Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 15. október 1991 Vitnaleiðslum í máli Thomas og Hill í Bandaríkjunum er lokið: Fullyrða bæði að þau segi sannleikann, en þeim ber ekki saman Þriggja daga yfírheyrslur þingnefndar yfír Clarence Thomas, hæsta- réttardómaraefni Bush Bandaríkjaforseta, og Anitu Hill, fyrrum samstarfskonu hans sem sakar hann um kynferðislega áreitni í starfí, er iokið. Ekki hefur nein niðurstaða fengist í málinu, þar sem framburður þeirra tveggja stangast gjörsamlega á, en bæði segjast þau segja sannleikann. Anita HiII gekkst undir lygamælispróf í gær sem hún stóðst, en slík próf eru ekki talin til sönnunargagna. Joseph Biden, formaður dómara- verði tvísýn. Áður en Thomas var sak- nefndar öldungadeildarinnar, sagði í gær að ekki væri búist við að Thomas eða Hill þyrftu að svara fleiri spuming- um í bili. Næsta skref í þessu máli, sem hefur haldið Bandaríkjamönnum límdum við skjáinn, er að greiða atkvæði um tilnefhingu Thomas í embætti hæsta- réttardómara á morgun. Búist er við að úrslit kosninganna aður um kynferðislega áreitni í starfi fyrir rúmlega viku síðan, var hann nokkuð ömggur um að verða kosinn í embætti hæstaréttardómara. Anita Hill er 35 ára gömul. Hún er prófessor í lögfræði við háskólann í Oklahoma. Hún fúllyrðir að Thomas hafi hvað eftir annað boðið henni út, þegar hann var yfirmaður hennar í menntamálaráðuneytinu snemma á níunda áratugnum. Hún segir að þeg- ar hún hafi hafnað þessum boðum, hafi hann þjakað hana með djöríú tali um kynlíf, kyngetu sína og stærð getn- aðarlims síns. Thomas, sem er 43 ára, neitar þessum ásökunum staðfastlega. Kannanir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum af fréttasamtökum undanfama daga, gefa til kynna að fleiri trúi Thomas en Hill. George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi Thomas í embætti hæstarétt- ardómara í júlí sl. Ef Thomas hlýtur þetta virta embætti, verður hann fyrsti blakki maðurinn til að gegna því. Á sunnudaginn voru vitni yfirheyrð, þar á meðal voru þrír vinir Hills og fyrrum lagaprófessor. Þau sögðu að Friðarverðlaun Nóbels að þessu sinni: Aung San Suu Kyi, frelsishetja frá Búrma, hlýtur þau Tilkynnt var í Ósló í gær að Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðis- íylkingarinnar í Búrma, hljóti fríðarverðlaun Nóbels í ár. Aung San Suu Kyi hefur veríð í stofufangelsi á heimili sínu í meira en tvö ár. Verðlaunin verða afhent í Ósló þann 10. desember næstkomandi, en ekki er ljóst hvort Suu Kyi fær að fara úr landi til að veita þeim við- töku. Francis Sejersted, formaður fimm- mannanefndarinar sem úthlutar frið- arverðlaununum, sagði að Aung San Suu Kyi væri frelsishetja, sem berðist fyrir lýðræði og mannréttindum í Búrma. „Hún er verðugur vinnings- hafi,“ sagði Sejersted við blaðamenn í gær. Þá sagðist hann vonast til að verðlaunaafhendingin yrði til að liðka fýrir lausn hennar úr stofufangelsinu. Aung San Suu Kyi var meðal þeirra, sem oftast voru nefnd á sambandi við fríðarverðlaunin að þessu sinni. Hún er fyrsta konan til að hljóta verðlaun- in síðan sænski friðarsinninn Alva Myrdal hlaut þau árið 1982 og Móðir Teresa árið 1979, og annar Asíubúinn á skömmum tíma sem hlýtur þau, en Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta, hlaut þau árið 1989. í tilkynningu frá friðarverðlauna- nefndinni segir að norska Nóbelsverð- launanefndin vilji heiðra þessa konu fyrir óbilandi baráttu sína fyrir lýð- ræði, og til að sýna stuðning við þann fjölda fólks í heiminum sem berjast fyrir lýðræði, mannréttindum með fríðsamlegum aðgerðum. Aung San Suu Kyi, sem er 46 ára, var sett í stofufangelsi fyrir meira en tveimur árum fyrir harkalega gagn- rýni á aðgerðir hersins í Búrma. Hún hefur verið leiðtogi lýðræðis- fylkingarinnar síðan um mitt ár 1988, en hún var handtekin síðar það sama ár. Hún hefur hvatt til þess að her- stjóminni, sem hefur völdin í landinu, verði komið frá. Andspyma hennar byggist á aðgerðum án ofbeldis, sem þykja mjög í anda Mahatma Gandhi og Martins Luthers King. Þá hefur Evrópuþingið veitt henni Sakharov- verðlaunin fyrir frelsisbaráttu sína, en Andrei Sakharov, sem þau heita eftir, hlaut sjálfur friðarverðlaun Nóbels ár- ið 1975. í raun er Suu Kyi réttkjörinn leiðtogi Búrma, því í almennu kosningunum árið 1990 bar flokkur hennar, Lýðræð- isfylkingin, sigur úr býtum og vann 392 þingsæti af 485. Herinn virti hins vegar úrslit kosninganna að engu. Það, sem helst er talið koma í veg fyr- ir að herinn myrði hana, er að innan hersins sé ótti við að þá syði upp úr í landinu og fólkið fengi endanlega nóg af því að láta traðka á réttindum sín- um. Aung San Suu Kuyi er fædd í Rango- on þann 19. júní árið 1945. Hún fór í skóla í Búrma og á Indlandi þar sem móðir hennar var sendiherra. Hún fékk skólastyrk við Oxfordháskóla og lagði stund á stjómmálafræði, heim- hún hefði sagt þeim á þeim tíma, sem hún vann undir stjóm Thomas, að hún yrði fyrir kynferðislegri áreitni af hans völdum. „Hún sagði mér að yfir- maður hennar sýndi henni kynferðis- legri áreitni. Sá yfirmaður var Clar- ence Thomas," segir Susan Hoershner í vitnaleiðslum í gær. „Anita sagði að Clarence Thomas hefði í sífellu boðið henni út, en hann hlustaði ekki á af- svar hennar," sagði Hoershner. Þingnefrídin yfirheyrði fleiri vitni, sem sögðu að þau hefðu ekki orðið vör við neitt það í hegðun Thomas eða Hill sem gæfi til kynna óviðeigandi fram- ferði, og lofuðu Thomas sem ráðvand- an mann sem væri harðlega á móti kynferðislegri áreitni. Sjö konur, sem hafa unnið með Thomas, sátu fyrir svörum nefrídar- innar í gær og báru honum söguna vel. The New York Times segir í grein á mánudag að eina leiðin til að bjarga tilnefríingu Thomas í embætti hæsta- réttardómara sé að kasta rýrð á per- sónu Hills. Angela Wright, sem Thomas rak úr starfi hjá menntamálaráðuneytinu ár- ið 1985, sagði í símaviðtali við þing- nefrídina að hann hafi spurt hversu stór brjóst hennar væru. Framburður hennar var staðfestur af öðrum fyrrum aðstoðarmanni Thomas, Rose Jourda- in, sem segir að Wright hafi sagt sér að hún hefði vaxandi áhyggjur af um- mælum yfirmanns síns vegna um- mæla hans um útlit hennar, líkama, brjóst og fætur. reuter-sis James Baker far- inn til Miðaustur- landa í áttunda sinn á þessu ári: Síðasta ferðin vegna friðar- ráðstefnu James Baker, utanrfidsráðherra Bandaríkjanna, hóf sína áttundu sendiför til Miðausturlanda í gær með meira en tveggja klukkutíma löngum fundi með Hosni Mubarak, forseta Egyptalands. Baker, sem reynir nú í síðasta sinn að fá Araba og fsrael að samninga- borðinu áður en mánuðurinn er úti, hitti Mubarak í forsetahöllinni í Ka- író. Embættismenn segja að Baker ætli sér að ná þessu takmarki, en George Bush Bandaríkjaforseti og Mikhaíl Gorbatsjov settu þessi tíma- mörk. Friðarför Bakers hefur valdið mikl- um taugatitringi í Miðausturlönd- um. Moshe Arens, varnarmálaráðherra ísraels, sagði á sunnudag að ísraelar væru tilbúnir að taka þátt í friðar- ráðstefnunni, en myndu ganga út ef palestínska sendinefndin krefðist þess að vera þar sem sendifulltrúar Frelsissamtaka Palestínu, PLO. Táysir Khaled, sem sæti á í fram- kvæmdanefnd PLO, sagði Reuters- fréttastofunni í gær að aðalstjórn PLO ætli að hittast í Túnis á morg- un til að ákveða hvernig staðið verði að þessum friðarfundi. Palestínskir leiðtogar, sem hafa átt í samningaviðræðum við Baker, komu heim frá Washington á sunnudagsnótt og sögðu við það tækifæri að lítið hefði miðað áfram í viðræðunum. Baker fór frá Kaíró í gær og flaug til Amman. Hann fer einnig til Sýr- lands og ísrael. reuter-sis speki og hagfræði, áður en hún hóf að vinna á skrifstofu aðalritara Samein- uðu þjóðanna eftir að hún útskrifað- ist. Árið 1972 giftist hún Michael Aris, en hann er breskur. Þau eiga saman tvo syni. Áður en hún var hneppt í stofufang- elsi sagði hún við vestræna frétta- menn: „Martin Luther King sagði við fólk: „Ég á mér draum." Það er sama með okkur. Við viljum bara að draum- ar okkar rætist.“ En ekki líst öllum jafrível á að að Suu Kyi hljóti friðarverðlaunin. Diplómat- ar frá Búrma á Tælandi sögðu í gær að hún væri til vandræða og ætti verð- launin ekki skiliö. „Hún verður ekki látin laus nema hún heiti því að hætta afskiptum af stjómmálum," sögðu þeir. „Það er engin ástæða til að verð- launa Aung San Suu Kyi,“ sagði Tin Htoon, aðalritari í búrmanska sendi- ráðinu í Bangkok. Hann segir að hún Ieiði fólk í villur og það leiði til öng- þveitis í landinu. Hann segir einnig að það sé ekkert samband á milli verð- launaafhendingarinnar og stöðu Suu Kyi í Búrma. Sendiherra Búrma í Tæ- landi, Nyunt Swe, svaraði aðspurður um hvort hann teldi að Nóbelsverð- launanefndin hefði valið vel: ,Nei, það tel ég ekki.“ Það var Vaclav Havel, forseti Tékkó- slóvakíu, sem tilnefndi Suu Kyi til friðarverðlaunanna. Hann var einn af þeim, sem þóttu koma til greina sem handhafi þeirra. Þá var einnig spáð að Hjálpræðisherinn eða Nelson Man- dela hlytu friðarverðlaunin. reuter-sis LISTIYFIR HAND- HAFA FRIÐAR- VERÐLAUNA NÓBELS SÍÐAN ÁRIÐ 1970 1991 - Aung San Suu Kyi, frá ínu. Búrma. 1990 - Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríhjanna. 1989 - Dalai Lama, trúar- og sfjóm- málaleiðtogi í Ttbet 1988 - Friftarsvertir Sameinuðu þjóðanna. 1987 - Oscar Arias, forseti Kosta Ríka, höfúndur friðaráæthmar fyrir Mið-Ameríkulöndin. 1986 - Elie Wiesel, ritböfundur og mannrétöndafrömuður af Gyftinga- ættum. 1985 - Samtök iækna gegn kjam- oricuvá. 1984 - Desmond Irítu, Suftur-Afr- íku. 1983 - Ledi Walesa fra PóUandi. Hann er forseti landsins í dag. 1982 - Alva Myrdal, sænskur ríift- herra sem beitti sér fyrir afvopnun, og Aifonso Garda Robles, mexí- kanskur diplómati og fyrrum utan- rðdsráftherra. 1981 - Flóttamannahjálp Samein- uftuþjóftanna. 1980 - Adolfo Perez Esqucl, hann berst fyrir mannréttindum i Aigent- 1979 - Móftir Teresa frá Kalkútta. 1978 - Anwar Sadat forseti Egypta- lands, óg Menachem Begin, forsæt- istáðherra ísraeis, deildu meft sér friftarverftlaununum. 1977 - Amnesty IntematkmaL 1976 - Betfy Wiliiams og Mairead Corrigan, leifttogar herferftar á Norft- ur-írlandi til aft binda enda á ofbeldi af trúariegum ástæðum. 1975 - Andrd Sakharov, sovéskur vísindamaður og mannréttindasinni. 1974 - Eisaku Sato, forsætisráft- herra Japans, og Sean MacBride, for- seti alþjófta friftarstofnunarinnar í Genf. 1973 - Hemy Kissinger, utanríkis- ráftherra Bandarílqaima, og Le Duc Tho, fyrirþátt sinníendalokum Víet- namstríftsins. 1972 - Engin verðlaun afhent 1971 - Willy Brandt, kansfari Vest- ur-Þýskalands. 1970 - Norman Boriaug, vinnur vift Alþjóðastofnun um maís og hveiö- rækt í Mcxíkóborg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.