Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 15. október 1991 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur — Úrvalsdeild: Haukar réðu ekki við Krebbs — Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Haukum 74-90 VALUR GERÐI 46 STIG GEGN NJARÐVIKINGUM VaJorlngimundarson, fymrutn lcik- Leikuritu» var spennandi lengst af. engan veginn á strik. maður með Njarðvíkingum, sem nú Helsti munurinn á iiðunum er hve Stigin Tmdastóll: Valur Ingimund- hin síðari ár hefur leikið með h'ði miklu meiri hreidd er í Uði íslands- arson 46, Kristinn Baidvinsson 13, Tindastóis frá Sauðárkróki í úrvals- meistara Njarövödnga. Þeir sðkn- Karl Jónsson 8, Haraidur Leifsson deildinni í körfuknattieik, reyndist uðu þó Teits Öriygssonar í þessum 4, Einar Einarsson 4 og Ivan Jonas shmm gömiu féiögum erfiður á leik, en hann var veikur. Atkvæða- 3. Njarðvík: ísak Tómasson 28, sunnudaghui, er iiðin mættust á mestír Njarðvíkinga voru ísak Tóm- Ronday Robinson 18, Jóhannes Sauðárkróki. Valur var óstöðvandi asson og Ronday Robinson, en auk KristbjÖrnsson 8, Kristinn Einars- ogskoraði46stigíieiknumeðatæp Vals Í Uði norðanmanna var Kristinn son 8, Eriðrik Ragnarsson 6 og 60% stiga líðs síns, sem mátti þoia Baldvinsson I aðalhiutverid. Athygii Hreiðar Hreiðarsson 2. nauman ósigur, 78-86. vakti að Tékkinn Ivan Jonas uáði sér BL Grindvfidngar komu, sáu og sigruðu á laugardaginn, er þeir mættu Haukum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Gríndvfidngar réðu ferðinni frá fyrstu mínútu og unnu öruggan sigur, 74-90. Sá sigur var þó full stór, miðað við gang leiksins. Gestimir voru komnir með 10 stiga forskot eftir nokkurra mínútna leik, 8-18 og þennan mun náðu leikmenn Hauka ekki að brúa. Minnstur mun- ur á liðunum var þó 5 stig 23-28. í leikhléi höfðu Grindvíkingar 6 stig yfir, 36-42. í síðari hálfleik náðu Haukar að minnka muninn í 3 stig, 62-65, en þá skiptu Grindvíkingar um gír og náðu 12 stiga forystu, 66- 78, með góðum leikkafla. Skömmu fyrir leikslok var staðan 70-81, en á lokamínútunum tóku Haukamir áhættu til að freista þess að jafna, en Grindvíkingar reyndust vandanum vaxnir og bónusvítaskot þeirra röt- uðu rétta leið. Dan Krebbs var yfirburðamaður á vellinum í þessum leik, og er hann greinilega í betri æfingu nú en í fyrra. Það setti þó ljótan blett á leik hans, er hann braut gróflega á Pétri Ingvarssyni og var Krebbs í raun heppinn að fá ekki reisupassann hjá dómumm leiksins. Guðmundur Bragason og Rúnar Ámason áttu báðir mjög góðan leik og vöktu tvær þriggja stiga körfur Rúnars athygli. Þá er ógetið ágætrar frammistöðu ungs leikmanns í Grindavíkurliðinu, Bergs Hinrikssonar, en hann átti skínandi góðan leik; efnilegur leik- maður þar á ferð. Hjá Haukum vakti athygli að Bandaríkjamaðurinn Mike Dizaar náði sér ekki á strik. Pétur Ingvars- son og ívar Ásgrímsson vom bestir hjá Haukum að þessu sinni, en Jón Öm Guðmundsson var nokkuð frá sínu besta. Jón Amar Ingvarsson átti ágætan leik, en fékk sfna 4. villu snemma í síðari hálfleik og lék lítið eftir það. Hann fór síðan út af með 5 villur undir lokin, ásamt þeim ívari Ásgrímssyni og Eggert Garðarssyni. „Það var mjög gott að vinna þennan leik eftir erfiðan leik gegn Þór um síðustu helgi. Það gekk vel í dag, en við verðum að bíða og sjá til með framhaldið. Við ætlum okkur í úr- slitakeppnina og þótt okkur sé ekki spáð sæti þar, þá breytir það engu. Síðustu tvö ár hefur Grindavíkurlið- inu ekki verið spáð sæti þar, en raun- in hefur nú orðið önnur. Riðillinn er mjög erfiður og í raun ómögulegt að segja hvernig þetta fer,“ sagði Gunn- ar Þorvarðarson, þjálfari Grindvík- inga, eftir sigurinn á Haukum. IR-ingar unnu nauman sigur Keppni í 1. deild karia og kvenna hófst um helgina. Á föstudaginn léku Skagamenn gegn Hettí frá Egilsstöð- um á Akranesi, og sigruðu heima- menn 87- 71. Bandaríkjamaðurinn Eric Rombach var stigahæstur Akumesinga með 29 stig, en þeir Egill Fjeldsted og Jóhann Guðmundsson gerðu 16 stig hvor. Fyrir Hött gerði Sam Graham, sem er Bandaríkjamaður, 36 stig, en Kristján Rafnsson 22. Á laugardag lék Höttur gegn ÍS og tapaði öðm sinni, nú í Hagaskóla 73- 64. Sam Graham fór á kostum í Ieikn- um og gerði 45 stig; frábær leikmaður þar á ferð. Kristián Rafnsson gerði 12 stig. f jöfnu liði IS var Páll Amar stiga- hæstur með 16 stig. Breiðabliksmenn mættu nýliðunum í Keilufélagi Reykjavíkur á laugardag og var sá leikur ójafn. Breiðablik hafði mikla yfirburði og sigraði 43- 99. Bandaríkjamaður þeirra Breiðabliks- manna var atkvæðamikill, en hjá þeim Keilufélagsmönnum var Broddi Krist- insson sterkastur. Loks mættust Reynir og ÍR í Sand- gerði á sunnudag. Reynismenn höfðu undirtökin framan af, vom mest yfir 12 stig 34-22 í fyrri hálfleik, en ÍR-ing- um tókst að komast yfir fyrir hlé 50- 53. Mest náðu ÍR-ingar 8 stiga forystu í síðari hálfleik, en Reynismönnum tókst að minnka muninn í 3 stig fyrir leikslok, en þeir gerðu 5 þriggja stiga körfur á síðustu 5 mín. leiksins. Bandaríkjamaðurinn Larry Hotaling, fyrrum leikmaður Hauka, var stiga- hæstur í liði Reynis með 35 stig, en Sveinn H. Gíslason átti einnig góðan leik og skoraði 28 stig. Jóhannes Sveinsson var stigahæstur í jöfnu liði ÍR með 22 stig. í 1. deild kvenna vann Keflavík stóran sigur á KR 36-97 og Haukar unnu Grindavík 43-31. BL Ólafur Rafnsson, þjálfari Hauka, hafði þetta að segja eftir leikinn: „Ég átti von á þessu. Grindvíkingar hafa verið í lægð að undanförnu, en við áttum toppleik um síðustu helgi. í dag héldum við að stemmningin kæmi af sjálfú sér og því fór sem fór. Annars elska ég vanmatið, sem margir hafa á okkur, og það kemur okkur til góða,“ sagði Ólafúr. Stigin Haukar: Pétur Ingvarsson 15, Jón Arnar Ingvarsson 14, Mike Dizaar 14, ívar Ásgrímsson 13, Jón Örn Guðmundsson 6, Henning Henningsson 6, Eggert Garðarsson 4 og Reynir Kristjánsson 2. Grinda- vík: Dan Krebbs 18, Guðmundur Bragason 16, Rúnar Árnason 14, Bergur Hinriksson 14, Pálmar Sig- urðsson 10, Hjálmar Hallgrímsson 5 og Marel Guðlaugsson 3. Leikinn dæmdu þeir Kristinn Al- bertsson og Kristján Möller og var frammistaða þeirra þokkaleg. BL Dæmigerðar myndir úr leik Hauka og Grindvíkinga. Dan Krebbs og Guðmundur Braga- son eiga greiða leið að körfu Hauka án þess að vamarmenn Hauka komi vörnum við. Meistararnir unnu nýliðana með 30 stigum íslandsmeistarar Njarðvíkmga sigr- uðu nýliða Skailagríms frá Borgar- nesi með 30 stiga mun í Njarðvík á fostudagskvöld, 93-63. f leikhléi var staðan 52-37 Njarðvík- ingum í vil. Stigin Njarðvík: Teitur örlygsson 28, Ronday Robinson 14, Kristinn Einars- son 12, Jóhannes Kristbjömsson 11, Friðrik Ragnarsson 8. Rúnar Jónsson 8, Ástþór Ingason 5, Isak Tómasson 5 og Brynjar Sigurðsson 2. Skallagrím- ur: Maxim Krupatsjev 19, Eggert Jónsson 12, Elfar Þórólfsson 10, Birg- ir Mikaelsson 8, Guðmundur Kr. Guð- mundsson 8, Hafsteinn Þórisson 4 og Gunnar Jónsson 2. BL ÍBK sótti 2 stig til Akureyrar Þórsarar, með Bandaríkjamanninn Michael Ingram fremstan í flokki, náðu ekki að stöðva Keflvíkinga í leik liðanna nyrðra á sunnudagskvöid. Keflvikingar fóru með öruggan sigur af hólmi, 71-92, eftir að staðan í leik- hléi var 31-40 gestunum í vil. Jonathan Bow og Jón Kr. Gíslason voru í aðalhlutverkum hjá Keflvíking- um, en Ingram og Sturla örlygsson hjá Þór. Stigin Þór: Michael Ingram 28, Sturla Örlygsson 18, Konráð Óskars- son 8, Birgir Birgisson 6, Gunnar Ör- lygsson 5, Björn Sveinsson 4 og Högni Friðriksson 2. Keflavík: Jonathan Bow 26, Jón Kr. Gíslason 17, Nökkvi Jóns- son 12, Kristinn Friðriksson 12, Sig- urður Ingimundarson 11, Brynjar Harðarson 6, Hjörtur Harðarson 6 og Júlíus Friðriksson 2. BL Karl tók af skarið — Snæfell sigraði Skallagrím í fyrstu orustu liðanna Það sannaðist enn einu sinni að margur er knár þótt hann sé smár, í leik Skallagríms og Snæfeils í úrvals- deiidinni í körfuknattleik í Borgar- nesi á sunnudaginn. Kari Guðlaugs- son, bakvörður þeirra Snæfellinga, var heldur betur betri en enginn og var maðurinn á bak við 69-75 sigur þeirra í leiknum. Karl skoraði 8 fyrstu stig liðs síns, og aftur tók hann af skarið undir lok leiksins og gerði 8 stig í röð. í leikhléi hafði Snæfell 16 stiga forskot 23-39. Skjallagrímsmenn náðu aðeins að laga stöðuna fyrir leikslok í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik á heimavelli. Áuk Karls voru þeir Bárður Eyþórsson og Tim Harvey atkvæðamestir. Hjá Skallagrími var Sovétmaðurinn Kru- patsjev yfirburðamaður, en næstir honum komu þeir Birgir Mikaelsson og Eggert Jónsson. BL Kari Guðlaugs: byrjar vel með Snæfelli. Tlmr.my'ndlrAmlBJama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.