Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminrv Þriöjudagur 10. maí 1988 DAGBÓK IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Ármann Helgason Tónleikar Tónlistarskólans: Einleikarapróf klarinettleikara í Norræna húsinu Þriðjudaginn 10. maí eru einleikara- prófstónleikar í Norræna húsinu og hefj- ast þeir kl. 20:30. Ármann Helgason , klarinettleikari flytur verk eftir C.M. von Weber, Debussy, Alan Hovhaness, Arth- ur Benjamin, Alban Berg og Brahms. Vilhelmína Ólafsdóttir leikur með á pí- anó. Tónleikarnir eru síðari hluti einleik- araprófs Ármanns frá skólanum. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Námsstefna um Parkinsonveiki eldra fólks í dag, þriðjudaginn 10. maí, verður haldin námsstefna í ráðstefnusal Hótels Loftleiða á vegum Öldrunarfræðafélags íslands. Efni námsstefnunnar er Parkinsonveiki cldra fólks. Fyrirlesarar verða Sverrir Bergmann læknir, Jón Eyjólfur Jónsson læknir, Ingimar Guðmundsson sjúkra- þjálfari, Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir iðju- þjálfi og Olöf Björnsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Námsstefnan hefst kl. 13:30 og henni lýkurkl. 17:00. Innritun hefst kl. 13:00 og er námsstefnugjald kr. 500. Öllum er hcimil þátttaka. Stjómin Aðalfundur Alliance Francaise Árlegur aðalfundur Alliance Francaise verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl. 20:30 á Franska bókasafninu, Vesturgötu 2 (bakdyramegin). Félagar ’88 eru eindregið hvattir til að mæta. Venjuleg aðalfundarstörf og kosin ný stjórn. Næst... Auglýsingastofa • Tólvusetning í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu Næst..Auglýsingastofu - Tölvusetningu segir að fyrirtækið „opni nýja möguleika í útgáfu." Talsmenn fyrirtækisins segja, að tekin hafi verið í notkun Linotronic setningar- vél, sem tengist beint við Macintosh einkatölvur og bráðlega tengist einnig IBM samhæfðum tölvum. Viðskiptavinir geti þá komið með verk, Félag eldri borgara Ópið hús að Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, þriðjudaginn 10. maí. Kl. 14:00- Félagsvist. Kl. 17:00-Söngæf- ing. Pennavinur: Ungur Nigeríubúi biður íslendinga um hjálp Blaðinu hefur borist bréf frá 23 ára Nígeríubúa, sem hefur fyrir nokkru lokið skólagöngu upp að háskóla (University), en getur ekki haldið áfram námi sökum fátæktar. Honum hefur ekki heldur tekist að fá vinnu, þar sem mikið atvinnuleysi er í landi hans. Hann hefur mikinn áhuga á íslandi og langar til að komast til Islands og læra málið hér á landi. Hann spyr, hvort nokkur stofnun eða góðgerðastofnun gæti styrkt sig til náms á Islandi. Sylvanus, en það er nafn piltsins, biður íslendinga að skrifa sér, svo hann fái meira að vita um land og þjóð. Bréfið frá honum er vel skrifað á góðri ensku. Nafn og heimilisfang unga mannsins er: SYLVANUS AMIEKHAME, c« D. Abiri, P.O.Box 813, Warrí, Bendel State, Nigeria West Africa sem þeir hafa unnið á tölvu, á diski og fengið þau sett á pappír eða filmu. Fyrirtækið er til húsa að Laugavegi 61-63 í Reykjavík, símar 10799 og 623135. Þessi nýja þjónusta er talin henta vel auglýsingastofum, bókaútgáfum og öðr- um fyrirtækjum sem vilja og þurfa að gefa út upplýsingar og annað efni fyrir við- skiptavini stna. Næst býður einnig alla þjónustu við uppsetningu og útlitshönnun fyrir þá sem ekki hafa tök á að setja efni upp sjálfir. Helgarnámskeið í JÓGA Helgina 14.-15. maí verður haldið helgarnámskeið í jóga fyrir byrjendur. Kynnt verður hugleiðsla með aðstoð möntru, líkamlegt jóga (asanas) og jóga- heimspeki. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist innsýn í iðkun jóga auk þess að fá hagnýta kennslu í iðkun hugleiðslu. Leiðbeinandi í námskeiðinu, sem skipulagt er af Samtökum Prátista, verður jóginn ac. Vigjaneshvarananda. Nám- skeiðiðstendurfrákl. 10:00 til 16.00 bæði laugardag og sunnudag og verður haldið að Bragagötu 26A í Reykjavík. Innritun og upplýsingar í síma: 23022 og 46821. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík minnir á að Bandalag kvenna í Reykjavík gengst fyrir hreinsun á gróðurreitnum við Suðurlandsbraut kl. 17.00 þriðjudaginn 10. maí. Að þeim störfum loknum er boðið til vorvöku sem haldin verður austan Hellisheiðar. B.K.R. sér fyrir akstri en þátttakendur sjá sér fyrir nesti. Boðið verður upp á glens og gaman. Gert er ráð fyrir að koma í bæinn kl. 23-24 og lýkur ferðinni að Hallveigarstöðum. Þátttöku skal tilkynna í síma 33675 Stella og 23352 Þórey. Ferðakostnaði verður í hóf stillt. Hafið með vinnuföt, skjólflíkur og teppi. Með von um góðar undirtektir. Formaður Valgerður Guðni Borgfirðingar - Borgfirðingar Framsóknarfélag Borgarness efnir til almenns borgarafundar um byggðamál, sem haldinn verður miðvikudaginn 11. maí í Samkomu- húsinu í Borgarnesi kl. 20.30. Frummælendur alþingismennirnir Valgerður Sverrisdóttir og Guðni Ágústsson. Dagskrá: 1. Ræður framsögumanna. 2. Fyrirspurnir og almennar umræður. Allir velkomnir. Framsóknarfélagið í Borgarnesi N0RRÆN MENNINGARRÁÐSTEFNA „Lífgandi menning” (kultur sem ger lif) er yfirskrift ráðstefnu sem Antró- pósófíska félagið í Svíþjóð býður til í sumar. Ráðstefnuhaldið fer einkum fram á Rudolf Steiner-seminaríinu í Járna og stendur yfir í 3 vikur, frá 17. júlí til 5. Til umræðu verða framtíðarleiðir f samfélaginu, á hvern hátt verði snúist til baráttu með Iífinu. Meðal ræðumanna verður fólk frá Norðurlöndunum sem starfar að menningar- og náttúruverndar- málum má þar nefna forstöðumenn Rauða krossins í Svíþjóð og umhverfis- málaráðherra Dana. Kostur gefst á að kynnast starfí antrópósófa og þeirri lífs- sýn sem þar býr að baki. Heimsóknir verða í stofnanir og fyrir- tæki, sýningar, tónleikar og fleira á döf- inni. Ráðstefnan er öllum opin, dagskrá og nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum Rudolf Steinerseminariet, 15300 Járna. Nýr styrkur á vegum Fulbrightstofnunarinnar Fulbrightstofnunin veitir íslendingum árlega styrki til framhaldsnáms og rann- sókna í Bandaríkjunum. Nú hefur verið ákveðið að veita í fyrsta sinn ferðastyrk til fræðimanns með dokt- ors gráðu, að upphæð $1.000. Styrkurinn er ætlaður fyrir tímabilið 1.7. ’88 til 1. 7. ’89. Umsækjendur þurfa að hafa fengið rannsóknaraðstöðu við bandaríska mennta- eða rannsóknastofnun. Umsóknir ásamt staðfestingu á rann- sóknaraðstöðu skulu berast Fulbright- stofnuninni fyrir 14. júní 1988. Um- sóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu stofnunarinnar að Laugavegi 59 milli kl. 13:00 og 16:00 alla virka daga. Minningarsjóður Einars á Einarsstöðum Vinir Einars á Einarsstöðum stofnuðu minningarsjóð um hann nýlátinn. Þeir benda á þann sjóð til áheita fyrir þá sem vilja heiðra minningu hans og styrkja eftirlifandi konu hans. Sjóðurinn er varðveittur við Útibú Landsbanka Íslands á Húsavík og er nr. 5460. ÁRBÆJARAPÓTEK Árbæjarapótek er opið virka daga kl. 09:00-18:00 og á laugardögum kl. 09:00- 17:00 Guðrún Pálína og Joris sýna í Gamla Lundi á Akureyri Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Joris Rademaker hafa opnað myndlistar- sýningu í Gamla Lundi á Ákureyri. Sýningin er opin daglega frá kl. 16:00 til kl. 21:00 til og með 15. maí. Guðrún Pálína er fædd á Akureyri og hefur stundað myndlistamám í Hollandi síðan 1982, en Joris er hollenskur mynd- listarmaður. Þau hafa bæði tekið þátt í sýningum í Hollandi á síðustu árum. lllllllllll ÚTVARP/SJÓNVARP llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Þriðjudagur 10. maí 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Karl Sigurbjörnsson flytur. 7.00 Fróttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fróttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fróttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Sagan af þver- lynda Kalla“ eftir Ingrid Sjöstrand. Guðrún Guðlaugsdóttir les þýðingu sína (7). 9.30 Dagmál. Umsjón: Sigrún Bjömsdóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Fréttayfirlit. Tónlist. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfróttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Framhaldsskólar. Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. (Einnig útvarpað nk. þriðjudagskvöld kl. 20.40). 13.35 Miðdegissagan: „Sagan af Winnie Mand- ela“ eftir Nancy Harrison. Gylfi Pálsson les þýðingu sína (11). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Djassþáttur. Umsjón: Jón Múli Árnason. (Endurtekinn þáttur frá miðvikudagskvöldi). 15.00 Fréttir. 15.03 Þingfréttlr. 15.20 Landpósturinn-Frá Vesturlandi. Umsjón: Ásþór Helgason. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Ævintýradagur Barnaút- varpsins. Lesið úr arabíska ævintýrasafninu „Þúsund og ein nótt“. Umsjón: Vernharður Linnet og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fróttir. 17.03 Sinfónía nr. 1 í E-dúr op. 26 eftir Alexand- er Scriabin. Hljómsveitin Fíladelfía leikur; Ricc- ardo Muti stjórnar. (lokaþættinum syngja Stef- ania Toczyska messósópran, Michael Myers tenór og kór Dómkirkjunnar í Westminster. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið - Byggðamál. Umsjón: Þórir Jökull Þorsteinsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Glugginn-Leikhús. Umsjón:ÞorgeirÓlafs- son. 20.00 Kirkjutónlist. T rausti ÞórSverrissonkynnir. 20.40 Börn og umhverfi. Umsjón: Ásdís Skúla- dóttir. (Endurtekinn þáttur frá fimmtudegi). 21.10 FRÆÐSLUVARP: Þáttur Kennaraháskóla íslands um íslenskt mál og bókmenntir. Sjöundi og síðasti þáttur: Áherslur, óskýrmæli o.fl., síðari hluti. Umsjón: Margrét Pálsdóttir. 21.30 Útvarpssagan: „Sonurinn" eftir Sigbjörn Hölmebakk. Sigurður Gunnarsson þýddi. Jón Júlíusson les (8). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Leikrit: „Kontóriognið" eftir Klemenz Jónss byggt á samnefndri sögu eftir Guð- mund Gíslason Hagalín. Útvarpsleikgerö samdi Klemenz Jónsson. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Leikendur: Arnór Benónýsson, Steindór Hjörleifsson, Guðmundur Ólafsson, Eyvindur Erlendsson, Hjálmar Hjálmarsson, Helgi Björnsson, Kjartan Bjargmundsson, Þór Túliníus, Róbert Arnfinnsson og Ragnheiður Arnardóttir. (Endurtekið frá laugardegi). 23.00 íslensk tónlist. a. „Ðerging" eftir Atla Ing- ólfsson. Martial Nardeau leikur á flautu en áður flytur höfundurinn samnefnt Ijóð sitt „Berging". b. „Þrenning" eftir Misti Þorkelsdóttur. Jón Aðalsteinn Þorgeirsson leikur á klarínettu, Arn- þór Jónsson á selló og Þóra Fríða Sæmunds- dóttir á píanó. c. „Oktett“ eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Bryndís Pálsdóttir leikur á fiðlu, örnóffur Kristjánsson á selló, Hávarður Tryggvason ákontrabassa, Hallfríður Ólafsdótt- ir á flautu, Ármann Helgason á klarínettu, Kristín Mjöll Jakobsdóttir á fagott, Vilborg Jóns- dóttir á básúnu og Hákon Leifsson á franskt horn. d. „Torrek" fyrir hljómsveit eftir Hauk Tómasson. íslenska hljómsveitin leikur; Guð- mundur Emilsson stjórnar. e. Víólukonsert eftir Áskel Másson. Unnur Sveinbjarnardóttir leikur á víólu með Sinfóníuhljómveit Islands; Jean- Pierre Jacquillat stjórnar. 24.00 Fróttir. 24.10 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpíð. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00 og 9.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarardagblað- anna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Fregnir af veðri, umferð og færð og litið í blöðin. Viðtöl og pistlar utan af landi og frá útlöndum og morgun- tónlist við allra hæfi. 10.05 Miðmorgunssyrpa. M.a. verða leikin þrjú uppáhaldslög eins eðafleiri hlustenda sem sent hafa Miðmorgunssyrpu póstkort með nöfnum laganna. Umsjón: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: RósaGuðný Þórsdótt- ir. 16.03 Dagskrá. Flutt skýrsla dagsins um stjómmál, menningu og listir og það sem landsmenn hafa fyrir stafni. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Bláar nótur. Djass og blús. 23.00 Af fingrum fram. - Eva Albertsdóttir. 24.10 Vökudraumar. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verðurendurtekinnfrá föstudegi þátturinn „Ljúfl- ingslög" í umsjáSvanhildar Jakobsdóttur. Frétt- ir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veður- fregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP A RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðlsútvarp Norðurlands SJÓNVARPIÐ Þriðjudagur 10. maí 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Bangsi besta skinn 17. þáttur (The Advent- ures of Teddy Ruxpin) Breskur teiknimynda- flokkur um Bangsa og vini hans. Leikraddir: örn Árnason. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 19.25 Poppkom. Endursýndur þáttur. Umsjón: Steingrímur Ólafsson. Samsetning: Ásgrímur Sverrisson. 19.50 Landið þitt ísland - Endursýndur þáttur frá 23. apríl sl. 20.00 Fréttir og veður 20.35 öldin kennd við Ameríku - Lokaþáttur - (American Century) Kanadískur myndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. Þulur ásamt honum er Þuríður Magnúsdóttir. 21.30 Heimsveldi h/f (Empire, Inc.) - Fimmti þáttur - Of stór til að gráta. Kanadískur myndaflokkur í sex þáttum. Leikstjórar: Denys Arcand og Douglas Jackson. Aðalhlutverk Kenneth Welsh, Martha Henry, Jennifer Dale, Joseph Ziegler og Peter Dvorsky. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.20 Dönsku þingkosningarnar - Bein útsend- ing frá Kristjánsborgarhöll. Úrslit og fyrstu brögð stjórnmálamanna varðandi stjórnarsam- starf. Umsjónarmaður ögmundur Jónasson. 22.40 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. Þriðjudagur 10. maí 16.35 Apaspil. Monkey Business. Marilyn Monroe leikur sitt fyrsta hlutverk í þessari léttu gaman- mynd. Uppfinningamaður býr til yngingarlyf sem fyrir slysni blandast út í vatnsgeymi. Aðalhlutverk: Gary Grant, Ginger Rogers, Char- les Coburn og Marilyn Monroe. Leikstjóri How- ard Hawks. Framleiðandi: Sol C. Siegel. Þýð- andi: Gunnar Þorsteinsson. 20th Century Fox 1952. Sýningartími 95 mín. 18.10 Denni dæmalausi. Teiknimynd. Þýðandi: Bergdís Ellertsdóttir. 18.30 Panorama. Fréttaskýringaþáttur frá BBC. Umsjón: Þórir Guðmundsson. 19.1919:19. Klukkustundar langur þáttur með fréttum og fréttaumfjöllun. ___________________ 20.30 Aftur til Gulleyjar RetumtoTreasure Island. Framhaldsmynd fyrir alla fjölskylduna. 6. hluti af 10. Aðalhlutverk: Brian Blessed og Christopher Guard. Leikstjóri: Piers Haggard. Framleiðandi: Alan Clayton. Þýðandi: Eiríkur Brynjólfsson. HTV. 21.25 íþróttir á þriðjudegi. Blandaður íþróttaþátt- ur með efni úr ýmsum áttum. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 22.25 Hunter Leynilögreglumaðurinn Hunter og samstarfskona hans Dee Dee MacCall lenda í slæmum málum. Þýðandi: Ingunn Ingólfsdóttir. Lorimar. 23.10 Saga á síðkvöldi ArmchairThrillers. Morðin í Chelsea The Chelsea Murders. Framhalds- mynd um dularfull morð sem framin eru í Chelsea í London. 2. hluti af 6. Aðalhlutverk: Dave King, Anthony Carrick og Christopher Bramwell. Leikstjóri: Derek Bennett. Framleið- andi: Joan Rodker. Þýðandi: Ágústa Axelsdóttir. Thames Television. 22.35 Fóstbræðurnir. Brotherhood of Justice. Glæpamenn ráða ríkjum í smábæ nokkrum þar til nokkur ungmenni þola ekki við lengur og veita þeim viðnám. Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Lori Loughlin, Kiefer Sutherland og Joe Spano. Leikstjóm: Charies Braverman. Þýðandi: Bjöm Baldursson. Phoenix Entertainment. Sýningar- tími 95 mín. Ekki við hæfi bama. 01.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.