Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 10. maí 1988 SAMVINNUMÁL ■IIII lllllllllll! Sláturfélagið á tímamótum Það eru ýmsar hugleiðingar sem óhjákvæmilega vakna þegar lesin er í gegn nýjasta ársskýrsla Sláturfélags Suður- lands, svo og þær fréttir frá aðalfundi þess sem komu í fjölmiðlum á dögunum. Þar ber kannski ekki endilega hæst rekstrartap félagsins, sem raunar er ekki meira en ýmislegt sem frést hefur frá öðrum sambærilegum fyrirtækjum nú í vor. Miklu meiri athygli hlýtur að vekja brottför Jóns H. Bergs frá féiaginu, svo og sú stefnubreyting sem þar hefur verið auglýst og á að felast í því að félagið hætti rekstri smásöluverslana í Reykjavík. sig af heildinni. Minnst er búöin á Akranesi, með 7% sem þá er auðvelt að reikna út að mun vera um 47,7 miljónir króna. Næst í röðinni er svo Matardeildin, með 10% eða 68,2 miljónir. Þá kemur Laugavegur 116, búð sem nú mun raunar vera búið að selja, með 19% eða 129,6 miljónir. Næst- stærst er svo búðin í Glæsibæ með 29% eða 197,8 miljónir, og flagg- skipið í þessum búðaflota er svo verslun í borginni, það er að segja KRON og verslanir þess, þá verður fyrirfram að telja heldur ósennilegt að það félag leggi sig sérstaklega í líma við að ná til sín einstökum verslunum Sláturfélagsins. KRON 'hefur nú undanfarið aukið umsvif sín verulega, og rekstrartap félags- ins á síðasta ári bendir óneitanlega í þá átt að ekki sé ráðlegt fyrir það að færa frekar út kvíarnar að sinni. Skynsamlegra sé að láta nokkur ár ekki séð að það eigi fyrirsjáanlega að verða neinum sérstökum ann- mörkum háð fyrir Sláturfélagið að hætta rekstri allra sinna búða. Matvöruverslunin í Reykjavík Þegar málið er skoðað í heild verður þannig ekkl séð að það komi til með að valda neinum Það fer ekki á milli mála að fráfarandi forstjóri, Jón H. Bergs, hefur í heildina tekið reynst Slátur- félaginu ákaflega traustur rekstrar- legur stjórnandi í þau rúmlega þrjátíu ár sem hann hefur verið þar við stýrið. Eftirmenn hans taka þar við góðu búi, félagið stendur efna- hagslega á traustum fótum, ræður yfir fullkomnum og nýtískulegum vinnslustöðvum, og í viðskiptalíf- inu nýtur félagið trausts sem áreið- anlegur viðskiptaaðili. Til marks um þetta er til dæmis að eigið fé Sláturfélagsins á efna- hagsreikningi um síðustu áramót er talið heilar 427,6 miljónir króna. Núverandi erfiðleikar þess virðast hins vegar ekki síst lýsa sér í því að hreint veltufé þess var um síðustu áramót orðið neikvætt um 57,6 miljónir, en sú staða virðist þó samkvæmt upplýsingum um fjár- magnsstreymi í reikningunum hafa komið upp fyrst á síðasta ári. Aftur á móti er að því að gæta að langtímalán félagsins eru sam- kvæmt reikningunum hlutfallslega lág, ekki nema 453,9 miljónir á móti 864,6 miljón króna fastafjár- munum. En að hinu er þó vissulega að gæta að það hefur oft verið gagn- rýnt í áranna rás að Sláturfélagið skyldi láta jafn mikið til sín taka í smásöluverslun í Reykjavík og það hefur gert, einkum á seinni árum. Þar ber að hafa í huga að Sláturfé- lagið er samvinnufélag bænda á suðvesturhorni landsins, og sem slíkt hefur það fyrst og fremst skyldum að gegna við bændurna sem framleiðendur. Og á sama tíma starfar annað samvinnufélag neytenda í Reykjavík, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, og hef- ur ýmsum þótt það meir en lítið ankannalegt að þar væru tvö sam- vinnufélög í rauninni að keppa um sama markaðinn. Af hálfu Sláturfélagsins hefur því þó verið haldið fram til stuðn- ings þessu fyrirkomulagi að það væri félaginu nauðsynlegt að hafa beinan aðgang að markaðnum og að halda þar uppi milliliðalausu sambandi við neytendur. Með því móti einu saman gæti það gegnt að fullu skyldum sínum við viðskipta- vini sína á höfuðborgarsvæðinu, og til þess að geta þetta væri óhjákvæmilegt að reka þar eigin verslanir. Fram hefur hins vegar komið að í þessum eigin verslunum hefur félagið ekki selt nú undanfar- ið nema um 7% af framleiðslu Afkoman Þegar skoðaður er rekstrarreikn- ingur félagsins fyrir liðið ár þá er honum lokað með 65,9 miljón króna tapi. Af þeirri tölu eru þó tæpar 47 miljónir tapað hlutafé í Vöruhúsinu Eiðistorgi hf., og ann- ars staðar í skýrslunni kemur fram að tap þessa dótturfyrirtækis á síðasta ári hafi verið um 50 miljón- ir. Tap Sláturfélagsins sjálfs er því ekki nema 18,9 miljónir, af 3,3 miljarða króna veltu, og er það svo sem ekki hærri tala en ýmsar sem til dæmis hafa verið að sjást frá kaupfélögunum nú á síðustu vikum. Og sérstaklega ber þá að hafa í huga að Sláturfélagið sýnist greini- lega hafa lent í sama vandanum út imTmw Húsakynni Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli, þar sem m.a. er stærsta kjötfrystigeymsla félagsins. Áherslan í rekstrí þess verður framvegis á slátrun og vinnslu. af vaxtahækkuninni á seinni helm- ingi ársins og mörg kaupfélögin, því að fjármagnskostnaður þess á rekstrarreikningi umfram fjár- magnstekjur er 77,1 miljón á síð- asta ári, en var 11,0 miljónir árið 1986. Það fer ekki á milli mála að það þarf góðan rekstur til þess að standa af sér hækkun á borð við þessa og fara þó ekki ver út úr henni en raun ber vitni. Á síðasta ári hefur það sem sagt verið rekst- urinn á Eiðistorginu sem orðið hefur Sláturfélaginu hvað þyngstur í skauti, en ekki önnur starfsemi þess. Og því virðist fara fjarri að hægt sé að tala um að Sláturfélagið eigi í rauninni í nokkrum umtals- verðum rekstrarerfiðleikum, hvað þá að það sé nokkuð nálægt gjald- þroti. Ekki verður annað séð en að það standi efnahagslega á vel traustum fótum. Smásöluverslunin Ársskýrsla Sláturfélagsins er takmörkuð að því leyti að þar er aðeins gefið upp hvaða rekstrar- greinar þess hafi skilað hagnaði og hverjar tapi, en ekki hve mikið hjá hverri. Þannig kemur þar fram að tap hafi verið á afurðadeild, heild- söluverslun og smásölu, en aftur hagnaður af kjötiðnaði og skinna- iðnaði, en ekki hve miklu tapið eða hagnaðurinn hafi numið hjá hverri deild. Hins vegar kemur þarna fram að rekstrartekjur smásöluverslana félagsins hafi verið 682 miljónir á liðnu ári, og verður að ætla að þar sé verið að tala um sölu þeirra án söluskatts því að hann er ekki nefndur sérstaklega. Þær verslanir eru fimm talsins, Matardeildin í Hafnarstræti, Laugavegur 116, Austurver, Glæsibær og svo fimmta búðin sem Sláturfélagið rekur á Akranesi. Velta einstakra búða er ekki gefin upp þarna, heldur aðeins prósentuhlutfall þeirra hverrar um verslunin í Austurveri með heil 35% eða 238,7 miljónir. Þess ber að gæta að utan við þetta er svo sala verslunarinnar á Eiðistorgi, en upplýsingar um veltu hennar er ekki að finna í ársskýrslu Sláturfélagsins. Aftur má fá nokkra hugmynd um hlutfallslegt umfang þessara eigin verslana með því að bera saman við tölur Þjóð- hagsstofnunar um heildarveltu í verslunargreinum í Reykjavík á síðasta ári samkvæmt söluskatts- framtölum, sem út voru gefnar nýlega. Þar kemur fram að velta í matvörubúðum í borginni var um 6,6 miljarðar á árinu, og er þar söluskattur meðtalinn. Við það bætist svo það sem Þjóðhagsstofn- un nefnir blandaða verslun, að upphæð 5,2 miljarðar, en inni í þeirri tölu munu vera m.a. allir helstu stórmarkaðirnir í Reykja- vík. Tölurnar hér eru ekki nægilega nákvæmar til þess að unnt sé að koma við nema grófum reikningi. En samkvæmt þessu er samt svo að sjá að SS-búðirnar hafi á síðasta ári verið með hlutfall af stærðargráð- unni nálægt 11-12% af smásölu- verslun höfuðborgarinnar, þeirri sem fram fór í hefðbundnum mat- vörubúðum, og um 6-7% ef stór- markaðirnir eru taldir með, vel að merkja þó án þess að Eiðistorgið sé talið með Sláturfélaginu. Breytingar á smásöluverslun? Nú er svo að sjá að SS-búðirnar séu í rauninni allar falar til kaups og núverandi stjórnendur félagsins séu þessa dagana tilbúnir að selja þær jafnóðum og kaupendur finnast. Þá vaknar sú spurning hvort slík sala muni hugsanlega hafa í för með sér einhverjar breytingar á smásöluversluninni í Reykjavík og þá hverjar. Áð því er varðar aðra samvinnu- líða og ná fullu jafnvægi í núver- andi umfangi áður en í meira sé ráðist. Þó er svo sem ekki fyrir það synjandi að KRON gæti komið þarna inn í myndina sem möguleg- ur kaupandi að einhverri eða ein- hverjum verslunum Sláturfélags- ins. Ekki hafa farið sögur af öðru en að þessar búðir séu vel reknar og yfirleitt í góðu ástandi. Ef Sláturfélaginu er raunverulega jafn mikið í mun og af er látið að losna við allar verslanir sínar þá verður ekki séð að það þyrfti að vera fyrirfram út úr myndinni fyrir KRON að yfirtaka einhverja þeirra. Að öðru leyti liggur ekkert fyrir um mögulega kaupendur að þeim þrem verslunum í Reykjavík, sem Sláturfélagið á nú óseldar, né held- ur að versluninni á Eiðistorgi. Ólíklegt er þó annað en að kaup- endur eigi að geta fundist að þeim áður en langir tímar líða. Þetta á sérstaklega við um Eiðistorgið, en staðsetning þess við bæjamörk Sel- tjarnarness og Reykjavíkur er slík að halda mætti að tiltölulega auð- velt eigi að geta verið að reka þar sæmilega arðbærar verslanir. Þá hefur Matardeildin í Hafnar- stræti verið rekin þar nánast svo lengi sem elstu menn muna, og er ósennilegt annað en að einhverjir duglegir verslunarmenn geti séð sér góða atvinnumöguleika í því að kaupa hana og reka áfram. Glæsi- bær og Austurver eru kannski að sumra áliti meira óskrifað blað, fyrst og fremst vegna nálægðar við stórmarkaði, Glæsibæjar við Miklagarð og Hagkaup, og Austur- vers við Kringluna. En jafnvel þótt svo færi að það yrði ofan á að rekstri matvöruverslana yrði hætt eða úr honum dregið á þessum tveim stöðum þá verður tæplega erfiðleikum bundið að nýta hús- næði og aðstöðu undir annan rekstur. Af þeim sökum verður straumhvörfum í matvöruverslun í Reykjavík þótt Sláturfélagið hætti verslanarekstri. Verslanir skortir þar ekki, og ekki verður annað séð en að þær sem fyrir eru hljóti auðveldlega að geta annað þeim viðskiptum sem verið hafa í SS- búðunum, það er að segja ef þær hverfa úr sögunni. Hitt er svo annað mál að í búðum sínum á Sláturfélagið líka aðra eign sem ekki kemur fram í efnahagsreikningi þess. Það er sú uppsafnaða reynsla og þekking á rekstri matvörubúða sem þar hlýt- ur að vera fyrir hendi í fjölmennu starfsliði með áratugalanga starfs- reynslu í greininni. Líka fer ekki á milli mála að þessari eign sinni tapar Sláturfélagið bótalaust með því að hætta fyrirvaralaust rekstri verslana og segja fólkinu upp. Eftir atvinnuauglýsingum í blöðun- um að dæma ætti það ekki að vera óyfirstíganlegum erfiðleikum bundið fyrir reynda verslunarmenn að fá störf við sitt hæfi á öðrum stöðum, svo að hætt er við að kunnáttan í rekstri verslana innan Sláturfélagsins verði þar með töp- uð félaginu. Og í rauninni virðist aðalbreyt- ingin af þessum sökum felast í því að Sláturfélagið sé þarna að afsala sér aðstöðu sinni og viðskiptavild sem aðili að matvöruverslun í Reykjavík. Með þessu móti hverf- ur umsvifamikill aðili þar af sjónar- sviðinu og fer í staðinn að einbeita sér að því verkefni sem er raunar meginviðfangsefni félagsins eðli málsins samkvæmt, að slátra, vinna kjötið og selja það í heildsölu. Með þessu móti dregur Sláturfélag- ið einungis úr umsvifum sínum og eykur sérhæfinguna í starfi sínu. SS-vörurnar verða væntanlega áfram fáanlegar í velflestum eða öllum matvöruverslunum í höfuð- borginni, með sama hætti og verið hefur um áratugi og fólk þar á orðið að venjast. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.