Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 10. maí 1988 Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Kópavogskaup- staðar 1982-2003 Hér með er auglýst breyting á Aðalskipulagi Kópavogskaupstaðar 1982-2003, samkvæmt heimild skipulagsstjórnar ríkisins með stoð í 17. og 18. grein laga nr. 19/1964 með áorðnum breytingum. Breytingarnar felast í því að reitur við Nýbýlaveg að Hjallabrekku og Laufbrekku sem ætlaður var fyrir íbúðarbyggð og trjágarð fær breytt afnot þannig að vesturhluti hans nýtist fyrir atvinnustarf- semi en austurhlutinn verði trjágarður. Jafnframt breytast götutengsl í samræmi við þessa breyt- ingu. Uppdrættir af þessari breytingu verða til sýnis á Tæknideild Kópavogs næstu sex vikur frá dag- setningu þessarar auglýsingar. Þar verða einnig gefnar frekari skýringar á framan greindum breyt- ingum, ef þurfa þykir. Athugasemdir þurfa að berast bæjarstjórn Kópa- vogs innan átta vikna (fyrir 29. júní 1988). Kópavogi 6. maí 1988 Skipulagsstjóri Kópavogs FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða reynds aðstoðarlæknis við Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júlí 1988 til 6 mánaða. Umsóknarfrestur er til 15. júní n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni, en nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, Sigmundur Sigfússon, í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri A Frá Tónlistar- skóla Kópa- AjX vogs Kammertónleikar í Kópavogskirkju miðvikudaginn 11. maí kl. 20.30. Allir velkomnir. Skólastjóri Laus staða Við lagadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar tímabundin lektorsstaða í lögfræði. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 6. júní n.k. Menntamálaráðuneytið 6. maí 1988 Frá Menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Framhaldsskólann á Húsavík er laus til umsóknar staða skólameistara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní n.k. Menntamálaráðuneytið Síldarsöltun á síðustu vertíð: Mesta söltun frá árinu ’75 Síldarútvegsnefnd hefur nú gefið út upplýsingar um síldarsöltun á síðustu vertíð, og kemur þar fram að á vertíðinni voru saltaðar 289.640 tunnur, sem er meiri söltun en nokkru sinni fyrr í sögu Suðurlands- síldarinnar. Saltað var á 43 stöðvum á 19 höfnum. Eskifjörður var hæsti sölt- unarstaðurinn, en þar voru saltaðar 49.987 tunnur á 7 stöðvum. Þá leiðréttir Síldarútvegsnefnd þann misskilning sem upp hefur komið að söltun sé nú aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem gerðist í „gamla daga“. Staðreyndin er sú að söltun síðustu vertíðar var um 60% meiri en meðalsöltun á Norðurlands- síldinni, frá því að Síldarútvegs- nefnd tók til starfa 1935 og þar til Norðurlandssíldin hvarf seint á sjö- unda áratugnum. Á síðustu vertíð, var mest saltað vikuna 1.-7. nóvember, en þá var saltað í 81.783 tunnur. Vikuna á undan var saltað í 34.414 tunnur og vikuna á eftir í 36.899 tunnur. Söltun stóð yfir frá 8. október til 23. janúar. Á árinu 1986 var saltað í 278.252 tunnur, 1985 í 258.698 tunnur, 1984 í 253.782 og 1983 í 245.552 tunnur. Vert er að benda á að söltun og sala er óvenjumikii miðað við að saltsíld- arneysla í heiminum í dag er aðeins brot af því sem hún var áður fyrr. -SÓL ÞÚS. TUNNUR 300 — ÁRLEG MEÐALSÖLTUN NORDANLANDS OG AUSTAN 1935-1969 SÖLTUN SUÐURLANDSSÍLDAR 1975-1987 Ráöstefna Verkfræöinqafélaqs íslands: Hálendisvegir munu auka náttúruvernd „Ueró uþþhleýptra vegá“á hálend- inu á aðalleiðum um hálendið myndu draga mjög úr akstri utan vega og þá um leið úr jarðraski sem víða er því miður enn of algeng sjón,“ sagði Porleifur Einarsson, jarðfræðingur, á ráðstefnu Verk- fræðingafélags íslands um hálend- isvegi framtíðarinnar. Sagði Þorleif- ur einnig að frá umhverfissjónarmiði væru góðir vegir, greiðfærar slóðir og vel búnar þjónustu- og tjaldmið- stöðvar í hálendisbrúninni, nauð- synjamál og myndu vafalaust stuðla að bættri umgengni og náttúruvernd á hálendinu. Mikið var um stórar og bjartar framtíðarhugmyndir um lagningu hálendisvega. Fyrsta stóra hug- myndin gengur út á að leggja veg frá Sigöldu, meðfram Fjórðungsvatni, niður Bleiksmýrardrög og niður í Bárðardal. Þaðan er hugmyndin að leggja veg yfir Gönguskarð og niður Garðsárdal og Eyjafjörð. Einnig er verið að ræða þá hugmynd að leggja veg milli Akureyrar og Egilsstaða. Yrðu þá gatnamótin við Sprengis- andslínu við Suðurárhraun, en það- an lægi hann framhjá Herðubreið, yfir Jökulsá á Fjöllum sunnan Arnar- dalsöldu og Jökulsá á Brú rétt norð- an við Eiríksstaði, niður á Fljótsdal. Miklar upplýsingar komu fram um veðurfar, vegarstæði og land- fræðilegar aðstæður. Rætt var um vegargerð er kostaði frá milljón á km og upp í rándýrar hraðbrautir. Á ráðstefnunni kom fram að trúlega yrði ekki hægt að halda Sprengis- andslínu opinni nema hálft árið með góðu móti. Verið að ganga frá samningum um stórhátíð um verslunarmannahelgina: TotoáMelgerðismelum? Akureyska fyrirtækið Fjör hf. er nú að leggja lokahönd á samninga við bandarísku rokksveitina Toto um að leika á tónleikum á Melgerðis- melum um verslunarmannahelgina. Auk þess er búið að ganga frá samningi við færeysku hljómsveitina Viking Band og unnið er að því að fá Skriðjöklana, Sálina hans Jóns míns, Stuðkompaníið og Snigla- bandið til að spila á hátíðinni. Þessar upplýsingar komu fram í Degi nýverið og er haft eftir Guð- mundi Ómari Péturssyni hjá Fjör hf., að nær öruggt sé með Toto, en aðeins eigi eftir að skrifa undir samninga. Gert er ráð fyrir að með- iimir sveitarinnar komi í beinu þotu- flugi til Akureyrar. Reynt var að fá fleiri þekkta listamenn á hátíðina, eins og Micha- el Jackson, Bruce Springsteen og Huey Lewis and the News, en það dæmi gekk ekki upp. Eins og gefur að skilja, veltir svona fyrirtæki milljónum og því nokkuð ljóst að ef af þessari hátíð verður, þá verður nokkuð stór hópur manna að mæta á hátíðina. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.