Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 32
Gagnvegur er nýr prentmiðill sem gefinn verður út í Strandasýslu frá og með morgundeginum. Kristín Sig- urrós Einarsdóttir gefur út og rit- stýrir nýja blaðinu sem verður dreift ókeypis inn á öll heimili í Stranda- sýslu í hverri viku. „Hugmyndin að blaðinu kviknaði þegar ég var búin að búa á Hólmavík í smá tíma og fór að starfa í sveitar- stjórn og taka virkan þátt í því sem er um að vera á svæðinu,“ segir Krist- ín en henni fannst almennilega fjöl- miðlaumfjöllun vanta í sýsluna. „Það má því segja að þetta hafi verið í kollinum á mér frá því ég kom á Strandirnar fyrir sjö árum,“ bætir hún við. Spurð um innihald blaðsins, segist Kristín ætla að hafa efnið sem fjöl- breyttast, bæði efnislega og sem víð- ast af svæðinu. „Þetta er svolítið stórt svæði yfir- ferðar en ég ætla samt að reyna mitt besta til að sinna því öllu,“ segir hún og bætir við: „Eins og héraðsfrétta- blöð gera almennt þá ætla ég nú frek- ar að vera í jákvæðari kantinum og fjalla um menningarlífið, atvinnu- lífið, íþróttir og annað sem um er að vera.“ Kristín hefur verið kennari í tíu ár og ætlar að halda því áfram í hálfu starfi meðfram útgáfunni og annarri vinnu. „Ég er líka búin að vera að skrifa fyrir Morgunblaðið og Bænda- blaðið og svo er ég með pistla í Svæð- isútvarpi Vestfjarða,“ segir Kristín. Hún starfaði auk þess um skeið í af- leysingum hjá Skessuhorni í Borgar- nesi þannig að hún hefur nokkra inn- sýn í blaðaútgáfu. „Til að gefa út blaðið keypti ég öfl- ugan prentara sem ég sé fram á að geta notað til að prenta boðskort, bæklinga, ljósmyndir og fleira sam- hliða útgáfunni,“ segir Kristín. „Ég veit að guð mun ekki fela mér eitthvað sem ég ræð ekki við. Ég vildi bara að hann treysti mér ekki svona vel.“ Flugrán í Pakistan Félagar í Oddfellowregl- unni á Íslandi hafa gert upp og afhent Landspítala húsnæði við líknardeild- ina í Kópavogi. Þar verður dag-, göngu- og fimm daga deild fyrir sjúklinga í líkn- andi meðferð og er nýjung í starfsemi líknardeildar. Það var Gylfi Gunnars- son, stórsír Oddfellowregl- unnar sem afhenti hús- næðið við hátíðlega athöfn og Guðlaugur Þór Þórðar- son heilbrigðisráðherra tók við framlagi Oddfellow- reglunnar fyrir hönd spít- alans. Hann færði gefend- um þakkir fyrir höfðing- legt framlag. Í tilefni af hundrað ára afmæli Oddfellowreglunn- ar fyrir tíu árum ákvað reglan að veita fé til upp- byggingar líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og var deildin opnuð tveim- ur árum síðar. Árið 2003 afhenti Oddfellowreglan líknardeildinni fullbúna kapellu í húsnæði við hlið deildarinnar. Líknardeildin stækkar AFMÆLI Dýrfinna Torfadóttir vann tvenn verðlaun í keppni um Skartgrip ársins á Ísmóti 2007, Ís- landsmeist- aramóti fag- greina innan Samtaka iðn- aðarins, sem fór fram í Laugardals- höll um helg- ina. Fékk Dýrfinna verðlaun annars vegar fyrir kvenskart, sem hún kallar Vertu þú sjálf/ Eftir þínu höfði, og hins vegar fyrir karlaskartið Fjara. Gripir Dýrfinnu verða til sýnis á vinnustofu og galleríi sem hún opnar að Stillholti 16 á Akranesi síðar í mánuðin- um, ásamt Finni Þórðarsyni gullsmið. Nánar á www.bb.is hlutskörpust 70 ára afmæli Hinn 11. september næstkomandi verður Jónas A. Pálsson frá Hróarsdal sjötugur. Af því tilefni ætlar hann að blása til afmælisfagnaðar að heimili sínu Túngötu 16, Álftanesi, kl. 16.00 laugardaginn 8. september. Hann vonast til að sem flestir ætting jar, sem og gamlir og nýir vinir sjái sér fært að samgleðjast honum á þessum tímamótum og þigg ja veitingar. Vinsamlegast komið klædd eftir veðri. 70 ára afmæli Magnea Sigurbergsdóttir, Lindargötu 50, varð 70 ára 4. september sl. Í tilefni afmælisins tekur hún á móti gestum að Stangarhyl 4, laugardaginn 8. september kl. 16 - 19. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, Einar Möller vélstjóri, Heiðarholti 40, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 30. ágúst, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 6. september kl.12.00. Kristján Möller Hólmfríður Karlsdóttir Birgir Möller Þórstína Sigurjónsdóttir Ragnheiður Möller Sigurður Sigurbjörnsson og barnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.