Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. október 1991 Tíminn 7 AÐ UTAN Leyniskjöl sovéska kommúnistaflokksins valda ólgu: Lenín fyrirskip- aði aftöku fjölda manna í Eystrasalts- löndunum Leyniskjöl, sem náinn samstarfsmaður Boris Jeltsíns hefur fundið í skjalasafni kommúnistaflokksins, eiga áreiðanlega eftir að leiða til víðtæks endurmats á sov- éskri sögu og því hlutverki sem Vladimir Lenín, stofnandi Sovétríkjanna, lék. Árum saman hafa embættismenn komm- únista gert sitt besta til að halda skjölun- um leyndum. Nú, þegar leyndinni hefur verið svipt af þeim, er augljóst hver ástæð- an er. Þar er Lenín sýndur í grimmdarlegri mynd. Það er Pavel Voshchanov blaðafull- trúi Jeltsíns, sem hefur gert tilvist skjal- anna opinbera, en í þeim kemur einnig fram að ekki er nema ár liðið síðan for- ystumenn flokksins settu á stofn leyni- banka og sameiginleg hlutafélög, sem að- eins æðstu menn flokksins áttu aðgang að. Fallin byltingarhetja? Það er hins vegar arfurinn, sem Lenín skildi eftir sig, sem verður fyrir versta áfallinu. Vaninn er sá að sagnfræðingar hafa litið á Lenín sem byltingarhetju er hafi orðið fyrir því óláni að eftirmaður hans, Jósef Stalín, eyðilagði árangurinn af starfi hans með því að hrinda þjóðinni út í áratugarlangar miskunnarlausar hreins- anir og iðnvæðingu. Á síðari árum, þegar Stalín og Brésnjef var opinberlega velt af stalli, slapp Lenín við gagnrýni. í skjölunum kemur fram að Lenín gaf fyr- irskipanir um að hryðjuverk skyldu framin utan landamæra ríkisins. Á minnisseðli, sem Lenín sendi frá sér eftir byltingu bol- sévika 1917, segir að kommúnistar ættu að kippa fótunum undan nýstofnuðum Eystrasaltsríkjum. „Við ættum að reyna að refsa Lettlandi og Eistlandi með hernaðar- legum aðgerðum," skrifaði hann. Hann gaf fyrirskipun um að hermenn hans ættu að „fara yfir landamærin og hengja 100 til 1.000 embættismenn og aðalsmenn". Áfram skrifaði Lenín: „Við skulum kenna þeim um alltsaman á eftir. Við skulum fara 20 mílur yfir landamærin og hengja smá- bændur, presta og landeigendur. Það ætti að veita 100.000 rúblna verðlaun fyrir hvern mann sem hengdur er.“ Óhyggilegt að gera skjölin opinber Voshchanov, sem hefur skrifað í blaðið Komsomolskaya Pravda, segir að flest þeirra skjala, sem hann hefði séð, væru merkt „algert trúnaðarmál“. Hann bætti því við að fyrir níú mánuðum hefði einn af fremstu sagnfræðingum flokksins skrifað bréf til flokksforystunnar þar sem hann krafðist þess að skjalasafn Leníns, sem er til húsa í miðstjórnarbyggingu flokksins, nyti áfram leyndar. „Það væri óhyggilegt að gera slík skjöl opinber á þessum tím- um,“ sagði hann. Vladlmir llyich Lenin hefur hingaö til sloppiö nokkuð vel viö gagnrýni, öfugt við þá Stalín og Brésnjef. En nú er farið aö dusta rykið af leyniskjölum sovéska kommúnistaflokksins og kemur þar margt óvænt í Ijós um framferöi Leníns sjálfs. Augljóst er að embættismenn flokksins gerðu sér ljóst að uppljóstrun um innihald skjalanna gæti hafa kynt undir óánægju í Eystrasaltslýðveldunum meðan þau væru enn hluti Sovétríkjanna. En aðrir pappírar í þessu skjalasafni gætu gert skaða á víðara sviði, hefði verið gert uppskátt um þá fyrir valdaránstilraunina í ágúst. Efasemdir um sósíal- ismann og einræði öreiganna Sérstaklega viðkvæm er setning sem Len- ín krotaði á bréfsnepil og lætur þar í ljós efasemdir um sósíalismann og einræði ör- eiganna. „í aðalatriðum er engin mótsögn milli annars vegar sósíalfsks lýðræðis og hins vegar einræðis hóps einstaklingal" skrifaði hann þar. Aðstoðarmaður Jeltsíns birti Iíka bréf, sem yfirmaður Marxisma- lenínismastofn- unarinnar í Moskvu skrifaði í desember sl. Þar varar hann við að sum af skjölum Len- íns gætu enn valdið ríkisstjórninni stjórn- málalegum erfiðleikum, 70 árum eftir byltinguna. „Meðal skjalanna eru nokkur, sem myndu leiða til tvíbentra viðbragða í núverandi félagslegum kringumstæðum, ef birt væru.... Innihald sumra bréfanna mætti túlka sem hvetjandi til ofbeldisað- gerða gegn fullvalda ríkjum, þ.á m. Ind- landi, Kóreu, Afganistan, Bretlandi, Persíu, TVrklandi og Grikklandi," segir yf- irmaður stofnunarinnar. Óhugnanlegar lýsingar á vinnuaðferðum sovéska ríkisins „f sumum skjalanna er líka Iýst vinnuað- ferðum sovéska ríkisins á þeim tíma, þ.á m. stofnun fangabúða fyrir þegna erlendra ríkja, eftirliti með erlendum sendinefnd- um sem komu til Sovétríkjanna, og að- ferðum til að rægja þær, eins og í raun gerðist varðandi sendinefnd enskra verka- lýðsfélaga." Voshchanov lagði fram útdrætti úr öðr- um skjölum sem lögðu sérstaka áherslu á illvirki flokksins eftir daga Leníns. í einum skjalabunkanum má finna um 100 bréf, sem send voru Mikhafl Kalinín, nánum samstarfsmanni Stalíns 1930, þegar samyrkjubúavæðingin stóð sem hæst. ÖIl bréfin, sem merkt eru „trúnaðarmál", höfðu bændur sent til að kvarta undan upptöku eignarjarða. „Hvað er að gerast í frjálsu Rússlandi?" spyr einn þeirra. Vosh- chanov býst við að flestir bréfritaranna hafi verið teknir af lífi. í öðrum skjölum kemur fram hverjar að- gerðir flokksins voru sem aðdragandi að valdaránstilrauninni. Þar er athyglin dreg- in að tilraunum embættismanna til að „hreinsa" sjóði flokksins og mynda það sem Vladimir Ivashko aðstoðarflokksleið- togi, kallar „ósýnilegan efnahag flokks- ins“. Leppríkin greiddu í leyni- sjóð sovéska kommúnista- flokksins Skjölin leiða í ljós að flokkurinn gekk ótrúlega Iangt í því að ná til sín leynileg- um „félagsgjöldum" frá hverju og einu af leppríkjum sínum f Austur-Evrópu, áður en bylting var gerð þar í einu ríkinu af öðru 1989. Að því hermt er í einu plagginu greiddi tékkneski kommúnistaflokkurinn 500.000 dollara á ári hverju til móðurflokksins í Sovétríkjunum. Af einhverri óþekktri ástæðu var þessari upphæð safnað saman í fimm og tíu dollara seðlum, sem troðið var í ferðatösku og send með flugvél frá Prag til Moskvu. „Hvernig stóð á þessum gjaldeyrisvið- skiptum?“ spyr Voschanov. „Það er síður en svo ljóst. En það er líka margt hér sem er óljóst. Ég held að sérfræðingarnir eigi eftir að rannsaka þessi skjöl í marga mán- uði, áður en þeir fá öllum sínum spurn- ingum svarað.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.