Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 3
LJaÚgárdaguí 27. júlí 1988 Tíminn 3 Skýrslan komin um verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli: Steingrímur vill slá einkarétt Aðalverktaka Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram skýrslu sérstakrar nefndar sem hafði það verkefni að kanna verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Bendir nefndin réttilega á að íslenskir Aðalverktakar hafi haft góðan tíma til að efla fyrirtækið og gera því kleift að sinna öljum viðgerðum og verkum með skjótum hætti og góðum arði. Eru íslenskir Aðalverktakar núna öflugasta fyrirtæki á íslandi, ef frá er talin Reykjavíkurborg, eins og utanríkisráðherra orðaði það á blaðamannafundi í gær. Lagði nefndin fram nokkrar tillög- gengur út á að ástand mála verði ur sem komu frá ýmsum aðilum og þar á meðal ein frá Verktakasam- bandi íslands. Alls eru tillögurnar fimm og þar með talin sú tillaga er óbreytt. Af þessum fimm tillögum er Steingrímur hrifnastur af þeirri þriðju, sem gengur út á að íslenskir Aðalverktakar verði gerðir að al- Athugasemd viö frétt Tímans 25. ágúst um kaup á bifreið fyrir dómsmálaráöuneytiö: RÆTIN SKRIF Hr. ritstjóri í blaði yðar 25. ágúst er frétt um kaup á sérstaklega styrktum lög- reglubíl, sem settur hafi verið „undir rass á skrifstofumanni" eins og það er svo smekklega orðað. Því er skemmst til að svara að fréttin er tilhæfulaus. Umrædd bifreið sem er Volvo af 240 gerðinni er keypt fyrir eftirlit ráðuneytisins með löggæslu í land- inu og er það Gísli Guðmundsson yfirlögregluþjónn, sem notar bif- reiðina á eftirlitsferðum sínum. Síðan ráðinn var yfirlögregluþjónn í ráðuneytið hefur verið kappkost- að að hann fari árlega f hvert lögreglustjóraembætti og oftar eft- ir því sem þörf er á. Gísli fer fjölmargar ferðir vegna starfs síns í lögreglustjóraembættin í fjöl- mennustu byggum landsins, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu og á Reykja- nesi. Öll notkun þeirrar bifreiðar, sem Gísli hefur haft til afnota, er nákvæmlega skráð og nam notkun hennar til lengri ferða á s.l. ári um 8 þúsund kílómetrum til skemmri ferða um 120 þúsund kílómetrum á Samtals nam því embættisakstur Gísla um 20 þúsund kílómetrum á s.l. ári. Fyrir nokkrum árum var reynt að nota bílaleigubíla við löggæslueftirlitið, en það þótti fjár- hagslega óhagkvæmt miðað við að ráðuneytið hefði sérstaka bifreið til þessar nota. Síðast liðin 2 ár hefur ráðuneytið notað bifreið af gerðinni Opel Record, sem keypt var ný, en þegar fá þurfti sérstaka bifreið til löggæslustarfa í Mosfellsbæ var bifreiðin látin til þess verkefnis. Þegar Volvo-bifreiðin var pönt- uð óskaði fjárlaga- og hagsýslu- stofnun eftir greinargerð um þörf fyrir bifreiðina og féllst hún á þær skýringar sem gefnar voru eftir nákvæma athugun. Þar á meðal var samþykkt sú ráðstöfun að kaupa bifreiðina með 129 hestafla vél í stað 118 hestafla og er ætlunin með því að athuga við notkun hennar af hálfu ráðuneytisins, hvort hún henti betur til löggæslu- starfa, en þær gerðir Volvo-bif- reiða, sem notaðar hafa verið hér á landi. Aukakostnaður vegna stærri vélar nam 35 þúsund krónum. Bifreiðin er hins vegar ekki sérstaklega styrkt til lög- gæsluaksturs eins og sagt er í fréttinni, en í Svíþjóð eru slíkir bílar framleiddir sérstaklega skv. kröfum lögreglunnar og kosta þá mun meira, en umrædd bifreið. Frásögn blaðsins er skrifuð í „rætnum“ stíl með upphrópunum um hættulegar prófanir bifreiðar- innar, yfirlögregluþjónninn nefnd- ur „skrifstofumaður" í niðrandi skyni, bíllinn er kallaður leynivopn o.s.frv. Þá er blandað saman frá- sögn af kaupum ráðuneytisins á bifreið til löggæslueftirlits og ástandi lögreglubíla almennt,, sem verið hefur til athugunar að undan- förnu til undirbúnings sérstaks átaks á því sviði. Fullyrt er að bíllinn sé keyptur án þess að Inn- kaupastofnun ríkisins hafi komið nærri kaupunum, sem eru staðlaus- ir stafir. Þá er rætt um merkingu bifreiðarinnar, en hún er að sjálf- sögðu merk sem ríkisbifreið, en ber ekki ljósabúnað lögreglubif- reiða, enda eigi notuð sem slík. Skrif, sem þessi eru til vansa fyrir aðstandendur þeirra og lýsir best innræti þeirra. Dónismálaráðuneytið, 25.ágúst 1988 ATHUGASEMD VID SKRIF RÁÐUNEYTIS Hvað varðar innræti okkar á Tímanum, teljum við það fyllilega standast samanburð við þeirra er í dómsmálaráðuneytinu sitja. Við vísum því á bug að fréttin sé skrifuð í rætnum tón. Það er hlut- verk fjölmiðla að benda á það sem betur má fara í þessu þjóðíélagi og í umræddri frétt bendum við á aflmikinn bíl er dómsmálaráðu- neytið hefur til afnota, á meðan hluti bílaflota lögreglunnar stenst ekki kröfur þær er bifreiðaeftirlitið gerir til bifreiða sem í notkun eru. Þá verður það að teljast athygl- isvert að fjárlaga- og hagsýslustofn- un hafi tekið greinargerð ráðuneyt- is svo góða og gilda um notkunar- þörf. Ætti nú að vera leikur einn að panta inn aflmikla bíla fyrir lögregluembættin f landinu. Nýleg dæmi sýna að lögreglan hefur misst af ökuþórum fyrir þær sakir að bílar embættisins standast ékki kraftmiklum fólksbifreiðum snúning. Megintilgangur fréttar okkar var að benda á þetta. Þá viljum við að gefnu tilefni taka fram að frétt okkar var ekki skrifuð til höfuðs Gísla, en það er nú einu sinni hann er hefur með bílinn að gera. Varðandi smekklegt orðalag, þá á ráðuneytið það við sína undir- menn. Vissulega má finna smekk- legri orð en rass, en það var nú það orð er lögreglan sjálf tók sér í munn. Stofnanamálið myndi að sjálfsögðu vera sitjandi. Eggert Skúlason, fréttastjórí. menningshlutafélagi. Því fylgi ekki mjög róttæk breyting gagnvart kost- um núverandi fyrirkomulags. Breyt- ingin yrði hins vegar sú að fleiri aðilum yrði heimilað að koma inn í þetta stærsta fyrirtæki sem sér um framkvæmdir fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Stærsti ókostur- inn yrði samt sá að mati ráðherra að hætta myndi skapast á því að það festist í sömu rásinni og yrði sama einokunarfyrirtækið. Telur ráðherra þá hugmynd mjög athugandi að opna þetta fyriræki með þessum hætti og slá á þann einkarétt sem íslenskir Aðalverktakar hafa notið í áratugi. Óskir varnarliðsins hafa enn ekki borist ráðuneytinu um framkvæmdir á næsta ári. Stærstu framkvæmdir verða þó trúlega lagning akbrautar meðfram flugbrautinni 020. Ekki er þó ljóst hvort þeir fá leyfi fyrir þeim framkvæmdum þar sem niðurskurð- ur á framkvæmdum þeirra var um 14% í ár og verður að öllum líkind- um svipaður á næsta ári. KB Stakk afogók á staur Ölvaður ökumaður á fimm- tugsaldri keyrði á ljósastaur í Túnbrekku í Kópavogi um kl. 1:00 aðfaranótt föstudags. Lögreglan sá til ökumanns- ins rétt áður en hann keyrði á staurinn. Hann ók BMW bif- reið og stakk af þegar lögreglan ætlaði að stoppa hann, en lög- reglan mátti sín lítils á frekar kraftlítilli lögreglubifreiðinni og náðist ekki að veita bifreið- inni eftirför. Talið er að ölvaði ökumaðurinn hafi verið á hátt í 200 km hraða þegar ferð hans var sem mest. Maðurinn slapp með lítil meiðsl, en bifreiðin er mikið skemmd. -gs Nýja „bflafangelsið“ við Holtaveg. Tímamynd Pjetur Lögreglan í Reykjavík: „Bíia- fangelsi“ við Holtaveg Myndarleg girðing hefur verið reist utan um svæði sem Lögreglan í Reykjavík er að taka í notkun við Holtaveg, skammt frá Miklagarði. Verður þetta svæði notað undir bíla sem teknir eru í vörslu lögreglunnar fyrir brot af ýmsu tagi. Er þar í langflestum tilfellum um að ræða bíla sem teknir eru vegna stöðubrota og eru þeir um 5-10 talsins sem lögreglan þarf að hafa afskipti af á degi hverjum vegna slíkra brota. Það eru þeir bílar sem valda hvað mestri hættu, bæði í bílaumferð og fyrir gangandi vegfarendur, sem dregnir eru í burtu af kranabílum. Nýja svæðið er athafnasvæði sem borginni er gert skylt að útvega samkvæmt nýlegri lögreglusam- þykkt en hingað til hefur verið notast við portið fyrir aftan lögreglu- stöðina við Hverfisgötu. Það hefur jafnan verið yfirfullt af bílum, bæði bílum starfsmanna og bílum sem teknir eru vegna brota, og því er þetta kærkomin viðbót við plássið. Svæðið verður tekið í notkun á næstu dögum og verður það vaktað úr kofa þeim sem sést á meðfylgjandi mynd. . JIH VEIÐIHORNIÐ' Umsjón Eggert Skúlason i „LAXAFYLLERI“ Ævintýraleg góð veiði hefur verið í Laxá í Kjós í sumar og enn er ekkert lát á. I gær fyrir hádegi veiddust tuttugu grálúsugir laxar á neðsta svæðinu og þeir voru fimm- tán fyrir hádegi í fyrradag einnig lúsugir. Alls voru á hádegi í gær komnir um 3350 laxar og er áin nú að nálgast met það er sett var í Þverá/Kjarrá árið 1978, þegar veiddust 3558 laxar. Haldi veiði áfram í líkingu við það sem verið hcfur má telja víst að metið falli. Fimmtán dagar eru eftir og sagði Árni Baldursson, einn af leigutökutn Laxár, í samtali við Tímann í gær að þetta hlyti að hafast, þar sem sjö til átta standa vaktina á hverjum degi. Sjálfur segist Ámi hafa veitt vel f sumar og mikið í Kjósinni. „Þetta hefur verði eitt allsherjar laxafyll- erí,“ sagði Árni og hló. Þjórsá enn spurningarmerki í sumar hefur Árni Jónsson bóndi að Króki í Ásahreppi við Þjórsá auglýst laxveiðileyfi í ánni. Veiðihornið setti sig í samband við Árna og spurði hvernig hefði gengið. Árni sagði að lítið hefði verið um að menn hefðu komið til veiða, enda áin verið erfið til vciða í sumar. Mikið vatn hefði vérði í ánni og framburður. Enginn fiskur er enn kominn á land á stöng fyrir landi Króks en Árni sagði að hann seldi leyfi áfram í sumar og fyrir þá er hafa áhuga látum við fljóta með símanúmer Árna. Síminn er 98-- 75946. Eins og Árni benti á lagast áin mikið þegar líður fram á haustið og er best fallin til stangveiða að vor- og haustlagi. Verði af frekari virkjunarfrant- kvæmdum vænkast hagur stanga- veiðimanna með tillifi til Þjórsár. Þá verður ánni veitt í Þórisvatn og yrði það til þess að nær allur jökull myndi hverfa úr henni að sögn Árna. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.