Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 5
Laugardágur 27. j'úlí 1988 Tírn'inn 5 Ríkisstjórnin eftir löng og ströng fundahöld í gærkvöldi: Bráðabirgðalög fyrsta skref ið Um klukkan 22 í gærkvöldi hóf flugvél sig á loft frá Reykjavíkurf- lugvelli og flaug norður í land með bráðabirgðalög innanborðs. Lögin voru þar undirrituð af forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, sem er nú í opinberri heimsókn í Húnavatnssýslur. Bráðabirgðalögin öðluðust síðan gildi í nótt. Á ríkisstjórnarfundi, sem lauk á 11. tímanum í gærkvöldi, var gengið formlega frá útgáfu bráðabirgðalaga um frestun launahækk- unar um 2,5% og búvöruverðshækkunar 1. september nk. Einnig er í bráðabirgðalögunum ákvæði um mánaðar verðstöðvun frá sama degi. Á mánudag mun Seðlabanki í samvinnu við Viðskiptaráðuneyti hefja viðræður við innlánsstofnanir um vaxtalækkun. í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf út f gærkvöldi segir að náist ekki viðunandi samkomulag skuli Seðlabankinn hafa beina íhlut- un til að eðlileg vaxtalækkun nái fram að ganga. Það er mat ríkisstjórnarinnar að með þessum aðgerðum eigi þegar að draga úr verðbólgu í næsta mánuði og gerir hún einnig ráð fyrir að nafnvextir muni lækka um 10-12% fyrstu daga septembermánaðar. Búist er við frekara svigrúmi til vaxtalækkunar á næstu mánuðum í kjölfar gildistöku bráðabirgðalag- anna. Jafnframt sagði í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar að með þessum að- gerðum væri verið að undirbúa frek- ari efnahagsaðgerðir sem miðuðu að því að treysta grundvöll útflutnings- greinanna. í Bókað vegna bænda Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, lagði fram bókun á ríkisstjórnarfundinu í gærkvöldi vegna frestunar á hækkun búvöru- verðs. Bókunin er svohljóðandi: „Með ákvæðum þessara bráða- birgðalaga um frestun á hækkun búvöruverðs er bændum einum gert að taka á sig launalækkun er nemur 5-10% eftir því hvaða búgrein þeir stunda. Þetta stafar af því að ekki er tekið tillit til þegar framkominna kostnaðarhækkana í landbúnaði síð- ustu þrjá mánuði. Þetta misrétti verður að leiðrétta er verðstöðvun lýkur eða þegar aðrar efnahagsað- gerðir verða ákveðnar.“ Forystumenn stjórnarflokkanna orða það svo að með setningu bráða- birgðalaganna í gærkvöldi sé fyrsta skrefið í efnahagsaðgerðum með niðurfærsluleið stigið. Menn eru þó sammála um að of margar erfiðar hindranir séu enn í vegi til þess að geta fullyrt um það nú hvort stjórn- arflokkarnir muni koma sér saman um niðurfærslu sem höfuðatriði í væntanlegum efnahagsaðgerðum. Framundan sé gífurleg vinna við útfærslu á þessari leið. Ljóst er að næstu daga verða miklar og stífar setur reiknimeistara í ráðuneytum, Þjóðhagsstofnun og öðrum stofnunum til þess að reikna út áhrif niðurfærsluleiðarinnar. Engu er hægt að spá fyrir um hversu langan tíma þessi vinna tekur og þarmeð hvenær ríkisstjómin tekur endanlega afstöðu af eða á til hennar. Niðurstaða miðstjórnarfundar sjálfstæðismanna í Valhöll í gær styrkir trú manna á að niðurfærslan kunni að verða ofan á í pólitískum hrókeringum og málamiðlunum á næstu dögum. Miðstjórn fól ráðherr- um flokksins að vinna áfram að því í ríkisstjórn að reyna til þrautar að feta niðurfærsluleiðina. En ennfrem- ur áréttar miðstjórn sjálfstæðis- manna þá samþykkt þingflokksins að þessi leið verði ekki farin nema með fullu samráði við verkalýðs- hreyfinguna. Miðstjórn Alþýðusambands fs- lands hefur ekki lokað á þann mögu- leika að ríkisstjórnin reyni til þrautar að feta niðurfærsluleið. Þessi afstaða hennar kom fram á fundi hennar með forystumönnum ríkisstjórnar- flokkanna í gærmorgun. Það kom þó skýrt fram hjá miðstjórnar- mönnunum að Alþýðusambandið gæti ekki fallist á niðurfærslu nema að því tilskildu að hún næði til allra þátta efnahagslífsins, við mótun efnahagsaðgerða yrðu stjómvöld fyrst og fremst að hafa að leiðarljósi að vemda kjör launafólks. Ákveðin hafa verið frekari fundahöld forystu- manna ASÍ og ríkisstjórnarinnar. Tímasetning þeirra hefur þó ekki enn verið ákveðin. Þrátt fyrir þá afstöðu ASÍ í gær að hafna ekki frekari viðræðum um niðurfærsluleiðina er vitað að innan miðstjómarinnar em margir sem hefðu í raun viljað strax taka fyrir frekari viðræður um hana. Mið- stjórnarmaður fullyrti við Tímann í gær að afstaða manna þar hefði alfarið ráðist eftir flokkslínum. Hann sagði krata og framsóknar- menn í miðstjórninni vera hlynnta því að ræða möguleikann á niður- færslu en hinsvegar væru alþýðu- bandalagsmenn í miðstjórninni al- farið á móti henni. Sjálfstæðismenn í miðstjórn ASÍ, eins og t.d. Björn Þórhallsson, varaforseti, eru að sögn þessa miðstjórnarmanns, mjög tví- stígandi í afstöðu sinni. „Björn er í mjög erfiðri aðstöðu þar sem hann er í forsvari fyrir verslunarfólk, sem er láglaunahópur á strípuðum töxtum,“ sagði hann. Ásmundur vonsvikinn Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambandsins, segir að á fundin- um í gær með forystumönnum ríkis- stjórnarflokkanna hafi staða mála í heild sinni verið rædd en óneitanlega hafi það valdið sér og fleiri mið- stjómarmönnum miklum vonbrigð- um hversu skammt á veg hugmyndir ríkisstjórnarinnar um útfærslu á niðurfærsluleiðinni væru komnar. Hann nefndi í því sambandi ákvæði um verðlagseftirlit, lögboðna lækk- un vaxta og Iög á hinn svokallaða gráa markað. „Við lýstum okkur tilbúna til frekari viðræðna ef menn gætu sýnt fram á að fleiri þættir en launin yrðu teknir fyrir,“ sagði Ás- mundur. Forseti Alþýðusambandsins segir það alrangt að á fundinum með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í gær hafi náðst samkomulag um frest- un á 2,5% kauphækkun 1. septem- ber. „Frestun þeirrar hækkunar er einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar,“ segir Ásmundur Stefánsson. óþh Opinber heimsókn forseta í Húnavatnssýslur: Slæmt veður en hlýjar móttökur Landssamband sauöfjár- bænda á Flúðum: Afgreiðsla mála í dag Aðalfundur Landssambands sauðfjárbænda hófst á Flúðum í Hrunamannahreppi í gær og verður fram haldið í dag. Fyrir fundinum liggja fjölmörg mál sem fastlega er búist við að verði ályktað um í lok fundar síðar í dag. í umræðum á fundinum í gær var víða komið við. Þar ber að nefna skipulagsbreytingar á fé- lagskerfi landbúnaðarins, slátur- húsamál, fullvirðisrétt, réttar- stöðu bænda, búvörulög, ullar- mál og landnýtingu. Að sögn Jóhannesar Kristjáns- sonar, formanns landssambands- ins, eru skoðanir sauðfjárbænda á fækkun sláturhúsa nokkuð skiptar. „Það er ekki komin nein niðurstaða í því máli hér á þing- inu. Það er í nefnd en mun skýrast á morgun (dag).“ Færri sauðfjárbændur mættu á aðalfundinn á Flúðum en vonir stóðu til og segir Jóhannes að það helgist af því að á sumum svæðum landsins séu bændur enn í óða önn að bjarga heyjum í hlöður. óþh Opinber heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finn- bogadóttur, í Húnavatnssýsl- ur er nú um það bO hálfnuð. Forsetinn færði sig yfir í Austur-Húnavatnssýslu seinni part dagsins í gær eftir að hafa heimsótt íbúa Vest- ur-Húnavatnssýslu á fimmtu- dag og fyrri part föstudags. Sýslumaður Austur-Húnavatns- sýslu tók á móti forsetanum við sýslumörkin og eftir það var farið í heimsókn á Blönduós og keyrt til Skagastrandar. Forsetinn hatði m.a. keyrt um Vatnsnes, skoðað Borgarvirki og Kolugljúfur áður en hún hélt yfir í Austursýsluna. í dag mun forsetinn m.a. þiggja kaffiboð í Húnaveri og fara í skoð- unarferð um Blönduvirkjun. Forset- inn gisti á Blönduósi í nótt og gistir þar einnig komandi nótt, heimsókn- inni lýkur svo á sunnudag. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi hefur heimsóknin gengið að óskum og mikill fjöldi barna og þeirra sem eldri eru hafa tekið á móti forsetan- um þar sem hún leggur leið sína. Veður hefur ekki verið eins og það gerist best, heldur myrkt hefur verið yfir Húnavatnssýslum og frekar kalt, „en móttökurnar hafa verið þeim mun hlýrri,“ sagði lögregluþjónn á Blönduósi. -gs Hundasýning í Reiðhöllinni Á morgun sunnudaginn 28. ág- úst heldur Hundaræktarfélag ís- lands sína árlegu hundasýningu. Sýningin verður í Reiðhöllinni í Víðidal og verður þetta stærsta hundasýning sem haldin hefur verið. Úm það bil 170 hundar, í 10 keppnisflokkum, eru skráðir á sýn- inguna. Vegna fjölda þátttakenda dæma nú tveir dómarar á sýning- unni í stað eins. Tvö ný hundakyn vera nú sýnd hér í fyrsta sinn en það eru enskur Springer Spaniel og stríðhærður langhundur. Einnig verður sýnd hér á landi í fyrsta skipti hunda- :fimi, en ekki verða veitt verðlaun fyrir hundafimi að þessu sinni. Hundafimi byggist upp á því að hundarnir eru látnir fara yfir ýmsar hindranir. Þeir skulu stökkva yfir grindur, hlaupa í gegnum rör, fara upp vegasalt, ganga eftir mjóum plönkum og fleira. Sýningin byrjar kl: 9:00 á sunnu- dagsmorgun með sýningu á ís- lenska fjárhundinum og lýkur kl. 17:30 með úrslitum og verðlauna- afhendingum. Veitt eru verðlaun fyrir besta hundinn í hverjum flokki og þeir hundar keppa svo um titilinn besti hundur sýningar- innar. Aðgangseyrir inn á sýninguna er kr. 500 fyrir fullorðna, 200 kr. fyrir börn 6-12 ára og ókeypis er fyrir þá sem yngri eru. -gs Hundasýning hundaræktarfélags- ins fer frani á sunnudaginn í Reið- höllinni. Þar verður m.a. hunda- fimi sýnd í fyrsta skipti á íslandi. Hér má sjá Schaffer hund reyna fyrir sér í hundafimi. Tímamynd: Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.