Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 16
* AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhusinu v Tryggvagotu ® 28822 AUÐVITAÐ Suöurlandsbraut 12 Öðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 Tímiim ÞRIÐJUDAGUR 15. OKT. 1991 Helmingur þingmanna hefur aðeins nokkurra vikna reynslu af þingstörfum: Fimmti hver þing- maður er varamaður Tólf varamenn sitja nú á Alþingi. Tíu þeirra hafa aldrei setið þar áð- ur, en tveir hafa áður tekið sæti sem varamenn. í ljósi þess aö þingið er nýkjörið og margir þing- menn með litla þingreynslu, má segja að þingið sé óvenju ungt. Af 63 alþingismönnum, sem sitja á Alþingi þessa dagana, hafa aðeins 31 þingmaður setið þar lengur en eitt kjörtímabil. Hinir 32 eru ann- að hvort varamenn eða þingmenn sem kosnir voru á þing í fyrsta skipti síðastliðið vor. Varaþingmennimir tólf eru: Þur- íður Pálsdóttir söngkona, vara- maður Geirs H. Haarde, formanns þingflokks sjálfstæðismanna. Elín- björg Magnúsdóttir fiskvinnslu- kona, varamaður Guðjóns Guð- mundssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins á Vesturlandi. Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri, varamaður Einars K. Guðfinns- sonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum. Sr. Hjálmar Jónsson prófastur, vara- maður Vilhjálms Egilssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra. Stefanía TYaustadóttir félagsfræðingur, varamaður Steingríms J. Sigfús- sonar, þingmanns Alþýðubanda- lagsins á Norðurlandi eystra. Her- mann Níelsson íþróttakennari, varamaður Gunnlaugs Stefáns- sonar, þingmanns Alþýðuflokksins á Austurlandi. Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri, varamaður Jóns Kristjánssonar, þingmanns Framsóknarflokksins á Austur- landi. Einar Már Sigurðarson kennari, varamaður Hjörleifs Guttormssonar, þingmanns Al- þýðubandalagsins á Austurlandi. Anna Kristín Sigurðardóttir kenn- ari, varamaður Margrétar Frí- mannsdóttur, þingmanns Alþýðu- bandalagsins á Suðurlandi. Guð- mundur Árni Stefánsson bæjar- stjóri, varamaður Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra. María E. Ingvadóttir viðskipta- fræðingur, varamaður Ólafs G. Einarssonar menntamálaráð- herra. Kristín Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, varamaður Önnu Ólafsdóttur Björnsson, þingmanns Kvennalistans á Reykjanesi. -EÓ Lukka RE-86 sökká laugar- daginn Síðastliðinn laugardag sökk Lukka RE-86, 26 sjómílur SSA úr Hvanney. Eigandi bátsins, sem var einn á bátn- um, var á skaki. Sjómaðurinn varð var við dynk er hann var að færa bát- inn til. Jafnframt varð hann var við mikinn leka í lestinni og vélarrúm- inu. Eigandinn kallaði þá á nær- stadda báta og bað um aðstoð. Lára HF-345 kom til hjálpar og dró bátinn áleiðis til lands. Það dugði ekki til og Lukka RE-86 sökk áður en Iandi var náð, en þá var siglt með eiganda bátsins til Hafnar í Hornafirði. -js Ferðamenn geta á vori komanda fengið allar upplýsingar um ferðaþjónustu úr tölvuvæddu upplýsingakerfi: Ferðamenn leita sér upp- lýsinga í tölvu í vor geta ferðamenn farið nýja leið til að leita sér upplýsinga um þjónustu við ferðamenn á íslandi. Komið verður upp tölvustýrðum snertiskjám þar sem unnt verður að fá upplýsingar um alla þá þjónustu við ferðamenn, sem í boði er á íslandi. Þessi tækni, sem kölluð hefur verið „margmiðlun", blandar saman texta, hljóði og mynd. Forritið, sem tæknin byggir á, kallast Ferðavakinn. Ætlunin er að setja upp á hótelum, flutningamiðstöðvum og víðar þar sem ferðamenn er að finna, snerti- skjái, tölvu og prentara. Þegar ferðamaðurinn kemur að skjánum velur hann með snertingu fána ákveðins þjóðlands og fær hann þá þær upplýsingar sem hann leitar eftir á viðkomandi tungumáli. Því næst getur hann valið þann lands- hluta, sem hann vill vita nánar um, og í framhaldi af því séð myndrænt yfirlit um alla þjónustu sem þar er í boði. Þar sem við á getur hann einnig séð stuttar lifandi myndir frá helstu ferðamannastöðum og perl- um úr náttúru íslands. Þá getur hann einnig fengið útprentað á staðnum þær upplýsingar er hann óskar að taka með sér. Reiknað er með að fyrsti snerti- skjárinn verði settur upj) á Kefla- víkurflugvelli í vetur, en stefnt er að því að í vor verði búið að setja upp 15-20 skjái, víðs vegar um landið. Kostnaður við uppsetningu hvers skjás er á aðra milljón króna. Þjón- ustan er ferðamanninum að kostn- aðarlausu. Hann verður að vísu að borga, ef hann vill fá útprentun á upplýsingunum. Það eru hins vegar aðilar í ferðaþjónustu sem greiða fýrir þátttöku í Ferðavakanum. Hægt verður að fá upplýsingar um alla þjónustuaðila í ferðaþjónustu á íslandi í Ferðavakanum, jafnvel þó að þeir greiði ekki allir fyfir þjón- ustuna. Upplýsingar um þá, sem ekki greiða, verða hins vegar tak- markaðar við nafn og heimilisfang. Til að byrja með verður kostnaður að stærstum hluta greiddur með útgáfu á geisladiski, sem verður settur á markað erlendis. Diskurinn hefur að geyma lifandi myndir frá 200 helstu ferðamannastöðum og perlum úr náttúru íslands, ásamt flóru og fuglum landsins. Þulur enska textans verður hinn kunni sjónvarpsmaður í Skotlandi, Magn- ús Magnússon. Ferðavakinn er þróað af Fjarhönn- un hf., sem m.a. hefúr þróað Við- haldsvakann, sem nú er í notkun bæði í skipum og verksmiðjum í sambandi við eftirlit með búnaði og fyrirbyggjandi viðhaldi. Áhugi hef- ur kviknað hjá erlendum aðilum á að kaupa Ferðavakann og hefur þegar verið ákveðið að setja kerfið upp í Skotlandi. Frá vinstri: Hákon Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðavakans hf., Júlíus Sigurbjörnsson stjómar- formaður Upplýsingamiðstöðvar ferðamála, Ragnar Halldórsson stjórnarformaður Ferðavakans, Mar- ía Guðmundsdóttir forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar ferðamála, og Anna Ingibergsdóttir verk- efnisstjóri. Ragnar, Júlíus og María skipa stjórn Ferðavakans hf. fimamynd Ami Bjama Eldur í húsi á Ólafsfirði Síðastliðið laugardagskvöld kom upp eldur í íbúðarhúsi á Ól- afsfirði. Dóttírin á hcimilinu varð vör við eldinn og gerði lög- reglunni viðvart, en lögreglu- stöðin cr aðeins í 100- 200 metra íjarlægð frá húsinu sem eldurinn kom upp í. Slökkviliðið var því komið á staðinn örstuttu síðar. Eldurinn virtist hafa kom- ið upp í þvottahúsi. Mikinn reyk og eld lagði út með þakskegginu i öllu húsinu. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á ólafsfirði er nánast allt ónýtt í húsinu af völdum elds, vatns og reyks. Húsið sjálft er mikiÖ skemmt, varla mikið meira en útveggimir eftir. Hjónin voru ekki heima, en systkinin tvö, sem voru heima- við, rétt sluppu út Tvelr kett- lingar, sem vom í húsinu, urðu eldinum að bráð. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni, en máiið er enn f rannsókn. -is Vlnnlns laugait (2! • - 12. okt. 1991 I 15X22) i^fSf1 5j{31j (37) VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 2 3.442.907 2. 4 afs1? gp.4 180.053 3. 4aí5 224 5.546 4. 3al5 6.090 476 Heildarvinningsupphæö þessa viku: kr. 11.747.170 m i UPPLYSINGARSIMSVARI91 -681511 LUKKULINA991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.