Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 27. ágúst 1988 IHH REYKJKJÍKURBORG |f« U 2--:---- ' 'I* Aatuevi Stödm Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða SJÚKRALIÐA í 50% starf frá 1. september n.k., vegna heimahjúkrunar við heilsu- gæslustöð Hlíðasvæðis, Drápuhlíð 14. Upplýsingar um ofangreint starf eru gefnar á skrifstofu framkvæmdastjóra heilsugæslustöðva, Barónsstíg 47, sími 22400 og hjá hjúkrunarfor- stjóra heilsugæslustöðvar Hlíðasvæðis, sími 622320. Frá grunnskólanum Mosfellsbæ Skólasetning mánudag 5. september. Varmárskóli yngri deild: Börn 10, 11 og 12 ára mæti kl. 10.00. Börn 7, 8 og 9 ára mæti kl. 11.00. Forskólabörn verða boðuð bréflega. Eldri deildir: 7. bekkur kl. 9.00 8. bekkur kl. 10.00 9. bekkur kl. 11.00 Skólastjóri. Fundur Vestnorræna þingmannaráösins: Vilja samvinnu í viðræðum við EBE Á fundi Vestnorræna þingmannaráðsins, dagana ló.og 17.júlí s.l., í Ilulissat (Jakobshavn) á Grænlandi, var samþykkt tillaga þess efnis að ríkisstjórnir landanna þriggja sem sæti eiga í ráðinu, ísland, Grænland og Færeyjar, ættu að hafa með sér mun nánari samvinnu, en nú er, í öllum viðræðum við Efnahagsbandalag Evrópu um nýja viðskiptasamninga. Töldu fundarmenn, að ef löndin hvert og eitt, gerðu viðskiptasamn- inga við EBE yrði það til að veikja stöðu þeirra á innra markaði banda- lagsins, sem verður að veruleika 1992. Staða þeirra yrði mun sterkari ef þau bæru gæfu til að standa saman í þessum viðræðum. Á fundinum í Ilulissat komu einn- ig fram í ræðum fulltrúa frá öllum löndunum umtalsverðar áhyggjur vegna stöðu efnahagsmála, lækkandi fiskverðs á heimsmarkaði, mengun- arhættu í Norður-Atlantshafi og stöðu þessara landa gagnvart innra markaði Efnahagsbandalags Evr- ópu. Þá var samþykkt tillaga, þar sem eindregið er hvatt til aukins sam- starfs á sviði rannsókna og aðgerða til að koma í veg fyrir mengun Norður-Atlantshafsins, og lýst áhyggjum yfir mengunarhættu vegna slysa er kynnu að verða vegna stöðu- gt aukinna hernaðarumsvifa á hafinu umhverfis okkur. Einnig var mikið fjallað um sam- skipti landanna á viðskiptasviðinu og þörf á aukinni samvinnu og auknum viðskiptum. Þá var fjallað um menningarsamskipti og lagt til að námsmönnum og listamönnum yrðu veittir styrkir til dvalar í ein- hyerju hinna landanna. Ferðir ung- menna báru einnig á góma og hvatt var til að greitt yrði fyrir ferðaiögum ungs fólks á milli landanna. Umtalsverður tími fundarins fór í að ræða hvernig tryggja mætti fram- gang tillagna þingmannaráðsins í þingum viðkomandi Ianda og innan ríkisstjórnanna. Var niðurstaðan sú, að ráðið samþykkti, að allar tiilögur þess yrði kynntar á þingum landanna og þannig reynt að tryggja að þær yrðu að veruleika. f Vestnorræna þingmannaráðinu eiga sæti þingmenn frá grænlensku og færeysku landstjórnunum og Al- þingi. A fundum ráðsins er fjallað um sameiginleg áhuga-og hags- munamál landanna þriggja, en ráðið gerir tillögur til stjórnvalda í marg- víslegum málaflokkum. Fundir í ráðinu eru haldnir árlega. Núverandi formaður Vestnorræna þingmannaráðsins er Preben Lange, landsþingmaður í Grænlandi, en for- maður Islandsdeildar er Friðjón Þórðarson, alþingismaður. -gs Hugbúnaöur: ISAL vill íslenskt íslenska Álfélagið hf. hefur gert samning við hugbúnaðarfyrirtækið TölvuMyndir hf. í Reykjavík um að hanna hugbúnað fyrir fram- leiðsluáætlanir steypuskála álvers- ins, ásamt tengingum við tölvukerfi rafgreiningar og rannsóknastofu fyrirtækisins. Tillögur Tölvu- Mynda hf. uppfylltu mun betur kröfur ISAL en þær lausnir sem boðnar voru af hálfu sérhæfðs bandarísks fyrirtækis, sem einnig var leitað til. Óhætt er aðsegja, að samningur- inn taki til stórs verks á íslenskan mælivarða. HJ OLAGRAFAN SEM SKARAR FRAMÚR BUNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SlMI 38900 Industríal Stöð 2 í það heilaga Eins og kunnugt er var hresst upp á guðshúsið í Viðey jafnhliða við- gerðum á Viðeyjarstofu. Nú þykir fínast af öllu fínu að sigla út í Viðey á góðviðrisdögum og ganga upp að altari í kirkjunni til að staðfesta hjúskaparsáttmála. Mikið verður um dýrðir í Viðeyj- arkirkju í dag þegar landsþekkt andlit verða pússuð þar saman í hjónaband. Brúðguminn heitir Þórir Guðmundsson en brúðurin Adda Steina Björnsdóttir. Bæði eru þau fréttamenn á Stöð 2. Um lcið og dropateljari gratúlcrar er himnafaðirinn beðinn um spegil- sléttan haffíöt, þannig að brúðhjónin megi ganga án teljandi sjóriðu upp að altari Guðs. Veislugestir duttu í sjóinn Dropateljara hafa borist fregnir af miklu samkvæmi í Viðey þar sem hóað var saman útvöldum stórmenn- um sem voru að skapi borgarein- valdsins Davíðs að kvöldi opnunar- hátíðar Viðeyjarstofu og Viðeyjar- kirkju. Mun vel hafa verið veitt í samkvæminu, en þó ekki hlotist af nein teljandi vandræði. Þó átti sér stað óhapp þegar búið var að ferja einn hóp veislugesta frá Viðey og inn í Sundahöfn. Tveir háttsettir embættismenn borgarinnar tóku tal saman á flotbryggjunni sem þarna er og fór vel á með þeim. Hyggst þá annar styðja sig við bátinn sem flutt hafði þá yfir, en svo óheppilega vildi til að báturinn var þá farinn út ■ Viðey til að ná í annan hóp veislu- gesta. Skipti engum togum að hann riðaði til falls og ætlaði þá að grípa í hinn embættismanninn og ekki vildi betur til en að báðir duttu í sjóinn. Ekki varð spariklæddum embættis- mönnunum meint af volkinu en sagan segir að enginn reykvískur leigubflstjóri hafí viljað taka þá upp 1 °g því hafi þeir farið heim í sendiferðabfl. Flísin og frumskógurinn DV birtir eina af untvöndunar- greinum sínum í fyrradag í dálki blaðsins „Sandkorn.“ Að þessu sinni er það blaðamaðurinn Jónas Fr. Jónsson sent agnúast út í Tímann og Ólaf Sigurðsson frétta- mann ríkissjónvarpssins. Fyrst sakar Jónas Tímann um að skrífa íþróttafréttir eftir ríkisútvarp- inu og síðar í „Sandkorni“ sakar hann Ólaf Sigurðsson um að gera upp á milli fjölmiðla í þætti sem hann stjórnaði um efnahagsmál. Skal nú engan undra þó Ólafur hafí gert það þar sent DV var annar miöillinn. Það er hinsvegar nokkuð athygl- isvert að ein af fáum fréttum DV frá í fyrradag skuli hafa verið úrdráttur úr annarri af forsíðufréttum okkar frá sama degi, án þess að getið sé hvaðan fréttin sé upprunnin. En það var einmitt þessi sami Jónas er tók úrdráttinn úr frétt Tímans. Svo virð- ist því sem Jónas þessi hafí tekið eftir flísum í augum náunga sinna en sjái ekki frumskóginn í eigin auga. Sjálfsagt fylgir þcssi umþóttunarþörf nafninu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.