Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 1
SÍMI 631600 78. árgangur STOFNAÐUR 1917 Miðvikudagur 6. apríl 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 64. tölublað 1994 Verkfall meinatœkna hefur mikil áhrif á starfsemi spít- ala: Aðeins bráða- tilfellum sinnt Þaö var í nógu ab snúast hjá meinatœknum á neybarvaktinni ígœr. Tímamynd cs Snjóflób á Seljalandsdal og Tungudal: Maöur fórst og kona slasaöist alvarlega Frá Pétri Bjamasyni, ísafirbi Verkfall meinatækna hefur mikil áhrif á alla starfsemi sjúkrahúsanna strax á fyrsta degi þess. Stööva verbur innkallanir sjúklinga nema þegar um bráðatilfelli er aö ræöa, aö sögn Jóhannesar Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Borgarspítal- ans. Á Borgarspítalanum og Landspítalanum em þrír meinatæknar í dagvinnu meöan á verkfallinu stendur og einn á vakt þar fyrir utan. I*etta er sama þjónusta og er veitt um stórhátíöar á spítöl- unum. Jóhannes Gunnarsson segir aö áhrifa verkfallsins gæti á öllum deildum sjúkra- húsanna. „Fyrstu áhrifin em þau aö fresta veröur öllum skuröaögeröum nema þeim sem teljast nánast lífsnauö- synlegar. Væntanlega veröur líka reynt aö sinna tilfellum sem ekki þola mikla biö, eins og til dæmis krabbameinstil- fellum, þótt þau flokkist ekki undir bráðatilfelli. Mat manna er að þessir þrír meinatæknar eigi að geta veitt þá þjónusm, sem til þarf til aö það sé hægt. l’að veröur ekki hægt aö halda uppi eðlilegri starfsemi á neinum deildum. Þaö er reynt að draga úr starf- seminni eins mikiö og unnt er innan öryggismarka. Skuröað- gerðir em sá þáttur starfsem- innar sem er auðveldast aö stööva um tíma. Um helm- ingur þeirra sjúklinga, sem bíða eftir skurðaögerð, flokk- ast ekki undir bráðatilfelli, en sama hlutfall á lyfjadeildum er 10 til 15%. Þetta á samt aö- eins viö í stuttan tíma, þar sem hluti þeirra tilfella, sem sett em í biö, breytist í bráöa- tilfelli áður en langt um líð- ur." -GBK Um 5,6 milljarðar töpuöust á síöasta ári í gjaldþrotum þar sem skiptum var lokiö án þess aö eignir fyndust í bú- inu, en kröfur voru 5 milljón- ir króna eöa meira. Sámtals hafa þá tapast tæplega 19 milljaröar króna í þannig cignalausum stórgjaldþrot- um á aðeins þrem árum. „Hér er um að ræöa ýmis skilaskyld gjöld, sem dregin hafa verið af launþegum, og margvíslegar fyrirgreiðslur banka og lánastofnana," segir í skýrslu RLR. Benda má á að hér er um hærri upphæð að ræöa en alla innheimta tekju- og eignaskatta, sem einstaklingar borguðu í ríkissjóð í fyrra. Enda samsvara 19 milljaröar Laust eftir kl. 5 í gærmorgun féll mikiö snjóflóö yfir skiöa- svæöiö á Seljalandsdal og ruddi burt flestöllum mann- virkjum þar, aö undanskild- um skíöaskálanum Skíöheim- um, sem stendur nokkru neö- an viö skíöabrekkumar. Flóöiö viröist síðan hafa fariö kringum 290.000 krónum á hverja fjölskyldu á íslandi. Hluti þessara fjárhæða kemur til rannsóknar hjá þeirri deild Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem vinnur að rannsóknum gjaldþrota og skattamála. „En fullvíst má telja að öll gjald- þrotin hafi þensluáhrif í þjóö- félaginu," segir skýrsluhöfund- ur RLR. Flest og mest viröast þessi stórgjaldþrot þó hafa orð- ið áriö 1992, því þá tapaðist meira en 8,1 milljarður í gjald- þrotum af fyrmefndri stærð, þ.e. þar sem kröfur voru 5 milljónir eða meira í eignalaus bú. Árið 1991 þurftu launþegar og lánastofnanir aö sjá af um 5,2 milljörðum með sama hætti. Þessi deild RLR fékk 66 fram af brun Tungudals, sem er neðan við Seljalandsdal, og fengiö þar aukið efni og kraft í hlíðum dalsins. í Tungudal féll flóöið yfir þétta sumarhúsa- byggð og sópaði burtu um fjór- um tugum bústaða auk mikils flæmis af skóglendi. Tvenn hjón vom í húsum í Tungudal þessa nótt. Flóöið tók ný mál til rannsóknar á síðasta ári, sem bættust við þau 58 mál sem fyrir vom, þannig að sam- tals vom þar 124 mál til rann- sóknar á árinu. Af þeim tókst deildinni að afgreiða 47 mál, þannig að 77 vom enn óaf- greidd um áramót, 19 fleiri en í árslok 1992. Helstu skýringu þessarar aukningar segja rann- sóknarlögreglumenn þá, aö mál, sem komi til rannsóknar í deildinni, séu yfirleitt tímafrek og krefjist oft mikillar gagna- öflunar. „Meiri tíma en áður er varið til að undirbúa mál, sem berast frá skiptastjómm, sem kallar á það að rannsóknari þarf oft að undirbyggja máliö frá gmnni með gagnaöflun." -HEI með ser bæði husin sem gist var í, en öðmm hjónunum tókst við illan leik að komast út og gera viðvart í Bræðrattmgu, sem er vistheimili fyrir þroskahefta í mynni Tungudals. Áður höfðu þau reynt að ná sambandi úr golfskála, sem er í dalnum, en síminn þar var sambandslaus. Þau vom klæðlítil og marin og skrámuð, en ekki alvarlega meidd. Björgunarsveitarmenn komu fljótiega á vettvang og tókst að ná hinum hjónunum úr braki hússins. Þau vom bæöi mikið slösuð og lést maðurinn skömmu eftir að komið var með hann á Fjórðungssjúkrahúsiö á ísafirði, en konan íiggur þtmgt haldin á sjúkrahúsinu, en þó talin úr lífshættu. Maðurinn sem lést hét Kristján Knútur Jó- hannsson, forstjóri Djúpbátsins hf. og fyrrum forseti bæjar- stjómar Isafjarðar. Hann lætur eftir sig 5 uppkomín böm. Tungudalur hefur um áratuga skeið verið útivistarsvæði ísfirð- inga, auk þess sem fólk hefur gjaman búið í bústöðum sem þar vom að sumarlagi. Algengt var áður að fólk flutti sig í dal- inn á vorin og þaðan aftur þegar haustaði. í Tungudal hefur verið plantað miklum og fögrum trjá- gróðri um allar hlíðar, en mikið af honum hefur nú sópast burt, þar á meðal hávaxin og falleg tre í svonefndum Simsongarði, sem Martinus Simson, listamað- ur og ljósmyndari, gerði fyrr á öldinni. Að því er virðist stend- ur aðeins eitt tré þar uppi. Skóg- ræktargirðing, sem þama var, hefur einnig þurrkast út og hús- hlutar og brak úr húsum hefur dreifst um dalbotninn, þar sem verið hefur golfvöllur ísfirðinga. Að sögn Smára Haraldssonar bæjarstjóra hafa öll mannvirki á skíðasvæðinu eyðilagst, aö und- anskildum Skíðheimum. Þrjár stórar lyftur vom á svæðinu auk smærri toglyfta, tvö allstór hús með aðstöðu fyrir skíðamenn og lyftuhús með viðgerðarað- stöðu. Þessi hús em öll farin, auk þess sem lyftustaurar hafa borist burtu með flóðinu. Svo virðist sem byrja þurfi frá gmnni að byggja upp á skíöa- svæðinu. Erfitt hefur verið að fullkanna skemmdir og tæpast hægt fyrr en veður batnar og snjóflóðahættu hefur verib af- lýst. Tvö snjóflóð féllu snemma í gærmorgun á Skutulsfjarðar- braut, sem tengir saman byggðakjama á ísafirði, og var umferð takmörkuð þar framan af gærdeginum, en sem stendur er talið fært ab fara þar um. Það kann þó að breytast, því enn snjóar hér á ísafirði og bloti er í stómm hengjum í fjöllunum of- an við bæinn. ■ Stórgjaldþrot eignalausra: Um 19 milljarðar glataöir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.