Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. maí 1988 Tíminn 3 Húsmæðrum í sveit meinað að taka sér launalaust leyfi: Fæðingargalli á skattakerfi Komið hafa í Ijós ýmsir annmarkar á nýjum lögum um fjögurra mánaða fæðingarorlof. Meðal annars hafa konur orðið fyrir því að missa áunnin starfsaldursréttindi, þegar þær hafa tekið sitt fjögurra mánaða orlof. En það eru fleiri hliðar á þessu máli. Húsmæður til sveita eru síður en svo sáttar við skattalega með- ferð á fæðingarorlofsfé. Eftir því sem næst verður komist eru um- kvartanir þeirra flestra svipaðs eðlis. Málið snýst um það að konur, sem fá greitt fjögurra mán- aða orlof (nálægt 40.000 krónur á mánuði) hafa ekki heimild til þess að skrifa sig út úr búrekstrinum í þessa mánuði, m.ö.o. að skrá sig án beinna launa vegna vinnufram- lags við búið. Petta þýðir að fæð- ingarorlof reiknast sem hreinn tekjuauki ofan á reiknuð laun kvenna við búreksturinn og verður þar með þess valdandi að launin fara langt umfram skattleysismörk. Það má umorða þetta með því að segja að húsmæðrum til sveita sé gert að reikna sér laun af vinnu- framlagi við búið, á meðan þær njóta lögboðins fæðingarorlofs, án þess þó að þær hafi möguleika á þessum tíma á að leggja sitt af mörkum við bústörfin. Af þessu virðist ljóst að konur til sveita fái ekki notið sömu réttinda og konur í þéttbýli, að þiggja fjögurra mánaða fæðingarorlofs- greiðslur innan skattleysismarka, frá viðkomandi vinnuveitanda eða ríki. Margrét Guðjónsdóttir, hús- freyja að Hvassafelli í Norðurár- dal, er ein þeirra mörgu húsmæðra í sveit, sem leitað hafa skýringa skattayfirvalda á því af hverju konur til sveita geti ekki notið óskerts fæðingarorlofs. Hún tjáði Tímanum að henni hafi brugðið í brún þegar hún fékk greidda fyrstu greiðslu fæðingaror- lofs í marsmánuði sl. Sundurliðun greiðsluseðils var eftirfarandi: Fæðingarstyrkur 17.717 kr., fæð- ingarpeningar 22.290 kr. Saman- lagt 40.007 kr. Staðgreiðsla skatta var 14.082 kr. Útborgað orlofsfé 25.925 kr. „Mér þótti þetta heldur kyndugt og leitaði skýringa hjá Skattstofu Vesturlandsumdæmis. í ljós kom að skýringin á þessu er einfaldlega sú að mér eru eftir sem áður reiknuð 40 þúsund króna laun. Þannig er ég í raun með 80 þúsund krónur á mánuði. Persónu- afslátturinn reiknast af laununum en ekki af orlofinu,“ sagði Margrét. Hún sagði að samkvæmt upplýsingum hjá skattinum væri ekki unnt fyrir konur við búrekstur „að skrifa sig út“ meðan á fæðinga- orlofi stæði. „Sem bóndakona verð ég að skrifa mig í vinnu við búið allan ársins hring. Ég hef sam- kvæmt laganna hljóðan ekki leyfi til annars.“ Að sögn Margrétar hefur verið leitað eftir leiðréttingu á þessu, og trúlega verði niðurstaðan sú að tekjur hennar í þessa mánuði verða felldar niður á pappírunum til hálfs, þ.e. að reiknuð laun verði 20 þúsund á mánuði auk 40 þúsund króna fæðingarorlofs. Þetta þýðir að greiða verður skatt af um 18 þúsund krónum. „í þann tíma sem ég fæ fæðingarorlof, febrúar-maí, er ég vitaskuld með venjuleg heim- ilisstörf á mínum herðum, eins og aðrar konur. Það samþykkja skattayfirvöld hinsvegar ekki og telja að ég sé að vinna við búið, þegar ég stend við eldavélina og bý til mat ofan í eiginmann og börn. Fyrir þessi störf er mér gert að skrá í það minnsta 20 þúsund krónur á mánuði. Segja má að þetta sé löglegt, en umfram allt hönnunar- galli á kerfinu,“ sagði Margrét. Það kom fram hjá Margréti að þó svo að hún fengi að skrá sig í 50% hlutastarf við búið, yrði hún Getur móðir þessa barns tekið sér launalaust leyfi og notið óskerts fæðingaroriofs, eða fer innheimtumaður staðgreiðslunnar að senda henni bréf? að deila þeim tekjum jafnt niður á alla mánuði ársins. Þetta þýðir að út þetta ár verður hún, að öllu óbreyttu, skráð með 20 þúsund krónur á mánuði og hefur þarmeð ekki tækifæri til að afla sér tekna upp að skattleysismörkum, eftir að fæðingarorlofi lýkur. Skúli Eggert Þórðarson, hjá . staðgreiðsludeild ríkisskattstjóra, sagðist ekki vilja tjá sig mikið um þetta mál, án þess að kynna sér það sérstaklega. Hann sagði þó að mögulega væri um að ræða vöntun á vinnuframlagi inn í viðkomandi bú. Reiknað hefði verið út lág- marksvinnuframlag við grundvall- arbú og samkvæmt því væri miðað við 103 vikna vinnuframlag hjóna á ári. „Þegar menn eru í rekstri og vilja draga úr vinnuframlagi, er ekkert sem mælir á móti því nema að reksturinn heldur áfram sömu starfsemi og tekjum, en ekkert vinnuframlag kemur á móti. Það þykir skattstjóra væntanlega mjög tortryggilegt og bendir til að raun- verulega sé unnið við búið án þess að staðið sé í skattskilum,“ sagði Skúli Eggert Þórðarson. óþh Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra: Okkar saltf iskur er talinn bestur „Ég var nú ekki aö selja neinn saltfisk, en ég hitti saltfiskkaupend- ur hér í Portúgal og fékk mjög gott yfirlit yfir saltfiskmarkaðinn, stöðu hans og ástand. Markaðsmálin fyrir saltfisk eru erfið þar sem Norðmenn hafa komið inn með svo mikið magn sem þeir gátu ekki selt í Brasilíu. Það hefur haft þær afleiðingar að verðið hefur fallið,“ sagði Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, en hann hefur síðustu daga setið alþjóðlega ráðstefnu í nágrenni Lissabon í Portúgal. Hélt Steingrímur að þessi nýja staða á okkar stærsta saltfiskmarkaði væri þó viðunandi fyrir íslendinga. Sagði hann að þetta þyrfti ekki að þýða minni sölu, þó svo að verðið félli eitthvað. „Miðað við aðstæður getum við verið nokkuð ánægðir. Okkar fiskur nýtur mikils álits hér í Portúgal og ég hugsa að við seljum ekkert minna en í fyrra.“ „Okkar saltfiskur er talinn bestur og menn halda að það komist jafn- vægi á að nýju á næsta ári. Þessir sömu menn telja jafnframt að verðið Hnútur í álverinu Deiluaðilar í álverinu í Straumsvík funduðu hjá ríkis- sáttasemjara í gær. Það slitnaði upp úr viðræðunum kl. 16.00 og ekki hefur verið boðað til framhaldsviðræðna. hafi verið orðið of hátt á síðasta ári,“ sagði utanríkisráðherran Sagði Steingrímur að þessi þróun skipti okkur miklu máli, þar sem Portúgal væri okkar lang stærsti markaður fyrir saltfisk. í Portúgal eiga íslendingar markað sem nær því að vera helmingur af öllum saltfiskinnflutningi landsins. Steingrímur Hermannsson hefur nú setið tveggja daga fund í nágrenni Lissabon þar sem komið hafa saman háttsettir ráðamenn fjölda þjóða og rætt þróunarmál, samskipti þróaðra þjóða og þróunarþjóða og ýmis önnur alþjóðleg málefni. Frá Portúgal fer Steingrímur til London og Brussel til að Vera við fund George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem hann heldur með utanríkisráðherrum Natóríkja. Tilefni þeiss fundar er að kynna fyrir utanríkisráðherrunum hvað hafi komið út úr viðræðum hans við Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Er þessi fundur merkilegur að því leyti að nýlega afstaðinn fundur utanrík- isráðherra stórveldanna var sá síð- asti fyrir fund sjálfra leiðtoganna í sumar. KB Steingrímur Hermannsson, utanrík- isráðherra. Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins: 30 tillögur í efnahagsmálum Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins var haldinn á sunnu- dag. Þrjú mái voru einkum til umræðu, þ.e. heilbrigðismál, húsnæðismál og efnahagsmál Á fundinum lagði Ólafur Ragnar fram greinargerð um efnahagsmál þar sem fram kemur gagnrýni á efnahagsstefnu ríkisstjórninnar og sagði hann að í greinargerðinni væri fólgin greining á vandanum í dag sem hann vildi kalla hagstjórn- arvanda frekar en efnahagsvanda. í greinargerðinni leggur hann fram 30 tillögur um sérstakar og sam- tengdar aðgerðir til úrbóta. „Ég bendi t.d. á að ekki er lengur nóg að reka ríkissjóð á núlli heldur verður að reka hann með umtals- verðum tekjuafgangi og fjárfest- ingar verða að standa undir sér á arðsemisgrundvelli," sagði Ólafur. Einnig bendir hann á að til að skapa jafnvægi í peningamálum verði að taka upp nýja vaxtastefnu sem feli í sér að vaxtastig verði breytileg eftir tegundum útlána. í fiskveiðimálum leggur hann til að tekinn verði upp byggðakvóti í stað kvóta á einstök skip og til að koma í veg fyrir verðfall á erlend- um mörkuðum verði að vera búið að selja aflann áður en hann er sendur út. Þá leggur hann til að komið verði upp landshlutabönk- um og að sparisjóðum landsins verði heimilað að kaupa Útvegs- bankann og jafnframt að Jöfnunar- sjóður sveitarfélaga verði stórlega efldur. Á fundinum var einnig lögð fram stefna í húsnæðismálum þar sem einkum er komið inn á þrjú atriði; að allir greiði sama hlutfall til kerfisins af tekjum, að lánin fylgi einstaklingum en ekki íbúð- unum, og að allar tegundir íbúða verði jafn réttháar, s.s. kaupleigu- íbúðir, búsetaíbúðir, eignaíbúðir ofl. Greinargerðarnar verða til um- ræðu á fundi þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins sem fram fer í Borgarnesi um næstu helgi. -ABÓ AIMAZDME áburðardreifararnir eru með tveimur dreifiskífum. *Skífur ryðfriar. *Mjög jöfn dreifing. *Lágbyggðir, 600-800 og 1000 litra drelfarar. F ARMÚLA 11 SIMI 681500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.