Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 20
Aiiglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig ■■■v ' ■ ■ ■ ' ' ■ Okeypis þjónusta j Tíniinn Matvöru- og fiskbúðum fækkað um 77 á 10 árum Öll matarinnkaup Reykvíkinga í stórmörkuðum og sjoppum eftir 10-15 ár?: Verða öll matarinnkaup Reykvíkinga í stórmörkuðum og söluturnum eftir nokkur ar? Búið verður að loka öllum matvöruverslunum (hverfa- verslunum) og öllum fískbúð- um i Reykjavík eftir 10-15 ár og „matvöruverslun“ í borg- inni því komin í stórmarkað- ina, sjoppurnar og bakaríin, þ.e. ef þróunin verður áfram hin sama og hún hefur verið síðustu 10 árin. í svari Borgarskipulags Reykja- víkur við fyrirspurnum sem Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi gerði í borgarráði, kemur m.a. fram að frá 1977 til 1987 fækkaði hverfa- verslunum um 66 (úr 156 í 90) og fijkbúðum um 10 (úr 28 í 18). Að meðaltali hefur því matvöruversl-, unum fækkað um 6-7 ár hvert og gætu því allar verið horfnar innan 10-15 ára ef sama þróun heldur áfram. Benda má á að þótt þriðjungur Reykvíkinga búi í nýj- ustu hverfunum, Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi eru þar aðeins 18 matvöruverslanir samtals. Á sama tíma hafa stórmarkaðir bæst við í Miklagarði, Mjódd og Kringlunni. Tala þeirra sem hafa kvöldsöluleyfi hefur hins vegar lít- ið breyst, eða úr 123 í 119 (sem þýðir að sjoppur eru orðnar 30% fleiri enn hverfaverslanir) og starf- andi bakaríum í borginni hefur fjölgað um fjórðung, úr 26 í 33. í sambandi við fyrirspurn sína vitnaði Sigrún til skýrslu Borgar- skipulags um „Verslunarkönnun í Reykjavík 1981“ þar sem bent er á nauðsyn stefnumörkunar borgar- yfirvalda í verslunarmálum og stefnumið sett fram. Meðal þeirra markmiða er; að ekki verði lengra en 400 metrar (300 m radíus) frá þorra heimila í næstu matvöru- verslun - að spornað verði gegn fækkun matvöruverslana í grónum hverfum - og að jafnvægi haldist milli stórmarkaða og minni mat- vöruverslana. Samkvæmt því spurði Sigrún m.a. hve margar hverfaverslanir ættu nú að vera í Reykjavík, hvernig borgaryfirvöld ætli að sporna gegn fækkun hverfa- verslana og hvað teljist æskilegt jafnvægi milli stórmarkaða og minni matvöruverslana. í svari Borgarskipulags kemur m.a. fram að um 10.000 Reykvík- ingar búi utari við 400 m fjarlægðar- mörkin. Til að breyta því þyrfti 10-15 nýjar matvöruverslanir, fyrst og fremst í Grafarvogi, Árbæjar- hverfi, Breiðholti og Fossvogi. Hins vegar standi hverfaverslanir víða mjög þétt í elstu hverfunum. Hvað varðar stórmarkaði segir Borgarskipulag að borgaryfirvöld geti takmarkað fjölda nýrra stór- markaða og ráðið staðsetningu þeirra. í þvf sambandi sé mikilvægt að nýir stórmarkaðir verið ekki byggðir í eða nærri grónum hverf- um þar sem hverfaverslanir veiti næga þjónustu (Kringla? Mikli- garður?). Stórfækkun matvöruverslana í Reykjavík á sama tíma og fjöldi sjoppa/söluturna stendur í stað get- ur m.a. vakið þá spurningu hvort sjoppurnar hafi í stórauknum mæli verið að taka við hlutverki hverfa- verslananna. í því sambandi má rifja upp að í Reykjavík jókst velta sjoppanna um rúmlega 37% frá 1986 til 1987 en matvöruverslana (annarra en stórmarkaða) aðeins um 19% á sama tíma. Tölur um þessa þróun s.l. áratug eru ekki handbærar fyrir Reykjavík sérstak- lega, en á landsvísu jókst hlutfall sjoppusölunnar úr u.þ.b. þriðjung upp í helming af veltu matvöru- verslana á árunum 1979-1987. Sú viðbót jafngilti um 1.600 milljóna viðbótarveltu hjá sjoppunum á síð- asta ári. - HEI Ragnar kaupir „Grandavagninn“ Ragnar Júlíusson, stjórnarfor- maður Granda hf., sendi Davíð Oddssyni, borgarstjóra, bréf í gær þar sem hann segist hafa farið þess á leit við stjórn Granda hf. að fá að leysa til sín bifreið þá, sem hann hefur haft til afnota frá fyrirtækinu. Pessi ákvörðun Ragnars kom í kjölfarið á samtali sem hann átti við borgarstjóra í fyrradag. Tíminn talaði við Davíð í gær og spurði hvort hann hafi þrýst í Ragnar að fara þessa leið. „Þetta var hans eigin ákvörðun. Það eina sem ég gerði var að ræða þetta mál við hann í tengslum við það hvernig forsendurnar hafa breyst hjá fyrir- tækinu frá því þessí ákvörðun var tekin. Ég taldi mikilvægt að hann leysti þetta mál hið snarasta en hann tók þessa ákvörðun sjálfur," sagði Davíð. Hann sagðist eiga von á því að stjórnin samþykkti þessa ósk Ragnars þar sem þetta væri góður kostur. Eins og fram hefur komið áður sagði Davíð á borgarstjórnarfundi fyrir helgi að bílakaup sem þessi væru algeng. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, sagðist, í samtali við Tímann, ætla að kynna sér hvort slíkt við- gengist hjá öðrum fyrirtækjum sem borgin á hlut í. „Ég átti ekki við að slíkt væri algengt á vegum borgar- innar. Ég veit að hún er ekki svo mikill kjáni að halda að ég hafi verið að tala um það. Hún þarf ekkert að kynna sér það. Það liggur alveg ljóst fyrir hvaða reglur eru varðandi borgarfyrirtæki," sagði Davíð. JIH Enn ein ásökun um lögregluofbeldi litið dagsins Ijós: Kærði lögregluna unnar. málavextir óljósir og hefur vísað Böðvar Bragason lögreglustjóri málinutilrannsóknarhjáRannsókn- athugaði málið í gær, en þykja arlögreglu ríkisins. -SÓL Fundur Halldórs og Makhloufs: Formlegt boð um f undahöld Rúmlega þrítugur maður hefur nú kært tvo lögregluþjóna fyrir fanta- skap og tilgangslausa handtöku að- faranótt sunnudags. Maðurinn hafði tekið sér far með leigubíl áleiðis til vinnustaðar síns, en leigubílstjórinn, sem er fyrrver- andi kona mannsins, ók of greitt og var stöðvuð af lögreglubíl, sem ekki hafði ökuljósin kveikt. Leigubíl- stjórinn var færður í lögreglubílinn, en þegar spurningaflóð lögreglu- þjónanna var orðið til þess að mað- urinn var orðinn of seinn til vinnu, fór hann út úr leigubílnum og gekk að lögreglubílnum. Þar fann hann að því að lögreglan væri að stöðva fyrir brot, meðan hún fremdi annað. Lögreglumaðurinn vatt sér þá út úr lögreglubílnum, samkvæmt fram- burði mannsins, skellti honum utan í bílinn og síðan í götuna, sparkaði í hann og handjárnaði. Maðurinn var síðan færður niður á lögreglu- stöð, en á leiðinni var barsmíðunum haldið áfram, auk þess sem hann var kallaður illum nöfnum. Manninum var síðan sleppt eftir að hafa verið spurður spjörunum úr, fór á Borgar- spítalann og fékk áverkaskýrslu. Hann kærði síðan málið til lögregl- Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sem gegnir starfi utan- ríkisráðherra í fjarveru Steingríms Hermannssonar, átti í gær fund með dr. Makhlouf, fulltrúa PLO, frelsis- samtaka Palestínuaraba, sem nú er staddur hér á landi. Á fundinum mótmælti Halldór fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér eftir fund Steingríms Hermannssonar og Makhloufs í síð- asta mánuði, og baðst Makhlouf afsökunar á mistökunum, sem ekki hefðu orðið ef tilkynningin hefði verið borin undir báða aðila, eins og æskilegt hefði verið. Á fundinum lagði dr. Makhlouf fram formlegt boð til utanríkisráð- herra um fund með leiðtogum PLO, en ekki var getið um fundartíma eða fundarstað. Halldór sagðist ætla að koma skilaboðunum áleiðis til Steingríms. Fundarboðið verður rætt á ríkis- stjórnarfundi og þar verður tekin ákvörðun um málið. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.