Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 12
Hugmyndir um áfallatryggingar hafa verið kynnt- ar í bakhópi innan Alþýðusambands Íslands. Kristján Gunnarsson, for- maður Starfsgreinasambandsins, segir að nú liggi til skoðunar mun skýrari útlínur og þær séu „nokkuð jákvæðar“. „Við erum komin með grunn til frekari skoðunar. Margt bendir til að allt sé á leið til betri vegar. Lyk- ilatriðið er að við erum ekki að fórna neinum kjarabótum fyrir þessa kerfisbreytingu en áfalla- tryggingar gætu haft í för með sér tilfærslur á fjármunum,“ segir Kristján. Vinna við að koma saman við- ræðuáætlun Samtaka atvinnulífs- ins, SA, og verkalýðshreyfingarinn- ar hefst á næstunni. „Við höfum hugsað okkur að setja hana í gang strax eftir mánaðamótin, annað- hvort í þessari eða næstu viku. Eftir það reyna menn að setja niður hve- nær hugmyndir manna og kröfur verða tilbúnar,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Framgangur áfallatrygginga- málsins er mjög stórt atriði í því hvernig staðið verður að samninga- viðræðunum í haust. „Væntanlega munum við láta á það reyna hvort við komumst áfram í áfallatrygg- ingamálinu. Ef það verður er mikil vinna framundan sem færi þá fram samhliða viðræðum um önnur atriði, til dæmis launin,“ segir hann. Samningaviðræðurnar færu fram samhliða viðræðum um áfalla- tryggingasjóðinn og stefnt verður að því að ljúka viðræðunum á sama tíma. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að fjallað verði um kröfugerð Starfs- greinasambandsins á framkvæmda- stjórnarfundi og formannafundi á næstu vikum en hún verði ekki birt atvinnurekendum fyrr en í fyrstu vikunni í nóvember. Áfallatrygging í skoðun fyrir kjaraviðræður Byrjað er að kynna hugmyndir um nýjar áfalla- tryggingar innan verkalýðshreyfingarinnar. Kristj- án Gunnarsson, formaður Starfsgreinar, segir að útlínur séu „nokkuð jákvæðar“. Hashemi Rafsanjani, fyrr- verandi forseti Írans, var í gær kosinn leiðtogi sérfræðingaráðs landsins, valdamikillar stofnunar sem hefur það hlutverk að velja æðsta leiðtoga landsins og hafa eftirlit með störfum hans. Rafsanjani er 73 ára gamall og hefur lengi verið einn valdamesti maður Írans; var forseti landsins á árunum 1989 til 1997. Hann þykir þó töluvert hófsamari en bæði æðsti leiðtogi landsins, Ali Kham- eini erkiklerkur, og forsetinn Mahmoud Ahmadinejad. Rafsanjani hlaut 41 atkvæði í ráðinu, sem er skipað 86 klerkum. Kosning Rafsanjanis þykir því ákveðið áfall fyrir harðlínumenn í stjórn landsins. Stjórnmálaskýr- endur segja vaxandi spennu í land- inu vegna versnandi efnahags og sífellt harðnandi átaka harðlínu- manna við Vesturlönd, einkum Bandaríkin. Sérfræðingaráðið er valdamikil stofnun, en hefur þó ekki birt opin- berlega í þrjá áratugi neitt um eft- irlit sitt með forseta landsins. Rafsanjani sagði þó í gær að það gæti breyst. „Ef sérfræðingaráðið vill hafa meiri áhrif á landsmálin þá hefur það bæði trúarlegar og lagalegar forsendur til þess,“ hafði íranska ríkisfréttastofan IRNA eftir Rafsanjani. Samkvæmt niðurstöð- um nýrrar skoðanakönnunar hefur hinn íhaldssinnaði Laga- og réttlætisflokkur Jaroslaws Kaczynski, forsætisráðherra Póllands, náð að vinna upp fylgisforskot aðalstjórnarand- stöðuflokksins, hins frjálslynda Borgaravett- vangs. Samkvæmt könnun PBS- stofnunarinnar sem birt var í dagblaðinu Gazeta Wyborcza fengi Laga- og réttlætisflokkurinn 30 prósent atkvæða ef kosið væri nú, en Borgaravettvangur 26 prósent. Þetta er í fyrsta sinn síðan í janúar sem Borgaravettvangur mælist ekki með forskot á stjórnarflokk- inn. Stefnt er að þingkosningum í Póllandi í haust. Stjórnarflokkur eykur fylgið Lykilatriðið er að við erum ekki að fórna neinum kjarabótum fyrir þessa kerfisbreytingu en þetta gætu orðið tilfærslur á fjármunum. Níutíu og fimm prósent erlendra ferðamanna sem heim- sækja Reykjavík segjast myndu mæla með borginni sem áfangastað við aðra. Níu af hverjum tíu telja reynslu sína af borginni frábæra eða góða, samkvæmt viðhorfskönn- un sem gerð var meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu í borginni síðastliðinn vetur. Svanhildur Konráðsdóttir, sviðs- stjóri menningar- og ferðamála- sviðs Reykjavíkur, segir jákvætt og uppörvandi að sjá niðurstöður könnunarinnar. „Það er einhver andi í Reykjavík sem er smitandi og fyllir fólk innblæstri. Við sjáum það ár eftir ár að ferðamenn fara héðan mjög ánægðir,“ segir hún. Hæstu meðaleinkunnina fengu sund og heilsuböð, en sjötíu pró- sent ferðalanga í Reykjavík stinga sér til sunds eða slappa af í heitum potti meðan á heimsókninni stend- ur. Aðeins þrettán prósent nýta sér þjónustu strætó. Lægstu einkunnina fengu versl- anir, og er hátt verðlag talið eiga þar stóran þátt. Merkingar, hvort sem eru fyrir gangandi eða akandi vegfarendur, komu einnig illa út. Svanhildur segir nauðsynlegt að bæta úr merkingarmálum í borg- inni með fleiri og betri skiltum. Könnunin var gerð fyrir Höfuð- borgarstofu af Rannsókn og ráð- gjöf ferðaþjónustunnar ehf. í Leifs- stöð frá janúar til maí 2007. Höfuðborgin fær háa einkunn Glerfínar gluggafilmur – aukin vellíðan á vinnustað R V 62 09 3M glu ggafilm ur fyrir skóla, s júkrahú s, skrifs tofur, verslani r og að ra vinnu staði Fagme nn frá RV sjá um uppset ningu Skráning á ftt@ftt.is Að afloknum flutningi söngvaskálda verður efnt til “jam session”. Til kl. 22:00. Þá hefst dagskrá Jazzklúbbsins MÚLANS. “Straight Ahead Quartet” Til eflingar íslensku tónlistarflórunni verður fyrsta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.