Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.05.1988, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 10. maí 1988 Tíminn 15 illlllllH MINNING ..111 11_'■ .. 1 .. ■ Karl Gunnarsson fyrrum bóndi í Hofteigi Fæddur 16. apríl 1914 Dáinn 30. apríl 1988 Enda þótt Gunnar Jónsson frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði byggi aðeins í 14 ár á Fossvöllum í Jökulsárhlíð, var hann síðan kennd- ur við Fossvelli. Stundum þó við bernskustöðvarnar sem þeir aðrir synir Jóns Benjamínssonar, er marg- ir urðu þjóðkunnir og með íslend- ingum vestanhafs og nefndir Háreks- staðabræður. - Kona Gunnars á Fossvöllum var Ragnheiður dóttir Stefáns sjálfseignarbónda í Teigaseli á Jökuldal, Bjarnasonar. Varð þeim hjónum auðið 14 barna, er flest voru fædd áður en þau komu að Fossvöll- um í fardögum 1918. Húsmóðurstörf Ragnheiðar voru mikil, er hinn stóri unglinga- og barnahópur óx úr grasi, en gestagangur í mestan máta. Liggja Fossvellir um þjóðbraut þvera frá fornu fari eins og gerð trébrúarinnar á Jöklu fyrr á öldum sýnir. Dró og síst úr á þessari öld, að landssímastöð var á Fossvöllum frá fyrsta tíma símans í landinu og pósthús. Búsumsvif voru mikil sem jafnan síðan og jarðabætur, en Gunnar var þekktur umbótasinni og framkvæmdamaður, er á sannaðist á Fossvöllum, þótt kreppan hlyti að þrengja einnig að stórbúinu, og á árunum 1909-16, erþau Ragnheiður bjuggu á hinni afskekktu útvegsjörð Húsavík eystri. Par fæddist Karl sonur þeirra hinn 16. apríl 1914. Var hann því í fyrstu bernsku, er flust var í Bakkagerðisþorp og síðan að Fossvöllum. Þar ólst hann upp við aðstæður, sem voru hinar ólíkustu og í Húsavík, þó að all margt fólk væri þar á köflum. Karl var við bundinn á Fossvöll- um, að undan skilinni skólavist og vinnu úti í frá, fram að þrítugu og raunar búandi þar fardagaárið 1943- 44 á móti Ragnari bróður sínum, en Ragnar tók við jörð og búi af foreldrum þeirra 1932. Sat hann jörðina til dauðadags 31. mars 1967 við mikla rausn og umsýslu, en síðan ekkja hans, Anna Einarsdóttir, og börn þeirra. Skemmra varð í búskap Karls á Fossvöllum en þeir bræður munu hafa ætlað, er Karli gafst færi á Hofteigi á Jökuldal, prestsseturs- stað, sem ekki hafði verið veittur í 16 ár. Úr kjörinni nýbýlisstofnun í landi Fossvalla varð ekki því sinni og fór Karl búnaði sínum að Hofteigi lýðveldisárið. Tóku hann og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir frá Sleðbrjót, við Hofteigi, er Benedikt Gíslason fræðimaður lét þar að fullu af búskap, en hann hafði haldið staðinn frá 1928. Með þeim réðst til bús í Hofteigi yngsti bróðirinn frá Fossvöllum. Var það Hermann, þá 24 ára stúdent. Félagsbúskapurinn varð honum til mikils stuðnings við framhaldsnám, en að loknu guð- fræðiprófi vígðist hann að Skútu- stöðum 1949. Síra Hermann varð skammlífur. Hann lést af slysförum á Skútustöðum aðeins 31 árs. Ör- stuttu síðar dó Ragnheiður móðir þeirra, 75 ára að aldri, en Gunnar frá Fossvöllum kvaddi á hásumri 1957, 86 ára öldungur, manna létt- færastur og glaðastur í sinni, gestur sonar síns og tengdadóttur í Hof- teigi. Búskaparsaga Karls og Guðrúnar í full 38 ár í Hofteigi er um miklar byggingaframkvæmdir á húsalausu prestssetrinu, ræktun stórra túna allt um takmarkalitla útbeit á hinni landsþekktu fjárjörð, en þau höfðu hátt á 5. hundrað fjár á árabili, jafnvel fleira, þegar búið var stærst. Hafði Benedikt Gíslason að vísu gert ýmsar aðbætur, en eftir hinum gamla byggingarhætti, enda ábúðin ótrygg. Hlutu Karl og Guðrún að sæta því og bjuggu við þá annmarka og bæjarkulda, uns þau fengu loks formlegt byggingarbréf og gátu haf- ist handa um húsagerð. Reistu þau vandað íbúðarhús 1954, og var það lýst og hitað frá heimarafstöð frá 1964, en svo mikil útihús, að talin eru fyrir 560 fjár. Vélakostur varð að vísu góður og vinnuafköstin slík, að hjúahald var löngum ekkert, en börnin, sem stunduðu langskóla- nám, gjarna heima á sumrum, er mögulegt var og léttu bústörfin sem mest þau máttu. Elst barnanna er Björg, félagsráðgjafi í Reykjavík, þá Ragnheiður stúdent og kennari í Þrándheimi, Stefán mag. art. og menntaskólakennari í Reykjavík, Gunnar, flugmaður á Akureyri, og Bergþóra, semer hjúkrunarfræðing- ur og búsett í Áhus við Kristjánsstað í Svíþjóð. - Var barnalán Hofteigs- hjóna mikið og bar þar engan skugga á, að ekkert þeirra systkina bjóst til að taka við jörð og búi af foreldrun- um. Þegar það var sýnt, en astma- sjúkdómur sem Karl hafði lengi átt við að stríða, aftraði harðri vinnu- kröfu að nokkru, var flutningur frá Hofteigi undirbúinn af yfirvegun og með góðum fyrirvara. Mun hér einn- ig hafa komið til, að svo mikið var þegar aðhafst um byggingar og ræktun, að naumast varð meir að gert, og Karli leiðst kyrrstaðan og einhliða viðhald, er honum þótti búskapur án húsagerðar og nýræktar vera. Fækkun sauðfjár og samdrátt til sveita sá hann fyrir í all löngum og afar leiðum aðdraganda þeirra mála. Og hann gladdist yfir menntun barnanna í víðsýnni, skarpri hugsun og hvarf burt af vettvangi hins langa og stranga starfsdags á Dal og frá æskustöðvum beggja hjóna í Hlíð. Stóð heimili þeirra Guðrúnar síðan að Eyjabakka 30 í Reykjavík, fallegt kvöldsetur, prýtt góðum munum og dýrmætum minningum að austan. Þegar litið er um öxl og til Hof- teigsbóndans, sem nú er kvaddur, skipa hinar verklegu framkvæmdir og vitneskjan um stórbúskap hans veglegan sess. Minna á forsjá hans og kapp, atorku og viðbrigða þraut- seigju. Allt bar og, úti og inni, vitni hinni ýtrustu snyrtimennsku, sem að verðleikum var viðurkennd af Menningarsamtökum Héraðsbúa og almennt, einkum meðan þjóðvegur- inn lá undir hlaðvarpanum. - Margt annað kemur í hugann, sem var svo ríkt og heilt í huga þessa drenglund- aða, trúfasta vinar, gerhugula og glettna manns. Hann átti tóm til bóklestrar og valdi við fjölhæfi. Aflögu voru ljúfar stundir, er hann sat með gestum, veitull og kátur og fræddi um fyrri tíð, menn og mál- efni, af sannri frásagnarlist. Brá þá iðulega fyrir saknaðarhreim, eins og þegar föður hans var getið eða síra Sigurjóns föðurbróður hans á Kirkjubæ. Ellegar sorgaratburða og slysfara, sem fylltu næman hugann viðkvæmni og samúð. Karl átti svo margt og fjölbreytt íhugunarefni, að létti honum hinn afar langa erfiðisdag og gladdi, Iregar hlé varð á og á vökunni. Asamt vitundinni um návist eiginkonunnar, hins alúðarfulla og elskusama vinar, var það honum sú gnægð, að hann harmaði lítt það hlutskipti að búa í afar dreifbýlu og afskekktu samfé- lagi, þar sem félagsmál voru fábreytt og óhægt að sinna. Var hann að sjálfsögðu reiðubúinn til hverrar skyldugrar þátttöku, en lét öðrum eftirsóknina með öllu frjálsa. Skal hér aðeins getið setu kirkjubóndans í sóknarnefnd með þeim Hvannár- konum, Kristjönu Guðmundsdóttur og Lilju Magnúsdóttur. Var sam- vinna þeirra bæði löng og farsæl, enda þeim öllum sá lífsskilningur nákominn, að sælla er að gefa en þiggja. Var Karli ánægjuefni, er síra Gísli Brynjólfssyni, fulltrúi Jarð- eignadeildar ríkisins, fól honum að rífa það, sem uppi hékk af gamla bænum og jafna rústirnar á staðar- hlaðinu, en girðingu um kirkjugarð- inn færði hann út og bætti og vann mjög að sjálfur. Stærsta skrefið var endurnýjun kirkjuhússins 1970-72. Gleðin var einlæg við verkalok, þegar hann málaði hið nýjaða og fegraða guðshús í Neðra-Dal utan. í þau 4 ár, sem ég þjónaði Hofteigs- sókn, var mér ávallt ljós og mikils virði hinn góði hugur staðarbónd- ans, konu hans og fjölskyldu til kirkjunnar. Móttökurnar í Hofteigi voru slíkar, að messuferðirnar þang- að voru sérstakt tilhlökkunarefni. Fyrir þá samfundi og annað allt skal þakkað hinum trúfasta, gengna vini, þegar sáð er dauðlegu, en upp rís ódauðlegt. Ágúst Sigurðsson Illllllllllllllllllllllillll FRÍMERKI LitliFacit—1988 Litli Facitinn er kominn um svipað leyti og lóan, með ný verð og örlítið hærri fyrir íslensk og önnur frímerki, hversu lengi sem dugar að hækka það sem ekki selst á uppgefnu verði. Þetta er litprentuð, einföld útgáfa af stóra Facit listanum fyrir Norður- löndin. Þarna eiga að vera komin með öll frímerki sem út komu fyrir áramótin 1987/1988, og á því verði sem höfundar töldu gild um það leyti. Litprentunin er í fjórum litum. Þá eru flest frímerkjahefti sögð vera með, en mikil er sú einföldun að því er ísland varðar, því að þar eru aðeins skráð 6 hefti. Kílóvara er skráð til verðs, fram til 1976. Árssett eru einnig skráð en aðeins fram til 1974, en eins og kunnugt er voru þau seld á Islandia 73, í plastbókum, árin 1970-1973. Fyrstadags bréf eru einnig skráð frá 1929, en mikið vantar þar í. Þá eru einnig blokkirn- ar 8 skráðar sérstaklega. Hvorki eru miximkort eða sýningarstimplar skráðir fyrir fsland, þótt slíkt sé tekið fram í kynningu. Það eru í raun tveir litlu Facit listar sem koma út á vorin. Annar er aðeins fyrir Svíþjóð, en hinn fyrir öll Norðurlöndin. Sænski listinn er hins vegar eins og fyrstu 96 síðurnar í Norðurlandalistanum. Norðurlandalistinn kostar 80 sænskar krónur, en sænski listinn einn kostar 40 sænskar krónur. Sé tekið eitt dæmi um verðlagn- ingu, eða 25 króna merkið Alþingis- hús. Þá er það verðlagt í stóra Facit í fyrra á Skr. 1700,- og 145,-. Það verð breytist ekki enda ríflega sex- falt í íslenskum krónum. Listi Frí- merkjahússins skráir það á kr. 4000,- og 450,- en íslensk frímerki á kr. 5000,- og 450,-. Þarna er Facit á annað hundrað prósent hærri en íslensku listarnir. Annars er frágangur listans og prentun vönduð innan þess ramma er honum er settur. Það er Frimárkshuset A/B í Lek- sand í Svíþjóð, sem gefur út Facit listann. Sigurður H. Þorsteinsson. FORD PICKUP 1983 4x4 LXT 250 F með 6,9 Dieselvél. Fljótandi öxlar, gúmmíklædd skúffa. Ekinn aðeins 52.000 mílur. Nýinnfluttur. Upplýsingar í símum 92-46644 og 985-20066. Óska eftir beitilandi fyrir 4-5 hesta á Suðurlandi. Þarf að vera vel girt með skjólum og mikið grasgefið. Tími: miður júní til miðs desember. Tilboð merkt Beitiland sendist Tímanum fyrir 14. þ.m. Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Póstholf 10180 UE Dráttarvélar Sannarlega peninganna virði. VELAR 0G ÞJ0NUSTA HF. - Velaborg JÁRNHÁLSI 2 - SÍMI 83266 -686655 t Eiginmaður minn Svavar Jóhannsson f.v. útibússtjóri Samvinnubankans á Patreksfirði Viðihvammi 7, Kópavogi lést í Borgarspítalanum að morgni 6. maí. Fyrír hönd aðstandenda Hulda Pétursdóttir t Hjartanlegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýjan vinar hug ( veikindum og við útför Svanhildar Þorleifsdóttur og heiðruðu minningu hennar á saknaðar stundu. GUÐ BLESSI YKKUR ÖLL Ftagnar Þórarinsson Þorleifur Ragnarsson, Hanna Kristín Jörgensen og börn Sigurlaug Ragnarsdóttir, Þórður Pálmi Þórðarson og börn Þórunn Ragnarsdóttir, Birgir Gestsson og börn Ragnhildur Ragnarsdóttir og börn t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Valdimars Stefánssonar Þráinn Valdimarsson Elise Valdimarsson Hörður Valdimarsson Erla Bjarnadóttir Vilhjálmur Valdimarsson Sigfríður Sigurðardóttir Stefán Valdimarsson Ásdís Valdimarsdóttir Erla Valdimarsdóttir Hrafnhildur Valdimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.