Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 15
Þetta var upphaf að margra ára sumarstarfi mínu hjá þessum sæmd- arhjónum Guðrún Össurardóttur Thoroddsen og Haraldi Sigurmunds- syni. Á heimilinu upplifði ég svo einnig þær stórkostlegu breytingar sem urðu á starfi bóndans vegna vélvæðingar. Þá voru uppgangstímar í landbúnaði: Bændur ræstu fram land og breyttu þúfum í sléttur og mikil umbylting átti sér stað. Halli á Fossá tók virkan þátt í þessum breytingum. En honum var ávallt kært að nota gömlu heyskapar am- boðin, orfið og Ijáinn. Minnist ég margra stunda er ég færði honum mat þar sem hann stóð við slátt. Allt heimilisfólkið á Fossá var eins og ein stór samtaka fjölskylda þar sem allir lögðu sitt af mörkum í starfi og leik. Halli var óþreytandi að kenna okkur og leiðbeina. Ég minnist þess hvernig hann las veðrið úr skýjun- um. Og ekki var hann alltaf sammála veðurfræðingunum. Ég fór smátt og smátt að skynja umhverfið og náttúruna á annan hátt. Þetta var mér sem nýr heimur. Mannlífið, náttúran og umhverfið allt var mér nýtt og spennandi. Að fylgjast með flóði og fjöru og þeim hættum sem fylgdu flóði fyrir skepnur, var rannsóknar- og undr- unarefni borgarbarnsins. Þarna lærðist manni að taka egg úr hreiðr- um, sjá hvernig egg voru stropuð og þekkja egg ólíkra fugla. Og orð eins og „beiddi og nær?“ tengjast minningunni um þennan hugljúfa öðlingsmann. Hörgsnesið var mikið náttúruund- ur og Ijúfur fjölskyldureitur, ber þar efst Reynihrísluna hennar Gunnu. Einn var sá siður Halla að smala fénu á nóttunni. Ég minnist vornátt- anna á liprum fola bóndans og hvernig þessi tími laðar ennþá fram sterkar tilfinningar fyrir fegurð birt- unnar og angan lyngsins og náttúr- unnar við Breiðafjörð. Ég minnist Kristínar, Guðrúnar og Haraldar með þakklæti og virðingu. Blessuð sé þeirra minning. Þórey Eyþórsdóttir Ingólfur Davíðsson: Viðeyádagskrá Nýlega eru um garð gengin vegleg hátíðahöld í Viðey. En hvernig var umhorfs þar á landnámsöld? Eyjan hefur verið matarforðabúr, eggver, fuglatekja og dúntekja. Get- ið er kornræktar í Viðey á 12. öld, og hefur hún sennilega haldist þar lengi, kannski fram á síðari hluta 16. aldar. Kornyrkja lagðist niður á landinu, bæði vegna kólnandi veður- fars og innflutnings á ódýru korni. Upp úr miðri 18. öld var farið að reyna kornrækt aftur, m.a. í Viðey. Nokkur tilraunastarfsemi var í Við- ey fyrráöldum. Nokkrartrjátegund- ir voru gróðursettar þar 1752, en þær dóu út. Skúli Magnússon landfógeti, sem bjó þar þá, telur tilraunirnar ekki hafa verið gerðar af nægilegri þekkingu. Vorið 1826 flutti Magnús Stephensen með sér trjáplöntur frá Kaupmannahöfn til gróðursetningar í Viðey. Reynihríslur í Viðey? Arthur Dillon lávarður, sem dvaldi í Reykjavík 1834-1835, getur um hríslur í Viðey. Hann ritar á þessa leið um för sína og franskra manna út í Viðey: „Við lentum við brattar steintröppur. Milli þeirra og hússins var grasflötur og þar voru gróðursett um 50 tré. Þó þau væru mjög ung voru þau orðin meira en 12 fet á hæð og munu dafna betur en flest önnur, þar sem þau vaxa í skjóli hússins og hæða til beggja handa. Húsið var á stærð við stiftamts- mannshúsið og lítil kirkja við annan endann." Dillon nefnir ekki trjáteg- undina, en líklega hafa þetta verið reyniviðir, eins og hjá stiftamt- manninum á sama tíma. Engar sögur fara síðan af trjánum í Viðey, en varla hafa þau haldist lengi. Gras þrífst prýðilega í Viðey, fuglinn ber ríkulega á. Hagbeit þótti þar hin besta súmar og vetur. f sýslulýsing- um 1852 stendur: „Viðey sögð öll grasi vaxin, en mjög þýfð, einkar grasgefin. Æðarvarp mikið og af- bragðsmikill heyskapur og einhver hinn besti heykostur.“ Búsældarlegt og gróskumikið hef- ur jafnan verið í Viðey. Undirritaður dvaldi þar dagpart 1938 og sá 126 jurtategundir við lauslega athugun. Sjá Náttúrufræðinginn 1939. Nú mun kunnugt þar um rúmlega 148 tegundir blómjurta og byrkninga. En ekkert er þar kvistlendi. Frjórannsóknir hafa leitt f ljós að skógur eða kjarr hefur vaxið á Reykjavíkursvæðinu á landnáms- öld. Varla þó að ráði í Viðey, skilyrði þar hæfa best grasinu. Birki- lurkar í jörð víða í mýrum á íslandi sanna fornt skóglendi. En hvenær óx sá skógur? Talið er að það hafi verið á hlýviðrisskeiði óralöngu fyrir land- námsöld. Síðan kólnaði, úrkoma óx og mikið mýrlendi myndaðist. Nafnið Viðey gæti verið dregið af miklum viðarreka. Fjaran hefur ver- ið þakin rekaviði á dögum Ingólfs og Hallveigar. Viðey er sögufrægur staður „ Víkur hann sér í Viðeyjarklaustur, víða trúi hann svamli, sá gamli, “ kvað Jón biskup Arason árið 1550. Langt er síðan munkar gengu þar um garða, en um skeið var Viðeyjar- klaustur eitt hið auðugasta á íslandi og átti jarðeignir miklar. Á síðari hluta 18. aldar bjó Skúli Magnússon í Viðey, oft kallaður faðir Reykja- víkur; þ.e. iðnaðar þar. Minnisvarða hefur hann reist sér í Viðey með byggingu Viðeyjarkirkju -og stofu. Þrír frægir menntamenn, þ.e. Bjarni Pálsson, Eggert Ólafsson og Sveinn Pálsson, dvöldu oft hjá Skúla í Viðey á vetrum og unnu að hinum stórmerkilegu ferðabókum sínum. Eftir Skúla tók við veldi Stefán- unga. Fyrstur var mikill rausnarmað- ur Ólafur Stephensen. Er hans og lífsins í Viðey á þeim tíma, getið í ýmsum útlendum ferðabókum. Mikilsháttar útlendum ferðamönn- um var oft vísað til Viðeyjar og róma gestirnir höfðingsskap Ólafs og bragðmiklar, stórkostlegar veislur. Sonur Ólafs Magnús Stephensen gerði síðan garðinn frægan í Viðey. Hann var valdamesti maður á Is- landi, bæði í veraldlegum efnum og menningarmálum um sína daga. Prentsmiðja var í Viðey á vegum Magnúsar Stephensen 1819-1844. Nú eru Viðeyjarbækur sjaldgæfar og í fárra höndum. Stórbúskapur í Viðey og mikil útgerð í byrjun þessarar aldar varð Viðey eign þeirra feðga séra Eiríks Briem og Eggerts sonar hans. Var þá umfangsmikill búskapur og fjöl- mennt í Viðeyjarstofu. Á árunum 1907-1914 voru mikil umsvif Milljónafélagsins í Viðey, gerð hafn- armannvirki, rekin mikil útgerð og fiskvinnsla. Síðan tók við Kárafélag- ið fram að kreppuárunum. Þá fjaraði atvinnulífið út, og þorpið sem mynd- ast hafði, fór í eyði 1943. Þar höfðu búið um 100 manns og helmingi fleiri á vertíðinni, þegar best lét. Byggð mun hafa lagst af um 1970. Nú er Viðey eign Reykjavíkur- borgar. Kirkja og stofa hafa verið lagfærð með myndarskap, o.fl. mun vera á prjónunum. Talsverðar fom- leifarannsóknir hafa verið gerðar í Viðey hin síðustu ár og margt merki- legt komið í ljós, einkum frá klaust- urtímabilinu 1226-1550. Viðeyjarklaustur var lengi menntasetur og hafa margir merkis- menn gengið þar um garða. Styrmir hinn fróði, vinur Snorra Sturlusonar, var ábóti í Viðey 1235-1245. Hann samdi Ólafs sögu helga og mun hafa átt þátt í nú glataðri frumgerð Land- námabókar. Ögmundur Pálsson hinn voldugi Skálholtsbiskup, sam- tíðarmaður Jóns biskups Arasonar, var ábóti í Viðey á yngri árum. I framtíðinni verður Viðey eflaust fjölsóttur ferðamannastaður, bæði vegna sögu sinnar og legu. Tíminri 27 c LANDSVERKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér meö eftir tilboðum í að steypa upp og fullgera aðveitustöðvarhús sem reisa á við 220 kV háspennulínu Landsvirkjunar til álversins í Straumsvík, móts við Hamranes sunn- an Hafnarfjarðar. Verkinu tilheyra einnig ýmsir aðrir verkþættir svo sem gerð undirstaða fyrir stálmöstur og spenna. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudegin- um 30. þ.m. á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitis- braut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3.000.- Helstu kennitölur í verkinu eru: Flatarmál húss 614 m2 Rúmmál húss 3160 m3 Steypa 1015 m3 Mótafletir 4170 m2 Steypustyrktarjárn 92 tn Miðað er við að verkið geti hafist 23. september n.k. og að verklok verði sem hér segir: Húsið fokhelt 31. desember 1988 Steypt mannvirki utanhúss 15. apríl 1989 Heildarverklok 15. maí 1989. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar 9. september 1988 fyrir kl. 10.30, en tilboðin verða opnuð þar sama dag kl. 11.00 að viðstöddum bjóðendum. Reykjavík 28. ágúst 1988. W Fóstru vantar Okkur á barnaheimilinu Barnabæ, Blönduósi bráðvantar fóstru til liðs við okkur nú þegar. Á heimilinu starfa nú þegar þrjár fóstrur og einn þroskaþjálfi. Erum að fara á stað með mjög spennandi starfsemi nú í haust. Húsnæði í boði. Upplýsingar veitir forstöðumaður Svava Hansdótt- ir í síma 95-4530 og heimasíma 95-4453. ÍI Hafnarfjarðar- bær-áhaldahús Óskum að ráða trésmið Góður vinnutími, góð vinnuaðstaða. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar gefnar í síma 652244. Yfirverkstjóri Sem nýr Mitsubishi L-300 4WD, árgerð ’88 ekinn 14 þús. km, er til sölu af sérstökum ástæðum. Er með dráttarkúlu og útvarpi. Tilboð óskast sent auglysingadeild blaðs- ins fyrir 31. ágúst, merkt „Fjórhjóladrif“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.