Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 1
Greiddar voru 916 þúsund kr. í slysabætur að meðaltali á hvern slasaðan ökumann: Slysin kostuðu um 4 milljarða SÁ MANNFLESTI Bifreiðaeigendur kvarta gjarnan yfir því hve tryggingaiðgjöld bifreiðatrygginga séu há og vissulega eru þau það. Þau námu í fyrra rúmum fjórum milljörðum króna. En þótt mikið hafi runnið til trygg- ingafélaganna frá bílaeigendum, þá hefur mest allt þetta fé runnið félögunum úr greipum aftur. Tryggingafélögin þurftu nefnilega á síðasta ári að greiða út gríð- arlegar upphæðir í bætur vegna slysa á fólki og eignatjóns í umferðarslysum. Sú tala nemur nær allri þeirri upphæð sem þau innheimtu í bílatryggingaiðgjöld. En það stóð ekki jafn vel í járnum með ið- gjöld af ökumanns- og bíleigendatrygg- ingunni. Þar vantaði um 350 milljónir upp á að iðgjöldin dygðu fyrir bótum vegna meiðsla sem ökumenn urðu fyrir. Til- kynnt tjón í umferðarslysum og -óhöpp- um voru tæplega 28.400, en það svarar til þess að fimmti hver bíll í landinu lenti í tjóni. Það liggur því Ijóst fyrir að gífurleg verðmæti fara í súginn í íslenskri umferð, fyrir utan meiðsl, örkuml, þjáningar og dauða. • Blaðsíða 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.