorti. Brauð er ekki í boði í Nóatúni vegna manneklu hjá bakaranum. Lögreglan fær ekki starfsmenn. Pitsustaðir vara við lengri bið vegna manneklu. Bónus flytur inn starfsfólk. Áætlað er að um 500 hjúkrunarfræðinga vanti í heilbrigðisstofnanir á landinu og tuttugu þúsund Reykvíkingar eru án heimilislæknis. Banki telur sig þurfa að ráða í um tvö hundruð stöðugildi. Mannekla leikskóla borgarinnar gerir það að verkum að rúmlega 300 pláss fyrir börn nýtast ekki og 1.300 börn bíða eftir lengdri viðveru. Skortur á vinnuafli snertir æ meira þá grunnþjónustu sem við krefjumst til að halda atvinnulífinu gang- andi. Ófáir afar og ömmur hjálpa börnum og barnabörnum við að púsla saman vikunni. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu standa ekki undir þeirri grunnþjónustu sem ætlast er til að þau veiti. Dæmi eru um að foreldrar tveggja barna fái ekki þjónustu leikskóla né frístundaheimilis vegna skorts á starfsfólki. Foreldrar hafa ekki orku til að vera raunverulegur þrýstihópur vegna álags. Að óbreyttu er þessi vandi líklega kominn til að vera. Reykjavík og önnur sveitarfélög leggja sig öll fram við að ráða gott og hæft starfsfólk til að tryggja foreldrum þjónustu. Allar leiðir eru reyndar til að fá gott fólk til starfa á þessum gefandi vinnu- stöðum þar sem börn dvelja og nema. Eitthvað gengur en skerðing þjónustu er staðreynd. Kjaramál eru að sjálfsögðu liður í að bæta stöðuna en kjörum starfsfólk er stýrt miðlægt þrátt fyrir að mun dýrara sé orðið að búa á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar, sem veldur því að erfiðara er að manna í stöður þar en ella. Að hækka laun miðlægt til að bæta ástandið er aðeins skammtímalausn þar sem það veldur keðjuverkandi áhrifum. Framtíðarlausn hlýtur að fela í sér kerfisbreytingu á þjónustuum- hverfi barna og foreldra. Sveitar- félög verða að fá aukinn sveigjan- leika í kjaramálum kennara, hverfa frá jafnlaunastefnu og veita þarf aukinn sveigjanleika til samninga, t.d. út frá leigukostnaði og samgöngukostnaði. Þjónusta við foreldra þarf að fara í auknum mæli til sjálfstæðra skóla. Fyrst þá getur samningaumhverfi kennara og starfsmanna opnast og samkeppni er innleidd á jákvæðan máta. Kosti einkareksturs þarf að nýta betur til að tengja saman mikilvægi þessara starfa og kjaraumhverfið. Miðstýrt kerfi hins opinbera keppir ekki til framtíðar í opnu markaðsum- hverfi landsins. Atvinnurekendur verða að auki að huga að ábyrgð sinni, sérstaklega þegar svona mikið launaskrið á sér stað. Atvinnurekendur í öðrum löndum bjóða t.d. oft upp á þjónustu fyrir foreldra með góðum árangri því þeir vita að fyrr eða síðar bitnar þjónstuskortur við foreldra á atvinnurekendum og hagkerfinu í heild. Sú staða sem nú er uppi skapar hringrás sem erfitt er að komast úr, hringrás sem hefst þegar vinnandi einstaklingur hættir störfum vegna þess að grunnþjón- ustu er ekki að fá. Vandamálið er mikilvægt og aðkallandi og líklega viðvarandi. Sveitarfélag eins og Reykjavíkurborg þarf að huga að lausnum til framtíðar. Til þess þarf samvinnu ólíkra aðila í samfélaginu – og rétta forgangs- röðun í þágu barna. Höfundur er borgarfulltrúi. Fylgifiskar uppsveiflu Aumingja Samfylkingin Fyrir kosningar hafði Samfylkingin uppi stór orð um allt sem hún ætlaði að gera ef hún bara kæmist í ríkisstjórn. Eftir kosningar varð ljóst að það eina sem hún hafði í raun á stefnuskrá sinni var að komast í ríkisstjórn. Fyrir kosningar hafði ég töluverðar áhyggjur af því hvernig flokknum og formanni hans myndi farnast í ríkis- stjórn og skrifaði þá: „Flokkur sem ætlar að leiða ríkisstjórn verður að vera trúverðugur. Hann verður að gera sér grein fyrir að ákvarðanir hans og skoðanir munu hafa áhrif á líf og lífsvið- urværi fólks í landinu.“ Þau orð voru skrifuð í tilefni af skrípaleiknum í kringum Fagra Ísland, þar sem blekið var varla þornað áður en þingmenn flokksins voru farnir að sverja plaggið af sér. Og enn á ný eiga þau ansi vel við þegar hundrað dagar eru liðnir af starfstíma Baugsstjórnarinnar. Eftir að hafa tippexað yfir allt sem viðkom stóriðjustoppi, Evrópusambandi eða viljugum þjóðum tóku forystumenn flokksins til við að sverta orðspor einstaklings sem hafði það einna helst til saka unnið að hafa skilað inn ráðgjafarskýrslu um hugsanleg kaup á ferju. Kristján Möller, samgönguráðherra og áður einn öflugasti gagnrýnandi Sturlu Böðvarssonar, taldi að þar væri kominn hinn fullkomni blóraböggull. Hann starfaði hvorki hjá ráðuneytinu né Vegagerðinni og var heldur ekki í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. Nú síðast þeyttist Össur Skarphéðinsson fram á ritvöllinn eftir að hafa þagað þunnu hljóði um gagnrýni Sigurðar Kára Kristjánssonar á vatnalög- in og Byggðastofnun. Eini tilgangur hans var að verja nýju vini sína, sjálfstæðismennina. Það er greinilegt að Össur hefur tileinkað sér smjörklípu- aðferð húsdraugsins í Seðlabankanum, en hann á greinilega eftir að læra að sjaldan launar sjálf- stæðiskálfurinn ofeldi. Einhvern veginn sá ég aldrei fyrir mér að Össur legðist marflatur fyrir Sjálfstæðisflokknum. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.