Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur27, ágúst 198& f|| Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Forstöðumaður Útideildar Laus er staða forstöðumanns Úticfeildar (deildar- félagsráðgjafi). Starfið felur í sér daglega stjórnun Útideildar, sem sinnir leitar- og vettvangsstarfi meðal unglinga. Við leitum að félagsráðgjafa eða starfsmanni með aðra háskólamenntun á sviði sálfræði eða uppeld- ismála. Reynsla af leitarstarfi eða meðferðarstarfi með unglingum er skilyrði fyrir ráðningu. Upplýsingar gefur yfirmaður Fjölskyldudeildar í síma 25500 og deildarstjóri Únglingadeildar í síma 622760. Umsóknarfrestur er til 9. september n.k. Umsóknum skal skilað til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á eyðublöð- um sem þar fást. WHeilbrigðisfulltrúi Staða heilbrigðisfulltrúa við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. október n.k. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi og skyldur fer samkvæmt reglu- gerð nr. 150/1983 ásamt síðari breytingum. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í heilbrigðiseftirliti eða skyldum greinum svo sem dýralækningum, líffræði, matvælafræði, hjúkrun- arfræði eða hafa sambærilega menntun. Umsókn ásamt gögnum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist formanni svæðisnefndar Reykja- víkursvæðis (borgarlækninum í Reykjavík) fyrir 15. september n.k., en hann ásamt framkvæmda- stjóra heilbrigðiseftirlitsins veitir nánari upplýsing- ar. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Heimilishjálp Starfsfólk vantar til starfa í hús öryrkjabandalags íslands í Hátúni. Vinnutími 2-4 klst. eða eftir samkomulagi. Einnig vantar starfsfólk í almenna heimilishjálp og aðstoð í heilsugæslustöðina Drápuhlíð. Upplýsingar í síma 18800. Laus staða Staða forstjóra Fangelsismálastofnunar er laus til umsóknar. Forstjórinn skal vera lögfræðingur. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 23. september 1988. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 23. ágúst 1988. Daníel Sigurðsson semtókstaðsyndafrásökkvandi bátisínum í Hornafjarðarósi og lifa af fjögurra klukkustunda bið upp í fjöru: Æðraðist ekki þegar báturinn fór í Ósinn Daníel Sigurðsson, 42 ára fjölskyldumaður á Höfn í Hornafírði, bjargaði sér naumlega á sundi í úfnum sjó og brimi í Hornafjarðarós, þegar harður hnútur reið yfir bát hans, Hafmey SF 100, aðfaranótt föstudagsins og sökkti honum á örskammri stundu. Eftir að hafa brotist út úr bátnum við illan leik, tókst honum ekki að ná björgunarbát sínum á flot en varð að kasta sér til sunds í mikinn öldugang. Stóð Daníel síðustu sekúndurnar á stefni Hafmeyjarinnar sem þá stóð eitt uppúr hafi, háttaði sig þar úr sjógalla, stígvélum og skyrtu og stakk sér til sunds í átt að Austurfjörutanga. Hálftíma eftir ágjöfina, sem sökkti bátnum, var Daníel kominn á land, en varð að hafast þar við á nærbolnum einum fata að ofan og berfættur, en klæddur síðbrók, föðurlandi og hlífðarbuxum að neðan, í nær fjórar klukkustundir þar til Eiríkur á Fáfni sá til hans og náði honum um borð. um dytti í hug að líta í þessa átt og þá að sjá hann. Greip hann m.a. til þess ráðs að veifa spýtu sem hann fann með sjálflýsandi málningu á en ekki dugði það lengi vel. Þrír bátar framhjá Alls fóru þrír bátar framhjá Dan- íel á Austurfjörutanga án þess að sjá til hans. Það var ekki fyrr en um klukkan hálf fimm í gærmorgun að Daníel Sigurðsson fyrir framan Sómabátinn Hafmey SF 100, en hann rak á land á þær sömu slóðir og eigandinn synti að. Straumfallið hefur því hjálpað þeim báðum. Ljósmynd Sverrir. Síðar í gærmorgun fannst báturinn en þá hafði hann rekið á land á svipuðum slóðum og Daníel, enda lítur út fyrir að straumfallið hafi verið í þá áttina. Hnúturinn reið yfir bátinn laust eftir miðnætti, aðfara- nótt föstudagsins. Tíminn'átti ítarlegt viðal við Dan- íel í gærmorgun eftir volkið og sagði hann að erfiðast hefði verið að ákveða sig inni í húsi bátsins, hvort hann ætti bara að láta sig fara niður með Hafmeynni. Hlaut hann höfuð- högg þegar hnúturinn reið yfir bát- inn að aftanverðu og skrámaðist á hægri augnbrún. Var mikill sjógang- ur og báturinn lagðist á hliðina, en jafnframt sökk hann umsvifalaust niður að aftan. Gekk erfiðlega að opna hurðina á stýrishúsinu og þurfti Daníel að beita öllu sínu afli til að ná henni upp. Bætti ekki úr skák að Daníel fannst eins og gluggi hafi brotnað strax og flæddi sjór því inn í sjálft húsið. Komst út á þak Komst hann með harðræði út og fram á þak Hafmeyjarinnar. Þar reyndi hann að ná björgunarbát sínum á flot en eftir nokkurra sek- úndna viðureign við hylkið utan um björgunarbátinn, ákvað hann að láta þar við sitja en undirbúa þess í stað sundleiðina. „Ég æðraðist ekki í miðjum klíðum og held ég að það hafi hjálpað mér til að taka réttar ákvarðanir," sagði Daníel. Reif hann sig úr stígvélunum og sjóbux- unum, en lagði ekki í þá hættu að reyna að komast úr hlífðarbuxum sínum. Fór hann þess í stað úr skyrtunni til að létta eins mikið og kostur var af sér klæðnaði. Þetta gerði hann vegna þyngdarinnar sem bætist á við sundið þegar fötin blotna. Þegar hann síðan steypti sér í ólgandi hafið var hann á netanær- bol, þrennum buxum og ullarleist- um. Leistarnir smugu af fótum Dan- íels fljótlega eftir að hann hóf sund- tökin og var hann því berfættur í köldum sjónum. Varð hugsað til Guðlaugs „Mér varð oft hugsað til Guðlaugs sundkappa og afrekssaga hans var stöðugt í huga mínum,“ sagði Dan- íel. „Það sem hjálpaði mér líka mjög mikið var hvað ég er góður sund- maður, en ég syndi rnikið." Sagði Daníe! frá því að hann væri alinn upp á Héraði og þar hefði hann ungur komist í þjálfun við að synda í Lagarfljótinu. Þessi kunnátta kom sér vel núna í Hornafjarðarósi. Ekki treysti Daníel sér til að segja nákvæmlega til um það hversu lang- an tíma það tók að synda í land, en giskaði á að það hafi ekki verið skemmri stund en tuttugu til tuttugu og fimm mínútur. Vegalengdin er ekki mikið undir hálfunt kílómetra frá staðnum þar sem báturinn sökk og austur á Austurfjörutanga, sem er austan óssins, eins og nafnið gefur til kynna, og stjórnborðsmegin mið- að við innsiglingarstefnu Hafmeyjar- innar. í slag við brimið Þegar hann nálgaðist land minntist hann aftur sögunnar af Guðlaugi frá Vestmannaeyjum og ákvað að fara svipað að og leita að góðum lending- arstað þrátt fyrir mikinn öldugang, brim og kulda í sjónum um miðja nótt. Neytti hann því krafta til að halda sér utan strandar um hríð meðan hann valdi stað og rétt augna- blik. Renndi hann sér síðan á góðu sundi upp í fjöruna og náði í fyrstu lotu að standa eftir í fjörunni á fjórum fótum þegar aldan gekk út. Hljóp hann síðan upp á land áður en næsta alda gekk yfir, en mikil hætta var á að hann tæki út jafnskjótt og hann rak inn. Löngbiðá Austurfjörutanga Þegar hér var komið sögu var ekki liðin nema um hálf klukkustund frá því hnúturinn skall yfir Hafmey SF 100 og Daníel, en það var eins og fyrr segir rétt eftir miðnætti aðfara- nótt föstudagsins. Hófst nú löng bið eftir aðstoð en honum hafði ekki lánast að kalla til neina hjálp meðan sjórinn gekk yfir bátinn og inn í húsið. Varð hann því að bíða þarna þar til einhverjum sjófarendum öðr- til hans sást, en það var Eiríkur skipstjóri á Fáfni, sem leit í rétta átt. Sá hann tilsýndar einhverja þúst á Austurfjörutanga sem hann kannað- ist ekki við og beindi til hennar ljóskastara sínum. Eiríkur á Fáfni Fyrst í stað ákvað Eiríkur að sigla upp að ströndinni án þess að reyna að taka Daníel uppí til þess að kasta til hans fatnaði. Þegar hann lagði nálægt landi ákváðu þeir hins vegar að freista þess að ná honum um borð. Var til hans kastað kaðli og óð Daníel út í sjó aftur til að komast alla leið og varð hann björguninni afar feginn. En Tíminn spurði hann hvort ekki hafi verið erfitt að halda sér vakandi og yfirleitt á lífi þarna um nóttina, illa klæddur og hrakinn. „Maður var nú alveg staðráðinn í að lifa þetta af eftir að ég komst á annað borð út úr bátnum,“ sagði Daníel, „það hefði ekki orðið neinn dauðdagi við hæfi að gefast upp þegar ég var kominn á land. Ég hef líka alltaf reynt að selja mig nokkuð dýrt og datt aldrei í hug að sofna eða gefast upp eftir stríðið á bátnum og , á sundinu." Til að stytta sér stundir á fjörunni var Daníel byrjaður að moka saman sandi í þeim tilgangi að gera sér eitthvert skýli. Ákaflega þakklátur „Ég er ákaflega þakklátur forsjón- inni fyrir að komast lífs af úr þessum mannraunum, en mér þykir þetta helvíti leitt gagnvart tryggingarfélag- inu sem þarf að leggja eitthvað út fyrir skaðanum." Bátnum skolaði síðar á land eftir straumfalli þegar lengur leið á morg- uninn og má segja að Hafmeyjan hafi ákveðið að elta hann í land á Austurfjörutanga. Báturinn Hafmey er af gerðinni Sómi 700 og er smíðaður hjá Báta- smiðju Guðmundar í Hafnarfirði. Einkennisstafimir SF 100 hafa verið í sjóskaðafréttum áður, en þá voru þeir á togaranum Jóni Eiríkssyni sem sökk fyrir nokkrum árum. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.