Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 15. október 1991 Tíminn 5 Nær fjórir milljarðar greiddir í bætur eftir 28.400 slys og tjón í umferðinni í fyrra: 44% slasaðra ökumanna tilkynntu hálsmeiðsli Hálsmeiðsli hijáðu nær helming allra ökumanna sem slösuðust í umferðinni í fyrra. Af 1.066 ökumönnum, sem fengu slysabætur á árinu úr slysatryggingum ökumanns og eiganda, voru 470 með hálsmeiðsli. Rúmir fjórir milljarðar króna í iðgjöld af bifreiðatiygg- ingum bera bæði vitni um miklar þjáningar og hversu gífurleg verð- mæti fara árlega í súginn á götum og vegum landsins. Landsmenn greiddu rúmlega 4 milljarða króna í tryggingaiðgjöld af bflum sínum í fyrra. Og tryggingafé- lögin þurftu að greiða nær alla þá upphæð aftur út í bætur vegna slysa á fólki og tjóna á bflum. í slysatrygg- ingu ökumanns og eiganda vantaði þó um 350 milljónir upp á að ið- gjöldin dygðu fýrir bótagreiðslun- um. Tryggingafélögunum voru tilkynnt nær 28.355 bflslys og tjón á síðasta ári. Þetta þýðir tjón á meira en fimmta hverjum bfl í landinu. Þar af voru rúmlega 2 þúsund tilkynningar um meiri og minni slys á fólki, um 13.500 munatjón hjá ábyrgðartrygg- ingum, um 2.600 sinnum kom til kasta kaskótrygginga og rúmlega 10.200 misstu framrúður. Þar fyrir utan er þó mikill fjöldi minni háttar óhappa sem aldrei eru tilkynnt Slysatrygging ökumanns og eiganda 1989 - skipting meiðsla Dauði Innvortis meíösl Höfuöhógg Beinbrot Bakmeiösl Minniháttar áverkar Hálsmeiösl Annaö 0 100 200 300 400 500 Fjöldi tryggingafélögunum, eins og flestir vita. Þá virðist athyglisvert að þrátt fyrir að fólksbflum hafl fækkað um hálft fimmta þúsund milli 1989 og 1990 fjölgaði slysum um nokkur hundruð tilfelli milli sömu ára. Vegna þessara slysa og óhappa greiddu tryggingafélögin tæplega 3.800 milljónir króna í bætur á ár- inu. Þar af voru um 1.085 milljónir kr. vegna lögboðinna trygginga gagnvart slysum á fólki. Slysatrygg- ing ökumanns og eiganda greiddi um 977 milljónir króna vegna 1.066 slysa. Það samsvarar 916 þúsund krónum að meðaltali vegna hvers slasaðs ökumanns. Þar af voru 12 dauðaslys. - HEI Athyglisverð grein í Fréttablaði SVFÍ eftir dr. Jóhann Axelsson: Álpokarnir ekki eins góðir og talið var? Álpokar og álteppi, sem um árabil hefur verið mælt með að ferðamenn taki með sér í fjallaferðir, eru trú- lega ekki eins góð vörn gegn kulda og af er látið, samkvæmt grein í fréttablaði Slysavarnafélags ís- lands, sem kémur út í dag. Greinin er eftir dr. Jóhann Axels- son, sem um árabil hefur rannsakað ofkælingu, bæði einn og í samvinnu við aðra vísindamenn. Hann hefur verið áhugamaður um kuldarann- sóknir og kuldavarnir og lífeðlis- fræðileg áhrif kulda á mannslíkam- ann. í grein sinni í Fréttablaði SVFÍ læt- ur Jóhann að því liggja að álpokar veiti falskt öryggi, þar sem ál sé góð- ur varmaleiðari og hiti eigi því greiða leið út úr pokanum, sé hann í snertingu við t.d. kalda jörð. Þá kem- ur fram í greininni að álpokar hleypa ekki raka í gegnum sig, þannig að raki, sem myndast innan á þeim vegna uppgufunar frá líkama eða blautum fötum, gæti jafnvel frosið. Þá kemur fram hjá Jóhanni Axels- syni að jafnvel þótt hjarta manns, sem hefur ofkælst, sé hætt að dæla blóði, geti reynst mögulegt að lífga manneskju við og endurvekja eðli- lega heildarstarfsemi. Fómarlömb ofkælingar þurfi því ekki endanlega að vera skilin við, þótt ekkert lífs- mark sé með þeim eða þau e.t.v. fros- in að hluta. Atvinnuleysi eykst á Suðurnesjum: Atvinnuleysi með allra minnsta móti í septembermánuði voru skráðir 26 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Þetta jafngildir því að 1190 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, en það svarar til 0,9% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Þetta er með allra minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur, en september- mánuður er jafnan sá mánuður sem hefur hæst atvinnustig. Atvinnuleysisdögum fækkaði um 5500 daga frá mánuðinum á und- an. Atvinnuleysi í september í fyrra var 1,0% af mannafla. Á 3. ársfjórð- ungi yfirstandandi árs hafa í heild verið skráðir rúmlega 93 þúsund atvinnuleysisdagar, en voru 115 þúsund á 3. ársfjórðungi 1990. Sem hlutfall af mannafla var at- vinnuleysið 1,0% á móti 1,3% í fyrra, miðað við sama tímabil. Að venju var atvinnuástand best á Vestfjörðum (0,2%), en verst var það á Suðurnesjum (2,6%). Séu tölur um atvinnuleysi á einstökum stöðum skoðaðar, kemur í ljós að atvinnuleysi hefur minnkað á vel- flestum stöðum. Suðurnesin skera sig hins vegar úr. Þar hefur at- vinnuleysi aukist. í Grindavík eru 80 atvinnulausir, 55 í Keflavík og 47 í Njarðvík. Til samanburðar má nefna að 300 eru atvinnulausir í Reykjavík og 129 á Akureyri. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæð- inu var 0,5%, en 1,4% á lands- byggðinni. Að venju er atvinnu- leysi meira hjá konum (1,2%) en körlum (0,7%). Mesta atvinnuleys- ið er hjá konum á Suðurnesjum (4,8%). Jóhannes Gunnar GK-74 sökk við Reykjanesskaga: TVEIMUR SJÓ- MÖNNUM BJARGAÐ Tilkynning barst til Landhelgis- gæslunnar laust eftir klukkan átta síðastliðið laugardagskvöld um að 7 tonna plastbátur, Jó- hannes Gunnar GK-74, hefði strandað við Reykjanesskaga. Voru tveir menn á bátnum. Er þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn, voru mennirnir tveir komnir yfir í björgunarbátinn Odd V. Gíslason frá Grindavík, er bjargaði þeim úr gúmmíbjörgun- arbátnum. Ekki var unnt að hífa mennina upp í þyrluna, þar sem aðstæður til þess voru erfiðar. Björgunarbáturinn sigldi því með mennina inn í Hafnir. Sjómenn- imir voru síðan teknir um borð í þyrluna á bryggjunni í Höfnum og flogið með þá á Borgarspítal- ann. Tálið er að báturinn hafi rekist á rekald og ekki reyndist unnt að bjarga honum. -js Flugvél af gerðinni Boeing 747 dýrin því hræddari en venjulega. frá þýska flugféiaginu Lufthansa Um 1300 manns fara i við- þurfti að nauðlenda á Keflavíkur- bragðsstððu þegar neyðaráætiun flugvelli um kl. 5 að morgni síð- Almannavama er sett í gang. Að astliðins laugardags, vegna þessu sinni var ekld báið að setja gruns um að eldur væri laus í allt þetta fólk í viðbragðsstiiðu farangursiými vélarinnar. Ailt þegar í Ijós kom að ekki var tiltækt slöbkvilið flugvallarins hætta á ferðum. Guðjón Peter- var í viðbragðsstöðu og neyðar- sen, framkvæmdastjóri Ai- áætlun Almannavama var sett í mannavaraa, sagði enga leið að gang. Flugvélin lenti heflu og gera sér grein iyrir kostnaði við höidnu og enginn eldur reyndist þetta útkall. vera laus í hcnni. í gær var farið yfir alla þætti í vélinni vom 274 farþegar og björgunaraðgerða, eins og jafnan 15 manna áhöfn og sakaði eng- er gert. Guðjón sagði að í ölium an. Hún var á ieið frá Toronto í aðalatriðum hefði neyðaráætlun- Kanada til Frankfurt í Þýska- in virkað mjög vel og Ijóst væri landi. I farangursrými voru 30 að hún væri vel mótuð, Vanda- nautgripir, 15 hross og talsvert mál komu upp í sambandi vlð af hænsnum. Talið er að hlti frá boðun björgunarsveita á Suður- dýmnum hafi valdið því að ijós, nesjum. Guðjón sagði að boðun- sem á að sýna eld í farangurs- arröð hefði ekki verið rétt, en iými, kviknaði. Talið er að dýrin auk þess hcföi verið bilun í boð- hafi hitnað óvenju mikið vegna unarútbúnaði. þess að mikUI órói var í lofti og -EÓ KOSIÐ í GÆR í ÚTVARPSRÁÐ Alþingi kaus í gær nýja fulltrúa í út- varpsráð í stað þeirra, sem sögðu af sér í kjölfar ákvörðunar Ólafs G. Ein- arssonar menntamálaráðherra um að ráða sr. Heimi Steinsson í stöðu út- varpsstjóra. Aðalmenn voru kosnir Halldóra Rafnar og Hjálmar Jónsson og varamenn í útvarpsráð voru kosnir Guðmundur H. Garðarsson, Dögg Pálsdóttir og Pétur Rafnsson. Kosningunni var frestað í síðustu viku, vegna þess að stjómarandstaðan krafðist þess að fá að ræða við menntamálaráðherra um kosninguna og þann trúnaðarbrest, sem ríkt hefur milli hans og fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins f útvarpsráði. Fyrir þing- fundinn í gær hafði náðst samkomu- lag milli stjómar og stjómarandstöðu um að menntamálaráðherra myndi svara fyrirspumum um þetta mál þeg- ar hann kæmi heim frá útlöndum, en hann kemur heim um næstu helgi. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.