Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 9
ruin I mi\ Laugardagur 27. ágúst 1988 Tíminn 9 um friöi á þessum svæðum. í því sambandi er mikils vænst af Sameinuðu þjóðunum, m.a. að því er varðar friðargæslu á Persaflóasvæðinu. Sú starfsemi er kostnaðarsöm og verður ekki framkvæmd nema samtökin ráði fjárhagslega við hana. Eins og horfur eru er ljóst að samtökin hafa ekki bolmagn til þess að kosta slíkt verkefni nema skamma stund. Úrlausn þessa fjárhagsvanda hvílir ekki síst á stórveldunum, sem hagsmuna hafa að gæta varðandi friðun þ'essa svæðis. Það er án efa í þágu þeirra að fela Sameinuðu þjóðunum að annast fram- kvæmd friðarvörslunnar og framfylgja vopnahléssamning- unum, svo að þeir verði upphaf að varanlegum friði. Á síðustu stundu Ekki þykir það gott verklag að gera allt á síðustu stundu. Þó er það ekki óalgengt fyrirbæri í athöfnum og framkvæmdum manna. Að ýmsu leyti má halda því fram að þessi verklagságalli hafi einkennt aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Nú sér hver maður að leitinni að bjargráðum út úr efnahagsöng- þveitinu verður að ljúka. Frest- urinn er í rauninni löngu liðinn. Það er þegar liðið heilt ár síðan augljóst var að góðæris- tímabil undangenginna ára var að renna sitt skeið. Teiknin um óheillaþróun fóru að birtast hvert af öðru síðari hluta sumars og á haustdögum 1987. Það var þá þegar nauðsynlegt að búast til varnar gegn því sem augljós- lega var fram undan. Því miður eyddu menn tíma sínum í deilur um umfang og efni vandans í stað þess að einbeita sér að því að skilgreina hann skýrt og skorinort og átta sig á orsökum hans og þá hvaða leiðir væru til þess að leysa vandamálið. Þessi skortur á skilgreiningu vandans hlaut að leiða til þess að hann fór sífellt vaxandi, enda fjölgaði því meir sem á leið þeim ástæð- um, sem lágu til efnahagsvand- ans. Að skilgreina vandann Framsóknarmenn tóku strax þá afstöðu til þessa máls, að efnahagsvandinn væri fyrst og fremst vandi útflutningsatvinnu- veganna. Sá vandi leiddi síðan af sér fleiri vandamál, sem vissu- lega eru fyrir hendi. Aðalatriði efnahagsráðstafana hlaut því að vera fólgið í því að tryggja áfallalausan rekstur útflutnings- greinanna, kosta því til sem þörf var á til þess að treysta fjárhags- afkomu þeirra atvinnugreina, sem afla erlends gjaldeyris. Þrátt fyrir alla fjölbreytni atvinnulífs- ins og þau sannindi að íslending- ar hafa lífsframfæri sitt af marg- breyttum störfum, sem nútíma- þjóðfélag krefst, þá verður þeirri staðreynd ekki hnekkt að drifkraftur efnahagslífsins er fólginn í framleiðslustörfunum. Umfangsmest allra fram- leiðslustarfa er útflutningsfram- leiðslan, sem háð er markaðs- verði erlendis og samkeppnis- hæfi gagnvart útlendum keppi- nautum. Þetta er hvað augljós- ast í rekstri sjávarútvegsgreina, ekki síst fiskvinnslustöðvanna, sem hafa nánast engan innlend- an markað fyrir vöru sína og eru því algerlega háð samkeppnis- aðstöðu á erlendum mörkuðum. Verðbólga höfuðmeinsemd Fiskvinnslustöðvarnar varðar það öllu að rekstrarskilyrði þeirra séu í samræmi við erlend- ar markaðsaðstæður og verð- bólgu. Það þurfti því engar yfir- legur til þess að komast að raun um að þensluástandið á fyrra ári og verðbólguvöxturinn, sem þá fór að sýna sig, var umfram allt vandamál útflutningsgreinanna. Þessar atvinnugreinar höfðu engin skilyrði til þess að taka á sig byrði verðbólgunnar og þeirra kostnaðarhækkana, sem af henni leiddi. Innlend verð- bólga langt um fram það sem er í viðskiptalöndum gerir útflutn- ingsfyrirtæki ósamkeppnisfær. Ofan á verðbólguna og þensluástandið bættust síðan aðrar ástæður utanaðkomandi, bæði verðlækkanir á afurðum og óhagstæð gengisþróun. Það var því í rauninni óafsakanlegt ráð- leysi að eyða mánuðum og miss- erum í deilur um efnahagsráð- stafanir, þegar ljóslega mátti sjá, hver aðalvandi efnahagslífs- ins var. Það sem ríkisstjórninni bar að gera, var að skapa skilyrði til þess að útflutningsfyrirtækin stæðust áföllin sem á þeim skullu. Hér var ekki hagur þess- ara fyrirtækja einn í húfi, heldur lá þar við heill þjóðarbúsins og afkoma alls þorra starfandi manna í landinu. Þjóðin öll og ráðandi menn í Iandinu verða að átta sig á, á hverju íslendingar lifa og hvað það er sem er meginundirstaða þjóðarauðs og velferðar. Fram- leiðslan er undirstaðan og þar vegur útflutningsframleiðslan þyngst. Útflutningur í þroti Ekki þarf um það að spyrja, að nefnd sú, sem forsætisráð- herra skipaði fyrir u.þ.b. fjórum vikum, komst að þeirri niður- stöðu, sem framsóknarmenn hafa rækilegast bent á, að úrbæt- ur í rekstrarmálum útflutnings- greinanna verða að hafa forgang fyrir öllum öðrum aðgerðum í efnahagsmálum og fjármálum. Það verður að haga svo tilfærslu fjármagns og öðrum ráðstöfun- um í því sambandi að hag út- flutningsins sé borgið. Útflutn- ingsfyrirtækin eru komin í þrot, og þegar þau stöðvast er grund- vellinum kippt undan sjálfstæðri efnahagsstarfsemi í landinu. Nefndin leggur til að út úr þessum ógöngum verði valin sú leið, sem kölluð er niðurfærslu- leið og felur í sér að hvers konar rekstrarkostnaður og verðlag sé lækkað með beinum stjórnvalds- aðgerðum. Ljóst er að nefndin bendir á þessa leið fyrst og fremst vegna þess að hún tryggir verðbólguhjöðnun, færir verð- bólgustigið nær því, sem er í samkeppnislöndunum. Það er rétt metið hjá nefndinni að hag- ur útflutningsgreina er best tryggður með því að lækka verð- bólgustigið. Þegar til lengri tíma er litið er ekkert sem tryggir samkeppnis- aðstöðu útflutningsgreina nema það að verðbólgan hér á landi sé í samræmi við það sem gerist í viðskiptalöndum. Það er einnig rétt að heildstæðar aðgerðir til lækkunar á rekstrarkostnaði er grundvallaratriði í því sam- bandi. Við þessar aðstæður er ekki hægt að setja fyrir sig neinar kreddur, sem menn kunna að hafa aðhyllst um ein- hvers konar sjálfvirkni markað- ar og peningastjórnar. Slíkar kreddur hafa verið dæmdar og léttvægar fundnar af reynslunni. Neyðarástand og neyðarráðstafanir Hitt er annað mál að niður- færsluleiðin, eins og hún liggur fyrir sem ábending umræddrar nefndar, opnast ekki af sjálfri sér eða með því að nefna nafnið tómt. Hún kostar opinber af- skipti af verðlags- og kostnaðar- þáttum, löggjöf og stjórnvalds- ákvarðanir, sem þarf tíma til að undirbúa. Allt, sem það varðar, er málefni ríkisstjórnarinnar og þeirra flokka sem hún styðst við. Niðurfærslan er rædd þegar neyðarástand er skollið á í efna- hagslífinu, og allt sem hún felur í sér og kallar á eru því neyðar- ráðstafanir. Brestur á samráði Þegar ríkisstjórnin grípur til svo umfangsmikilla ráðstafana, verður hún, auk þeirrar ein- beitni sem þær krefjast, að beita öllu sínu áhrifavaldi til þess að sannfæra almenning um nauð- syn þeirra. Því miður hefur það skort í þessu stjórnarsamstarfi að haldið hafi verið uppi virkum samráðum við almannasamtök- in í landinu og e.t.v. óvíst hvort þau verða tekin upp eða hvort grundvöllur slíkrar samráðs- stefnu sé fyrir hendi þegar mest á reynir. Þjóðin er við því búin að ríkisstjórnin taki til hendinni. Almenningur gerir sér grein fyr- ir því að víðtækra ráðstafana er þörf til þess að bjarga efnahags- lífinu úr neyðinni. Fyrir ríkis- stjórnina er það eitt brýnt að verða ásátt um leið út úr öng- þveitinu. Þar kemur niður- færsluleiðin fyllilega til greina. Því ber nú að nota tímann til þess að undirbúa þær aðgerðir, sem hún krefst. Náist ekki samstaða innan ríkisstjórnarinn- ar á næstunni er vandséð að hún eigi sér lífs von.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.