Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. maí 1988 Tíminn 5 Byggingu fiskeldisrannsóknastöðvar við Grindavík að Ijúka: Reynslufóðrun hafin á sæeyrum í sumar? Nú er verið að leggja síðustu hönd á byggingu rannsóknastöðvar í fískeldi í landi Staðar við Grindavík, en stöðin er í eigu Hafrannsóknastofnunar. Rannsóknastöðin er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Að sögn dr. Björns Björnssonar fískifræðings, er fyrirhugað að stunda þar margháttaðar rannsóknir á eldi, svo og að kanna áhrif ýmissa umhverfísþátta á nytjafíska, svo sem hitastig sjávar og fæðuframboðs á vaxtarhraða í því markmiði að nýta niðurstöðu- rnar, m.a. í sambandi við spár um afrakstur stofna með hliðsjón af vistfræðilegum þáttum og sveiflum í ástandi sjávar. Á staðnum hafa nú um rúmlega árs skeið verið stundaðar umfangs- miklar tilraunir með lúðueldi, en fyrirhugað er í næstu framtíð að gera margvíslegar tilraunir með ýmsar tegundir sjávarfiska og hryggleysingja. Vinsæl fæða sem lifir á þara Þá er fyrirhugað, ef innflutnings- leyfi fást og styrkur fæst frá Rann- sóknaráði ríkisins, að hefja reynslufóðrun á sæsnigli, sem heitir „Haliotis Rufuscens" á latínu, en hefur verið þýtt sæeyra á íslensku. Þær tilraunir eru á vegum Ingvars Níelssonar, verkfræðings, í sam- ráði við Hafrannsóknastofnun. Náttúruleg heimkynni sæeyrans eru í Kyrrahafinu og er það um 30 sentimetra stórt við náttúrulegar aðstæður, en um 10 sentimetrar í ræktun. Að sögn Ingvars er sæeyrað mjög vinsæl fæða í Bandaríkjunum og í Austurlöndum. Það er ein- göngu jurtaæta og nærist á þara. „Og við höfum nú einn Breiðafjörð af þara,“ sagði Ingvar. Fokdýr og fágætur snigill Sæeyrað þrífst vel í 15 gráðu heitum sjó, en með jarðhitanum gefast góðir möguleikar í eldinu. Sæeyrað er uppáhaldsfæða otursins og var nóg til af honum meðan oturinn var ofveiddur. En eftir að oturinn var friðaður, hefur sniglin- um fækkað mjög, og verðið hækk- að í samræmi við það. Þannig er kílóverð snigilsins nú vel rúmlega helmingi hærra en kílóverð á laxi. Nýjustu fréttir herma að kílóverðið sé nú á bilinu 60-80 dollarar, en þriðjungur snigilsins er kjöt. Fáist tilskilin leyfi og styrkur frá Rannsóknaráði, má jafnvel búast við að reynslufóðrun sæeyrans hefjist í sumar og verður líklega um 1000 dýr að ræða. 3.300 lúður settar á vog Tilraunirnar með lúðueldið hafa, eins og áður sagði, staðið í rúmt ár, og eru gerðar í samvinnu við Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins og íslandslax, sem hyggur á lúðueldi í stórum stíl í náinni framtíð. Að sögn dr. Björns nýtur lúðu- tilraunin styrks frá Rannsóknaráði ríkisins og fyrir skömmu hófust tilraunir með áhrif þéttleika, þ.e. magn af fiski á hvern fermetra, en þær tilraunir miða að því að kanna hver kjörþéttleiki er á lúðueldi. Þannig voru allar lúðurnar, samtals um 3.300 talsins, vigtaðar og skip- að í stærðarflokka. Islandslax út- vegar jarðsjó til tilraunarinnar, en sjórinn er síaður af 50 metra dýpi. 20 milljóna króna stöð „Samstarfið við íslandslax varð síðan til þess að stöðin var byggð. Halldór Asgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, tók vel í hugmyndina og bauðst til að styrkja fyrirtækið og ráðuneytið hefur útvegað fé í fyrir- tækið. Við gerum ráð fyrir að stöðin verði tilbúin öðru hvoru megin við mánaðamótin. Hún er 560 fermetrar, þar sem eru 18 aðaltilraunaker, hvert 3 metrar í þvermál og þar verður hægt að koma við nákvæmri hita- og seltu- stjórnun. Okkur sýnist að stöðin komi til með að kosta um 20 milljónir,“ sagði dr. Björn. í náinni framtíð er fyrirhugað að leggja áherslu á lúðueldið. Kann- aðar verða mismunandi gerðir af fóðri og hvernig vaxtarhraði breyt- ist við mismunandi hitastig. Þessar tilraunir verða gerðar í samvinnu við Norðmenn. Þá verða einnig fóðrunartilraunir með lax, sem dr. Jónas Bjarnason hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins verður með og einnig eru fyrirhugaðar tilraunir með að kanna áhrif hreisturloss á ýsu, þ.e. hvort að ýsa sem missir hreistur sé dauðadæmd, og þá er verið að taka tillit til áhrifa veiðar- færa, t.d. trolls. Einar Jónsson fiskifræðingur mun annast þær til- raunir. Þá er einnig ætlunin að gera tilraunir með sandhverfu, en mikill áhugi er á eldi á þeirri tegund. Gefur mikla möguleika „Stöðin gefur möguleika á ýms- um líffræðilegum rannsóknum á dýrastofnunum í hafinu, sem ekki er hægt að gera úti á sjó. Þannig er hægt að gera ýmsar tilraunir með þorsk, t.d. kanna vaxtarhraða eða hversu vel hann nýtir fæðuna og finna út hversu mikið af loðnu þorskstofninn étur. Áhuginn á þessu, þ.e. áhrif eins fiskistofns á annan, hefur aukist mjög á síðustu árum og þessi aðstaða getur hjálp- að mikið til að svara ákveðnum spurningum. Þetta gefur mikla möguleika,“ sagði dr. Björn. Gunnar Sigurþórsson, eldis- fræðingur, hefur verið ráðinn stöðvarstjóri, en sérfræðingar munu síðan skipuleggja ákveðnar tilraunir, koma þeim af stað, fylgj- ast með gangi þeirra og enda tilraunir. „Við gerum nú ráð fyrir að það komist færri að en vilja, en verk- efnum verður raðað í forgangsröð og síðan kemur í ljós hvort stöðin er of lítil eða ekki,“ sagði dr. Björn. -SÓL Vinnslukostnaður þrefalt hærri í frystihúsum SH en í Grimsby: Laun í fiski helmingi lægri í Grimsby en hér Launakostnaður er meira en tvöfalt hærri á hvert framleitt kfló af fískflökum í meðal SH frystihúsi heldur en í frystihúsum í Grimsby. Svipað er upp á teningnum varðandi umbúðakostnaðinn. Og annar vinnslukostnaður er hátt í fjórfalt hærri hérlendis. Fjármagnskostn- aðurinn einn, sem svarar til 2/3 af launakostnaði hér, er m.a.s. hærri í SH húsum heldur en allur vinnslukostnaður annar en laun og umbúðir í Grimsby. Þetta veldur því að frystihúsaeigandi í Grimsby getur greitt allt að tvöfalt hærra verð fyrir hráefnið heldur en íslenskir starfsbræður þeirra t.d. í Grindavík eða Grundarfírði miðað við sama verð fyrir fullunnin flök. Framangreindar upplýsingar er að finna í nýjustu Fiskifréttum, sem með heimsókn í stærsta frystihúsið í Hull og aðstoð Ingólfs Skúlasonar, forstj. Icelandic Freezing Plants Ltd. reyndu að leita svara við spurning- unni: Hvemig er hægt að borga svona hátt hráefnisverð í Bretlandi? Fiskifréttir heimsóttu fyrirtækið Glenrose í Hull, sem hefur rúmlega 200 manns í vinnu, auk undirverk- taka sem flaka um þriðiunginn af fiskinum annarsstaðar. I frystihúsi Glenrose er bæði handflakað og vélflakað. Um 45 manns starfa í salnum þar sem snyrtingin fer fram og framleiða þeir um 30 tonn af flakablokk á dag. Fólkið, sem vinnur í hópbónus þannig að allir fá sama kaup, sagðist hafa frá 2 til 2,40 punda laun á tímann. Það mundi svara til 146 til 175 íslenskra króna á tímann, eða 25 til 30 þús. kr. mánað- arlauna miðað við núverandi gengi. Líklegt er að það þætti lítið fyrir hörku bónusvinnu á Fróni. Enda sagðist Karen Duffy, sem Fiski- fréttamaður ræddi við, hafa haft meiri tekjur þegar hún vann í fiski í Þorlákshöfn í 18 mánuði á árunum 1985-1987 helduren nú hjá Glenrose og ætlaði því aftur til Þorlákshafnar. Þrefaldur munur á vinnslukostnaði Fiskifréttir birta í töflu samanburð á framleiðslukostnaði á frystum flök- um á milli meðal vinnslu í Grimsby (21,67 kr./kg) og meðal SH frysti- húss (62.54 kr./kg), sem sett er saman af forráðamönnum IFPL. Blaðið hefur það eftir forstjóranum Ingólfi Skúlasyni, að tölurnar um vinnulaun, umbúðakostnað og ann- an vinnslukostnað séu bæði byggðar á tilboðum sem IFPL hafi fengið frá breskum fiskvinnslufyrirtækjum og- eins á kostnaði við flökum og fryst- ingu á fiski sem IFPL hafi látið vinna fyrir sig í Bretlandi. Sjálf vinnulaun- in eru aðeins 8 kr. á hvert flakakíló í Grimsby en 17,52 kr. í meðal SH frystihúsi. Haft er eftir Ingólfi að það sé bæði vegna meiri afkasta og lægri launa í Grimsby, sem kemur heim og saman við það sem að framan segir. Dýrari umbúðir sagði hann m.a. vegna þess að þær séu vandaðri hjá SH, enda þurfi að flytja íslenska fiskinn um lengri veg. Miðað við 123 kr. söluverð á flakakílói fer þar aðeins um 8,8% í launa og umbúðakostnað í Grimsby en 19,2% á íslandi. Fjármagnskostnaður 66% af launum hér Sá rúmlega tvöfaidi munur er þó nánast hégómi þegar kemur að samanburði á öðrum framleiðslu- kostnaði. Orka, flutningar, löndun, afskriftir, sölukostnaður, fjármögn- un og fleira kostar aðeins 10,70 kr. á hvert flakakíló (8,7%) í Grimsby en heilar 38,75 kr. í meðal SH húsi (31,5%). Þar af er fjármagnskostn- aðurinn einn t.d. 11,50 kr. í SH húsinu, eða hærri en allir framan- taldir liðir samanlagðir í Grimsby. Grímsbæingar geta borgað tvöfalt meira Af 123 kr. meðalverði fyrir flaka- kílóið á Grimsby hús því rúmlega 100 kr. eftir upp í hráefniskaupin, en SH húsið aðeins tæplega 61 kr. Þar við bætist að „Grímsbæingar" telja sig ná frá 50% og allt upp í 55% nýtingu á hráefninu samanborið við 47% hjá SH. Niðurstaðan verður sú að dæmið gengur upp með allt upp í 55 kr. fiskverði á kíló hjá Grimsby húsi en aðeins tæplega 28 kr. hjá meðal SH húsi, eða um helmingi lægra verði. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.