Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 15. október 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVIHHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðanitstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Hrólfur Ölvisson Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Steingrímur Gislason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetrí Póstfax: 68-76-91 Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta er þegar orðin afar mikilvæg at- vinnugrein á íslandi. Um sex þúsund ársverk eru tengd þessum arðbæra útflutningsatvinnuvegi nú- tímans, sem á árinu 1990 aflaði ellefu milljarða króna í gjaldeyristekjur. Þó ekki væru nema þessar tölur, sem sýna gjaldeyr- isöflun í milljörðum og atvinnumöguleika sem mældir eru í þúsundum ársstarfa, ættu þær að verða hverjum manni vitni um að ferðaþjónusta er ómiss- andi stoð íslensks þjóðarbúskapar. Að henni þarf að hlynna eins og öðrum undirstöðum atvinnulífsins. Uppbyggingu ferðaþjónustu verður að ætla stórt rúm í atvinnustefnu þjóðarinnar. Vafalaust má lengi um það deila hvort þessum at- vinnuvegi hafi verið ætlað þetta stóra rými í arð- bærri athafnasemi þjóðarinnar undanfarna áratugi. Um það liggur ekki fýrir nein óyggjandi úttekt. Hins vegar fer ekki milli mála að ferðaþjónusta hefur ver- ið vaxandi atvinnugrein mikinn hluta síðari helm- ings 20. aldar. Vöxtur hennar er eitt þeirra spora sem skýrt markar fyrir á framfarabraut þjóðarinnar. Ef reynt er að átta sig á ferðum útlendra manna til íslands og gera sér mynd af því hvað þær gefa til kynna um umfang ferðaþjónustu hér á landi, segir það nokkra sögu að árið 1950 komu tæplega 4400 útlendir farþegar til íslands, en árið 1990 er þessi tala nærri 142 þúsund. Hér er að vísu um að ræða 40 ára tímabil sem flestir munu telja að sé eitthvert mesta breytingaskeið í samgöngum sem gengið hef- ur yfir heiminn frá upphafi vega, svo að varla þurfi að undra þótt þess sjáist merki á íslandi. En hið sanna er að síðustu áratugi hefur jafnt og þétt verið að byggjast upp nýr atvinnuvegur hér á landi, sem nú er orðinn það vaxtarmikill, að hann skilar þjóðarbúinu álitlegum tekjum, auk þess sem hann eykur fjölbreytni starfaskiptingar og hleypir fjöri í þjóðlífíð. Deilur um það hvort þessi uppbygg- ing hafi verið nægilega hröð eða ekki, skipta litlu máli íyrir framtíð ferðaþjónustunnar. í þess stað þarf að efla jákvæðan skilning á því sem áunnist hefur og meta vaxtarmöguleika þessarar atvinnugreinar í ná- inni framtíð. Stuðla þarf að því að framtak og ný- sköpun fái notið sín, þó þannig að fagmannlega sé að verki staðið á öllum sviðum. Um það er ekkert að villast að vaxtarmöguleikar ferðaþjónustu eru verulegir og fleiri en ein leið til þess að efla hana. Vafalaust er það rétt að stjórnvöld ættu að marka ákveðna ferðamálastefnu og láta slíkt koma fram í ferðamálalöggjöf. En spyrja má einnig hvort skortur á stefnuyfirlýsingum og settum laga- bókstaf um ferðamál hafi verið þróun ferðaþjónustu fjötur um fót. Eins og hver annar atvinnuvegur er efling ferðaþjónustu komin undir framtaki þeirra sem þar eru til forystu og við hana starfa. Hlutur stjórnvalda er að stuðla að heilbrigðu rekstrarum- hverfi þessarar atvinnugreinar, opna framtakssem- inni leiðir um þetta athafnasvið. Hér á árum áður var aðeins vitnað á einum stað í Reykjavík. Það var á samkomum hjá Hjálpraeðishem- um. Þar stóðu upp karlar og konur, ungar stúlkur og piltar og sögðu frá syndum sínum. Að vísu voru þetta engar syndir, en játnlngaraar voru hlutí áf hjálpræðinu. Fátækir sveitamenn stígu upp á sviðið og gerðu játningar á borð við drykk- fellda hórkaria. Og konur létu eins og Jwer hefðu þekkt fjölda karl- manna náið. Syndimar voru flestar tengdar ástalífl. Þess vegna voru áheyrendur oftast ungt fólk, sem las Elskhuga Lady Chatterley I laumi. Hún hafði verið gefln út á grænum pappír til að undirstrika hvað hún væri ósiðleg. Inn í þetta andrúmsioft kom svo skehnirinn Steinn Steinarr og ortí Ijóðið um Jón kadett í hemum. í þessu ljóði stendur setningin: Lautinant Val- gerður vitnar. Hún var að vísu eng- in Lady Chatterley, en grunsemd- iraar, sem fylgdu öllum vitnunum, voru nægar tíl þess að fjölmenni varhjáValgerðL Markaðssetning ástalífsins ?an tnna hefur lítið heyrst ffá Hjálpræðishemum. Enginn hefur ort ijóð um hanu og engar sögur fara af tvíræöum vitnunum lengur, þar sem syndir heimsins vaka yfir vötnunum eins og sælgætissjoppa. Fófk heldur engu aö síður áfram að vitna. Nú vitnar það í glanstímarit- um og segir þar fVá innstu hræring- um hjartans. Flestum hindrunum hefúr verið vildð til hliðar í þessari ástaiffsins, og ekki er talin þörf á að gefa glans- tímaritín út á grænum pappír. Dirfska í opinskárri fjölmiólun hef- ur tekið við hlutverki Hjálpraeðis- hersins, sem hímir á mótum Suð- urgötn og Kiriíjustrætis og hefur verið orðaður við friðarverðlaun Nóbels. Horflnn er Steinn og horf- in er tftdgerður, en Jón kadett mun enn á lífi. í staðinn eni komin rit á borð við Mannlíf og Nýtt Kf, lifandi eftírmyndir glanstimarita, sem gef- in cru út f Los Angeles. Þau rit standa í stöðugum málaferium vegna ýktra frásagna af Eddie Muiphy, einum versta klámkjaftí Ameríku, eða út af Madonnu, sem gerir í því að vera klúr. Glanstíma- ritín íslensku lenda eldd í málaferi- um, enda eru játningamar í þeim birtar með vitund og vilja réttra að- Tvær þekktar konur í nýjasta Mannlffl eru tvö viðtöl, sem flokkast undir játningar af þeirri gerð, sem þekktust aðeins á samkomum Hjálpræðishersins á dögum Jóns kadetts. Tvær þekktar konur ræða þar um ástalíf sitt og samband við karimenn. Önnur er Sigríður Dúna Kristmundsdóttír. Hún raeðir kynni sín af Friðrik Sop- hussyni fjármálaráðherra, og segir orðrétt: „Það var yndislegt að kynn- ast honum.“ Manni skilst að þau hafl kynnst á Alþingi þar sem bæði sátu samtímis um tíma. Umtalið um þau kynni var svo sem í lág- marid, sé tekiö mið af frægum samdrætti, eins og þeirra Elizabeth Taylor og Richards Burton. Engum datt í hug að skrifa um samdrátt Sígríðar og Friðriks. Við erum þó það siðað fólk, að við heimilum yf- irieitt öðrum að hafá einkalíf sitt í friði. öðru máii gegnir, þegar fólk vffl sjálft vitna um ástir sínar. Heiftarlega opinská Hitt viðtalið í Mannlífí er undhr iiðnum „Bókmenntir“. Ög má víst flestu nafn gefa. Það er við Sú- sönnu Svavarsdóttur leikhúshrelli. Hún er kallaður menningarblaða- Morgunblaðinu. Víst er um það, að lefkhúsgagnrýni hennar f Morgun- Maðinu hefur valdð mlkla athygli og ekki ófáa af svefni. Sannleikur- inn er sá að íslenskt leikhús er í hörmulegu ástandi, enda hefur því verið tröllriðið af pólibsku ofstæki svo lengi, að ekki er nokkur von til þess að því hatni að óbreyttu starfs- liði og óbreyttri stjóraun. Súsanna hefur fyrst og fremst skýrt frá því hvað leíkhúsið eryfirieitt leiðinlegt En þá ætlar atlt vitlaust að verða. Hún hlkar ekki við að velta goðum af stalli og hreinsa tíl í musteran- um. Hún er jafn heiftariega opmská um sjálfa sig og kíkhúsinu. Sús- anna giftist Amóri Benónýssyni leikara, árið 1984. „Ég varð ofsa- lega reið þegar Arnór héit framhjá mér,“ segir Súsanna. Hún ber þennan fyrrverandi eiginmann ýmsum sökum og hefur skrifað bók um samband þeirra. Bóldn heitir Gúmmfendur synda ekki. Það er vegna þess að etíd er hægt að kenna þeim að synda. Garri iHSI VÍTT OG BREITT f' 'T'TIr-'B SS&ISl '-'T"'TST'¥ Svikulir skattheimtumenn Stjórnvöld eru lagin að finna upp nýja skatta og gjöld af ýmsu tagi og er það talinn vera liður í að halda ríkisrekstrinum á réttum kili. Álögð gjöld og útgjöld verða að standast á, að minnsta kosti á yfirborðinu. En þrátt fyrir dugmikla og hug- myndaríka fjármálaráðherra, sem taka hver öðrum fram í að upp- hugsa ný nöfn á skattheimtunni og færa hana í nýstárlega bún- inga, eru útgjöldin alltaf á undan tekjunum og endar nást aldrei saman og hallareksturinn eykst og eykst. Og eykst. Alveg er sama hve mikið er dreg- ið úr ríkisumsvifum, alltaf verður kostnaðurinn meiri og meiri og tómahljóðið í kassanum er orðið ærandi. Útskýringarnar á fyrirbærinu kafna í mælgi og tíðavandamál- um, það er framtíðarvandinn sem stafar af fortíðarvanda sem um- pólast í nútíðarvanda eða svoleið- is. Ekki til skila haldið Þegar maður er orðinn úrkula vonar um að botna yfirleitt nokk- urn skapaðan hlut í því hvernig svo má vera, að hallareksturinn á landssjóðnum verður þeim mun magnaðri sem skattar eru hækk- aðir og ríkisumsvif minnkuð, er loks hellt yfir mann skýringu sem er eins einföld og hugsast getur. Skattpeningurinn kemst ekki til skila. Það er sú illræmda Ríkisendur- skoðun, sem er með nefið niðri í hverjum opinberum koppi, sem upplýsir að innheimtumenn skatta, sem eru hálaunaðir og fríðindafrekir fógetar og gjald- heimtustjórar, skili sköttunum ekki af sér. Þannig kvað nú vera í pottinn búið, að 21 milljarðar króna eru útistandandi og sagt er að borin von sé að fá nema í mesta lagi svo sem sex milljarða af fúlgunni til opinberra þarfa. Óskilaupphæðin hækkar ár frá ári í réttu hlutfalli við skatta- hækkunina. Það skuggalega við opinberu innheimtuna er það, að í sumum lögsagnarumdæmum hefur opinberu rukkurunum tek- ist að ná 100% innheimtu, en í öðrum kemst hlutfallið allt niður í 17 af hundraði. En það er það sem innheimtist af launaskatti í Bolungavík. Annars er hlutfallið af innheimtum þinggjöldum upp og ofan og er í mörgum umdæm- um undir helmingi þess sem lagt er á. Milljarðar eru útistandandi af söluskattinum gamla og einhver býsn af virðisaukaskatti. Dráttar- vextir af ógreiddum gjöldum eru glatað fé, en fært til eigna í bók- haldinu eins og svo mikið af öðr- um sköttum og gjöldum sem hvergi eru til nema í bókhaldi rík- issjóðs og ef til vill skuldaklödd- um þeirra opinberu embætta, sem ekki hafa döngun eða getu til að sinna því hlutverki sem þeim er ætlað og fólk heldur að embættis- mennirnir séu að sinna. Ábyrgðarleysi Þeir aðilar, sem trúað er fýrir að stjórna lánastofnunum, eru eink- ar duglegir að moka fé í gjaldþrot- in. Þeir fjármagna hvert fallíttið af öðru af lítilli fýrirhyggju og enn minni þekkingu á þörfum og möguleikum lántakenda. Þar sem forstöðumenn lána- stofnana eru ábyrgðarlausir gagn- vart öllu öðru en því að láta mjólkurkýr sínar tóra, er greiðsluþrotum bjargað með því að hækka vexti og þjónustugjöld svokölluð, sem eru einsdæmi í efnahagslífi veraldarinnar, og þannig eru þeir, sem borga skuld- ir sínar, látnir greiða fyrir aula- skap lánastjóranna, sem sjaldnast vita hvað þeir eru að gera. Svo eru menn alltaf jafnhissa á hve vextir og lánakostnaður er hár og skilja ekkert í hve gífurlegur munur er á innláns- og útláns- vöxtum. Svipað er uppi á ten- ingnum þegar verið er að heimta að dregið sé úr ríkisumsvifum og skattar lækkaðir. Engum dettur í hug að biðja um skilvirka skattheimtu, sem gæti vel komið í stað sífelldra skatta- hækkana. Ráðherrarnir, sem glíma við þann nútíðarvanda sem eru bein þjónustugjöld, gætu sem best sparað sér óvinsæla sjúk- lingaskatta og skólagjöld ef emb- ætti skattheimtumanna væru ekki eins svikul og raun ber vitni. Upphæðirnar, sem ekki inn- heimtast, eru á við margar Perlur og ráðhús og sjóðasukk heilla kjörtímabila. Samt tekur þvf varla að tala um það og enginn þeirra drullusokka, sem svíkjast um að innheimta, þarf að svara til saka, fremur en aðrir óráðsíumenn. Lausnin er og verður hin sama. Hærri skatta á þá sem borga og sama mottó gildir um vexti. Einu ríkisumsvifin, sem þarf að auka, er skattheimtan, svo ógæfu- leg sem hún annars er. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.