Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 16
28 Tíminn DAGBÓK ' Laugardágúr27. ágúst 1988 EUiheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níels- son. Fella- og Hólakirkja Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjart- arson. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Kristín Jónsdóttir. Sr. Cecil Haraldsson. Grensáskirkja Messa kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnar- son. Sr. HalldórS. Gröndal. Hallgrímskirkja Messa kl. 11. Sr. RagnarFjalarLárusson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn Messakl. 10. Sr. RagnarFjalarLárusson. Háteigskirkja Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Laugarnessókn Laugardaginn 17. ágúst. Messa í Hátúni lOb 9. hæð kl. 11. Guðsþjónusta í Áskirkjusunnudagkl. 11. Sóknarprestur. Neskirkja Messa kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Úlafur Jóhannesson. Mið- vikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Ólafur Jóhannsson. Seljakirkja Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðni Gunnars- son skólaprestur messar. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Seljasókn. Seltjarnarneskirkja Messa kl. 11. Organisti Sighvatur Jónas- son. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Tilboð óskast Tilboð óskast í sláturfjárflutninga til sláturhúss Kaupfélags Hrútfirðinga, Borðeyri. Tilboðsfrestur er til 5. september n.k. Allar upplýs- ingar gefur kaupfélagsstjóri í síma 95-1130 og 95-1184. Kaupfélag Hrútfirðinga. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Skólinn verður settur í Hallgrímskirkju fimmtudag- inn 1. sept. kl. 14.00. Stundaskrár verða afhentar að lokinni skólasetningu. Kennarafundur verður haldinn kl. 10. Fundur verður haldinn með nem- endum meistaraskóla og öldungadeilda kl. 17, og stundaskrár afhentar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 2. september. Iðnskólinn í Reykjavík. c§3HúsnæÖisslofnun ríkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 Útboð Stjórn verkamannabústaða á Blönduósi óskar eftir tilboðum í byggingu fjögurra íbúða í tveimur einnar hæðar parhúsum, byggðum úr steinsteypu, verk nr. U.20.05 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál hvors húss 194 m2 Brúttórúmmál hvors húss 695 m3 Húsin verða byggð við göturnar Mýrarbraut 14-16 og Skúlabraut 18-20 á Blönduósi og skal skila fullfrágengnum, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á bæjarskrifstofu, Hnjúkabyggð 33,540 Blönduósi, og hjátæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá þriðjudeginum 30. ágúst gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 13. sept. 1988 kl. 14:00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. o§<iHúsnæðisstofnun ríkisins Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi sunnudag 28. ágúst 1988 Árbæjarkirkja Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organleik- ari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Áskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Jónas Þórir. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðntundsson. Einsöngur: Guðrún Jóns- dottir. Prestursr. Ólafur Jens Sigurðsson. Sóknarnefndin. Dómkirkjan Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organ- isti Marteinn Hunger Friðriksson. Sr. Lárus Halldórsson. Viðeyjarkirkja Messa kl. 14. Dómkórinn syngur. Organ- isti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Lárus Halldórsson. Kl. 16.00 - Orgelleikur. Marteinn H. Friðriksson leikur á nýja orgelið í Viðeyjarkirkju í 30 mín. Landakotsspítali Messa kl. 13. Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Söngdagar í Skálholti Nú um helgina eru hinir árlegu „SÖNGDAGAR í SKÁLHOLTl", er það í tíunda sinn. Viðfangsefni „Söngdaga" hafa verið margvísleg og verður að þessu sinni tekist á við nýtt kórlag eftir John Speight samið í tilefni „Söngdaga 88“. Verður það í öndvegi ásamt Requiem eftir G. Fauré, en það var aðalverkefni fyrstu „Söngdag- anna“ fyrir tíu árum. „Söngdögum“ lýkur sunnudaginn 28. ágúst með því að kl. 16.30 hefst tónlistar- flutningur í kirkjunni, en þar mun hópur- inn syngja og Sigurður Halldórsson leika á celló svítu nr. 5 eftir J.S. Bach. Guðsþjónusta hefst síðan kl. 17 og er stefnt að því að flytja Requiem eftir Fauré við þá athöfn. Prestur er séra Guðmundur Óli Ólafsson, organisti er Gústaf Jóhannesson og söngstjóri. Jónas Ingimundarson. Franskur orgelleikari á tónleikaferð Franski orgelleikarinn Loic Mallié er hér á landi um þessar mundir í boði Alliance Frangaise. Hann heldur héF þrenna tónleika. Þeir fyrstu verða í Prestsbakkakirkju á Síðu sunnudaginn 28. ágúst. Þriðjudaginn 30. ágúst leikur hann í Akureyrarkirkju. Þriðju og síðustu tónleikarnir verða svo í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 1. september kl. 20.30. Efnisskráin verður breytileg í samræmi við möguleika hljóðfæranna í kirkjunum þremur, en búast má við verkum eftir Jóhann Sebastian Bach og Olivier Mes- siaen. 1 Dómkirkjunni mun Loic Mallié einnig leika verk eftir sjálfan sig en hann er afkastamikið tónskáld og hefur samið allmörg verk, bæði fyrir einleik og stórar hljómsveitir. í lok allra tónleikanna leikur hann af fingrum fram.. Loic Mallié fæddist í La Baule við ósa Loire-fljóts í Frakklandi árið 1947. Hann stundaði nám í tónsmíðum og í píanó- og orgelleik við tónlistarháskólann í París þar sem frægasti kennari hans var Mes- siaen. Jafnframt tónlistarnáminu lauk hann námi í lögum (þ.e.a.s. lögfræðil). Hann hefur unnið til fjölda verðlauna. Loic Mallié er prófessor við tónlistar- háskólann í Lyon þar sem hann er starfsbróðir Eddu Erlendsdóttur píanó- leikara. Hann er orgelleikari við kirkju heilags Péturs í Neuilly og hefur haldið tónleika víða um lönd við frábærar við- tökur og hástemmt lof gagnrýnenda. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum Sigtúni 3 sunnudag. Kl. 14: Frjálst. Spilogtafl. Kl. 20: Dans til kl. 23.30. SÍBS og Samtök gegn astma og ofnæmi fara í sína árlegu sumarferð sunnudaginn 28. ágúst til Þingvalla. Grillveisla verður í Hrafnagjá. Farið verður frá Suðurgötu 10, kl. 11. Upplýsingar veittar á skrifstofunni, í síma 22150. ÚTIVIST Sunnudagsferðir 28. ágúst: Kl. 8. Þórsmörk - Goðaland. Einsdags- ferð. Stansað 3-4 klst. í Mörkinni. Berja- tínsla. Verð 1.200 kr. Kl. 9. Línuvegurinn - Hlöðufell. Ekið um Línuveginn norðan Skjaldbreiðar á Hlöðuvelli og gengið þaðan á fellið. Verð 1.300 kr. Kl. 13. Stranganga í landnámi Ingólfs 20. ferð. Herdísarvík - Strandarkirkja. Skemmtileg gönguleið um greiðfæra hraun- og sandströnd. Strandarkirkja skoðuð. Verð 900 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSl, bensínsölu. Útivist Ferðafélag íslands: Dagsferðir sunnudaginn 28. ágúst: 1) Kl. 08 Þórsmörk - dagsferð. Verðkr. 1.200. 2) Kl. 10. Síldarmannagötur - gömul þjóðleið. Gengið frá Hvalfirði upp Síldarmanna- brekkur, yfir Botnsheiði í Skorradal. Skemmtileg þjóðleið milli byggða í Hval- firði og Skorradal, en í lengra lagi. Verð kr. 1.200. 3) Kl. 10. Sveppa- og berjaferð í Skorra- dal - Uxahryggir. Til baka verður ekið um Uxahryggi og Þingvellitil Reykjavíkur. Verðkr. 1.200. 4) Kl. 13. Ketilsstígur - Sveifluháls - Vatnsskarð. Ekið að Lækjarvöllum, gengið um Ketilststíg upp á Sveiflu háls, síðan gengið norður eftir hálsinum að Vatnsskarði. Verð kr. 600. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands SJÓNVARPIÐ Laugardagur 27. ágúst 6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Árni Bergur Sigur- bjömsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið meö Ernu Indriöadóttur. Fréttir á ensku kl. 7.30. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Erna Indriðadóttir áfram að kynna morgunlögin fram að tilkynn- ingalestri laust fyrir kl. 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. Meöal efnis er getraunin „Hljóðastokkurinn“. Ennfremur verður dregið úr réttum lausnum sem hafa borist frá síðasta laugardegi.Umsjón: Gunnvör Braga.(Einnig út- varpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Sígildir morguntónar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir 10.25 Ég fer í fríið. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri) 11.00 Tilkynningar. 11.05 Vikulok. Fréttayfirlit vikunnar, hlustenda- þjónusta, viðtal dagsins og kynning á dagskrá Útvarpsins um helgina. Umsjón: EinarKristjáns- son. 12.00 Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. 13.10 ( sumarlandinu með Hafsteini Hafliðasyni. (Einnig útvarpað nk. miðvikudag kl. 15.03). 14.00 Tilkynningar. 14.05 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Magnús Einarsson og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.30 Leikrit: „Sumardagur“ eftir Slavomir Mrozek. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. Leik- stjóri: Benedikt Ámason. Leikendur: Þrándur Thoroddsen, Sigmundur Örn Arngrímsson, Sigurður Karlsson og Tinna Gunnlaugsdótt- ir.(Einnig útvarpað nk. þriðjudagskvöld kl. 22.30). 17.45 Tónlist eftir Witold Lutoslawskl. a. Sinfón- ísk tilbrigði. Sinfóníuhljómsveit Pólska útvarps- ins leikur; höfundurinn stjórnar. b. Þrír dansfor- leikir fyrir klarínettu, hörpu, píanó, slagverk og strengi. Eduard Brunner leikur á klarínettu ásamt félögum í Sinfóníuhljómsveit Útvarpsins í Bayern; höfundurinn stjórnar. 18.00 Sagan: „Útigangsbörn“ eftir Dagmar Galin. Salóme Kristinsdóttir íslenskaði; Sigrún Sigurðardóttir byrjar lesturinn. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.35 Óskin. Þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar. (Einnig útvarpað á mánudagsmorgun kl. 10.30) 20.00 Litli barnatíminn. Umsjón: Gunnvör Braga. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Sigurður Alf- onsson. 20.45 Af drekaslóðum - Úr Austfirðingafjórð- ungi. Umsjón: Kristjana Bergsdóttir. 21.30 íslenskir einsöngvarar. Stefán fslandi syngur aríur úr óperum eftir Leoncavallo, Puccini, Donizetti og Verdi. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð * kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Skemmtanalíf - „Hluti af mínu lífi“. Ásta R. Jóhannesdóttir ræðir við Svanhildi Jakobsdótt- ur. 23.10 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.10 Um lágnættið. Sigurður Einarsson kynnir sígiida tónlist. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. FM 91,1 02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 8.10 Á nýjum degi með Erlu B. Skúladóttur sem leikur létt lög fyrir árrisula hlustendur, lítur í blöðin og fleira. 10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson tekur á móti gestum í morgunkaffi, leikur tónlist og kynnir dagskrá Ríkisútvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á réttri rás með Halldóri Halldórssyni. 13.30 Úrslitaleikur Bikarkeppni Knattspyrnu- sambands íslands. Arnar Bjömsson og Jón Óskar Sólnes lýsa leik Valsmanna og Keflvík- inga á Laugardalsvelli. 16.05 Laugardagspósturinn. Umsjón: PéturGrét- arsson. 17.00 Lög og létt hjal - Svavar Gests. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Út á lífið. Rósa Guðný Þórsdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. • 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20,16.00,19.00, 22.00 og 24.00. ÚTVARP Mjölnisholti 14, 3. h. Opið virka daga 15.00-19.00 Sími 623610 Laugardagur 27. ágúst 17.00 fþróttir. Umsjón Samúel Örn Erlingsson. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Litlu Prúðuleikararnir. (Muppet Babies) Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.25 Barnabrek. Umsjón Ásdís Eva Hannesdótt- ir. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 ökuþór. (Home James). Breskur gaman- myndaflokkur um ungan lágstéttarmann sem ræður sig sem bílstjóra hjá auðmanni. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 21.00 Maður vikunnar. 21.15 Taggart. (The Killing Philosophy). Lokaþátt- ur. Aðalhlutverk Mark McManus. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 22.10 Bogart. (Bogart). Bandarísk heimildamynd um leikarann Humphrey Bogart, líf hans og þær myndirsem hann lék í. Þýðandi ÝrrBertelsdóttir. 23.00 Afríkudrottningin. (The African Queen). Bandarísk bíómynd frá 1952 gerð eftir sögu C.S. Forester. Leikstjóri John Huston. Aðalhlut- verk Humphrey Bogart og Katherine Hepburn. Sígild verðlaunamynd sem gerist í Afríku í fyrri heimsstyrjöldinni og segir frá drykkfelldum skip- stjóra og trúboða, sem þrátt fyrir andúð hvort á öðru verða að standa saman gegn sameiginleg- um óvini. Bogart fékk Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í þessari mynd. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. Myndin var áður á dagskrá í janúar 1977. 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Laugardagur 27. ágúst 09.00 Með Körtu. Karta heimsækir krakka á sigl- inganámskeiði í Nauthólsvík, segir sögur úr Nornabæ og sýnir myndimar: Lafdi Lokkaprúð, Yakarí, Depill, Selurínn Snorri og Óskaskógur- inn og fræðsluþáttaröðin.Gagn og gaman. Allar myndir sem börnin sjá með Körtu eru með íslensku tali. Leikraddir: Guðmundur Ólafsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Júl- íus Brjánsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Pálmi Gestsson og Saga Jónsdóttir. 10.30 Penelópa puntudrós. The Perils of Pene- lope Pitstop. Teiknimynd. Þýðandi: Alfreð Sturla Böðvarsson. Worldvision. H.OOHinir umbreyttu. Transformers. Teikni- mynd. Þýðandi: Sigurður Þór Jóhannesson. 11.25 Benji. Leikinn myndaflokkur fyrir yngri kyn- slóðina um hundinn Benji og félaga hans sem eiga í útistöðum við ill öfl frá öðrum plánetum. Þýðandi: Hersteinn Pálsson. 12.00 Viðskiptaheimurinn. Wall Street Joumal. Endursýndur þáttur frá síðastliðnum fimmtu: degi. 12.30 Hlé. 13.50 Laugardagsfár. Tónlistarþáttur. Plötusnúð- urinn Steve Walsh heimsækir vinsælustu dansstaði Bretlands og kynnir nýjustu popplög- in. Musicbox 1988. 14.45 Þar til í september. Until September. Róm- antísk ástarsaga um örlagaríkt sumar tveggja elskenda í París. Aðalhlutverk: Karen Allen, Thierry Lhermitte og Christopher Cazenove. Leikstjóri er Chris Thomson. Framleiðandi: Michael Gruskoff. Þýðandi: Örnólfur Árnason. 16.20 Listamannaskálinn. The South Bank Show. Viötal við bandaríska rithöfundinn, Gore Vidal. Umsjónarmaður er Melvyn Bragg. Þýðandi: örnólfur Árnason. LWT. 17.15 íþróttir á laugardegi. Bein útsending. Litið verður yfir íþróttir helgarinnar og úrslit dagsins kynnt ásamt fréttum af íslandsmótinu - SL- deildin, NBA-karfan og fréttir utan úr hinum stóra heimi. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.1919.19 Fréttir og fréttatengt efni ásamt veður- og í þróttafréttu m. 20.15 Ruglukollar. Marblehead Manor. Snarrugl- aðir, bandarískir þættir með bresku yfirbragði. Aðalhlutverk: Bob Fraser, Linda Thorson, Phil Morris, Rodney Scott Hudson og Paxton White- head. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnarsson. 20.45 Verðir laganna. Hill Street Blues. Spennu- þættir um líf og störf á lögreglustöð í Bandaríkj- unum. Aðalhlutverk: Michael Conrad, Daniel Travanti og Veronica Hamel. NBC. 21.35 Aldrei að víkja. Never Give an Inch. Skógar- höggsmaður fómar lífi og limum til að geta stundað sjálfstæðan atvinnurekstur í trássi við ríkjandi viðhorf kollega sinna, sem mynda bandalag gegn honum. Verkið er i anda mynd- anna um „hinn vinnandi mann“, sem voru ráðandi á fjórða og fimmta áratugnum. Aðalhlut- verk: Paul Newman, Henry Fonda og Lee Remick. Leikstjóri: Paul Newman. Framleið- andi: Paul Newman og Foreman. Universal 1971. Sýningartími 110 mín. 23.25 Dómarlnn. Night Court. Lokaþáttur. Þýð- andi: Gunnar Þorsteinsson. Wamer. 23.50 Uppgangur. Staircase. Richard Burton og Rex Harrisson eru hér í hlutverkum tveggja homma sem búa saman fyrir ofan rakarastofu sína í London. A milli þess sem Burton, kvenmaðurinn í sambandinu, hefur áhyggjur af hárlosinu, gælir hann við Harrison. Harrison sem er uppgjafaleikari er enn í sárum eftir að hafa verið handtekinn sem klæðskiptingur. Þeir lifa þrasgjömu lífi og skeyta óspart skapi sínu hvor á öðrum. Uppgangur er gamanmynd sem vert er að veita athygli. Aðalhlutverk: Richard Burton, Rex Harrison og Cathleen Nesbitt. Leikstjóri: Stanley Donen. Framleiðandi Stanley Donen. Þýðandi: Pétur S. Hilmarsson. 20th Century Fox 1969. Sýningartími 90 mín. 01.30 Davíð konungur. King David. Árið 1000 f. Kr. vann ungur smaladrengur, Davíð að nafni, hetjulegan sigur í viðureign sinni við heljar- mennið Golíat og var útnefndur konungur ísraelsmanna fyrir vikið. Myndin segir frá ævi Davíðs konungs, eiginkonum hans fjórum og ástum hans og Bathsebu. Aðalhlutverk: Richard Gere, Edward Woodward og Denis Quilley. Leikstjórn: Bruce Beresford. Framleiðandi: Martin Elfand. Þýðandi: Páll Heiðar Jónsson. Paramount 1985. Sýningartími 110 mín. Ekki við hæfi barna. 03.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.