Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 10. maí 1988 Aðalfundur Kaupfélags Hvammsfjarðar í Búöardal í gær: Stofnað hlutafélag um rekstur afurðastöðvar Tæplega 21 milljónar króna tap varð á rekstri Kaupfélags Hvammsfjarðar á sl. ári. Vaxtatekjur námu 19 milljónum en vaxtagjöld voru rúmar 63 milljónir. Vaxtagjöld hækkuðu um 77% frá árinu 1986 til ársins 1987. Þetta kom fram á aðalfundi kaupfélagsins, sem haldinn var í Búðardal í gær. Langtímalán kaupfélagsins voru um áramót 31 milljón króna en skammtímalán 329 milljónir. Eigið fé fyrirtækisins er nú neikvætt um rúmar 23 milljónir. Ólafur Sveinsson, kaupfélags- stjóri, sagði að ástæða númer eitt, tvö og þrjú fyrir taprekstri á síðasta ári væri gífurlegur vaxtakostnaður. „Raunasaga fyrirtækisins er auð- vitað löng. Það hefur átt í erfiðleik- um í nokkur undanfarin ár. Á sl. ári breyttist fjármagnskostnaður til hins verra og kaupfélagið var í vaskilum alla daga ársins vegna fjármögnunar á sauðfjárafurðum. Áfurðareikningur sem slíkur er gífurlega stór baggi á öllum slátur- leyfishöfum," sagði Ólafur. Að- spurður sagði hann að ekki mætti tengja erfiðleika kaupfélagsins við miklar fjárfestingar fyrirtækisins á undanförnum árum. „Ég bendi á að langtímalán kaupfélagsins eru ekki nema um 31 milljón króna. Þar af leiðandi getur hér ekki verið um að ræða fjárfestingarfyllerí Jóns Baldvins," sagði Ólafur. Nú þegar hefur verið gripið til niðurskurðarhnífsins sem svar við versnandi afkomu. Matvöruversl- un félagsins í Stykkishólmi var lögð niður um áramót og öllum starfsmönnum trésmíðaverk- stæðisins í Búðardal, 15-17 að tölu, var sagt upp störfum um síðustu mánaðamót. Ólafur sagðist búast við fleiri samdráttaraðgerðum á næstunni. Hann nefndi að trúlega yrði byggingaröruverslun kaupfé- lagsins í Stykkishólmi lögð niður innan tíðar. Þrátt fyrir að kaupfélagið hafi hætt rekstri trésmíðaverkstæðisins, er ekki enn ljóst hvort starfsemi þess líður endanlega undir lok. „Við höfum boðið starfsmönnun- um upp á að selja þeim reksturinn og leigja fasteignina. Þannig að ef menn sjá einhverja vitglóru í því að halda áfram og standa að þessu sjálfir, þá hafa þeir möguleika á því,“ sagði Ólafur. Á aðalfundinum í gær samþykkt að taka afurðastöðina út úr rekstri kaupfélagsins og gera hana að hlutafélagi. Þegar hefur verið leit- að til fjölmargra aðila, innan sem utan héraðs, um rekstur afurða- stöðvarinnar. Ólafur sagði heima- menn hafa tekið mun betur í þessa hugmynd en hann hefði þorað að vona. Hann vildi aðspurður ekki tjá sig um þá utanaðkomandi aðila sem óskað hefur verið eftir að legðu hlutafé í rekstur afurða- stöðvarinnar. „Ef tekst að stofiia öflugt hlutafélag í kringum rekstur af- urðastöðvarinnar, yrði kaupfélagið á eftir með lítið annað en verslun- arrekstur á sinni könnu,“ sagði Ólafur Sveinsson. ÓÞH Gunnlaugur Helgason flugmaður, sitjandi á vinstri væng TF-TÚN, tekur við borðveifunni að launum fyrir átta daga vel heppnað ferjuflug frá Texas. Vélin er af gerðinni „Air Tractor“ og er áberandi gul að lit - öryggisins vegna. Tímamynd Gunnar Landgræösla ríkisins fær nýja TF-TÚN: Landgræðsla að hefjast að nýju Ný áburðarflugvél er nú komin til landsins og ber hún sömu einkennisstafí og eldri vél Landgræðslunnar, sem brotlenti í Fljótshlíð í júlí í fyrra, TF-TÚN. Nýja vélin er landbúnaðartæki af bestu gerð enda ber hún tegundaheitið „Air Tractor“, sem gæti útlagst sem „loftatraktor“ eða „loftspilduljón“. Mikill fengur verður að þessari vél sem getur afkastað mjög miklu þar sem stutt er í flugvelli. Hún ber hátt í 1,5 tonna blöndu af fræi og áburði í hverri ferð og er hún hönnuð sem dreifingarvél frá grunni. TF-TÚN er keypt frá Texas og var henni flogið frá Lubbock í Texas. Tók ferjuflugið átta daga í heild og var það Gunnlaugur Helgason, flug- maður hjá Flugleiðum, sem flaug henni heim í vetrarorlofi sínu. Þótti mönnum fara vel á því að Gunnlaug- ur tæki að sér flutningana þar sem hann hóf einmitt flugferil sinn fyrir 27 árum hjá Landgræðslunni. Sumarið 1961 var reyndar ekki síður eftirminnilegt fyrir Svein Runólfs- son, landgræðslustjóra, þar sem hann vann þá við hleðslu vélarinnar sem Gunnlaugur flaug. Fékk Gunn- laugur afhenta borðveifu frá Land- græðslunni fyrir framlag sitt og fyrir að skila vélinni heim á öruggan hátt í erfiðu og löngu flugi. Air Tractorinn er af árgerð 1984 og hefur verið flogið um 500 flug- stundir. Að sögn þeirra land- græðslumanna er vélin í mjög góðu ástandi. Er hún búin 600 helstafla þrýstiloftsvél af gerðinni Pratt & Whitney (turbo motor) og getur hún borið 1000-1500 kg af áburði og grasfræi í ferð. Var rými þetta notað í fluginu frá Texas undir varaelds- neytisgeymi. Þessi vél hefur ein- göngu verið notuð til dreifingarflugs í Texas. Fullbúin til áburðarflugs kostar vélin um 8,5 milljónir króna. Trygg- ingarfé gömlu TF-TÚN nam tæpum 3 milljónum, en 5,4 milljónir króna fengust sérstaklega til þessara flug- vélakaupa við afgreiðslu fjárlaga fyrir þetta ár. Áformað er að áburðarflug hefjist á þriðjudag eftir hvítasunnu. Byrjað verður á uppgræðslustörfum á Reykjanesi og flogið þangað frá Keflavíkurflugvelli. Þar er um að ræða umfangsmikið landgræðslu- verkefni sem er hluti af landgræðslu- áætlun fyrir árin 1987-91. Öll sveitar- félögin á Suðurnesjum taka virkan | þátt í þessu landgræðsluverki sem staðið hefur í mörg undanfarin ár. íslenskir Aðalverktakar leggja auk þess fram 5 milljónir króna á þessu ári til uppgræðslunnar, en á undan- förnum árum hafa Byggingarverk- takar Keflavíkur gefið myndarlega til þessa verkefnis. Ofan á allt þetta hefur mikið sjálfboðaliðastarf verið unnið af ýmsum félagasamtökum á Suðurnesjum. KB Ársfundur lönþróunarsjóðs: 94 lán veitt á síðasta ári Á ársfundi Iðnþróunarsjóðs sem fram fór á mánudag kom fram að hagnaður sjóðsins á árinu 1987 var rúmar 162 milljónir króna, en til samanburðar má geta þess að hagn- aður ársins á undan var 105 milljónir króna. Jafnframt kom fram að eigin- fjárstaða sjóðsins er mjög góð, en eigið fé er alls um 1.400 milljónir króna. Þorvaldur Alfonsson fram- kvæmdastjóri sjóðsins sagði að af- koman mótaðist einkum af tvennu, þ.e. miklu góðæri sem ríkti í íslensk- um þjóðarbúskap á síðasta ári og að með breytingum á lögum sjóðsins 1986 hefðu opnast möguleikar til að auka þjónustu við lántakendur, sem hefði leitt til bættrar afkomu og orðið sjóðnum til eflingar. í ársskýrslu Iðnþróunarsjóðs kem- ur fram að lánveitingar sjóðsins á síðasta ári hafi verið alls 94 talsins, að upphæð 863 milljónir króna og væri það veruleg aukning á lánastarf- semi sjóðsins á árinu, miðað við árin á undan. Langstærstur hluti lánveit- inga á árinu fór til iðnfyrirtækja, eða um 676 milljónir króna, þar voru fyrirtæki á sviði matvæla og drykkj- arvöruiðnaðar með stærstan hlut, en einnig var lánað til fyrirtækja á öðrum sviðum, s.s. viðskipta, sam- gangna, þjónustu og fiskeldis, eða samtals 187 milljónir króna. Lög sjóðsins heimila ráðstöfun 10% af tekjuafgangi ársins til styrk- veitinga og var á síðasta ári ákveðið að næstu tvö árin verði 10 milljónum króna varið til undirbúningsaðgerða er stuðli að aukinni sjálfvirkni í íslenskuni iðnaði og er verkefnið unnið undir stjórn Iðntæknistofnun- ar fslands í samstarfi við Iðnþróun- arsjóð. - ABÓ Staöa lektors í stjórnmálafræði við Háskólann: Ólafur líklegur Beðið er eftir úrskurði Birgis fs- leifs Gunnarssonar, menntamála- ráðherra, um hver fær lektorsstöð- una í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. Ýmsir áhrifamenn úr Sjálf- stæðisflokknum munu hafa lagt að honum að veita Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni stöðuna. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Tímans hafa aðrir úr þingliði flokksins haft á orði við Birgi að ekki væri stætt á öðru en að veita Ólafi Þ. Harðarsyni hana. Er það skoðun þeirra að fræðimennsku og „akademísku" sjálfstæði Háskólans væri greitt þungt högg ef maður sem talinn er hæfur þyrfti að láta í minni pokann fyrir öðrum sem aðeins er talinn hæfur að hluta. Sem kunnugt er úrskurðaði fimm manna dómnefnd kennara við Háskólann þá Ólaf og Gunnar Helga Kristinsson hæfa til að gegna stöðunni, en Hannes Hólmstein hæfan að hluta. Ólafur nýtur greinilega trausts félagsvísindadeildarinnar því í kosn- ingu kennara við deildina fékk Ólaf- ur 15 atkvæði af 17, Gunnar Helgi eitt en Hannes Hólmsteinn ekkert atkvæði. Þá hafa nemendur safnað undirskriftum til stuðnings Ólafi. . JIH Látinn er Svavar Jóhannsson Svavar Jóhannsson, fv. útibús- stjóri Samvinnubankans á Patreks- firði andaðist á Borgarspítalanum 6. maí á 74. aldursári. Svavar var fréttaritari Tímans í fjölda ára og hafði á hendi ýmis trúnaðarstörf fyrir Framsóknarflokkinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.