Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 14
Tíminn 26 Aðalfundur Aðalfundur FUF Skagafirði verður haldinn í Framsóknarhúsinu, Suðurgötu 3, Sauðárkróki laugardaginn 27. ágúst og hefst kl. 16 stundvíslega. Dagskrá. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ferð á afmælisþing SUF á Laugarvatni Fulltrúi SUF flytur ávarp. Ungt framsóknarfólk í Skagafirði er hvatt til að mæta. Stjórnin. Þing Sambands ungra framsóknarmanna og fimmtíu ára afmælisþing sambandsins verður haldið á Laugarvatni helgina 2.-4. september 1988. Drög að dagskrá: Föstudagur 2. sept. Kl. 16.00 Setning. Gissur Pétursson. Kl. 16.20 Ávarp. Steingrimur Hermannsson. Kl. 16.45 Ávarp. Petra Kelly. Kl. 17.10 Starfsmenn kosnir. Kl. 17.20 Skýrsla stjórnar. Kl. 18.20 Lögð fram drög að ályktunum. Kl. 19.00 Kvöldverður. Kl. 20.00 Áframhald umræðna. Kl. 21.30 Skipan í starfshópa. Laugardagur 3. sept. Kl. 9.00 Vinna í starfshópum. Kl. 10.00 Umræður og afgreiðsla mála. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Áframhald umræðna og afgreiðsla mála. Kl. 14.30 Hlé - útivera. Kl. 16.00 Stjórnmálaályktun afgreidd. Kosningaúrslit. Kl. 19.00 Hátíðarfundur hefst - ávörp gesta. Allir ungir framsóknarmenn eru hvattir til að fjölmenna. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins af Agli og Þórunni í síma 91-24480. Ath.: Barnapössun verður á staðnum. S.U.F. SUNNLENDINGAR SUF þing á Laugarvatni Félög ungra framsóknarmanna á Suðurlandi hvetja allt ungt fólk sem styður Framsóknarflokkinn til að skrá sig sem þátttakendur á afmælisþinginu á Laugarvatni, sem hefst föstudaginn 2. september n.k. Þeir sem vilja fá upplýsingar um þingið eða láta skrá sig hafi samband við einhvern eftirtalinna aðila: Erling Örn Árnason............. Sími 33763 Guðmund Geir Sigurðsson .... Sími 66753 Sigurjón Karlsson.............. Sími 78959 Berg Pálsson .................. Sími 78591 Salvar Júlíusson............... Sími 71380 Guðbjörgu Jónsdóttur........... Sími 71254 Oddnýju Garðarsdóttur.......... Sími 12635 Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur ... Sími 12423 Laus staða Staða fangavarðar við fangelsin í Reykjavík og Kópavogi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 23. september 1988. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist dómsmálaráðuneytinu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 23. ágúst 1988. ! jljij y; l.oi’Uí- 1 Laugardagur 27. júií 1988 lll«)lllll|j|ljllllllllllllll»„,„ryiiNNiNG lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllim^^^^^ Haraldur Sigurmundsson Fossá Fæddur 2. ágúst 1902 Dáinn 15. ágúst 1988 Þegar mér barst sú frétt að Halli á Fossá væri horfinn yfir móðuna miklu saddur lífdaga, sóttu á mig minningar og innilegt þakklæti til þessa manns. Þegar ég unglingsstúlka af Vest- urgötunni, úr miðri Reykjavík, sótt- ist eftir vikastelpu starfi í sveit gegnum ráðningaþjónustu bænda, þá var það efst í huga mínum að í Reykjavík vildi ég ekki fyrir nokk- urn mun dvelja yfir sumartímann. Það var ekkert auðvelt fyrir stelpu að fá pláss í sveit þar sem ekki þurfti að passa heilan hóp af smákrökkum. En það tókst. Ég hlakkaði mest til en var þó að sjálfsögðu líka kvíðin að fara til bláókunngus fólks langt vestur í Barðastrandarsýslu. Ég fór með fyrstu rútuferð sumarsins vestur. Ég mun ávallt minnast þess dags er ég kom fyrst að Fossá. Ég varð undrandi þegar mér var vísað til svefns á baðstofuloftinu, þar sem sváfu þrír strákar og öldruð kona, móðir Haraldar, Kristín Kristjáns- dóttir frá Hergilsey. En strax fyrsta kvöldið leið mér vel í sambýlinu við þetta fólk. Á svefnloftinu myndaðist vinátta á milli mín og Kristínar sem hélst æ síðan. Hún var sjúklingur og bundin við rúmið sitt. En fylgdist með öllu og gat alltaf á einhvern undursamlegan hátt skynjað hvað okkur unglingunum lá á hjarta og leyst þannig úr mörgum vandamál- um. Minnist ég hennar með miklu þakklæti og virðingu. Andrúmsloftið á þessu heimili var með slíkum hætti að þeir sem því kynntust gleyma því ekki. Við sem þangað komum urðum ósjálfrátt þátttakendur í lífsbaráttu þessa fólks sem bjó á þessum tíma, árið 1955, við allt önnur lífsskilyrði en ég hafði áður kynnst. Ég ícynntist þarna gömlum búskaparháttum sem voru óðum að hverfa. Það var ekkert rafmagn, engin þvottavél, heima- gerð sápa og heimagert skyr og smjör. Heimilið á Fossá var mér góður skóli, sem ég minnist með þakklæti og gleði. llllllllllllllllllllllllllll ÁRNAÐ HEILLA llllllilllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllll Sextugur: Séra Sigurjón Einarsson Kirkjubæjarklaustri Sunnudaginn 28. ágúst verður bekkjarbróðir minn og samdeildar- maður úr Háskóla íslands, sr. Sigur- jón Einarsson á Kirkjubæjar- klaustri, sextugur. Leiðir okkar lágu saman þegar í Menntaskólanum á Akureyri, en einkum þó í guðfræði- deild Háskólans. Við bjuggum vetr-, um saman hið næsta hvor öðrum á: Nýja Garði og eigi það einasta, heldur á sumrum á efsta lofti í einu og sama inninu. Sóttum tíma árla morguns út í skóla að fregna nýjung- ar af Assurbanipal og Ramses heitn- um III., svo og fleirum merkismönn- um þótt eigi séu hér nefndir. Eru margar minningar mínar frá þessum árum tengdar samveru- stundum okkar, sem vissulega voru margar, einir sér, eða með öðrum, þótt nú undanfarin þrjátíu ár hafi verið vfk milli vina. Aldrei slitnaði hin gamla taug er okkur tengdi, bréf annað slag, símtal, kort á jólum.... En eigi skal gleymt að minnast á heimsóknir þínar vestur hingað á firðina, með viðkomu í Djúpinu, eftir að þú hafðir vitjað Ketildala í Arnarfirði, þaðan sem þú komst á haustum að vitja menntagyðjunnar, sólbitinn af skini guðsaugans og speglun þess í bárum Arnarfjarðar, steigst inn í anddyri Garðsins, - bjartur dagur með lága sól, - vast þér að næsta manni með spurn: Er Baldur kominn? - Hvílíkir dagar og hvílík haust. Og í þessum orðum rituðum verð ég að þakka þér og hinni ágætu konu þinni fyrir móttök- ur allar, þá sjaldan leið mín liggur um hlöð á Klaustri, enda vegalengd talsvert fram yfir venjulega bæjar- leið. Sem sóknarprestur á Klaustri hef- ur sr. Sigurjón staðið í ýmsum málum þeim er til heilla horfa fyrir hérað og sveit. Heyrði ég Skaftfell- ing eitt sinn bera hið mesta lof á hinn unga prest fyrir störf hans að skóla- málum, bæði kennslu hans og snún- inga ýmsa er óhjákvæmilega fylgja því að halda uppi slíkum stofnunum sem skóla. Veit ég að slíkt hefur honum verið ljúft, svo mikinn áhuga er hann hefur jafnan haft á mennt og menningu. Þannig gisti hann Kaup- mannahöfn mánuðum saman að kanna hvað skrifa lægi þar Marteini Einarssyni biskupi viðvíkjandi, er Skálholt hélt í öndverðri lúthersku hérlendis. Dró hann saman mikinn fróðleik um öndvegishöld þann, er' lagði af sér kórkápu 1556 í mótmæla- skyni við yfirgang og frekju danskra, er nú ásældust góss Skálholtsstóls. Fleira má til tína um störf og sýslan sr. Sigurjóns austur þar, en ekki vil ég að sinni hafa uppi registur þar um, en þess er þó skylt að geta að drjúgur er hans þáttur í byggingu kapellunnar á Klaustri til minningar um síra Jón Steingrímsson. Kunna aðrir betri skil á því en ég, svo og starfi hans sem oddvita, en því gegndi hann um hríð. Bókmenntir, bundið mál sem óbundið, áttu jafnan hug hans á þessunt árum og ber hann gott skyn á ritað mál, fékkst enda sjálfur við ritsmíðar og liggja eftir hann snotur verk nokkur er bera skáldhneigð hans og tökum hans á efninu fagurt og trútt vitni. Austmannsdalur við Arnarfjörð er nú í eyði genginn, svo og Fífu- staðadalur, og eigi í tíð næstu kyn- slóðar býst þaðan að heiman ung- lingur inn á Bíldudal, með föggur sínar og stígur um borð í strand- ferðaskip ríkisins og hefur för á vit glaðværrar æsku norðan heiða, eða stúdent er skroppið hefur vestur í jólaleyfi og stefnir suður í Faxaós, - kannski kastaði éli í sjó er siglt var út fjörðinn, dynur úr fjalli. Þannig hvarfstu eins og hundruð annarra námsmanna burt úr heimahögum og átt eigi afturkvæmt utan í minning- unni og á stopulum ferðum. Eg minnist einnar slíkrar reisu er við gengum fram Fífustaðadal allt að Öskubrekku, en hús þín hin gömlu stóðu þá enn uppi, - ásamt fornum og nýjum vini, Éinari Laxness, er þá gekk við staf. Dalurinn baðaður sól. Lækurinn hjalaði enn lagið sitt gamla er þú mundir frá forðum tíð, sóley á bakka og túni, fuglar.... Og skyndilega varð mér ljóst hve sterk ítök æskustöðvar eiga í okkur öllum og tregablandin þrá kallar okkur, kallar okkur.... I þessari ferð sýndir þú okkur ljón og hallir listamannsins góða við sjóinn í Selárdal, sem gáfuð vestfirsk skáldkona orti svo fagur- lega um: „... og í dalnum græna/ fæddust ljón/bogadregnar byggingar með kúptum turnum/hallir, blóm, álftir og musteri." Einmitt á þessar slóðir leiddir þú fornvini þína, slóðir „character bestiæ", - síra Páls og galdursins, en óvíða skynjar maður eilífð og dul betur en í þessum afskekktu dölum, og engin furða þótt þú skildir vel hin dularfullu lögmál allrar guðfræði, hið fyrra að vatnið leitar undan hallanum og hið síðara, að ljósið kemur að ofan. Farsæl skapgerð þín og næmi á blæbrigði mannlegs lífs, - efld við lestur sígildra verka, ásamt kynnum þínum við mikla listamenn, - hefur gert þig að höfðingja í ríki andans og ljóssins, manni sem hægt er að treysta til allra góðra verka, sönnum vini og drengskaparmanni, vönduð- um til orðs og æðis. Hvað meir? - Þakka þér áratuga vináttu er aldrei bar skugga á, og þá má ekki gleyma þinni ágætu konu, frú Jónu Þorsteinsdóttur, prests í Sauðlauksdal, Kristjánssonar, er verið hefur þér mikill og góður félagi síðan leiðir ykkar lágu saman á stúdentsárum. Og meðan ég man: Sú bók, II. bindi Kirkjusögu biskups Jóns, er legið hefur hér í Vatnsfirði á lv. tug ára, en er þín eign, hefur nú í leitir komið og verður þér send að Klaustri. Varð eftir í mínu farteski er við skildum á Garði endur fyrir löngu. Lifðu heill alla tíð og þitt hús. Sjáumst með hausti og ég veit að þú verður við þessa sömu óbrigðulu heilsu og vant er, - ekki ósvipaður þeim nýprentaða þúsundkalli er kemur úr vélum meistaranna, albú- inn að velkjast í þessum heimi. Fornvinir þínir óska þér góðra daga á Klaustrinu og senda þér hugheilar óskir til London og annarra heims- borga er þú kannt að gista þessi dægrin. Vatnsfirði á degi kóngs Hlöðvis 1988. Síra Baldur Vilhelmsson, settur prófastur ísafjarðarprófastsdæmis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.