Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 10. maí 1988 Starfsfólk í veitingahúsum Félagsfundur verður í Baðstofunni Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5, þriðju- daginn 10. maí kl. 15. Fundarefni: Nýgerðir kjarasamningar. Stjórnin p TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu lllllillllllllll VETTVANGUR illllllllllllllllllilllllillllllllllllllllllilll^ j Magdalena Schram: I norðan-Garra fordómanna hönnum, setjum og prentum allar gerðír eyðublaða fyrír tölvuvinnslu. PRENTSMIÐJAN Oj, Smiðjuvegí 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Vegna greinar merktri Garra og berandi yfirskriftina „Puntudúkkur“ (sjá Tímann, Málsvara frjálslyndis, sam- vinnu og félagshyggju, þ. 5. maí sl., bls. 8) leyfí ég mér að fara fram á það við yður sem ritstjóra málsvarans, að þér birtið umsvifalaust og án málalenginga það sem hér stendur. Til upplýsingar þeim lesendum, sem að hér stöddum lestrinum vita ekki um hvað ræðir, er tilefnið þetta: I téðum greinarstúfi lætur Garri svo lítið að flokka kvenfólk í tegundir og þ.á m. þessa tegund (og ekki er nú andskotalaust að þurfa að hafa málflutninginn orð- rétt eftir): „Líka eru til konur, sem helst vilja ekki dýfa hendi í kalt vatn heldur láta karlinn sjá fyrir öllu. Þær vilja þá eiga ríkan karl, sem skaffar vel og ber þær á höndum sér.“ Hafandi með svofelldum orðum dregið konur í margvíslega dilka víkur Garri síðan tali sínu að ræðukonum Kvennalista í eldhús- dagsumræðum á Alþingi og skrifar: „Þarna voru ekki á ferðinni kon- ur sem hvarvetna í landinu vinna hörðum höndum, einar sér eða með körlum sínum, að því að framfleyta heimilum og koma börnum á Iegg. Þarna voru heldur ekki þær konur, sem vinna skipu- lega að því að afla sér menntunar og byggja sér upp starfsferil sem geti komið þjóðarbúinu að sem mestum notum. Þarna voru puntu- dúkkurnar allsráðandi." Og nú skal ég koma að efninu: Hvers lags eiginlega ónáttúra ræð- ur svona skrifum? Hvaðan kemur þessum Garra Tímasyni skap til að fella slíka dóma? Undir ýmsu höf- um við Kvennalistakonur nú þurft að sitja og ekki alltaf hljóðalaust svo sem. En oftar en ekki hugsar kona sem svo: Æ, það tekur því nú ekki að svara þessu. En hér er lengra gengið í ósvífninni en svo, að hægt sé að leggja þegjandi frá sér þennan líka málsvara frjáls- lyndis, samvinnu og félagshyggju. ( téðum eldhúsdagsumræðum töluðu þrjár þingkonur Kvennalist- Magdalena Schram. ans. Það vill svo til, að þær hafa allar þrjár aflað sér menntunar og „byggt sér upp“ starfsferil, sem kemur þjóðarbúinu að notum. Þær eru læknir, kennari og líffræðing- ur. Tvær þeirra eru giftar konur og mæður barna, sem þær eru að koma á legg og leggja því að auki öðrum störfum stund á húsmóður- Og nú skal ég koma að efninu: Hvers lags eig- inlega ónáttúra ræður svona skrifum? Hvað- an kemur þessum Garra Tímasyni skap til að fellaslíkadóma? verk. Það skal enginn Garri Tíma- son kalla þær puntudúkkur - ein- hver Garri sem sjálfsagt þvær ekki einu sinni skyrturnar af sér sjálfur. Nú kann það vitanlega að vera, að Garri þessi hafi örlítið ruglast í ríminu; að hann hafi haft aðrar útvarpsumræður frá Alþingi í huga - það voru jú aðrar rétt á undan þessum síðustu. Og þar töluðu aðrar þrjár konur máli Kvennalist- ans. Þær hafa víst skemmri skóla- göngu að baki en hinar þrjár, ein reyndar ekkert annað en gagn- fræðapróf. En sú kona hefur engan ríkan karl til að skaffa utan á sig klæðin, því hún missti sinn mann frá sjö börnum og hefur unnið hörðum höndum fyrir sér og sínum alla sína sextugu tíð. Hinar tvær hafa skapað sér sjálfstæðan feril samstíga eiginmönnum sínum og eru að koma 9 börnum á legg eða 4,5 að meðaltali - svo gripið sé til talsmáta „alvörupólitíkusanna" eins og kröfur eru uppi hjá Garra blessuðum þessa dagana. Nú en varla voru það þessar þrjár, sem eiga skilið að vera kallaðar puntudúkkur. Hrædd er ég um að allar þessar konur hafi dýft höndunum í kaldara vatn en svo að Garri gæti hugsað sér svo mikið sem að raka sig upp úr því. (Ég kalla það reyndar gott ef Garrinn yfirleitt veit til hvers hönd- um er dýft ofan í kalda vatnið.) Þingkonur Kvennalistans eiga eitt sameiginlegt í starfi sínu. Allar hafa þær - fyrir beiðni okkar hinna - tekið sér dýrmætan tíma frá fjölskyldu og starfsferli til þess að reka erindi Kvennalistans inni á Alþingi. Þær gera það hver með sínum hætti og þannig, að þær bregðast ekki þeirri ábyrgð, sem við lögðum þeim á herðar. Það vissum við fyrir. En við vissum ekki fyrir að með því að gera þær að málsvörum okkar gerðum við þær jafnframt að skotmarki Iítil- sigldra skítkastara, sem hlaða hólka sína lygum og meiðyrðum. Með fremur lítilli virðingu, Magdalena Schram Kostnaðar- hækkun... Framhald af bls. 9 líklegra að okkur gæti þokað fram á við ef sunnudagsskoðanirnar ' yrðu ofan á. Ekki væri ástæða til að eyða mörgum orðum að Reykjavíkur- bréfi ef ekki vildi svo til að fjöl- margir vita betur hvaða skoðanir þeir eiga að hafa eftir að lesa það á sunnudagsmorgni. Þess vegna verður hér vikið að því að í Reykja- víkurbréfi hafa frystihús landsins verið átalin fyrir að grípa ekki til fjöldauppsagna eins og Grandi hf. hefur gert. Ekki verður lagður dómur á það hér hvort uppsagnir í Granda hf. voru skynsamlegar og nauðsynlegar til að bæta reksturinn í þeirri stöðu sem fyrirtækið er í. Hins vegar væri slík ráðstöfun afar óskynsamleg hjá flestum öðrum frystihúsum. Á síðustu árum hefur skortur á starfsfólki háð rekstri margra frystihúsa. Þau geta því fremur bætt stöðu sína með því að fá fleira fólk til starfa en að segja fólki upp. Hitt er svo annað mál að þau geta neyðst til að segja upp öllu starfsfólki sínu vegna þess að reksturinn er að stöðvast. Samanburður við Japan Ýmsir merkir menn hafa orðið til þess að benda á að gengisþróun yens gagnvart dollar hefur verið japanskri útflutningsframleiðslu afar óhagstæð. Og þeir hafa sagt sem svo: Dollarinn hefur lækkað um 50% gagnvart japönsku yeni. Japanskt efnahagslíf hefur aðlagast þessari staðreynd og lifað það af. Dollarinn hefur ekki lækkað nema um 10% gagnvart íslensku krón- unni. Hvers vegna getur fslenskt efnahagslíf ekki aðlagast þessu í stað þess að lækka gengið? Þessar einföldu staðreyndir segja ekki alla söguna, en sýna að erfitt getur reynst að hafa fulla yfirsýn. Munurinn á stöðu íslenskr- ar og japanskrar útflutningsfram- leiðslu er m.a. þessi: 1. Innlendur kostnaður japanskra fyrirtækja hefur lítið eða ekkert hækkað á því tímabili sem hér um ræðir. Innlendur kostnaður ís- lenskra fyrirtækja hefur hækkað eins og greint hefur verið frá hér að framan, jafnvel allt að 100% miðað við SDR. 2. Japönsk útflutningsfyrirtæki hafa að jafnaði stóran markað innanlands og í löndum þar sem gengi gagnvart yeni hefur verið tiltölulega stöðugt. Áhrif dollarans vega því í fæstum tilfellum mjög mikið í rekstri þeirra. íslensk fisk- vinnsla hefur nánast engan innan- landsmarkað og er mjög háð doll- araviðskiptum. 3. Japönsk fyrirtæki voru að jafn- aði betur fjárhagslega búin undir áföll á borð við fall dollarans en íslensk. Samt sem áður hafa fleiri japönsk fyrirtæki orðið gjaldþrota að undanförnu en oftast áður. Þetta hefur bitnað mjög á þeim fyrirtækjum, sem háðust hafa verið viðskiptum við Bandaríkin. 4. Japönsk stjórnvöld hafa fylgst mjög náið með þróuninni og stutt atvinnulífið með ráðum og dáð, staðráðin í því að láta fall dollarans ekki lama atvinnulífið. 5. Algengt er í Japan að hluti launa sé tengdur afkomu fyrirtækjanna. í fyrirtækjum þar sem afkoman hefur versnað vegna falls dollarans eða einhvers annars hafa laun því oft lækkað. Hér á landi eru engin slík tengsl milli afkomu og launa. Og í flestum tilfellum er mjög erfitt að draga úr kostnaði hér á landi þegar afkoman versnar. Eins og af þessu sést er býsna erfitt að heimfæra reynslu og að- ferðir Japana yfir á það sem verið hefur að gerast hér á iandi. Það er á svo mörgum sviðum sem aðstað- an og afstaðan er önnur. En hér verður það eitt fullyrt að ef kostn- aður hér á landi hefði ekki hækkað meira en í Japan væri nú engin þörf á gengisfellingu. Að því leyti þol- um við samanburð við Japana. Ein með öllu Þegar farið er að ræða um gengisfellingu segja stjórnmála- menn gjarnan að „gengisfelling ein sér“ komi ekki að neinu gagni. Þetta er auðvitað rétt og þarf ekki að taka það fram. Eins og nú horfir er enginn að tala um „gengisfell- ingu eina sér“. Auðvitað þarf að gera ýmsar aðrar ráðstafanir sam- hliða. Sú hliðarráðstöfun sem er þýðingarmest er að tryggja að gengisfellingin leiði ekki til sam- svarandi kostnaðarhækkana sem síðan leiði til nýrrar gengisfellingar og þannig koll af kolli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.