Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP NTJTÍMA FLUTNINGAR , Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu, S 28822 Auslýsinsadeild hannar auglýsinguna fyrir þig ........ * Okeypis biónusfa HRESSA KÆTA Tímiiin Hert innheimta söluskatts undirbúin: Skráning með sjóðvélum Sem þáttur í hertri innheimtu söluskatts hefur fjármálaráöuneytiö nú mælt svo fyrir að verslanir, veit- ingahús, viðgerðarþjónustufyrirtæki og aðrir sambærilegir þjónustuaðil- ar, taki upp notkun svonefndra sjóð- véla og kemur reglugerðin til fram- kvæmda 1. október. Þessar vélar skrá sérhverja sölu eða afhendingu á vöru, verðmætum cða þjónustu til neytenda, jafnskjótt og salan eða afhendingin fer fram. Skiptir ekki máli í þessu sambandi hvort um er að ræða staðgreiðslusölu, afborgun- ar- eða lánsviðskipti. Er þetta sem fyrr segir þáttur í aukinni áherslu á innheimtu sölu- skatts og mun einnig vera á döfinni að auka eftirlit skattrannsóknar- deildar, þ.e. ferðir eftirlitsmanna í fyrirtæki til að skoða bókhald. Hin svonefnda ítalska aðferð mun þó ekki vera til umræðu. Þar í landi á fólk í verslunarferðum það á hættu að vera stoppað úti á götu af eftirlits- mönnum og verður það þá að geta sýnt fram á að borgað hafi verið fyrir vörurnar. í raun eru þessar sjóðvélar ákveð- in tegund af stimpilkössum sem margir aðilar eru þegar með í notkun, t.d. stórmarkaðirnir sem nota þær til eigin eftirlits. Þær eru seldar hérlendis og er nú gert ráð fyrir því að allirsem falla undir þessa reglugerð taki þær í notkun. Þá er þeim sem fást við sölu sjóðvéla nú gert skylt að tilkynna mánaðarlega til ríkisskattstjóra um þær vélar sem seldar eru. Einnig eru settar fram reglur um lágmarks búnað slíkra véla. Þær skulu útbúnar ytri strimli, þ.e. kassa- kvittun viðskiptamanns, og á strim- illinn að sýna sundurgreiningu við- skiptanna og dagsetningu. Einnig skal vera til staðar innri strimill sem á lesanlegan hátt sýni hverja inn- stimplun. Sérstakur dagsöluteljari skal vera sem sýnir sölu hvers dags ásamt dagsetningu og hve oft hann hefur verið endurstilltur, ásamt uppsöfnunarteljara sem sýni þá heildarfjárhæð sem skráð hefur ver- ið í véiina. Þá er nú mælst svo til að sjóðtaln- ingu og samanburð við sjóðreikning skuli gera daglega. „Til sönnunar á færslu á daglegri sölu í sjóðbók skal nota dagsetta áritaða strimla úr sjóðvél... Innri strimil úr sjóðvél... ber að varðveita sérstaklega á sama hátt og önnur bókhaldsgögn. Fylgiskjöl fyrir sölu hvers dags skulu árituð af verslunarstjóra eða öðrum ábyrgum starfsmanni og geymd eins og önnur , bókhaldsgögn.“ J-IH ^ Hafírðu vín - láttu þér þá AUDREI detta í hug að keyra! Þarft þú ÖPP-IYÍTIHGU? Þarftu að lyfta 1250 kg. eða 50.000 kg. ? Kraftajötnarnir frá Caterpillar fara létt með það. Eigum eftirtalda lyftara til afgreiðslu strax: 2,5 tonna og 3 tonna rafknúna, og 4 tonna með dieselvél. Sérlega liprir í þrengslum — Tölvustýrð stjórnun Loftfylltir hjólbarðar — Veltistýri — Sjálfvirk hemlun CATERPILLAR SALA S. t=UÓNUSTA Caterpillar, Cat ogCHeru skrásett vörumerki KJÖR6RIPIR FRÍ CAHRPIILAR HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.