Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 10
tO Tíminn Laugardagur 27. júlí 1988 VETTVANGUR lllllll! lllllli lllllllll Leið til að koma í veg fyrir gengislækkun og skerðingu kaupmáttar launa: Millifærsla og endurskipu- lagning sjávarútvegsins Eftir Svavar Gestsson Rökin fyrir því aö grípa þurfi til aðgerða í efnahagsmál- um nú eru ekki þau að þjóðarbúið búi við geysilega ytri erfiðleika. Þvert á móti er árið 1988 besta og næstbesta ár íslandssögunnar eftir því á hvaða mælikvarða er horft. Vandinn er heimatilbúinn, framleiddur af ríkisstjórnum Steingríms Hermannssonar og Þorsteins Pálssonar. Aðal- vandinn birtist í stórkostlegum fjármagnskostnaði sem engin atvinnugrein getur risið undir. Gengisfelling afskrifuð Hið jákvæða við umræðuna um efnahagsmál að undanförnu er að nú hafa allir afskrifað gengislækk- un því allir viðurkenna nú að hún er íalsúrræði, gervilausn, sem engu breytir, ekki einu sinni til skamnts tíma litið. Gengisfellingin hefur löngum verið ráðið allt frá árum viðreisn- arstjórnarinnar. Þá var gengisfell- ingin notuð til þess að flytja milj- arða frá fólki til framleiðslufyrir- tækja, það er með því að hækka innflutninginn í verði og fjölga um leið krónunum í útflutningnum. Viðreisnarstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hafði þá reglu að fella gengið og banna kauphækk- anir. Þannig héldu útflutningsfyr- irtækin gengislækkuninni hjá sér þar til verkalýðshreyfingin náði að vinna upp kjaraskerðingu gengis- lækkunarinnar á nýjan leik. Nú hefur gengislækkun önnur áhrif: Afurðalán eru á erlendum grunni og þess vegna er ekki lengur unnt að taka gengismun. Lánin eru verðtryggð og aðföng fyrirtækj- anna hækka einnig um leið með gengislækkuninni. Niðurfærsla er annað nafn á kauplækkun Víglundur Þorsteinsson benti á það í sjónvarpsþætti á dögunum að niðurfærsla væri eins og gengis- lækkun annað nafn á kauplækkun. En eru rök fyrir kauplækkun? Nei, vcgna þess að þjóðartekjur á mann hafa ekki minnkað og vegna þess að þjóðartekjunum er aðeins vit- laust skipt. Það fer of mikið af þjóðartekjunum í vextina. íslenska þjóðin, svo fámenn sem hún er, hefur ekki efni á frjálshyggjunni. Hún er of dýr fyrir íslendinga. Efnahagssérfræðingarnir geta ekki sótt rök fyrir kjaraskerðingu í skerðingu þjóðartekna. Vandinn er hins vegar allt of háir vextir. Lausnin á þeim vanda er ekki kauplækkun heldur vaxtalækkun. Það á að byrja á vaxta- og verð- lækkun en ekki kauplækkun. Vandinn lítur svona útfyrir útflutnings- atvinnugrein Hver er vandinn? Hann er gjarn- an mældur á mælikvarða frystihús- anna og saltfiskverkunarinnar. Ég hef aflað mér talna um þetta efni, annars vegar frá Sambandi fisk- vinnslustöðva og hins vegar frá Félagi sambandsfiskframleiðenda. Þar koma þessar upplýsingar með- al annars fram: 1. Hráefnið tekur til sín 51,5% til 51,8% af tckjum. 2. Laun og Iaunatengd gjöld gera 26,3% til 27,3% af tekjum. 3. Umbúðir taka til sín um 3,6% af tekjum. 4. Orkukostnaður nemur um 2,5% af tekjum. 5. Flutningskostnaður nemur 2,8% af tekjum. 6. Viðhaldskostnaður nemur 3,6% af tekjum. 7. Annar beinn kostnaður nemur 6,8% af tekjum. Þessir kostnaðarliðir taka til sín um 98,4% af tekjum og þá er eftir að borga allan fjármagnskostnað og afskriftir. Að mati SÍS-frystihúsanna nema vextir alls hins vegar um 9,5% af tekjum og þegar vextirnir bætast við er hallinn orðinn 12,1% sam- kvæmt útreikningum sambands- frystihúsanna. Samband fisk- vinnslustöðva telur hallann hins vegar vera 12,2% miðað við 9% ávöxtun stofnfjár. Þar með er ekki öll sagan sögð því þá er saltfiskverkunin eftir og hún er skárri en frystingin og rambar í kringum núllið. Samband fiskvinnslustöðvanna telur að hall- inn sé um 8,2% miðað við 9% ávöxtun stofnfjár, það er í fryst- ingu og söltun samanlagt. Afleiðing vaxtalækkunar í útreikningum Sambands fisk- vinnslustöðvanna er dæmið einnig reiknað út frá 3% ávöxtun stofnfjár og þá er hallinn samanlagt kominn niður í 5,4% samkvæmt þeirra eigin tölum. Það má því orða það svo að 3% raunvextir, sem eru í rauninni algjört hámark fyrir nokkra eðlilega atvinnugrein að bera, myndu á augabragði skila þeirri fiskvinnslu sem hér um ræðir um einum miljarði króna til baka og hallanum þar með niður í liðlega 5%. Þessa leið á því að fara númer eitt: Að lækka vexti. Sú aðgerð myndi því hafa í för með sér: 1. Betri stöðu fiskvinnslunnar og allra annarra atvinnugreina. 2. Betri stöðu almennings vegna ódýrari húsnæðislána. 3. Ódýrari vörur vegna minni til- kostnaðar í framleiðslu og þjón- ustu, það er minni verðbólgu. Niðurfærsla kostnaðar Jafnframt vaxtalækkuninni er það tillaga Alþýðubandalagsins að dregið verði úr tilkostnaði á öðrum sviðum. Dæmi: 1. Orkukostnaður fiskvinnslunnar nemur um hálfurn miljarði króna. Fiskvinnslan borgar margfalt á við álverið í Straums- vík. Ekkert er eðlilegra en að lækka verulega orkukostnað að- alútflutningsframleiðslu lands- manna, bæði með beinni verð- lækkun og eins með því að fella söluskatt niður af orkukostnað- inum. Með því móti mætti taka kostnað fiskvinnslunnar niður svo nemur stórum upphæðum. 2. Flutningskostnaður fyrirtækj- anna nemur um 700 ntilj. kr. Augljóst er, meðal annars af hótelbyggingu Eimskipafélags íslands, að þar er um að ræða verulegan gróða í skjóli einok- unar. Þennan gróða á að skerða með beinum niðurfærsluað- gerðum, það er með því að lækka fragtirnar með lagavaldi ef ekki vill betur til. Það gæti einnig sparað vinnslunni hundr- uð miljóna. Þessir tveir kostnaðarþættir gætu enn höggvið niður halla fiskvinnsl- unnar sem var kominn niður í 5% eftir vaxtalækkunina sem er aðal- atriði tillagna Alþýðubandalags- ins. Auk þess sem ódýrari fragtir myndu líka lækka almennt vöru- verð og hafa í för með sér minni verðbólgu - eins og vaxtalækkunin. Millifærslan Loks er þess að geta að í tillögum okkar gerum við ráð fyrir því að lagðir verði skattar á gróðagreinar góðærisins til þess að fjármagna millifærslu til fólksins og til þeirra aðila er eiga við tímabundna erfið- leika að stríða eða til fyrirtækja sem ein bera uppi atvinnu á stórum landsvæðum. Vanda slíkra fyrir- tækja á auðvitað ekki aðj-eyna að leysa með gengisfellingu og ekki með niðurfærslu launa og ekki með því að reka 1000 ríkisstarfs- menn. Ég viðurkenni fúslega að þessar aðgerðir yrðu ekki nægilegar til þess að leysa úr vanda allra fyrir- tækja í sjávarútvegi. Enda getur það ekki staðið til. Þar sem um er að ræða sukk og óráðsíu, eyðslu forstjóranna og bein fjárfesting- armistök verður það að koma til sérmeðferðar. Það er fráleitt og óskynsamlegt að reyna að setja allt þjóðarbúið á endann út af einstök- um fyrirtækjum. Skylda stjórn- valda er að taka á almennum vanda fólksins í landinu en stjórn- völd mega ekki einblína á einstök fyrirtæki. Þá fjármuni sem fást með aukn- um skatttekjum má líka nota til þess að knýja fram endurskipu- lagningu fyrirtækjanna og betri vinnubrögð í framtíðinni. Jafn- framt á að fara fram allsherjar skulda- og eignaúttekt á fyrirtækj- unum. Meðal annars er nauðsyn- legt að kanna hvernig eignastaða þeirra hefur breyst eftir að vaxta- okrið var innleitt og hvaða ráðstaf- anir er unnt að gera til að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækjanna til frambúðar þannig að ekki þurfi að standa í reddingum á þriggja mán- aða fresti til þess að grundvallarat- vinnuvegir landsmanna fái staðist. Þrjú aðalatriði Hér hefur vcrið sýnt fram á færa leið. Aðalatriði hennar eru þessi: 1. Vaxtalækkun. 2. Niðurfærsla annars tilkostnaðar eins og flutningsgjalda og orku- kostnaðar. 3. Millifærsla, það er fjáröflun til þess að gera úttekt á einstökum fyrirtækjum í því skyni að knýja fram endurskipulagningu og stöðugleika í rekstri fram- leiðslufyrirtækjanna. Þetta er það sem þarf að gerast. Þar með er uppfærsla og niður- færsla, þar með kjaraskerðing úr sögunni og um leið skapast grund- völlur fyrir traust gengi, stöðugleika í verðlagi og fulla atvinnu. Þetta er fær leið. Eina hindrunin á þeim vegi eru kreddur sem hafa lagt undir sig heila ríkisstjórn. IIIIIIIIIIIflIIfllirTTTl Siginn fiskur og I saltað selspik er meðal þess sem fæst í fiskborðinu okkar a m Stórmarkaðurinn ^ • Kaupgarði ENGIHJALLA 8, KOPAVOGI TTIIIIiIIIIIIIIIIII ITTT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.