Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 10. maí 1988 Tíminn 13 FRÉTTAYFIRUT LONDON - Verö franskra 1 hlutabréfa á veröbréfamörkuö- um í London hækkuöu þrátt fyrirsigur Mitterrands í forseta- kosningunum í Frakklandi á sunnudag. Verðbréfasalar og fréttaskýrendur segja aö kaup- sýslumenn telji öruggt aö ný stjórn miðjumanna og sósíal- ista muni halda efnahags- ástandi í Frakklandi í jafnvægi. NOUEMA, NÝJU KALE- DONÍU - Svekktir hvítir land- nemar í Kaledóníu sögðu að endurkjör Mitterrands sem forseti Frakklands myndi ýta undir skæruhernaö aðskilnaö- arsinna Kanaka og veröa til þess aö öngþveiti og óöryggi skapist í þessari frönsku ný- lendu. Leiðtogar sjálfstæðis- sinna Kanaka, sem sniðgengu frönsku forsetakosningarnar, fögnuöu því aö Mitterrand var endurkjörinn og sögöu sigur Mitterrands síðasta hálmstráið til að koma í veg fyrir meiri blóösúthellingar. Á síðustu tveimur vikum hafa tuttugu og átta látist í átökum á Nýju Kaledoníu. JÓHANNESARBORG- Utanríkisráðherra Suður-Afr- íku, Pik Botha, mun halda til Kongó í þessari viku og ræöa viö angólska ráðamenn um brottflutning kúbanskra her- manna frá Angóla. Fundurinn sem haldinn er í kjölfar frið- arviðræðna í London í síðustu viku verður haldinn í Brazza- ville á fimmtudag og föstudag. MOSKVA - Lögreglan í .Moskvu tók nítján sovéska borgara höndum í kjölfar fund- ar þar sem lýst var yfir stofnun nýs stjórnmálaflokks í Sovét- ríkjunum. JERÚSALEM - Hinn bandaríski palestínumaður Mubarak Awad sem hvatt hef- ur Palestínumenn á hernumdu svæðunum að berjast friðsam- lega gegn ofríki (sraelsmanna, mun dvelja í fangelsi þar til Hæstiréttur ísrael kveður endanlega upp úr hvort löglegt sé að vísa honum úr landi eður ei. Hæstiréttur kom í veg fyrir að Awad væri vikið úr landi þar sem ekki var Ijóst hvort ríkis- stjórn ísrael hefði rétt til að gera hann útlægan. Endanleg- ur úrskurður mun liggja fyrir 23.maí. CHANDIGARH, IND- LAND - Indverskur lögreglu- foringi særðist þegar vopnaðir shíkar og öryggissveitir lög- reglunnar skiptust á skotum í Gullna hofinu í Amritsar, heil- agasta stað shíka á Indlandi. UTLÖND 11: ll!Pí!lli Úrslit forsetakosninganna í Frakklandi munu breyta ásjónu franskra stjórnmála: Francois Mitterrana Frakklandsforseti Sigur Francois Mitterands í frönsku forsetakosningunum á sunnudaginn mun að öllum líkindum gjörbreyta ásjónu franskra stjórn- mála í framtíðinni. í stað nokkuð sterkrar skiptingar milli hægri og vinstri eru mestar líkur á að miðju- pólitík verði ráðandi í frönskum stjórnmálum á næstunni. Francois Mitterrand var endur- kjörinn forseti Frakklands með yfir- burðum og er hann fyrsti forseti fimmta lýðveldisins í Frakklandi sem situr í forsetaembætti tvö kjörtíma- bil í röð. Mitterrand hlaut 54% atkvæða en Jacques Chirac forsætis- ráðherra hlaut 46%. Búist var við að Chirac myndi biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína strax í gær og að Mitterrand útnefni nýja ríkisstjórn strax í dag. Chirac mun hverfa til starfa sinna sem borgarstjóri Parísar með það mesta afhroð sem franskir hægri menn hafa hlotið í þrjátíu ár á Sósíalistinn Francois Mitterrand var endurkjörinn forseti Frakklands á sunnudag. Líkur eru á að sigur hans muni verða til þess að grundvallarbreyting verði á frönskum stjómmálum. bakinu. í stað þess að halla sér að komm- únistum eins og Mitterrand gerði þegar hann var kjörinn forseti 1981 hefur Mitterrand nú nálgast miðju stjórnmála, enda er ljóst að stór hluti kjósenda hans nú er franskt miðjufólk. Líklegast er talið að Mitt- errand skipi Michel Rocard forsætis- ráherra, en Rocard telst til hægri vængs franska sósíalistaflokksins og er því kjörinn til að leiða samsteypu- stjórn sósíalista og miðjumanna í Frakklandi. Ummæli franskra miðjumanna í kjölfar glæsilegs sig- urs Mitterrands benda einmitt til þess að þeir séu reiðubúnir í sam- steypustjórn með sósíalistum. Allar líkur eru til þess að Mitter- rand geti skipað nýja stjórn án þess að boða til nýrra kosninga því ríkis- stjórn Chiracs sem skipuð var hægri- mönnum og miðjumönnum hafði aðeins fjögurra þingsæta meirihluta. í>ví þurfa ekki margir miðjumenn að ganga til liðs við Mitterrand svo ný ríkisstjórn sósíalista og miðjumanna hafi meirihluta í þinginu. Hins vegar sýnir skoðanakönnun sem gerð var í gær að meirihluti franskra kjósenda vill að Mitterrand rjúfi þing og boði strax til kosninga. Bendir allt til þess að sósíalistar myndu auka mjög fylgi sitt í þeim kosningum, en eins er víst að hin öfgafulla hægrisinnaða Þjóðernis- fylking Le Pens myndi stórauka fylgi sitt í þeim kosningum, en Le Pen hlaut 15% atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna. Reyndar telur Le Pen sig nú ótvíræðan leiðtoga franskra hægrimanna og sagði að úrslit kosninganna sýndu að franskir hægrimenn væru heimskustu hægri menn í heimi þar sem þeir gátu ekki komið sér saman um einn forseta- frambjóðanda. Kjarnorku- kosningar í Danmörku f dag ganga Danir að kjörborðinu og kjósa sér nýtt þing. Má segja að þessar kosningar séu kjarnorku- kosningar því Poul Schlúter rauf þing og boðaði kosningar eftir að danska þingið samþykkti að öllum herskipum sem í danska höfn halda skuli fá orðsendingu um að Danir vilji ekki kjamorkuvopn á sínu yfir- ráðasvæði á friðartímum. Poul Schlúter og aðrir danskir hægri menn telja að orðsending þessi skaði stöðu Danmerkur innan Nato. Bandaríkjamenn og Bretar hafa verið iðnir við að taka undir með forsætisráðherra Dana og hafa aflýst öllum herskipaheimsóknum til Danmerkur fram yfir kosningar og jafnvel lengur ef vinstri flokkarnir ná meirihluta og halda stefnu sinni til streitu. Ekki er talið að kosningarnar breyti miklu um samsetningu danska þingsins. Frá því í síðustu kosning- um sem fram fóru fyrir níu mánuð- um misstu hægri flokkamir meiri- hluta sinn, en vinstri flokkarnir náðu ekki nægilegum styrk til að mynda rfkisstjórn. Því ríkti Schlúter áfram með því að mynda minnihlutastjórn hægri og miðflokka. Schlúter vonast þó til að borgaraflokkarnir nái aftur hreinum meirihluta í kosningunum í dag svo hann geti stjórnað án þess að treysta á hlutleysi Radikal venstre sem varið hefur stjórnina vantrausti. Kosningaplakat ungra sósíal- demókrata lýsir í hnotskum hvað tekist er á um í þingkosningunum sem fram fara í Danmörku í dag. Það er afstaðan til kjamorkuvopna og hvernig Danir eigi að starfa innan NATO. UMSJÓN: Hallur Magnússon BLAÐAMAÐUR Verkföll breiðast úttil Varsjár „Það er ekkert frelsi án Sam- stöðu“ er slagorð verkfallsmann- anna í Lenín skipasmíðastöðinni í Gdansk, en þeir höfnuðu á sunnudag boði yfirvalda um sex- tánhundmð króna kauphækkun, niðurfellingu saka vegna ólöglegs verkfalls og að þeir verkamenn sem reknir hafa verið vegna stjómmálaskoðana yrðu endur- ráðnir. Pólsk yfirvöld vildu hins vegar ekki viðurkenna lögmæti verkalýðssamtakanna Samstöðu svo nú virðast samningaviðræður úr sögunni í bili. Verkföllin í Póllandi náðu í gær til Varsjár í fyrsta skipti í þessari verkfallslotu sem varað hefur í hálfan mánuð. Þá lögðu verkamenn í Úrsus verksmiðjun- um niður vinnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.