Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 10. maí 1988 Tíminn 19 SPEGILL í nýlegu kvikmyndablaði er Rob Lowe talinn í hópi 10 mest „sexí“ karlmanna Bandaríkjanna. Þar er hann í hópi „sjarmöra“ eins og Don Johnson, Gcorge Hamilton, John F. Kennedy Jr., Jack Nicholson o.fl. Rob er spurður um hvernig konum hann hríflst mest af. „Þeim sem ég get hlegið með,“ sagði hann. Líklega er því kátt á ástafundunum hjá þeim Fawn og Rob - Fawn Hall, fyrrv. einkaritari Ol- ivers North, eins aðalmannsins í íran-vopnasöluhneykslinu, er „gangandi alfræðibók um hættuleg ríkisleyndarmál" - segja embættis- menn í Hvíta húsinu, og þaðan virðist vera komin ákvörðunin um það að hafa Fawn Hall undir stöðugu eftirlit. Ýmist kalla þessir leyndardóms- fullu embættismenn konuna „lif- andi tölvu, þar sem vistuð hafa verið leyndarmál forsetaembættis- ins og ríkisins“ - eða „gangandi tímasprengju hættulega öryggi ríkisins". Leikarinn Rob Lowe, sem ótal konur hafa verið ástfangnar af, er nú í ástasambandi við hina frægu Fawn Hall. Hún er 28 ára en hann 24. Þau hafa aðeins þekkst í nokkra mánuói, en urðu fljótlega ástfangin og eru nú öllum stundum saman. Lowe verður líka að þola það að njósnarar frá FBI fylgist með honum. Fjölskylda og vinir Robs Lowe óttast að þetta ástasamband geti orðið honum dýrt spaug, - ekki síður en ævintýrið með Stephanie prinsessu frá Monakó, en hún töfraði hann frá Melissu Gilbert, gamalli kærustu Robs sem hann ætlaði að fara að ganga í hjónaband með. En eftir prinsessuævintýrið varð ekkert úr því. En fjölskylda og vinir Fawn Hall eru ekki síður á móti þessu ásta- sambandi fyrir hennar hönd. Hún lifir nú „ljúfa lífinu" í Hollywood með leikurum og frægðarfólki, en Fawn hafði mikinn áhuga á að komast að sem fréttamaður og þulur í sjónvarpi og var sóst eftir henni frá ýmsum sjónvarpsstöðv- um. Vinum hennar finnst hún vera að missa af því tækifæri nú. - En þau eru innilega ástfangin, segir einn vinur þeirra beggja, og ekki sjáanlegt annað en samband þeirra verði stöðugt innilegra, - þrátt fyrir andstöðu fjölskyldna þeirra og vina. Þetta er næstum eins og nútíma-útgáfa af Rómeó og Júlíu, - en vonandi verður endirinn gleðilegri á ástasambandi Robs og Fawn en hinna fornu elskenda. Fawn og Rob eru sífellt undir smásjá lcynilögreglu eða þá Ijósmyndara. „Hún er gangandi tölva full af ríkisleyndarmálum," segja ráðamenn í Hvíta húsinu, og vilja vita allt um hvaða fólk Fawn Hall umgengst Elskendur með FBI áhælunum Hárin mér á höfði rísa...“ - eða „Frístæl-keppni í New York“ Við höfum séð margar skrýtnar og skemmtilegar hárgreiðslur hjá hárgreiðstufólkinu á íslandi í „Frístælkeppni“. Nú hefur okkur borist blað frá Bandaríkjunum, þar sem eru myndir frá hárgreiðslusýningu á Javits Convention Center í New York. Þar má sjá margar sérkenni- legar greiðslur. Áhorfendur voru svolítið tor- tryggnir á það að þetta yrði vinsæl hártíska í framtíðinni, - en einn eiginmaður sem hafði býsnast yfir fáránlegum greiðslum, bætti við brosandi:“ En þá þarf maður ekki að kaupa rándýra hatta handa konunni.“ Þetta þótti okkur á Spegli Tím- ans dálítið gamaldags athugasemd, því að nú til dags er það eðlilegast, að vilji kona fá sér hatt, - þá kaupi hún sér hatt. Þessar þrjár vöktu mikla aðdáun. „Hver myndhöggvari gæti verið stoltur af þeim sem fallegum myndastyttum,“ sagði ljósmyndarinn „Falleg klipping og skemmtileg lokkalilun," var sagt um þessa fyrirsætu, en indíána-stríðsmáln- ingin þótti ekki klæðileg Glókollan með hrokknu lokkana sér bara með öðru auganu Við höfum heyrt um hann „Spi- derman" eða Kóngulóarmanninn, - en héma kemur kærastan hans!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.