Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10. maí 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR llllllí Árni Benediktsson: KOSTNADARHÆKKANIR VALDA GENGISLÆKKUN Þegar líður að því að ekki verður lengur hjá því komist að fella gengi íslensku krónunnar hefst jafnan hin merkileg- asta umræða. Oftast eru það útflutningsgreinarnar sem kveða upp úr um að nú sé komið að gengisfellingu. Aðrir leggjast gegn þvíog finna útflutningsgreinunum allt til foráttu. Þar eru oft fremstir í flokki þeir, sem harðast hafa gengið fram í því með beinum aðgerðum að gera gengisfellingu óhjákvæmilega og einnig þeir sem stuðlað hafa að henni með aðgerðarleysi. Gengisfelling er afleiðing í áratugi hefur skort á eðlilegt hóf á kostnaðarhækkunum innan- lands. Kostnaður hefur hækkað langt umfram það að samræmis hafi verið gætt við aukna fram- leiðni atvinnuveganna og aukna greiðslugetu þeirra. Meira hefur verið slegið á tilfinningar, oftar en hitt hefur það verið „réttlætismál" að hækka kostnað meira en hægt hefur verið að rísa undir. Al- menningur í landinu og leiðtogar þjóðarinnar hafa meira og minna tekið undir þetta „réttlæti" og stuðlað þannig að því misvægi sem jafnan hefur orðið. Smátt og smátt hefur atvinnu- starfsemin orðið ófær um að taka á sig þann kostnað sem henni er ætlað að standa undir. Þá hafa stjórnvöld staðið frammi fyrir vali um að láta atvinnustarfsemina dragast saman og stofna þannig til atvinnuleysis, eða lækka gengið. Frá upphafi áttunda áratugarins hafa stjórnvöld jafnan valið þann kostinn að lækka gengið að því marki að atvinnuvegirnir gætu starfað nokkurn veginn hindrunar- laust. Að þessu hefur leitt að oftast hefur verið hægt að halda uppi fullri atvinnustarfsemi og þess vegna hafa íslendingar að mestu verið lausir við það mikla böl sem atvinnuleysi er, en það hefur hrjáð allan hinn vestræna heim í hálfan annan áratug. En þetta hefur einn- ig leitt til þess að þeir sem ráða kröfugerð hafa verið óbilgjarnir í kröfum sínum í trausti þess að alltaf verði það tekið til baka sem oftekið kann að verða. Svo virðist að með slíku ábyrgðarleysi hafi margir talið að þeir gætu aflað sjálfum sér vinsælda, en stjóm- völdum óvinsælda. Það hefur þó reynst misjafnlega og er það vel. Þær fjölmörgu gengisbreytingar sem gerðar hafa verið allt frá upphafi áttunda áratugarins hafa aílar verið afleiðing af kostnaðar- hækkunum. Margir vilja halda því fram að þessu sé öfugt farið. Kostn- aðarhækkanir komi í kjölfar geng- isbreytinga. Það sjónarmið stenst ekki. Gengisbreytingarnar hafa verið til þess gerðar, og að því marki gerðar, að jafna þann mismun, sem orðinn hefur verið milli kostnaðar og tekna. Gengis- breytingarnar hafa því verið gerðar til þess að koma á jafnvægi. Hitt er svo annað mál að margir hafa ekki viljað una þessu jafnvægi, hafa ekki viljað sætta sig við að það sem þeir hafa einu sinni náð verði frá þeim tekið, jafnvel þótt ekkert raunverulegt verðmæti liggi á bak við. Þess vegna hefur verið knúið á um nýjar kostnaðarhækkanir, jafnskjótt og þess hefur verið freistað að ná jafnvægi með gengis- lækkun. Það eru þeir menn sem knýja á um kostnaðarhækkanir umfram getu atvinnulífsins sem eru gengis- lækkunarpostular þessarar þjóðar, og einnig þeir sem hafa til þess völd en láta hjá líða að sporna við því. Þeir sem í alvöru vilja fastgengis- stefnu, þeir sem í alvöru vilja viðhalda efnahagslegu jafnvægi, verða að gera sitt til að taka í taumana áður en efnahagsjafnvæg- ið hefur raskast. Og satt að segja er það heldur ömurleg mannteg- und sem hvetur til kostnaðarhækk- ana, stuðlar að þeim með orðum sínum og gerðum eða aðgerðar- leysi, en setur svo upp heilagsanda- svip þegar að afleiðingunum kemur og þykist hvergi hafa komið nærri. Þær fjölmörgu gengis- breytingar sem gerðar hafa verið allt frá upp- hafi áttunda áratugar- ins hafa allar verið af- leiðing af kostnaðar- hækkunum. Margir vilja halda því fram að þessu sé öfugt farið. Við stöndum frammi fyrir gengisfellingu Nú stöndum við enn á ný frammi fyrir gengisfellingu. Efnahagsjafn- vægið hefur raskast. Fyrirtæki sem framleiða fyrir innanlandsmarkað hafa í stórum stíl neyðst til að draga úr starfsemi sinni, eða búa sig undir að draga úr henni, vegna þess að innfluttar vörur eru orðnar miklu ódýrari. Framleiðslukostn- aður innanlands er orðinn of hár. Allmörg þessara fyrirtækja hafa hætt starfsemi á síðustu mánuðum og fleiri munu heltast úr lestinni á næstunni ef ekkert verður að gert. Fyrirtæki sem framleiða fyrir erlendan markað eru rekin með miklum halla. Fiskvinnslan er með 5-15% halla. Margar aðrar greinar eru reknar með enn meiri halla. Fyrirtæki sem framleiða fyrir er- lendan markað hafa verið að helt- ast úr lestinni í allan vetur. Veruleg skriða er þó ekki komin af stað ennþá en þess er skammt að bíða. Aðeins örfá fyrirtæki í útflutnings- framleiðslu þola óbreytt ástand fram á haustið. Nú þegar hafa mörg fyrirtæki, sem þó eru enn í fullum rekstri, lamast svo fjárhags- lega að það tekur þau langan tíma að rétta sig við að nýju, þó að gengið verði fellt á næstu dögum. Það er deginum ljósar að víða um landið er atvinnuöryggi stefnt í hættu ef ekkert verður að gert og það mjög fljótlega. Fastgengisstefnan Það er engin spurning að óstöð- ugt efnahagslíf, sem sífellt leiðir til gengisbreytinga, er mikið böl. Óvissa um afkomu leiðir til þess að áherslurverða rangar og atvinnu- reksturinn skilar ekki þeim árangri sem hann annars gæti. Starf stjórn- endanna verður að bjarga fjármál- unum frá degi til dags í stað þess að fylgjast daglega með að rekstur- inn skili árangri og kröfunum sé beitt til þess að leita nýrra leiða til bætts rekstrar. Lífskjör almenn- ings verða verri en annars hefði orðið. Þess vegna er það löngu orðið nauðsynlegt að hætta þessum hringdansi kostnaðarhækkana og gengisfellinga. Fiskvinnslan, eða að minnsta kosti hluti hennar, átti drjúgan þátt í því að í ársbyrjun 1986 var gerð alvarleg tilraun til þess að komast út úr þessum vítahring. í krappri stöðu féllst hún á að gengi væri haldið óbreyttu gegn því að kostnaðarhækkunum væri haldið í skefjum og vextir lækkaðir. Stjórn- völd tóku þessa stefnu og hafa talið sig halda henni síðan, jafnvel þótt flest hafi brugðist, vextir hafi þotið upp að nýju og annan kostnað beri við himinn. En á genginu hafa þau hangið að mestu fram undir þetta. Hvað brást? Árið 1986 var reynt að halda kostnaðarhækkunum í skefjum. Það var fyrst og fremst gert í orði, með að hvetja til að fara varlega í kostnaðarhækkanir. En jafnframt tók ríkisvaldið upp á því að afsala sér þeim stjórntækjum, sem hún hafði og að gagni máttu koma. Mestu munaði að mjög var slakað á um vaxtaákvarðanir og leiddi það fljótt til geigvænlegrar hækkunar á vöxtum. Þá urðu væntingar um nýtt húsnæðislánakerfi til þess að sprengja öll bönd. Fleiri fjár- mögnunarmöguleikar voru opnað- ir í stað þess að tímabundið hefði þurft að þrengja að. Síðast en ekki síst kunni sjávarútvegurinn ekkert að fara með aukið frelsi í varðlagn- ingu. Því er nú þannig varið að frelsi er mikilvægt á öllum sviðum að því marki að ekki skaði aðra. Hins vegar skiptir miklu hvernig að því er staðið að auka viðskiptafrelsi. Efnahagslífið verður að vera í góðu jafnvægi þegar viðskiptafrelsi er aukið, ef ekki á að verða slys. Það var því dauðadómur yfir fast- gengisstefnunni að allt aðhald var minnkað einmitt þegar nauðsyn- legt var að taka hlutina föstum tökum. í framhaldi af þessu ríkti óðaverðbólga á árinu 1987, óða- verðbólga sem að verulegu leyti duldist. Kostnaðarhækkanir 1986-1988 Frá því að ákveðið var að taka upp fast gengi í janúar 1986 og fram í febrúar 1988 urðu þær breytingar á ýmsum kostnaðarlið- um nokkurra frystihúsa, sem tekin hafa verið til sérstakrar skoðunar, sem sýndar eru hér að neðan. Breytingarnar eru tilgreindar í ís- lenskum krónum og einnig í SDR sem er ef til vill eðlilegasta viðmið- un erlendra mynta: ísl.krónur SDR hækkun% hækkun% Rafmagn 33,3 22,7 Hitaveita 35,0 24,3 Vatnsskattur 107,4 98,9 Fasteignagjöld Útseld verk- 49,4 37,6 stæðisvinna Útseldvinna 113,0 104,0 rafvirkja Flutningskostn. 103,0 93,0 með bílum Umbúðirframl. 49,6 37,7 innanlands 43,0 31,7 Nú stöndum við enn á ný frammi fyrir gengis- fellingu. Efnahagsjafn- vægið hefur raskast. Fyrirtæki sem fram- leiða fyrir innanlands- markað hafa í stórum stíl neyðst til að draga úr starfsemi sinni, eða búasig undiraðdraga úr henni, vegna þess að innfluttar vörur eru orðnar miklu ódýrari. Framleiðslukostnaður innanlands er orðinn of hár. Allmörg þessara fyrirtækja hafa hætt starfsemi á síðustu mánuðum og fleiri munu heltast úr lestinni á næstunni ef ekkert verður að gert. Vextir lækkuðu í kjölfar þess að fastgengisstefnan var tekin upp, en hækkuðu síðan aftur og í febrúar 1988 höfðu forvextir víxla hækkað um 128,9% yfirdráttarvextir um 149,2% og innlendir afurðavextir höfðu hækkað um 125,3%. Þeir kostnaðarliðir, sem hérhafa verið tilgreindir, byggjast sumir hverjir eingöngu á innlendri verð- Iagningu, en aðrir eru samsettir úr tveimur þáttum, innlendum og er- lendum. í verðlagningu á útseldri vinnu og vöxtum er innlendi þátt- urinn ríkjandi og þar er hækkunin um og yfir 100% (miðað við SDR) á þessum rúmu tveimur árum. í rafmagnsverði er erlendi þátturinn snar. Sama á við um hitaveitu, kostnað flutningstækja og umbúð- ir. Þegar haft er í huga að þessir kostnaðarliðir hækka um 20- 40% í SDR á sama tíma og erlendi kostnaðurinn hefur ekki lækkað, er ljóst að innlendi þátturinn í verðinu hefur hækkað miklu meira en verðið sjálft, í sumum tilfellum allt að 100%, eins og í hinum dæmunum. Árið 1986 var sæmilegt hóf á hækkunum þannig að meirihluti þeirra varð á árinu 1987. Eins og áður sagði er því augljóst að það hefur verið óðaverðbólga hér innanlands, óðaverðbólga sem að vísu duldist vegna þess að genginu var haldið óbreyttu og útfluttar sjávarafurðir hækkuðu í verði. í heild hafa verðhækkanir ef til vill verið minni en hér hefur verið greint frá þar sem ýmislegt bendir til að sjávarútvegurinn hafi fremur orðið fyrir barðinu á þeim en aðrar greinar. En fátt bendir til þess að verulega hafi úr þessari óðaverð- bólgu dregið enn. Sunnudagsskoðanir Þegar kreppir að fara menn jafnan að hugleiða hvað betur mætti fara og leita leiða út úr vandanum. Af þessum sökum hef- ur það verið mjög á dagskrá hvort breyta þyrfti grundvallarskipulagi sjávarútvegsins og þá ekki síst fiskvinnslunnar. Frystihúsin voru endurbyggð á síðasta áratug miðað við aflahorfur. Nú hefur afli dregist saman og þar að auki er meira en áður flutt út af óunnum fiski. Þar að auki sjá menn að hentugt gæti verið að nýta frystihúsin lengur daglega, t.d. með vaktavinnu. Allt þetta hefur leitt til þess að afkasta- geta frystihúsanna er nú meiri en brýn þörf er á. Frystihús hverfa ekki af sjálfu sér þó að samdráttur verði í afla, þannig að ekki er auðvelt við að fást að samræma afla og afkastagetau þegar sam- dráttur verður. Istöku tilfelli getur verið mögulegt að nota frystihús til annarar starfsemi og hefur það verið gert. Þar að auki er ástæða til að skoða hvort fyrstihúsin eru af réttri stærð. Ýmislegt mælir með því að hagkvæmara gæti reynst að hver rekstrareining væri stærri. í mörg- um tilfellum gæti fjármagn og vinnuafl nýst betur á þann hátt. En til þess að það gæti orðið er nauðsynlegt að breyta skipulagi byggðarinnar mjög verulega. Fjöl- mörg frystihús hér á landi þjóna litlum byggðarlögum og er stærð þeirra í nokkru samræmi við fólks- fjölda byggðarlagsins. Frystihús verða ekki sameinuð þannig að atvinnufyrirtæki í einu byggðarlagi verði lagt niður og sameinað öðru fyrirtæki í öðru byggðarlagi, sem ekki hefur mannafla til að ráða við stækkunina. Það er því tómt mál að tala um slíka endurskipulagn- ingu fiskvinnslunnar nema á löng- um tíma. Þar að auki getur slík skipulagsbreyting ekki gerst fyrir tilverknað fiskvinnslunnar einnar. Þetta yrði ekki gert nema með pólitískri stefnumörkun til langs tíma. Reykjavíkurbréf Morgunblaðs- ins sem birtist á hverjum sunnudegi hefur að undanförnu látið sér títt um frystihúsin. Þau skrif taka nokkurt mið af Granda hf. og að allt hljóti að vera rétt, það sem þar er gert. Þess vegna hallast Reykja- víkurbréfið mjög að þvf að það eigi að vinna að því að sameina frysti- hús, eins og ísbjörninn hf. og Bæjarútgerðin voru sameinuð. Sú skoðun á vissulega fullan rétt á sérv- En það er lítils virði að hafa sunnudagsskoðanir sem ganga þvert á hversdagsskoðanirnar. Virku dagana styður Morgunblað- ið það sjónarmið að allt eigi að vera frjálst, það eigi að láta hin blindu markaðsöfl ráða ferðinni. Blaðið aðhyllist það skipulagsleysi sem leitt hefur til þess að hér á suð-vesturhorni landsins hefur fiskverkendum fjölgað um nokkra áratugi á einu einasta ári síðan fiskmarkaðir tóku til starfa. Það væri mikils virði ef öflugasta dag- blað landsins gæti samræmt sjón- armið sfn og haft þau sömu helga sem rúmhelga. Og vissulega væri Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.