Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 12
V T f "1 24 Tíminn FJÖLBBAUTASKÚUNN BREiÐHOUl Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun og val námsáfanga í Kvöldskóla Fjöl- brautaskólans í Breiðholti fer fram 29., 30. og 31. ágúst kl. 17.00-20.00 í húsakynnum skólans við Austurberg. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti verður settur í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, fimmtudaginn 1. september kl. 9.15 árdegis og eiga nýnemar dagskólans að koma á skólasetninguna. Allir nemendur dagskólans fá afhentar stundaskrár fimmtud. 1. september kl. 10.00-12.30. Námskynning fyrir nýnema kvöldskólans verður fimmtudaginn 1. september kl. 18.00-20.00 en dagskólans 2. september kl. 9.00-15.00. Almennur kennarafundur verður 1. september kl. 10.30-12.00. Kennsla hefst í dagskóla og kvöldskóla mánudag- inn 5. september skv. stundaskrá. Skólameistari. Til sölu kranabifreið LINK BELT HTC, 25 tonn, árgerð 1978 í mjög góðu ástandi. Upplýsingar í síma 91-43722. BOÐA RAFGIRÐINGAR Til afgreiðslu strax Hvergi betra verð Flatahrauni 29, 220 Hafnarfjörður sími 91-651800 bbQi 'i'j' j Laugardaqur 27. áqúst 1988 ÍÞRÓTTIR Úrslitaleikur Mjolkurbikarkeppninnar í knattspyrnu í dag: Fyrsti leikur Vals og ÍBK í úrslitum Bikarkeppninnar Úrslitalcikur Mjólkurbikarkcppni KSÍ fer fram á Laugardalsvelli í dag kl. 14.00. í þessum stórleik íslenskr- ar knattspyrnu munu lið Vals og Keilavíkur leiða saman hesta sína í fyrsta sinn í sögu þessarar keppni. Valsmenn hafa 7 sinnum áður leikið til úrslita í bikarkeppninni og 4 sinnum sigrað. Peir léku fyrst til úrslita 1965 gegn ÍA og sigruðu 5- 3. Næst töpuðu þeir 1-0 fyrir KR 1969, en 1974 unnu þeir ÍA 4-1. Aftur urðu Skagamenn fyrir barðinu á Valsmönnum 1976, þá sigruðu Vals- menn 3- 0. Árið eftir sigruðu Vals- menn Framara 2-1 og í sínum þriðja úrslitaleik í röð 1978 komu Skaga- menn fram hefndum og sigruðu Valsmenn 1-0. Enn leika Valsmenn til úrslita 1979, þá fjórða árið í röð. Mótherjarnir voru Framarar, sem sigruðu 1-0. Síðan þá hafa Valsmenn orðið að láta sér nægja að fylgjast með úrslitaleik bikarkeppninnar úr áhorfendastúkunni. Keflvíkingar leika í dag sinn 5. bikarúrslitaleik. Þeir hafa einu sinni sigrað í keppninni, það var 1975 að þeir sigruðu Skagamenn 1-0. Kefl- víkingar léku í fyrsta sinn í úrslitum keppninnar 1973 og töpuðu þá 1-2 fyrir Fram. 1982 töpuðu Keflvíking- ar fyrir Skagamönnunt 1-2 og 1985 töpuðu þeir i-3 fyrir Fram. í fyrra munaði litlu að Valsmenn kæmust í úrslitaleikinn, en þeir töp- uðu óvænt fyrir Víði í Garðinum í undanúrslitaleik. Valsmenn hafa því ekki leikið í úrslitum bikarkeppninn- íþrótta- viðburðir helgarinnar Knattspyrna Laugardagur: Úrslitaleikur Mjólkubikarkeppni KSÍ Valur-ÍBK kl. 14.00. á Laugardalsvelli. Sunnudagur: 1. d. kv.kl. 14.00. KA-lA 2. d. ka.kl. 19.00. iR-lBV 3. d.A ka. kl. 14.00. Stjarnan-Grótta 3.d.A ka.kl. 14.00. Aftureld.-Njarðvík 3.d.A ka.kl 14.00. LeiknirR-ReynirS 3.d.A ka.kl.14.00. Víkverji-lK 3.d.B ka.kl. 14.00. Þróttur N-Magni 3.d.B ka.kl.14.00. ReynirÁ-Hvöt Frjálsar íþróttir Bikarkeppni í fjölþrautum fer fram í Reykjavík, Síðara unglinga- mót UMSS fer fram á Feykisvelli og á Egilsstöðum verður keppt í mar- aþonhlaupi. Golf Opna Olís golfmótið verður á Graf- arholtsvelli um helgina. Leiknar verða 18 holur hvom dag. Coca-Cola mótið verður á Akureyri og á Horna-' firði verður haustmót Golfklúbbs Hornafjarðar. ar síðan 1979, en nú er 9 ára bið þeirra á enda, þeir hafa ekki sigrað í keppninni síðan 1977 og spurningin er hvort bikarinn fer að Hlíðarenda í dag eftir 11 ára fjarveru eða hvort Keflvíkingar krækja í hann, en þeirra bið eftir sigri í keppninni hefur staðið í 13 ár. íþróttaáhugamenn eru hvattir til að fjölmenna á Laugardalsvöllinn í dag til að fylgjast með þessum þýð- ingarmesta leik íslenskrar knatt- spyrnu. Leikurinn hefst kl. 14.00. á Laugardalsvelli. BL Punktar um bikarúrslit Leikurinn í dag er 29. úrslitaleikur bikarkeppninnar, en fyrst var leikið í bikarkeppni 1960. KR-ingar, Skagamenn og Framarar eru þau félög sem oftast hafa leikið til úrslita í keppninni. Bræðurnir Daníel og Grétar Ein- arssynir léku báðir með í úslitaleikn- um í fyrra, Þá léku þeir með Víði, sem tapaði 5-0 fyrir Fram. Þriðji Keflvíkingurinn Ragnar Margeirs- son lék einnig í úrslitaleiknum í fyrra, en hann varð þá bikarmeistari með Fram. Sigurjón Kristjánsson Valsmaður er eini leikmaðurinn, sem leikur í dag, er leikið hefur með bæði Val og ÍBK, en hann lék með ÍBK í úrslitum keppninnar með ÍBK 1985. Guðmundur Baldursson mar- kvörður Vals hefur fjórum sinnum áður leikið bikarúrslitaleik, þá með Fram og tvívegis orðið bikarmeist- ari. Atli Eðvaldsson og Sævar Jónsson hafa báðir leikið með Val í úrslitum bikarkeppninnar. Dómari í leiknum í dag verður Baldur Scheving, en línuverðir verða þeir Ólafur Lárusson og Bragi Bergmann. Þeini til aðstoðar verður Gísli Guðmundsson. Hornaflokkur Kóapvogs leikur fyrir leik og í hálfleik undir stjórn Björns Guðjónssonar. Hinn glæsilegi Mjólkurbikar er efinn af félagi íslenskra gullsmiða. ár er keppt um hann í 3. sinn. Skagamenn unnu hann 1986 og Fram 1987. Frá Erni Þórarinssyni frcttamanni Tímans: Skafirðingar sigruðu í frjáls- íþróttakeppni 5 héðaðssambanda, sem fram fór á Hvammstanga um síðustu helgi. Heildarúrslit á mótinu urðu þau að UMSS hlaut 320 stig, USAH 253.5 stig, UDN 184 stig, USVH 177.5 stig og HSS 162 stig. Lið UMSS sigraði bæði í karla- Erlent • Heimsmeistarinn í borðtennis kvenna, He Zhili mun að öllum líkindum ekki fá að keppa á Ólymp- íuleikunum í Seoul, en þar verður borðtennis meðal keppnisgreina í fyrsta sinn, Ástæðan er sú að for- ráðamenn kínverska borðtennis- sambandsins eru óánægðir með að Zhili hefur ekki viljað tapa leikjum á móti samherjum sínum, en slíkt mun vera til siðs í Kína og fékk Zhili fyrirskipanir frá þjálfara sínum um að tapa fyrir tveimur kínverskum stöllum sínum. Fyrir vikið fær hún ekki að keppa í Seoul. Zhili segir að ef hún verði ekki valin í ÓL liðið, þá muni hún hætta í borðtennis. • Keppni í ensku knattspyrnunni hefst í dag. Lenny Lawrence fram- kvæmdastjóri Charlton telur að ráðurinn verði erfiður hjá þeim í dag þegar Charlton fær Liverpool í heim- sókn. Lawrence telur aftur á móti að Manchester United eigi góða mögu- leika á því að velgja Liverpool undir uggum. Hann segir að keppnin um meistartitilinn muni standa á milli Liverpool, Manchester United, Everton, Arsenal og jafnvel Nott- ingham Forest. Charlton teflir ekki fram fullu lið í dag, því Andy Jones og Garth Crokks eiga við meiðsl að stríða. • Lee Martin leikmaður með Manc- hester United mun í dag leika í fyrsta sinn í byrjunarliði vegna meiðsla sem hrjá liðið. Þeir Norman Whiteside, Mike Duxbury, Viv Anderson og Colin Gibson eru allir meiddir. Mótherjar United í dag verða QPR, sem tefla að öllum líkindum fram Ossei Ardiles og Mark Stein í fyrsta sinn. • Tottenham fær Coventry í heim- sókn í dag og er búist við því að Coventry muni leika með 5 manna framlínu, vegna þess hve vörn Tott- enham hefur komið illa út í æfinga- leikjum að undanförnu. Þeir Cyrill Regis, Dave Spiedee og Gary Bann- ister verða í fremstu víglínu, en David Smith og Micky Gynn verða á köntunum. Paul Stewart, nýi sókn- armaðurinn sem Tottenham keypti frá Manchester City, er í leikbanni í dag. flokki með 164,5 stig og kvenna- flokki með 155,5 stig. Tveir kepp- endur voru frá hverju sambandi í hverri grein, alls var keppt í 19 einstasklingsgreinum og2 boðhlaup- um. Mótið var nú haldið í 7. skipti og fór fram í ágætu veðri í umsjón Ungmennasmband Vestur-Hún- vetninga. ÖÞ/BL Skagfirðingar unnu sigur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.