Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 15. október 1991 Fækkun bankastarfsmanna ekki minni í Búnaðarbanka en sameiningarbönkum: Bankastarfsmönnum hefur fækkað um 180 frá 1988 Starfsmenn (stöðugildi) viðskiptabankanna þriggja voru 2.518 í lok síðasta árs. Þeim hafði þá fækkað um 182, eða tæp 7%, frá því sem þeir urðu flestir, 2.700 tveim ár- um áður, samkvæmt skýrslu bankaeftirlits Seðlabankans. Það virðist hins vegar síður en svo einhlít skýring að þetta sýni þá hagræðingu, sem bankamir hafa náð með sameiningum síðustu ára og fækkun afgreiðslustaða úr 135 niður í 130. Sú athyglisverða staðreynd kemur t.d. í Ijós, að starfsmönnum Búnað- arbankans hefúr síður en svo fækk- að minna en öðrum. í þessum eina banka, sem engum hefur sameinast, fækkaði starfs- mönnum um 49, eða rúmlega 9%, milli 1987 og 1990. Hlutfall starfs- manna og innlána virðist heldur hvergi hagstæðara en í Búnaðar- bankanum, en hins vegar óhag- stæðast í íslandsbanka. Hlutfall innlána og starfsmanna, og fjöldi þeirra, skiptist þannig um síðustu áramót: Innlán og starfsmenn bankanna: Starfsmenn: Innlán: % % Landsbanki 1.236 49,1 46,3 íslandsbanki 796 31,6 27,5 Búnaðarbanki 486 19,3 26,2 2.518 100% 100% Framangreindar tölur eiga við um viðskiptabankana eina. Starfsmenn sparisjóða voru 424 um síðustu áramót, eða 14,4% af heildarfjölda starfsmanna sem voru 2.942 talsins í lok síðasta árs. Sparisjóðimir varðveittu þá einnig 17,1% heildar- innlána banka og sparisjóða, og höfðu þá aukið þann hlut sinn úr 16,3% árið áður. Búnaðarbankinn jók einnig hlut sinn umtalsvert á s.I. ári, eða úr 20% upp í 21,7% heildarinnlána banka og sparisjóða (eða úr 23,9% upp í 26,2% innlána viðskiptabank- anna). - HEI Landssamband verslunarmanna segir framfærslu- byrði heimilanna þyngda verulega í fjárlagafrumvarpi: Auknar álögur á almenning „Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir lækkun heildarútgjalda ríkissjóðs. Þarna er aðeins um að ræða leik að tölum og orðum, þegnum landsins er ætlað að greiða þessa lækkun og gott betur. Nú heita skattamir „þjónustu- gjöld“ og þeir, sem nýta „þjónustuna“, skulu greiða fyrir.“ Þetta er úr ályktun sem samþykkt var samhljóða á fundi framkvæmdastjómar Lands- sambands íslenskra verslunarmanna, sem telur um 15.000 félagsmenn. Hópurinn meö kennara sínum, Sigrúnu Stefánsdóttur. Hagnýt fjölmiðlun Háskólans: Fyrstu nemar útskrifaðir Stjómin lýsir þar undmn á ýmsum þeim fyrirætlunum, sem sjá má í Frumvarpi til fjárlaga 1992. Þar sé vegið að grundvallaratriðum ís- lenska velferðarkerfisins. Skorar stjómin því á ríkisstjómina og stjómarflokkana að endurskoöa frumvarpið. „í heild felur frumvarpið í sér aukn- ar álögur sem einkum snúa að al- menningi," segir í ályktuninni. Ein af undirstöðum hins svokallaða vel- íslandsklukkan út í Danmörku Danska bókaforlagið Cicero hefur sent frá sér nýja útgáfu af stórverki Halldórs Laxness, „íslandsklukk- an“. Bókin hefur ekki fengist í Dan- mörku um árabil. „íslandsklukkan" er fyrsta bók Hall- dórs sem Cicero gefur út. Fram til þessa hefur Gyldendal-forlagið gefið út bækur hans í Danmörku. Vaka- Helgafell hefur gert framtíðarsamn- ing við Cicero, sem framvegis mun gefa út verk Halldórs. Unnið er að út- gáfu „Vefarans mikla frá Kasmír" og sögunnar „Ungfrúin góða og húsið“. Cicero stefnir að því að gefa öll verk skáldsins í Danmörku. Þetta er þriðja útgáfa „íslandsklukk- unnar“ á dönsku. Jakob Benedikts- son þýddi. Dómar danskra blaða hafa verið mjög lofsamlegir. -aá. Sameinuðu þjóðirnar: 80% barna bólusett „Á fjömtíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna 1985 ákváðu þjóðarleið- togar heims að efla til muna bólu- setningar barna, þannig að í árslok 1990 hefðu 80% allra barna heims- ins verið bólusett gegn hinum ýmsu smitsjúkdómum sem herja á börn. Við athöfn í aðalstöðvum Samein- uðu þjóðanna í New York 8. október sl. á vegum Alþjóða heilbrigðisstofn- unarinnar og Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna var tilkynnt, að mark- miði þessu hefði verið náð,“ segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu. -aá. ferðarkerfis hafi falist í góðri heil- brigðisþjónustu. í stefnu núverandi ríkisstjómar felist hins vegar gróf að- för að heilbrigðiskerfinu, sem valdi mismunun þegnanna. Stjóm LÍV segir sömuleiðis Ijóst að framfærslubyrði heimilanna muni þyngjast vemlega, verði frumvarpið óbreytt að lögum. Minni niður- greiðslur landbúnaðarvara muni hækka matarkostnað heimilanna og bitna harðast á láglaunafólki. Niðurskurður útgjalda vegna ríkis- ábyrgðar á launum muni einnig koma hart niður á láglaunafólki, á sama tíma og áhersla er lögð á aukn- ar ábyrgðir á lánum til fýrirtækja. Stjórn LÍV krefst þess af ríkistjórn- inni að hún endurskoði þau atriði fjárlagafrumvarpsins, sem einkum snúa að launafólki. Með tillögum rík- isstjómarinnar sé samningaviðræð- um stefnt í hættu og líkur auknar á átökum á vinnumarkaði. Fyrsti hópurínn, sem stundar nám í hagnýtrí fjölmiðlun við Háskóla íslands, alls fjórtán nemendur, út- skrífaðist í lok september. Nám í hagnýtri fjölmiðlun er ætlað þeim, sem lokið hafa háskólaprófi eða hafa reynslu af störfum á fjöl- miðlum. Áhersla er lögð á meðferð málsins, frétta- og greinaskrif, gerð útvarps- og sjónvarpsþátta og kenn- ingar um fjölmiðla og hlutverk þeirra. Náminu lýkur með þriggja mánaða starfsþjálfun. Liðlega tuttugu manns stunda nú nám í hagnýtri fjölmiðlun við Há- skóla íslands. Lektor er dr. Sigrún Stefánsdóttir. -aá. Samstarfsnefnd náms- mannahreyfinganna: Lýsir and- stöðu við tillógur LÍN-nefndar „Samstarfsnefnd námsmannahreyf- inganna lýsir andstöðu sinni við þá kollvörpun námslánakerfísins, sem kemur fram í skýrslu nefndar um endurskoðun laga um LÍN. Hingað til hefur Lánasjóðurinn verið jöfnunartæki og gert öllum kleift að fara í nám. Með þessum hugmyndum er beinlínis komið í veg fyrir að ungt fólk í landinu leiti sér menntunar. Samstarfsnefnd námsmannahreyf- inganna hefur marglýst yfir vilja sín- um til að ræða við stjórnvöld. Við áttum von á tillögum um lagfæring- ar á núverandi kerfi, en fengum í hendurnar hugmyndir að alveg nýju kerfi sem gengur þvert á þær jafn- réttishugmyndir, sem núverandi kerfi byggir á,“ segir í yfirlýsingu Samstarfsnefndar námsmanna- hreyfinganna. -aá. Frá Blindrafélaginu: Alþjóðlegur dagur hvíta stafsins Alþjóðlegur dagur hvíta stafsins er í dag, 15. október. Tfmanum hefur boríst eftirfarandi ávarp frá Blindrafélaginu, flutt í tilefni dags- ins: „Hvíti stafurinn er aðalhjólpartæki blindra og sjónskertra við að kom- ast leiðar sinnar. Hann er jafnframt forgangsmerid þeirra í umferðinni. Það krefst langrar þjálfunar að læra að nota hvíta stafínn svo að hann komi að sem mestum notum. Þjálfunin er fólgin í að læra að beita stafnum á réttan hátt, læra ákveðn- ar leiðir og að þckkja kennileiti. MMvægt er að hlusta eftir um- hverfíshljóðum, t.d. eru fjölfamar götur gott kennileíti. Þegar blindur eða sjónskertur þarf að komast yflr götu, heldur hann hvíta stafnum skáhallt fyrir framan sig. Ökumenn og aðrír vegfarendur taka í ríkara mæli tillit til blindra og sjónskertra sem nota hvíta stafínn. Eitt aðalvandamál þess, sem ferð- ast um með hjálp hvita stafsins, eru kyrrstæðir bOar á gangstéttum. Þessir bflar geta verið stórhættu- legir, sérstaldega vörubflar og aðrír háir bílar. Stafúrínn lendir undir bílnum og sá blindi verður ekki var við hann í tæka tíð. Skorað er á ökumenn að virða hvíta staflnn sem stöðvunarmerid. Vegfarendur eru hvattir til að sýna blindum og sjónskertum fyllstu til- litssemi í umferðinni og að bjóða fram aðstoð sína, ef þurfa þykir, með því að rétta fram handlegginn svo að Mnn blindi eða sjónskerti geti fylgt honum eftír." -aá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.