Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Andbyggðastefna Forstjóri Byggöastofnunar, Guðmundur Malm- quist, lætur hafa við sig viðtal í Alþýðublaðinu sl. laugardag. Þetta mun vera eitt hið furðulegasta viðtal, sem maður í stöðu Guðmundar Malmquists hefur átt við nokkurt blað. Fetta viðtal sannar það, sem margur hefur óttast, að andbyggðastefnan hafi heltekið hugarfar hinnar nýju embættisstéttar í landinu og jafnvel lagt undir sig þær stofnanir í ríkiskerfinu sem sérstaklega er ætlað að sinna byggðamálum. Það kemur fram í þessu viðtali við forstjóra Byggðastofnunar að hann er kominn á flugstig með að skýrgreina byggðastefnu upp á nýtt. í stað þeirrar byggðastefnu, sem rekin hefur verið og ekki er annað vitað en að sé stefna núverandi ríkisstjórnar, segir Guðmundur Malmquist að hann álíti að „þróunin sé bara sú“ að þjóðin muni búa í stærri byggðakjörnum en nú. Þetta getur ekki merkt neitt annað en að nú verði farið að ráðslaga um það inni á Rauðarárstíg, hvernig kortleggja skuli „byggðakjarna“ í hverjum landsfjórðungi, hvar grisja skuli byggð, hvar leggja skuli byggðir í eyði, hvar hnappa skuli fólki saman eftir útreikningi í byggðum af „réttri“ stærð. Þetta er það sem koma skal, þegar postular andbyggða- stefnunnar hafa tekið völdin. Það er auðvitað eftir öðru í þessu viðtali við forstjóra Byggðastofnunar að halda því fram að byggðastefnan (eins og hún hefur verið skilin) sé röng, einkum sá hluti byggðastefnunnar, sem kenna má við áttunda áratuginn og fólst í því að byggja upp öflugt atvinnulíf í sjávarbyggðum í öllum landshlutum. Þvert ofan í það sem núverandi forstjóri byggða- mála heldur fram heppnaðist þessi atvinnu- uppbygging í öllum höfuðatriðum og bar mikinn árangur. í stuttu máli fólst árangurinn í því að atvinnulíf sjávarplássanna hætti að vera árstíða- bundið, en varð í staðinn stöðugt og uppihaldslaust allan ársins hring. Með þessum aðgerðum í atvinnumálum tókst að stöðva fólksflóttann af landsbyggðinni um langt árabil, sem er að sjálf- sögðu hið raunhæfa markmið byggðastefnu á öllum tímum. Hitt er annað mál að sú framkvæmd byggða- stefnunnar, sem kenna má við áttunda áratuginn, hefur sín takmörk, þótt fráleitt sé að segja að hún hafi verið röng. Þvert á móti var þessi framkvæmd rétt á sínum tíma. Forstjóri Byggðastofnunar fellur í þá gröf að ímynda sér að þjóðmál, í þessu tilfelli byggðamál, verði leyst einu sinni fyrir allt og því skuli þær aðgerðir og framkvæmdir, sem þarfnast endurskoðunar, léttvægar fundnar. Endurskoðun byggðastefnu er tímabær. En vandi byggðastefnunnar verður ekki leystur með and- byggðastefnu. Þriðjudagur 10. maí 1988 GARRI llllllllllll liiilllllllllllllllllllllllli Morgunblaðsfrjálshyggja Staksteinahöfundur Morgun- blaðsins vitnar ó laugardag í grein eftir Helga Ólafsson frá Alfsstöð- um í blaðinu Dagskráin, sem fjallar um verslun strjálbýlisfólks á höfuð- borgarsvæðinu. Að þvi er þarna segir er það gagnrýnt i greininni að fólk sé að fara í slíkar verslunar- ferðir og þar með að rýra tekjur verslana austan fjalls og jafnframt tekjur viðkomandi sveitarfélaga. Um þetta segir Staksteinahöfund- ur: „Sjónarmið Helga Ólafssonar eru skiljanleg. En verslunarferðir milli héraða eru engu að síður vottur um vaxandi verðskyn al- mennings. Fólk - i strjálbýli og þéttbýli - gerir sér í vaxandi mæli grein tyrir því að það ræður sjálft miklu um eigin kaupmátt með því að nýta sér kosti verslunarsam- keppninnar, með því að versla þar sem það fær mest fyrír fjármuni sína. Það cr mikið talað um „félags- leg“ fyrirbæri, þar á meðal „félags- verslun“. Hafa SÍS og kaupfélögin tryggt viðskiptavinum sínum betra vöruúrval eða lægra verð (hærri kaupmátt) en einkaverslunin? Hafa launþegar til dæmis meiri kaupmátt í KRON en Hagkaupum - eða hjá kaupmanninum á hom- inu? Átti verslunarfólk auðveldara með að sækja hækkun launa til samvinnuverslunar en einkaversl- unar? Sjónarmið Helga Ólafssonar um héraðsvitund, einnig í viðskiptum, er meir en skiljanlegt. Verðskyn neytenda er hinsvegar vopn í lífs- baráttu þeirra. Hyggin húsmóðir verslar þar sem hún gerir best kaup,“ Frjálshyggja Hér er ýmislegt að athuga. Kannski fyrst og fremst þó að hér er komið fram skólabókardæmi um hugsunarhátt frjálshyggjunnar. Hér er þvi haldið fram að það sé í besta lagi að verslanir á stærsta markaðssvæðinu i Reykjavík, sem þar af leiðandi hafa hraða umsetn- ingu og tiltölulega lágan kostnað, þrengi kosti verslana úti í hinum dreifðu byggðum og dragi fjár- magn þaðan til höfuðborgarinnar. Einungis er horft á lögmál hinnar frjálsu samkeppni, en ekkert tiliit tekið til þess þótt með hnignun dreifbýlisverslunar hljóti óhjá- kvæmilega að skapast mikill að- stöðumunur til verslunar á milli Reykvíkinga og dreifbýlisbúa. Þarna er eingöngu litið á málin frá sjónarhóli kaupmanna. Þau eru skoðuð út frá því sjónarmiði að það sé samkeppnin sem gildi og sá hæfasti eigi að sitja uppi með verslunargróðann. Þetta eru vita- skuld sjónarmið út af fyrir sig, en þar vantar þó að tekið sé hæfilegt tillit til hagsmuna neytenda í dreif- býli. í því skilur á milli frjáls- hyggjunnar, sem hér er túlkuð, og félagshyggjunnar. Hér er ekki tekið inn í myndina að ef svo skyldi fara að dreifbýlis- verslun legðist meira eða minna af vegna harðnandi samkeppni við Reykjavik, þá væri þar með kom- inn upp óverjandi aðstöðumunur. Þá sætu dreifbýlisbúar kannski cinn góðan veðurdag uppi í þeirri stöðu að hjá þeim starfaði lítil smávörubúð sem seldi allra brýn- ustu nauðsynjar, en allt annað þyrfti að sækja suður með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn. Félagshyggjan Sjónarmið félagshyggjunnar eru hins vegar önnur. Samkvæmt henni vilja menn láta hagsmuni heildarinnar hafa forgang, en ekki hagsmuni þeirra kaupmanna sem keppa um að þjóna neytendum. Þess vegna telja félagshyggjumenn það varhugaverða þróun ef að- stöðumunur verslana í þéttbýli og dreifbýli á óheftur að fá að drepa niður hinar síðar nefndu. Þar ber að hafa í huga að það er mikið hagsmunamál fyrir dreif- býlisbúa að eiga jafnan kost á traustri og öruggri verslunarþjón- ustu heima fyrir. Þar er líka að því að gæta að það kostar peninga að liggja með þær vörubirgðir sem ábyrg dreifbýlisverslun telur sig þurfa að hafa umfram þéttbýlis- verslun þar sem heildsalar eru innan seilingar. Og þar er einnig á þá einföldu staðreynd að lita að það kostar alltaf peninga að flytja vörur á milli staða, svo sem frá heildsölum í þéttbýli og út í dreif- býlið. Þessi síðast nefndi kostnaður gleymist nefnilega stundum. Ef búðirnar sjá ekki um að sækja vörumar þá þurfa neytendur að gera það sjálfír. Það kostar sitt í tíma og bensíni að aka til næsta þéttbýliskjarna og versla þar. Jafn- vel þótt eitthvað sparist við búðar- kassann þá er sá sparnaður fljótur að étast upp ef allar vörur þarf að sækja nokkur hundruð köómetra leið. Þess vegna vilja félagshyggju- menn setja þjónustuhagsmuni neytenda hvar sem er á landinu ofar en samkeppnislögmál frjáls- hyggjunnar. Samkeppni er nauð- syn, en hún má ekki ganga það langt að hún skilji stóra landshluta eftir án nauðsynlegrar verslunar- þjónustu. Garri. VÍTT OG BREITT Skiljanleg rök og óskiljanleg Bylting í atvinnu- og byggðamál- um, - mikil stytting leiða milli landshluta, - tenging höfuðkjarna byggðar norðan lands og sunnan, - opnar leið að Evrópu um miklu styttri veg en nú er. Þessi atriði eru aðeins lítill hluti þess boðskapar, sem nú er rekinn mikill áróður fyrir, sem er vega- lagning um hálendi íslands. Langveigamesta atriðið er þó ótalið og hefur lítill gaumur verið gefinn, en það er að stórt verktaka- fyrirtæki sem skortir verkefni hefur látið að því liggja að það geti tekið að sér lagningu hálendisvegar fyrir lítilræði miðað við fyrri hugmyndir um kostnað. Vegir þvers og kruss um hálend- ið eiga að vera óskaplega þjóðhag- kvæmir og spara og spara og spara. Og hvað spara þeir? Aðallega vegalengdir, þeir spara tíma og svo spara þeir siglingaleiðina til Evrópu alveg svakalega, en sam- kvæmt skilgreiningu er sólarhrings skemmri siglingaleið milli Aust- fjarða og útlendra hluta Evrópu en milli Evrópu erlendis og Faxaflóa. í dæminu er ekki tekið fram hve vegurinn um Skeiðarársandana styttir vegalengd milli íslands og' grannlandanna í austri og suðri né hvaða sparnaður eða gróði er af þeirri samgöngubót. Öll sú hag- kvæmni á að falla hálendisvegum í skaut þegar þeirra tími rennur upp. Hálendinu beðið griða Galvaskur Eyfirðingur varð þeirrar náðar aðnjótandi, að fá að segja meiningu sína í sjónvarp urn helgina og var þar með orðinn maður vikunnar. Hann upplýsti m.a. þá skoðun sína að vegalagn- ing um miðbik landsins þjónaði litlum tilgangi og bað hálendinu griða fyrir aukinni umferð og átroðningi. Þetta mun í fyrsta sinn sem einhver andstæðingur hálend- isvega gengur fram fyrir skjöldu og segir skoðun sína á opinberum vettvangi. Vegagerðarsinnar hafa einir haft orðið og sjónarmið þeirra því orðið þyngri á metunum en eðlilegt getur talist. Þau rök sem færð eru fyrir lagningu hálendisvega eru yfirleitt á þann veg að torvelt er að sjá í hverju notagildi þeirra samgöngu- bóta er fólgið. Skiljanlegustu rökin eru frá þeim verkfræðingum sem langar til að leggja vegina og smíða brýrnar. Þeir fá verkefni og peninga. Ekki liggur í augum uppi hvaða atvinnulífsbyltingu það boðar að stytta leiðina milli Akureyrar og Selfoss um 190 km. Önnur veruleg stytting á vegalengd sem gefin er upp er á milli Egilsstaða og Reykja- víkur og styttist sú leið um eina 250 km sé farið beina leið milli jökla. Stutt og dýrt Það kvað vera mjög auðvelt og ódýrt að leggja vegi í óbyggðum. Þar kvað vera snjólétt. Árnar þar eru ekki eins vatnsmiklar og nær strönd. En er fáránlegt að spyrja hvort það muni fýsilegt að vera á ferð hundruð km frá byggðu bóli frá því í okt. fram í apríl? Munu ferða- langar velja hálendisveginn á þeim meirihluta ársins sem allra veðra er von inni á mannlausri eyðimörk- inni þar sem meðalhitinn er marg- falt lægri en í byggðum? Munu einhverjir fást til að setja upp bensínstöðvar og hamborgarasölur á Kili og við Trölladyngju? Leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur á að geta styst um klukkutíma akstur sé farið ofar byggða á milli. Hvað græðist svo sem á því? Þeir sem eru að flýta sér fara leiðina á innan við klukkutíma með flugvél hvort sem er. Svipað er að segja um ferðalag milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Sú leið er farin beint og skjótt - í flugvél. Vegir yfir hálendið munu engu breyta um búsetu eða atvinnuþró- un, nema fyrir þá sem flytja munu í bensínstöðvar á Fjallabaksleið eða pylsuhitunarfólk, sem hafast mun við í skúrum á Sprengisandi. Vegagerð í óbyggðum getur orð- ið ágætur bisniss fyrir verktaka og vafalaust munu einhverjir hafa gaman af að aka á bílunum sínum á upphleyptum vegum á fornum útilegumannaslóðum yfirhásumar- ið en þjóðhagslegur ávinningur af nýjum akstursleiðum skemmti- ferðabílstjóra er enginn. En þessi þjóð er í sífelldum vandræðum með hvernig hún á að eyða sem mestu og fá sem minnst í aðra hönd og er vegalagning um hálendið ágætur og kostnaðarsam- ur áfangi á þeirri framfarabraut. Því er tómt mál að biðja hálend- inu griða. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.