Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 19
1 Laugardagur 27. ágúst1988 Tíminn '31" Varð ríkur af að beygja skeiðar Hver man ekki eftir Uri Geller, sem öll blöð voru full af fyrir nokkrum árum, af því hann gat beygt skeiðar og stöðvað klukkur með hugarorkunni einni? Margir kölluðu hann loddara og hann var rannsakaður á virtum stofnunum en aldrei var sannað að brögð væru í tafli. Hvað um það, Geller ferðaðist um heiminn og beygði skeiðar og varð vellríkur af. Nú er hann sestur að í Englandi og hefur fleiri járn í eldinum. Til dæmis hefur hann vel upp úr því að benda námufyrir- tækjum á vænlegustu blettina til að grafa á og einnig skrifar hann bækur. Konan hans heitir Hanna og þau eiga tvö börn, Daniel 7 ára og Natalie 5 ára. Þar til fyrir tveimur árum bjó fjölskyldan til skiptist á þeim 5 heimilum sem hún átti víðsvegar um heiminn, en þá fór Gellert að ráði ættingja sína og settist til fulls að á Englandi. - Því var eitt sinn spáð fyrir mér að framtíðarheimili mitt væri hvítt hús með súlum, segir Geller. - Því varð ég hissa þegar eina húsið sem 111 111 ég varð verulega hrifinn af var í bandarískum nýlendustíl, líklega eina slíka húsið á öllu Englandi. Það er í Berkshire og landareignin liggur að Thamesá. Uri og Hanna sáu sjálf um allar innréttingar og keyptu húsgögnin og allt sjálf. Þarna eru hlutir úr dýrustu efnum, marmara, kín- versku silki og nefna má borðstofu- stóla með setum úr mótuðu gleri eftir frægan listamann. Mikið er um spegla og gamla vasa og þau létu smíða sérstaklega fyrir sig svartan leðursófa, 7 metra langan. Geller er ákáfur líkamsræktandi og hefur sérstakt herbergi bara til þess. Hann skrifar gjarnan á þrek- hjólinu og þar fara líka öll símtöl fram í sambandi við vinnu. Þegar talið berst að bognum og snúnum hnífapörum, fer Geller fram í eldhús og dregur fram hnífapörin sem fjölskyldan notar. - Eg lét gera þessi sérstaklega í Sviss. Þau eru úr bronsi og mjög hörðu, ryðfríu stáli segir hann. - Það þýðir ekki fyrir mig að reyna að beygja þau. Ólöglegar nærbuxur Uri Geller og fjölskylda hans við hvíta súluhúsið. Geller-hjónin með sérsmíðuðu hnífapörin sem ekki er hægt að beygja. Nicholas nokkur Graham, framleiðandi nærbuxna í San Fran- cisco, varð nýlega 850 pörum af nærbuxum fátækari þegar fulltrúar bandarísku leyniþjón- ustunnar létu greipar sópa um framleiðsluna. Umræddar nærbux- ur voru sem sé skreytt- ar með áprentuðum 500 dollara seðlum í réttri stærð, nokkrum þúsundum dollara á hverju pari. Svo vill til að bannað er með lögum í Banda- ríkjunum að nota doll- ara í réttri stærð í öðr- um tilgangi en sem gjaldmiðil. Ef fólk vill skreyta eitthvað með seðlamyndum, verða þær að vera að minnsta kosti 75% minni en raunverulegur seðill eða 150% stærri. Nicholas, sem á meðfylgjandi mynd er sjálfur klæddur pari af buxunum umdeildu tapar nokkru á þessu uppátæki sínu því auk þess sem hann þarf að greiða sekt hefur leyni- þjónustan tilkynnt að fram fari nærbuxna- brenna á hennar vegum. Ólympísk rödd Söngvarinn Engelbert Humper- dinck hefur nú verið valinn til að syngja á setningarhátíð Ólympíu- leikanna í Seoul í haust. Talsmaður framkvæmdastjórnar leikanna lét hafa eftir sér að ef til vill þætti Aldrei fyrr og varla síðar hefur Engelbert jafn marga áheyrendur. einhverjum þetta val skrýtið þegar stórstjörnur heimsins hafa hver um aðra þvera reynt að komast í þetta. Hann skýrir málið. - Kór- eubúar blátt áfram elska lag Humperdincks frá 1967 „Please Release Me“. Talið er að þrír milljarðar jarðarbúa geti átt mögu- leika á að sjá þessa margumræddu setningarathöfn. Caine flytur heim 1 myndinni „Alfie“ sem flestir kannast við ieikur Michael Caine kvennabósa af svæsnustu gerð, en utan vinnu lítur hann ekki við öðrum konum en sinni heittelsk- uðu Shakiru. Þau hafa nú verið gift í ein 15 ár og það er ekki daglegt brauð hjá kvikmyndaleikurum fyr- ir vestan haf. Michael Caine, sem nú er 54 ára, hét upprunalega Maiírice Mickle- white og ólst upp við þröngan kost í London. Það var nánast tilviljun að hann gerðist leikari og áratug eftir að hann lék í fyrstu mynd sinni, fór allt að ganga honum í haginn. Hann varð sem sagt heims- frægur fyrir leik sinn í Alfie árið 1966 og var tilnefndur til Óskars fyrir frammistöðu sína þar. Michael kvæntist leikkonunni Patriciu Haines árið 1955 og þau eignuðust dóttur saman en hjóna- bandið varði ekki nema tvö ár. Caine sór að kvænast aldrei framar en forlögin ætluðu sér annað með hann. Við tökur á mynd um mann sem vildi verða kóngur hittust þau Shakira í fyrsta sinn. Hún var sýningarstúlka og lék hina dular- fullu Roxanne. - Ég vissi strax að Shakira var kona við mitt hæfi, segir hann. - Hún hefur allt til að bera, gáfur og glæsileika og er auk þess blíðlynd og notarleg manneskja. Hann er ekki óánægður með að Shakira er hætt að leika. Þrátt fyrir það hefur hún nóg að starfa, meðal annars við fatahönnun, en samt er hún mikið heima með dóttur þeirra Natösju sem er 13 ára. Caine-hjónin hafa lengst af búið í Hollywood og Los Angeles vegna hárra skatta á Englandi en nú eru þau nýbúin að kaupa sér hús við Thamesá heima. - Ég fann hve Michael saknaði Englands alltaf þegar hann horfði á breskar landslagsmyndir í sjón- varpinu, segir Shakira. - Loks var hann orðinn svo illa haldinn að við urðum að taka áhættuna á að flytja heim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.