Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 42
Mikill meðbyr í íslenska körfuboltanum Um fátt annað var rætt í gær en stöðu þeirra Atla Viðars Björnssonar og Heimis Guð- mundssonar. Þeir eru samnings- bundnir FH en voru í vor lánaðir til Fjölnis, þar sem þeir hafa spil- að í sumar. Nú er ljóst að þessi lið mætast í úrslitum bikarkeppni karla hinn 6. október næstkomandi. Í lánssamn- ingi FH og Fjölnis kemur fram að leikmennirnir mega ekki spila með Fjölni á móti FH. Báðir hafa þeir gegnt lykilhlut- verki með Fjölni í 1. deildinni í sumar og þá skoraði Atli Viðar sig- urmarkið gegn Fylki í undanúr- slitaleik liðanna í fyrrakvöld. Fjölnir hefur einnig verið með Sigmund Pétur Ástþórsson að láni frá FH undanfarin þrjú ár. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, taldi að ekkert ákvæði væri í samningi Sigmundar um að hann mætti ekki spila gegn FH. „Ég veit ekki til þess að Fjölnir hafi farið fram á að þeir spili með liðinu í þessum leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, um málið í gær. „Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem lánsmenn lenda í því að mæta sínu félagi. Ég man ekki eftir neinu tilviki í heiminum þar sem lánsmenn spila á móti sínu liði en þetta er ný og öðruvísi staða og auðvitað vilja allir taka þátt í jafn stórum leik og bikarúr- slitunum. En boltinn er ekki hjá okkur, hann er hjá Fjölnismönn- um.“ Bæði Ólafur og Jón Rúnar Hall- dórsson, formaður knattspyrnu- deildar FH, segja að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin í þessu máli. „Við í FH höfum aldrei verið mjög formlegir. Við munum ræða þetta mál í rólegheitunum yfir kaffibolla. Þetta mál verður afgreitt fyrir helgi.“ Ásmundur segir að málið sé í höndum FH. „Hvort þeir vilja sjá eitthvað í gegnum fingur sér með þetta er þeirra mál.“ Spurður hvort Fjölnismenn muni óska eftir því að lánsmennirnir fái að spila í bikarúrslitunum sagði Ásmundur að félögin myndu ræða sín á milli. „Það hafa verið góð samskipti við FH hingað til. Við höldum því áfram og finnum far- sæla lausn á málinu. En það er ekki spurning að þeir eru í rétti.“ Sjálfur sagði Atli Viðar að hann langaði til að spila í úrslitaleikn- um. „Mig langar mjög mikið til að spila í bikarúrslitunum. En þetta er samningsmál sem klúbbarnir verða að leysa sín á milli.“ Ef FH-ingar stæðu í vegi fyrir Atla Viðari sagðist hann ekki mundu erfa það. „Bæði ég og Fjöln- ir skrifuðum undir þessa skilmála og við verðum að standa og falla með því.“ Ólafur sagðist ekki óttast það að mæta lánsmönnunum á vellinum. „Ég hef aldrei hræðst neinn fót- boltamann,“ sagði hann í léttum dúr. „Það er ekki vandamálið. Þetta eru góðir drengir og það hefur ekkert með það að gera hvort ég óttist þá.“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að það sé undir Fjölnismönnum komið að fara fram á undanþágu frá samningi félaganna um lánsmenninna Atla Viðar Björnsson og Heimi Guðmundsson. Liðin mætast í úrslitum bikarkeppni karla. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman á vikulegum fundi í gær og biðu margir spenntir eftir niðurstöðu í málefnum þjálfaranna fjögurra sem framkvæmdastjóri KSÍ vísaði til nefndarinnar. Í kjölfarið var beðið um greinar- gerðir frá félögunum vegna ummæla þjálfaranna sem voru ástæða þess að framkvæmda- stjórinn skaut málinu áfram. Hvergi var minnst á málið í úrskurði nefndarinnar. „Við munum ekki gera neitt með þetta mál fyrr en á morgun [í dag],“ sagði Klara Bjartmars, starfs- maður nefndarinnar, við Frétta- blaðið en hún þvertók annars fyrir að ræða málið á nokkurn hátt. Þögul sem gröfin Enska úrvalsdeildarliðið Bolton greindi frá því á heima- síðu sinni í gær að Heiðar Helguson hefði gengist undir aðgerð á ökkla og yrði af þeim sökum frá næstu sjö vikurnar. Heiðar hefur ekkert spilað síðan um miðjan ágústmánuð. Hann hefur skorað eitt mark á leiktíðinni, gegn sínum gömlu félögum í Fulham. Frá í sjö vikur Spænski kantmaðurinn Joaquin býst við erfiðum leik á Íslandi um helgina enda hafa Spánverjar ekki alltaf sótt gull í greipar íslenska liðsins á Laugardalsvelli og síðast í fyrra varð liðið að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Íslandi. „Við gerum okkur vel grein fyrir því að íslenska liðið verður ekki auðvelt viðureignar,“ sagði Joaquin. „Við sáum á síðasta ári hversu vel Ísland getir bitið frá sér og við fáum ekkert gefins þar.“ Ekkert gefins frá Íslandi Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í gærkvöld. Fylkir vann góðan heimasigur á ÍR, 4-1,og fór fyrir vikið úr botnsætinu í það sjöunda. ÍR situr aftur á móti í botnsætinu eftir tapið, jafnt að stigum við Þór/KA en með lakara markahlut- fall. Valsstúlkur lyftu sér aftur á móti aftur upp í toppsæti deildarinnar með stórsigri á Fjölni, 11-0, þar sem marka- drottningin Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fjögur mörk. Fylkir af botninum Landsbankadeild kvenna: Frank Lampard getur ekki leikið með Englendingum gegn Ísrael á laugardag en helm- ingslíkur eru taldar á því að hann spili gegn Rússum á miðvikudag eftir viku. Lampard er meiddur á læri og verður ekki búinn að ná sér fyrir helgi. Steven Gerrard er aftur á móti á batavegi með támeiðslin sín og fastlega er búist við því að hann leiki gegn Ísrael á Wembley. John Terry og Owen Hargreaves hafa einnig verið slappir en verða klárir um helgina. Lampard meiddur en Gerrard er á batavegi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.